Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. nóv. 1946 - Frá fundi LIU Frh. af bls. 1 er komið fyrir útgerðinni í land inu. Fundinum ekki lokið. Fulltrúafundinum er enn ekki lokið og verður það ekki, þar til lausn fæst á vandamál- unum. Var honum á þriðju- daginn frestað um óákveðinn tíma og fundarstjóra og stjórn gefið vald til þess að kalla hann saman fyrirvaralaust, þegar þörf krefði. Mun þetta og verða gert. — Útvegsmenn hafa bent á að skapa verði starfs grundvöll fyrir framleiðslutæk in til sjávarins og þar sem þetta hefir ekki verið vjefengt af neinum aðila, er það mikið ábyrgðarleysi og vonbrigði, sagði framkvæmda stjórinn, að stjórnmálamenn landsins skuli ekki not.i nótt sem nýtan dag við að leysa mál þessi nú þeg- ar, þegar aðeins er rúmur mán uður þar til vetrarvertíð á að hefjast, ef að eðlilegum hætti lætur og hver dagurinn af öðr um líður, án þess að lausn fá- ist á málunum, getur að sjálf- sögðu bakað þjóðinni miljóna- tap og fært hana nær algeru ; öngþveiti, sagði framkvæmda- stjórinn ennfremur. Fjelögin sem svöruðu. Þessi fjelög hafa svarað að þau treystist ekki að gera út að óbreyttum aðstæðum: Út- vegsmannafjelögin í Vestmanna eyjum, H.f. Víðir Akranesi, Út- vegsmannafjelög Grundarfjarð ar, útvegsm.fjel.. Hellissands, Bíldudals, Áskógsstrandar, Hafnarfjarðar, Reykjavíkur, Hnífsdals, Patreksfjarðar, Kefla víkur, Hríseyjar, Seyðisfjarðar, Garðahrepps, Akureyrar. Ól- afsvíkur, Grindavíkur, Akra- ness og ísafjarðar. Indókína fær land- svæði frá Síam London í gærkveldi. SAMKOMULAG hefir orðið um það, að Indókína fái land- svæði frá Síam, en Vichystjórn in Ijet Síam landspildu þessa í tje fyrir beiðni Japana árið 1941. Síðan hafa allmiklar skær ur orðið út af landsvæði þessu. Talið er að Frakkar muni láta Síambúum í tje einhver fríð- indi í stað landspildunnar. —Reuter. — Frá þingi UNO Frh. af bls. 1 herir Breta og Bandaríkja- manna sagði hann að væru víða í löndum, sem ekki hefðu verið óvinalönd og vekti þetta ugg og- ótta í heiminum. „Áhugi á heimskautslöndum“. Molotov sagði að margir hefðu áhuga á hersetu í heim- skautslöndum. Sagði Molotov nauðsynlegt að Öryggisráðið vissi um alla heri. — Sagði Molotov að það væri sjálfsagt að safna skýrslum um herina alla. — Conally, fulltrúi Banda ríkjanna svaraði Molotov þeg- ar í stað. Ræddi hann fyrst um erfiðleika friðarsamninganna og sagðist svo harðneita því, að vera Bandaríkjaherja væri nokkursstaðar hættuleg friðn- um, heldur væru þeir herir, sem erlendis væru enn alls- 'statðar með samþykki hlutað- eigandi stjórna. Sagði Conally, að Bandaríkjamenn þyrftu engu að leyna í þessu sam- bandi og barði í borðið. „Her- ir vorir bera allsstaðar uppi fána friðarins“, sagði Conally og bætti við, að Bandaríkin mótmæltu því harðlega, að nokkursstaðar væri ófriðar- hætta af herjum þeirra. „Við sendum ekki heri vora inn í önnur lönd til þess að svæla þau undir sig“, sagði Conally. Reiðubúnir að gefa skýrslu. Conally sagði að Bandaríkja menn væru reiðubúnir að gefa skýrslu um herstyrk sinn, en þá yrðu Sovjetríkin að gera það sama og upplýsa bæði um heri sína innan og utan Sovjet- ríkjanna. — „Hvað getur kom- ið í veg fyrir það, að herir í fyrrverandi óvinaríkjum hafi áhrif á stjórn þeirra?“ sagði Conolly og bætti við: „Og í þeim löndum, sem okkur hefir ekki tekist að semja frið við, hafa Rússar her, — víst öllum, en við og Bretar ekki“. Hvatti hann til þess að hraða friðar- samningunum við ríki þessi. Gesiir borgarinnar LONDON. Það þótti sumum einkennilegt hjer á dögunum, er borgarstjórinn í Plymouth kallaði þýska herfanga, scm unnið höfðu að húsbyggingum, „gesti borgarinnar". Borgar- stjórinn sagði þetta, er verið var að vígja nýjar byggingar. — íþróttir - Heðal anaara orffa,.. Framhald af bls. 8 vilja“ flutt til Sovjetríkjanna. Eftir því sem fram hefir komið af skýrslum tveggja slíkra manpa, sem tókst að flýja frá Rússlandi, er ástandið í fanga- búðunum hryllilegt. Fólkið er klætt í tötra, svift öllum eign- um sínum, lifir þarna í óhirðu, sjúkdómi og lús, án þess að fá nægilegt fæði nje hafa nokkur hreinlætistæki. Þó verður það að inna þrælkunarvinnu af hendi undir eftirliti vopnaðra varðmanna. í einum slíkum fangabúðum fyrir sunnan borg ina Krasnojarsk voru 12 fyrr- verandi ráðherrar með þjóðum sínum og tveir ríkisforsetar, sem lágu veikir í sorpi og ó- hirðu og væntu dauðans sem endurlausnara. í Stokkhólmi er til listi, sem skýrir frá hvar 968 nafnkunnir Eistlendingar sjeu niðurkomnir. Þeir eru dreifðir um 27 fangabúðir og vinna allir þrælkunarvinnu. Meðal þeirra er frú eistneska sendiherrans í Stokkhólmi, Adelé Akel, en maður hennar er í öðrum fangabúðum. Nuksa, fyrrum sendiherra í Stokk- hólmi varð fyrir sömu örlög- um. — (Ha de ratt at leva?). Farouk ksoungur ánægður Londan í gærkveldi. FAROUK Egyptalandskon- ungur Ijet svo um mælt í dag| að hann væri vel ánægður með þær samnlngaumleitanir sem farið hafa fram milli Breta og Egypta og byggist við að sama vinátta ríkti milli þessara þjóða hjer eftir, sem hingað til. Sagði Farouk, að eftir 3 mánuði yrðu Bretar farnir með alt herlið sitt úr stórborgum Egyptalands og úr öllu landinu eftir tilsettan tíma. Viðvíkjandi sameiningu Egyptalands og Sudan, sagði konungurinn, að hann væri viss um að samningar um þetta tækjust einnig ágætlega og væru vel á veg komnir, þó ekki svo að hægt væri að birta þá almenningi enn. — Reuter jdiBiiiiiiMiiiiiiiiimitftiraimuiAKuei'cunauinuiJUsiu*^ S í M I 7415. Matvælageymslan. Framhald af 5. síðu. hafi einmitt verið rjetti stað- urinn til okkur að heimsækja nú. Síðar, þegar við með bætt- um skilyrðum nöfum aukið getu knattspyrnumanna vorra, þá tel jeg að við eigum fyrst og fremst að hafa góða" sam- vinnu við Norðurlöndin og keppa við kaup bæði heima og heiman. Söguleg ferð. Jeg tel óhikað, að þessi ferð til Englands í haust hafi í alla staði verið bæði anægjuleg og gagnleg fyrir þátttakendur hennar og frammistaða flokks- ins til sóma fyrir íslenskt í- þróttalíf. Svo að segja öll blaða ummæli, sem jeg sá, voru sjer- staklega hlýleg í garð flokksins og þótt knattspyrnan, sem flokkurinn sýndi væri ekkki á mjög háu stigi a mælikvarða Englendina, þá var liði okkar hælt mjög mikið fyrir leik sinn og þá fyrst og fremst fyrir prúð mannlegan og drengilegan leik. Albert Guðmundsson sem vit- anlega var „stjarnan" í liðinu, var að sjálfsögðu mest um- ræddi maður flokksins. Móttökur þær og gestrisni, er flokkurinn riaut allsstaðar, voru hinar ágætustu og virtust menn fullir af áhuga fyrir landi okkar og þjóð og vildu sem mest um íþróttalíf okkar heyra. — Margir höfðu orð á því, bæði í ræðu og riti, að æskilegt væri að íþróttamenn Englands og íslands gætu í framtíðinni átt nána samvinnu um áhugamál sín. Þáttakendum mun ferð þessi seint úr minni líða og þá sjer- staklega verða minnisstæðir einstakir viðburðir og atriði, er þeír fengu tækifæri til að sjá. Flugferðin, hjá flestum sú fyrsta, er flogið var í glampandi sólskini austur með suðurströnd íslands var svo hrífandi sjón að aldrei mun gleymast. Margt annað mætti nefna svo sem það er flokknum var boðið að sjá bifhjólakappakstur á hinum heimsfræga Wembley-leikvangi í London. Þar skeði það, er flokkur okkar var nýsestur í sæti sín, að tilkynt var í gjall- arhorni til mannfjöldans, sem voru 70—80 þúsundir, að gestir frá íslandi — hinir íslensku knattspyrnumenn væru heiðurs gestir kvöldsins og var mann- fjöldinn beðinn að hylla okkur með sjerstöku Wembley-húrra hrópi, sem og var gert heldur kröftuglega. Þetta var sannar- lega hátíðleg stund fyrir okkur. Flokkurinn kom fram í sjón- varpi í Alexandra Palace í Lon don og mun það í fyrsta skifti að íslendingar sjást í þeim undratækjum. Að sjá Albert leika með Ar- senal móti Tjekkunum var og æfintýri út af fyrir sig, og ekki síður að fá tækifæri til að sjá aðra fyrsta flokks kappieiki atvinnuknattspyrnumanna. •— Við skoðuðum marga frægustu staði í London og nágrenni svo sem vaxmyndasafnið, dvra- garðinn, St. Paulskirkjuna, þinghúsið, Tower of London o. fl. Vinur okkar, Pjetur Eggerz, sendiráðsritari bauð okkur fyr ir hönd sendiherrans, sem var fjarverandi, ásamt Birni Björns syni, sem er erindreki I. S I., í London, til að skoða hinn fræga Windsorkastala og um leið í bátsferð á Thames ánni. Varð sá dagur okkur öllum til óg’.eym anlegrar ánægju. Að lokum vil jeg nota tæki- færið til að þakka ferðafjelög- um mínum fyrir ánægjulega ems og þeir gatu undir hinum erfiðu skilyrðum í kappleikjun- um að verða landi sínu til sóma. Jeg fann og sá, að þeir með sínum drengilega og prúða leik voru hin besta auglýsing fyrir ísland, því hvergi er drengskap ur í leik hafður meir í háveg- um en einmitt í Englandi. Kesselring flulfur III Róm KESSELRING flugmarskálk- ur, fyrrum yfirmaður þýsku herjanna á Ítalíu verður flutt- ur til Rómaborgar bráðlega, en hann hefir verið í fangabúðum hjá bandamönnum í Þýska- landi, síðan hann var handtek- inn í stríðslok. I Róm verður hann dreginn fyrir dómstól ítala ásamt Mac- kensen herforingja og fleirum, sakaður um að hafa látið drepa flugmenn bandamanna eftir að þýskir hermenn höfðu farist af völdum Ioftárásar bandamanna á Rómaborg. — Reuter. í samveru. Þeir reyndu vissulega ifK;MHUHiiiiiii<.aflnunHiinnniiiiiiniii«iitminminRRTinnnRiniii!n!ir.'ifl a a a a a Efflr Roberl Storm LATER TROUBLEO T0U“ CAPACITV? QuiCKLV R£/,fOVlNá TH£ CORK FR0/V1 THE INK BOTTLE, HE DIP& A6CRAP OF PAPER INTO THE INK..* WELL, THANK-5, Y PERHAP5 /Hl$ö KRATER,. / VOU'LL CO/ME 50RRY I AGAlN—IN ‘ AN uNOFFICIAL Sherry: — Jeg verð enga stund að hita kaffið, hr. Corrigan. — X-9: Prýðilegt. Og meóan Sherry er úti í eldhúsinu, litast X-9 um í íbúðinni. Hann tekur tappa úr blekbyttunni hennar cg vætir papp- írsmiða í blekinu. Svo drekkur hann kaffið með Sherry og hún bíður honum að kortSa einhvern tím- ann seinna, prívat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.