Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIE Fimtudagur 21. nóv. 1946 BLÓÐSUGAN Cfti' JoL n Cjoodivi n ÍiQiiiiiiniiimiumiiiTnimnniiniiiiiiiiimnniiuiiiiiiiiiiiiiiii iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiimiiiiira 44. dagur Það var sýnilegt, að mönn- unum kom eitthvað ekki sem best saman, því Outhwaite var orðinn hávær og leit helst út fyrir áflog. Þó varð það úr, að spunamaðurinn sneri frá og fór. Aftur á móti kom Linke inn í garðinn og var ofurlítið valtur á fótunum. Hann sett- ist niður alt í einu á sama hringbekkinn og Massingham sat á, án þess að taka eftir hon- um, og reyndi með litlum ár- angri að kveikja í vindilstúf, sem hann hafði í munninum. En einhvernveginn vildu vind illinn og eldspýtan aldrei hitt- ast. — Gott kvöld, Linke, sagði kosningasmalinn, rólega. Linke hrökk við. — Nú, það er hr. Massing- ham? Jæja, við unnum, fanst yður það ekki. Hann fleygði frá sjer stúfn- um og tók upp nýjan vindil. — Já, svo var yður fyrir áð þakka, Linke, sagði Massing- ham ofurlítið háðslega, — þjer gerðuð okkur ómetnlegan greiða, og hafið heldur ekki lát ið dygðina hafa launin í sjer fólgin. Linke sperrti eyrun, og á- girndarglampa brá fyrir í aug- um hans. — Finnst yður þá ekki, að! þjer gætuð gefið mjer ein- hverja uppbót? Massingham leit á hann með forvitni. — Nú, svo þjer hafið þá feng ið peninga fyrir viðvikið? ann- að sagði hann ekki, en horfði á manninn. — Já, svaraði Linke, jeg f jekk þetta hundrað í viðbót. j En mjer finnst það væri ekki úr vegi, að jeg fengi eitt hundr- að enn fyrir að halda mjer saman fyrir fult og alt. Og hús- bóndi yðar hefir efni á því. Hver taug í líkama Massing- hams skalf. Veikur grunur, sem lengi hafði læðst í huga hans, en ekki tekið á sig fasta mynd fyrr en nú, varð nú að vissu. Sir Melmoth Craven ^ hafði þá borgað þessum manni fyrir verk hans. Það kom í- skyggilegur glampi í augu Massinghams, og hann var gripinn viðbjóði. En hann stilti sig og sneri sjer að Linke. — Við skulum nú sjá . .. . I hvað var það nú, sem þjer haf- j ið fengið alls? Jeg skal sjá,1 hvort jeg get gert nokkuð fyr- ir yður. En þá var eins og munni! Linkes væri snarlæst. Enda þótt hann væri allmjög undir j áhrifum víns, rann það upp! fyrir honum, að hann hefði hlaupið á sig. — Jeg skil ekki, hvað þjer eruð að fara, sagði hann og stóð upp. — Það er víst best að fara að komast heim. Massingham gerði enga til- j raun til að halda aftur af hon- um, en sat kyrr og hleypti brúnum í myrkrinu. ,r— Guð minn góður. Getur aönað eins og þetta skeð? sagði hann við sjálfan sig. Hann sat þarna dálitla stund enn og velti málinu fyrir sjer. En þá stóð! hann snöggt upp og flýtti sjer burt. Eftir tíu mínútna gang kom hann að litlu húsi í afskektri götu, þar sem Outhwaithe átti heima. Hann kom sjálfur til dyra, og þegar hann sá hver komumaður var, gaf hann hon- um illt auga. — Hvað viljið þjer? spurði hann stuttaralega. — Þjer hafið víst fengið fimmpundaseðil hjá Linke, eða að minsta kosti kom það fram við rjettarprófið. Jeg vildi gjarna vita, hvort þjer eigið seðilinn enn, þótt það sje nú annars ólíklegt. En ef svo er .. — Hvern djöfulinn varðar þig um það? sagði Outhwaite og fitjaði upp á trýnið. — Jeg hefði ekki snert á þessum skít- ugu skildingum ef jeg hefði vitað, að það væri Orme til miska. En þessi asni Linke .... — Einmitt, sagði Massing- ham. — Jeg ætla að athuga það mál nánar. Jeg skal gefa yður tíu pund fyrir seðilinn ef þjer getið látið mig fá hann. Maðurinn glápti á hann, al- veg steinhissa. — Gott og vel. Þú skalt fá han fyrir tíu pund, tíu pund fyrir fimm get jeg gjarnan þegið. Og það vill svo til, að jeg á seðilinn enn. Hann fór síðan inn og kom aftur með fimmpundaseðil, sem hann afhenti Massingham og fjekk tíu pund í staðinn. — Engar spurningar og um að gera að þegja, sagði Mass- ingham stuttlega, — þá lendir nú ekki í neinu klúðri. Síðan gekk hann burt frá húsinu og athugaði seðilinn gaumgæfilega undir næsta götu ljósi og bar saman við vasa- bók sína. — O, bölvaður þorparinn, æpti Massingham reiðilega. Síðan hjelt hann áfram ferð sinni og tókst að ná í sex af þessum tíu kjósendum, sem höfðu orðið Orme til falls. En aðeins einn þeirra átti enn seð- ilinn sinn, og sá seðill staðfesti það, sem hann hafði þegar komist að. Báðir þessir seðlar höfðu farið um hendur Massinghams áður. Hann hafði haft margar ávísanir frá Sir Melmoth fyrir kosninguna og fengið þær út- borgaðar, til þess að nota sem reksturskostnað — eina 500 punda ávísun hafði hann farið með í sjálfan bankann, og feng ið húsbónda sínum peningana og hann var þakklátur Mass- ingham fyrir þetta ómak, en hafði hinsvegar tröllatrú á heiðarleika Massinghams, enda var hann hafinn yfir allan grun. Varla hefði einn maður af þrjátíu gert sjer það ómak að fara að skrifa upp númerin á seðium, sem hann hafði í hönd- um aðeins hálfa klukkustund. En Massingham hafði sínar ó- sveigjanlegu varúðarreglur og tók enga áhættu. Hann h.;’ðij uppskrifuð númer á hv- n, einasta bankaseðli, sem n hendur hans hafði farið, alla kosningahríðina á enda. Og þessir tveir soðlar, sem hann hafði nú náð í, voru á þeirrj skrá. Með öðrum orðum var mútu- fjeð frá Sir Melmoth. Massingham ætlaði alveg að sleppa sjer af reiði og viðbjóði. Sennilega hefðu margir kosn- ingasmalar látið þetta alt gott heita, en hann var ekki í þeim hóp. Hann var svo strangheið- arlegur, að enginn óvinur hans hafði nokkurntíma dirfst að bera brigður á það. Auk þess hafði hann, eins og aðrir Norð- ur-Englendingar, megnustu ó- beit á því að verða fyrir gabbi. Massingham þaut heim til Linke stytst'u leið, sem hann gat fundið. Linke var háttað- ur og kona hans, sem var lítil og niðurbeygð, þorði ekki að vekja hann. En Massingham vildi ekki láta undan. Linke kom fram, ólundarlegur og illa til reika. Jafnskjótt sem þeir voiu orðnir tveir einir, spurði hann með frekju, hvað á gengi. —- Ekki annað en það, að hjer í bænum eru tveir þorp- arar og þú ert sá meinlausari, sagði Massingham. — Þú hefir komið þessu þokkaverki í kring fyrir Craven. Þú hlýtur að hafa verið annað hvort fullur eða vitlaus, ef þú hefir haldið, að það væri með minni vitund. Reyndu bara ekki að neita því, bætti hann við með hörku, svo Linke komst ekki að með svar, — annars skaltu verra af hafa. Jeg hef sannanir hjerna í hönd- unum. Þú heldur kannske, að öllu sje óhætt, en það er bara dálítill misskilningur. — Þú varst heppinn að fá engan dóm fyrir mútugjafirn- ar. En þetta er dálítið annað. Þetta er þátttaka í glæpsam- legu verki, kall minn. Þú hef- ir fengið borgun fyrir að koma af stað lognum vitnisburði móti Orme frá andstæðingi hans. En það segir aftur sama sem árs þrælkunarvinnu, eins sannar- lega og þú situr þarna. Linke varð taugaóstyrkur og fölnaði. — Jeg meinti ekkert ilt með því, veinaði hann. — Hvað viltu mjer og til hvers kem- urðu hingað? — Til bess að segja þjer hvað þú átt að gera, sagði Massing- ham hörkulega. Þú skrifar þarna á blaðið með pennanum þeim arna, eftirfarandi játn- ingu: „Jeg, Simon Linke fjekk hjá Sir Melmoth Craven pen- ngana, sem jeg mútaði kjósend um Ormes með“. Skrifaðu þetta og þá skal jeg reyna að láta þig sleppa eins vel og hægt er út úr þessu öllu saman. Jeg lofa vitaskuld ekki miklu. En það er fyrst og fremst erkibófinn, sem jeg ætla að ná í skottið á, því vitanlega varst þú ekki annað en verkfæri í hendi hans. Linke starði á hann, fitlaði eitthvað við pennann en kast- aði honum síðan frá sjer. — Nei, þetta geri jeg aldrei, sagði hann bölvandi. — Til hvers ætti það að vera? — Þú ræður, sagði Massms • ham rólega og sýndi á sjer ferðasnið. — Hvert ertu að fara? — Til lögreglunnar. Þú færð að gista í Steininum í nótt, sagði Mássingham um leið og hann gekk út. Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS. 24. Að lokum fór landslagið að breytast og við hjeldum a£ sljettunni inn í dali milli hárra granitfjalla. Frumskóga- gróður láglendisins náði ekki þangað, heldur óx þar harð- gerðari gróður, en jafnvel þar mátti sjá áhrif hins stöðuga hita og ljóss á hinum mikla og fagra blómskrúði, sem þar var. Silfurtærar ár og lækir runnu eftir dölunum, og komu ur snjóbreiðum sem voru á efstu tindum fjaílanna. Yfir hinum snæviþökktu tindum voru drungalegir skýflókar. Perry sagði, að úr þeim kæmi úrkoman og einnig yrðu skýin til þess að snjórinn bráðnaði ekki eins skjótt fyrir hinum brennandi geislum sólarinnar. Við vorum nú farnir að skilja örlítið í hrognamáli því, sem verðir okkar töluðu til fanganna á, og líka lærðum við mál samfanga okkar, er okkur þótti fremur fallegt. Beint fyrir framan mig í röðinni var ung stúlka. Þrjú fet af járn- jkeðju tengdu okkur saman. Mjer líkaði ákaíiega vel við ifjalagsskap hennar, þó ekki værum við þarna saman af 'frjálsum vilja. Hún kenndi mjer mál síns kynflokks og ! margt og mikið um líf hins innra heims, sem hún var > kunnug, en jeg ekki. Hún sagði mjer, að hún væri kölluð Dían hin fagra, og að hún tilheyrði Amoz-kynflokkinum, sem ætti bústað í xlettalöndunum við Barel Az, eða hið grunna haf. — Hvernig komst þú hingað? spurði jeg. — Jeg var að strjúka frá Júbal ljóta, sagði hún. — Hver er Júbal ljóti, spurði jeg og hvers vegna straukstu frá honum? Hún horfði undrandi á mig — Hvers vegna strjúka konur yfirleitt frá karlmönn- um, sagði hún svo. — Það gera þær ekki, þar sem jeg á heima, sagði jeg. Stundum hlaupa þær á eftir þeim. En þetta skildi hún ekki. Ekki gat jeg heldur komið henni í skilning um að jeg væri af öðrum hei.mi. Hún var alveg viss um það, að sköpunarverkið hefði aðeins verið gert til þess að skapa hennar fólk, eins og margir menn Ungur amerískur prófessor flutti ræðu á vísindamóíi í París. Hann talaði á ensku, en er ræðu hans var lokið, tók hann eftir því, að ákaflega lít- ið var klappað. Rjett á eftir stóð upp franskur maður, og flutti ræðu, sem vakti mikla hrifningu áheyrenda. Þeir klöppuðu og klöppuðu, er hann hafði lokið máli sínu, og Bandaríkjamaðurinn klappaði kurteislega með, enda þótt hann væri nokkuð niðurlútur. Þá hallaði sjer að honum maður, sem sat við hlið hans, og hvíslaði: — Væri jeg í yðar sporum, mundi jeg hætta að klappa. Hann var að þýða ræðuna yðar. * I einu hverfi New York borg ar, þar^em íbúarnir eru flestir af þýskum ættum, hefir Her- man Görings Street verið skírt upp og heitir nú Oak Street. • — Heyrðu, hefirðu tekið eft- 1 bví, að það er fullt af prent- vulum í gluggaauglýsingunum bínum? — Jeg gerði það með vilja. Þá heldur fólk að jeg sje fá- bjáni, og kemur inn til að Svindla á mjer. Innan skamms á hinn dauða- diemdi Wilson de la Rio, sem situr í San Quentin fangelsinu í Bandaríkjunum, að standa í tólfta skipti augliti til auglitis við dauðann. Hann hefir verið náðaður ellefu sinnum. ★ Frú Hansen hafði lent í deilum við slátrarann, og eft- ir miklar skammir og bölbæn- ir, lýsti slátrarinn því yfir í heyranda hljóði, að hann bann- aði henni að stíga inn í verslun sína. Frú Hansen fór heim til sín og sagði manni sínum alla sorgarsöguna og bað hann að hefna nú rækilega fyrir sig. Og Hansen gerði það á sinn ; eigin sjerkennilega máta. Hann sætti færi þar til dag nokkurn að mikil ös var í verslun slátr- arans, snaraði sjer þá inn að afgreiðsluborðinu, fleygði dauð um ketti á borðið og sagði: — Með þessum hefirðu þá íengið tvær tylftir. ★ — Af hverju græturðu, litli vinur? — Pabbi er búinn að drekkja öllum kettlingunum. — Það Var nú ljóta sagan. — Já, hann var búinn að lofa, að leyfa mjer að gera það. * Fangelsispresturinn: Hvers- vegna eruð þjer hjerna? Fanginn: Af þeirri einföldu ástæðu, að jeg kemst ekki út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.