Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: OTTASLEGNU mennirnir í Fimtudagur 21. nóvember 1946 Nýr fulitrúi Briiiih Counci! lalar í Anglía FYRSTI Angliafundurinn á vetrinum verður í Oddfellow- húsinu í kvöld og hefst kl. 8,45. Mr. K. M. Willey, B.A.. sem er nýr fulltrúi British Council hjer á landi flytur fyrirlestur um eyna Cyprus, en hann er nýkominn þaðan. Eftir fyrirlesturinn verður dansað til klukkan 1. 25 ára afmæli. í vetur er 25 ár frá bví að Anglía var stofnuð og í tilefni af því verður haldið hóf og dansleikur þann 12. desember n. k. Aðrir fundir í vetur verða 23. jan., 20. febr., 20. mars og 24. apríl. I bókasafni Anglía eru nú um 1000 bindi, þar á meðal margar úrvalsbækur enskra bókmeMa. Hafa meðlimir fjel- agsins aðgang að bókasafninu, en það er á Laugaveg 34. Aðalíundur í fjelagi Norðnranna NORMANNSAGET, fjelag Norðmanna hjer í Reykjavík, hjelt nýlega aðalfund sinn. í stjórn voru kosnir: Harald Faaberg skipamiðlari formaður, Tomas Haarde verk- fræðingur varaformaður, Gunn ar Akselson kaupmaður ritari, frú Ingrid Markan gjaldkeri og Árni Eylands fuiltrúi. Þar, sem búist er við heim- sóknum margra Norðmanna hingað til landsins á næsta sumri beinir fjelagið þeim til- mælum til allra Norðmanna, sem búsettir eru hjer á landi (og þeirra sem eiga norskan maka) að ganga í fjelagið. Hægt er að ganga í fjelagið með því að tilkynna það einhverj- um af stjórnarmeðlimum. Hlutafjelagi Hrönn, sem á togarann Geir, hefur selt hann til Færeyja. Kaupend- ur eru Sigufður Simonsen, skipstjóri og fleiri í Fugla- firði. Togaranum hefur verið gefið nafnið:. Vitin og ein- kennisstafir verða FD 440. —- Sigurður Simonsen mun sjálf ur sigla skipinu. Hinir nýju eigendur 1aka við því næstu daga. B.v. Geir er byggður 1912. Hann er 309 lestir bruttó og 128 netto. Eigendur hans Hrönn h.f. keyptu skipið 1923 — Sigurðui- heitinn Sig- urðsson var lengst af skip- stjóri, eða frá 1920 til ársins 1943, er hann ljest. Þá tók við Jóhann Stefánsson, er verið hafði stýrimaður hjá Sigurði síðan árið 1925 og var Jóhnnn með skipið þar til að það hef ur nú verið selt. H.f. Hrönn mun kaupa nýtt skip. Þeir fiultu flugbátinn yfir iiifið Þessa mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins uður á Reykjavíkurflugvelli, er Grummanflug- bátur Loftleiða kom. Á myndinni eru áhafnir flugbátanna og fárþeginn, formaður stjórnar Loftleiða. Frá vinstri standa Kenneth L. Rovor, siglingafræðingur, Joseph J. Wormser loft- skeytamaður, Raymond Hoover, flugmaður, C larence G. Bare flugmaður, Ralph C. Ellioti vjelamaður, Alfreð Elíasson flugmaður og Knstján .Tóh. Kristjánsson formaður stjórnar Loft- leiða h.f. Ljósm. Mbl.: F. Clausen. Rúmlega 130 manns sýktust af mænuveiki í oktober á N- og Austurlandi MÆNUVEIKI . hefir að undanförnu geisað um Norð urland Hennar hefir einnig orðið vart á Austuriandi. Samkvæmt viðtali Morgun- blaðsins við hjeraðslækna á þeim stöðum, sem veikinnar hefir orðið vart, segja þeir hana yfirleitt vera væga. I októbermánuði s. 1. tóku veik ina Norðanlands 120 manns. Á Austurlandi veiktust átta manns. Þar hefir hennar ekki orðið vart síðan. Á tveim stöðum Norðanlands er kunnugt um fleiri tilfelli í þessum mánuði. Flest sjúk dómstilfellin voru í okt., í Eyjafirði og á Akureyri. Þar veiktust 115 manns. Af völd um veikinnar hefir einn mað ur dáið. Akureyri. Frjettaritari Mbl. símaði blaðinu í gærkvöldi, að lækn- ar á Akureyri telji veikina hafa verið í rjenun s. 1. hálfan mánuð. Einn maður hefir dáið af völdum hennar. Vitað er um allmörg lítilvæg lömunartil- felli, en veikin virðist yfirleitt vera væg. Einkum ungt fólk veikst. Mænuveikin hefir náð talsverðri útbreiðslu í nær- sveitum. í október sýktust hjer og í nærsveitum 115 manns, en ekki er læknum kunnugt um! fjölda tilfella nú í nóvember, segir frjettaritari. Flesf tllfelll á Akisreys'I Sauðárkrókur. í viðtali við hjeraðlæknir skýrði hann svo frá, að í nóv- ember hefðu 3 mænuveikitil- felli orðio þar. Yfirleitt. hafi veikin verið væg það sem af er þessum mánuði hafa 10 til- felli orðið. Ekkert þeirra er alvarlegt. Það er aðallega ungt fólk og börn, sem veikst hafa, sagði hjeraðslæknir að lokum. Ilúsavík. í okóbermánuði s. 1. sýktust tveir af lömunarveiki á Húsa- vík. En það sem af er nóvem- ber, er mjer kunnugt um 9 til- felli hjer á Húsavík, á bæjum í Aðaldal og Tjörnesi, sagði hjeraðslæknirinn á Húsavík, blaðinu í gær. Engar lamanir hafa orðið, en tilfellin mjög glögg. Aðallega unglingar og börn hafa tekið veikina. Blönduós. Hjesaðslæknirinn á Blöndu- ósi er staddur hjer í bænum. Hann skýrði blaðinu svo frá í gærkvöldi, að síðan í október hefði hann ekki orðið var við eitt einasta tilfelli af lömunar- veiki. I október veiktist einn maður og lamaðist hann. dálít- ið í fótum. Maður þessi er um þrítugt. Oiafsfjörður. Hjer í kauptúninu veiktust 7 manns af mænuveiki og eitt tilfelli í sveitinni er mjer kunn ugt um, sagði hjeraðslæknirinn þar blaðinu í gær. Síðan hefir hennar ekki orðið vart hjer. Ekkert lömunartilfelli er um að ræða. Einn fullorðinn hefir veikst, hitt eru börn eða ung- lingar. Fljótsdalshjerað. Hjeraðslæknirinn á Egils- stöðum sagði að hann hefði ekki orðið mænuveikinnar var síðan í október. Þá veiktust 8 manns, á þrem eða fjórum bæj um á Fljótsdalshjeraði. Um lömun er ekki að ræða hjá þeim, er veikina haía tekið, sagði læknirinn að lokum. Reykjavík. Veikin hefir einnig komið upp hjer í bænum, en hjeraðs- læknir kvaðst ekki geta sagt í gær, hversu mikil brögð væru að henni. Vaxtabrjefasalan rúmlega sex miíj. í GÆR seldust í Hafnar- firði og Reykjavík vaxtabrjef Stofnlánadeildarinnar fyrir 135 þús. kr., þar af rúmar 4 þús. í Hafnarfirði. Neraur þá vaxtabrjefasal- an alls 6 millj. 279 þús. kr. Herðum sóknina Reykvík- ingar! Nörrköbing sféS sig belur en Dynamo LONDON: Sænska knatt- spyrnuliðið Norrköbing Kammraterne hefur nú lok- ið kappleikjum sínum í Eng- landi og ljek flokkurinn gegn 5 af sterkustu atvinnu- mannafjelögum Breta, fyrst Charlton Athletic og síðast Wolverhampton Wanderers, sem eru nú með efstu fjelög- unum í fyrstu deild bresku keppninnar. Svíarnir stóðu sig betur en i’ússneski flokkurinn Dyna- mo í fyrra, þar sem þeir unnu fjóra leikina glæsilega. en gerðu jafntefli við Wolv- erhnmpton í þeim síðasta. —. Bresk blöð hrósa sænska lið- inu ákaflega og segja að iengi hafi ekki sjest eins gott erlent iið í Englandi eins og Norrköbing. Sveit Einars B. Guðm. efst FJÓRÐA umferð í bridge- keppninni var spiluð á þriðju- dagskvöld. Eftir þá keppni standa sveitirnar þannig: Fyrst er sveit Einars B. Guðmunds- sonar með 12 stig, önnur sveit Jóhannesar Jóhannssonar 11 st., þriðja sveit Guðlaugs Guð- mundssonar 10y2 stig. Þá kem- ur sveit Jóns Ingimundssonar með 9V2 stig, sveit Ragnars Jó- hannessonar 8 stig og sveit Jóns Guðmundssonar einnig með 8 stig, sveit Ársæls Júlíussonar 5 stig og Einars Jónssonar ekk- ert stig. NobelsverðlauiUiiii úthlufað LONDON. Úthlutað hefir ver ið Nobelsverðlaununum fyrir árið 1946. Verðlaunin í eðlis- fræði fjekk Bandaríkjamaður- inn próf. Bridgmann vði Har- wardháskólann, fyrir það að búa til tæki, sem framleitt geti sjerstaklega háan loftþrýsting. — í læknisfræði fjekk Banda- ríkjamaðurinn próf. Hermanrt Muller við Indianaháskólann fyrir rannsóknir sínar á því sviði að breyta erfðaeinkennum með geislaverkunum. Bók- menntaverðlaunin fjekk Þjóð- verjinn Hermann Hesse. sem er nú svissneskur ríkisborgari. Þórshöfn, Færeyjum, í gær. Einkaskeyti til Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.