Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. nóv. 1946 Rís hjer vegíeg skautahöll innan tveggja ára? Ótfaoð á hlutabrjefum hefsf á næstunni Á ALMENNUM hluthafa- fundi, sem haldinn var í hlutafjelaginu Skautahöll 3. þ. m„ var samþykt að halda áfram undirbúningi á bvgg- ingarframkvæmdum á skautahöll hjer í bænum. — Var á fundi þessum ákveðið að hefja byggingafram- kvæmdir á næsta vori, ef nægilegt fje hefir safnast fyrir 30. mars n.k., en gert er ráð f.yrir, ef allt gengur að óskum, að skautahöllin verði tilbúin eftir tvö ár. — Þá var samþykt að hefja opinbert útboð á hlutabrjef- um. Sigurjón Danivalsson skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. Hann sagði ennfremur: — Við teljum, að enn vanti um 900 þúsund krónur til við- bótar þvi, sem fyrir er, svo að hægt sje að byrja á verkinu, en sem kunnugt er, hefir Skauta- höilinni endanlega verið ákveð inn staður á horninu á Laugar- nesvegi og Sigtúni, sem er neðri hluti Tungutúnsins. Teikningar allar voru tilbún- ar fyrir löngu síðan. En vegna þess, að skipta varð um lóð, verður að breyta útlitsteikningu að værulegu leyti. Fyrirhuguð stærð Skau.tahallarinnar er 100 m. á lengd og 55 m á breidd. Hæðin á aðalleikvanginum, skautasalnum. eru rúmir 18 m. Áho'-fendasæti eiga að vera fyrir 3000 manns. Skautasvell- ið verður 30x65 m. Er það full- kominn. löglegur leikvangur fyrir ísknattleik eða Olympíu- stærð. Gólfið undir ísnum er rennisljett, búið til úr sjerstakri steinsteypublöndu með miklu af járnsvarfi. Frystirörin eru lögð í gólfið, en gólfið er þannig útbúið, að hægt er með stutt- um fyrirvara að taka ísinn af. Má jþví nota skautahallir með þessari gerð af gólfi til ýmsra annarra hluta t. d. í þágu ann- arra iþróttagreina, til leikfimis- hópsýninga, allskonar íþrótta- keppni t. d. glímukeppni, hnefa leikakeppni o. fl. Gert er ráð fyrir, að húsið verði bergmáls- einangi'að, svo hægt verði endr- um og eins, ef á lægi að nota það fyrir fjöldafundi, þegar rúm þyrfti fyrir 6 til 7 þúsund manns, og fjölmennar söngsam- komur, enda ætlast til, að húsið hafi bæði stórt leiksvið og hljóm sveitargróf. Að sjálfsögðu verð ur þá lilutverk Skautahallar- innar fyrst og fremst bundið iðkun skautaíþróttarinnar, enda ætlast til, að hún verði rekin alit árið með það fyrst og fremst fyrir augum. Auk skautasalarins verða mörg önnur salakynni, sem til heyra rekstri bessum. eins og vjelasalur, búningssalir karla og kvenna, skrifstofur, verslun og verkstæði fyrir skauta og skav.taviðgerðir, tveir veitinga- salir, annar eingöngu fyrir þá, sem iðka skautaíþróttina enda sjerstaklega útbúinn til þeirra hluta, t. d. gólfið þannig að ganga má um það á skaUtum, án þess að það saki gólfið eða skautana. Neyta því allir hress ingar með skauta á fótum. Hinn veitinga-salurinn er á annari hæð frambyggingarinnar, et’ þaðan yfirsýn yfir allt skauta- svæðið. Þá eru nokkrar ibúðir fyrir starfsfólk, stór forsalur, ennfremur sýningaklefi fyrir kvikmyndir, því líklegt er, að í framtíðinni verði skautaíþrótt- in einn liður í íþróttakennslu skólanna. Væri þá nauðsynlegt að geta notað kennslukvik- myndir í því sambandi. Teikningar hafa þrír aðilar annast. Gólfteikninguna gerði Frick Company New York. Þakið — stálbogann — Arc Roof Construction New York. Aðra hluti byggingarinnar ann aðist Gunnlaugur Halldórsson arkitekt. Var sú teikning send út til sjerfræðinga í New York," og í svari sjerfræðinganna var farið mjög lofsamlegum orðum um allan frágang teikingarinn- ar. Þá höfum við samið um að fá að nota hið svo kallaða Carp- enters frystikerfi, en á því er einkaleyfi, en það er talið vera það fullkomnasta, sem þekkist í Ameríku, og er notað í öllum fullkomnustu skautahöllum þar. Upplýsingar um frystikerfi þetta fengum við frá Ameríska Vjelaverkfræðingasambandinu í New York. Eins og allar teikningar Skautahallarinnar bera með sjer, er ætlast til, að hús þe.tta verðj byggt eftir ströngustu nú- tímakröfum. Við erura þess full vissir, að Skautahöll hjer í höf- uðstað landsins, muni verða vermireitur heilbrigðs íþrótta- og skemmtanalífs og auk þess hin öflugasta vörn gegn hvers- konar óreglu, ef fyrirtæki þessu yrði vel stjórnað. Samkvæmt skýrslum, sem safnað var á árunum 1932—’42 um aðsókn fólks að skautasvell inu á Tjörninni og Austurvelli, álítum við, að rekstur Skauta- hallar hjer í Reykjavík sje fjár- hagslega tryggur og muni bera sig vel. lÁs«ar Cííl&l-MlfWirff jtrnuj Frh. af bls. 1 lagt fyrir kirkjumálaráðuneyt- ið danska. Talið er líklegt, að hinar jarðnesku leifar skálds- ins verði fluttar til íslands, ef samningar takast ekki. Blaðið Politiken nefnir annað dæmi upp á að grafarró íræga manna hafi verið raskað, þar sem graf ið var lík í leiði skáldkonunnar Amalie Schram, og kerið með Ösku hennar brotið við það umstang. Blaðið bætir við, að yfirvöldin sjeu haldin dæma- lausum virðingarskorti fyrir minningu frægra manna. — Páll. 30 ára í dag HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ, ein af kunnustu verslunum þessa bæjar, er 30 ára í dag. Stofn- andi hennar og eigandi frá byrjun, frú Anna Friðriksson, hóf verslun með orgel og píanó ásamt nótum í Templarasundi 3, þar sem Líkn er nú, 21. nóv. 1916. Síðan hefir verslunm dafn að undir dugandi stjórn eigand ans og er nú ein af fremstu sjerverslunum bæjarins. þar sem verslað er með hljómlistar- vörur og leðurvörur. Frá Templarasundi flutti Hljóðfærahúsið í Hótel ísland húsið og þaðan á Laugaveg 18, þar sem frú Friðriksson tók upp leðurvöruverslun samhliða hljómlista.rvörunum, það var 1922. Þá stóð svo á að bannað- ur var innflutningur um tíma á hljómlistarvörum og um eitt sinn var ekkert til í verslun- inni af slíkum vörum, nema ein grammófónplata. Frá Laugaveg 18 flutti Hljóð færahúsið einu sinni enn, þá í Austurstræti 1 og loks aftur það an 1932 í hús Helga Magnússon- ar í Bankastræti 7, þar sem verslunin er nú. Frú Friðriksson hefir sjeð um hlicmleika margra frægra hijómlistarmanna og féngið þá hingað til lands. Einn fyrsti listamaðurinn sem kom á veg- um Hljóðfærahússins var Helge Nissen söngvari og sá síðasti fyrir stríð var Friedman. Fjöldi annara frægra listamanna hef- ir komið hingað til lands á veg- um frú Friðriksson og nú síð- ast danski íiðlusnillingurinn Tworek og ungfrú Esther Van- ing. Þá hefir hljóðfærahúsið sjeð um hljómleika margra ís- lenskra söngvara á þessum 30 árum sem liðin eru síðan versl- unin var stofnsett. Helgafell opnar merki- lega bókasýningu í Listamannaskálanum FORLAGIÐ Helgafell opnar í dag mikla bókasýningu í Lista- mannaskálanum. Eru þar til sýnis, auk mörg þúsund bóka, mynd- ir og málverk eftir sex íslenska listamenn, en listaverk þessi hafa öll skreytt viðhafnarútgáfur forlagsins. Skalfsfðfa sprengd í * London í gærkveldi. I DAG varð sprenging í skatt- stofubyggingunni í Jerúsalem og mun byggingin hafa eyði- lagst algerlega. Starfsfólkið var flest. komið út úr húsinu, því nokkru áður en sprengingin varð, hafði verið hringt til skatt stofunnar og sagt að búast mætti við að tilræði yrði fram- ið í húsinu. Talið er að sprengj- unni hafi verið komið fyrir með því móti, að maður einn hafi ekið henni á handyagni inn í búsagarðinn og hlaupist síðan á brott. Þótt starfsfólkið hafi flest verið komið á brott, er sprengingin varð, biðu 3 menn bana við hana og 5 meiddust. Óaldarflokkurinn Trgun Zwi hefir játað á sig tilræðið. Reuter. állir í Spandau LONDON. Þeir af leiðtogum Þjóðverja, sem dæmdir voru til fangavistar í Núrnberg, munu bráðlega verða fluttir til Spandaufangelsisins í Berlín, en þar verða þeir hafðir, Þar sem fangelsið rúmar 700—800 menn, er talið að aðrir Þjóð- verjar verði J.átnir þar eftir að bandamenn hafa dæmt þá. Ivær nýjar Draupnís- söpr: Déflir jaröar og Fas! þeir séffu sjóinn Draupnisútgáfan hefur ný- skeð sent frá sjer tvær sögur í skáldsagnaflokknum Draupn ^ issögur, sjöttu og sjöundu sögu í flokknum. j Fyrri sagan er Fast þeir (sóttu sjóinn, eftir Lars Han- sen, vinsælan norskan rithöf- und, er einkum fjallar um líf og starf norskra sjómanna í sögum sínum, og hefur getið sjer fyrir það gott orð. Fast þeir sóttu sjóinn er ein hans allra vinsælasta saga, og virð- ist óneitanlega vel að þeim vinsældum komin, því að sag- an er skemmtileg aflestrar, viðburðarík og bráðfyndin. Hin sagan er Dóttir jarðar, eftir A. J. Cronin, sem er ís- lenskum lesendum að góðu kunnur, m.a. af sögunni Borg arvirki, sem hlaut óvenjúlega góðar viðtökur íslenskra les- enda. Dóttir jarðar er rismikil skáldsaga, „spennandi“ og á- hrifarík. Hún iýsir ástum og örlögum í skosku sveitaþorpi og sýnir, hve öldurót ástríðna og heiftarhuga , getur risið hátt, þrátt fyrir friðsamlegt og hversdagslegt umhverfi. Jón Heigason, blaðamaður, hefur íslenskað báðar þessar sögur og gert það með mikl- um ágætum. Allur frágangur beggja þessara bóka er smekklégur og vandaður, svo sem verið hefur raunin með Draupnis- sögur allar. Eru þessar sjö (Draupnissögur hið myndar- |iegasta og eigulegasta safn, jOg á næstu mánuðum munu jbætast við það ýmsar úrvals- skáldsögur. Skemtun Mennigar og mlnnlngarsjéðs MENNINGAR- og minning- arsjóður kvenna hjelt skemt- un í Tjarnarbíó s.l. sunnudag jJeg var reglulega ánægð með ‘ skemtunina. Skemtikraftarn- ir voru ágætir og sýndu það, að konur þær, er að þessu stóðu höfðu lagt verulega alúð við a.ð vanda sem best til skemtunarinnar. En það verð ur að segja hverja sögu eins ’og hún gengur. :— Aðsóknin ’var Ijeleg og er illt til þess að vita, þegar mikið er lagt á sig' jfyrir gott máiefni og auk þess um góða skemtun að ræða. En hitt mega konurnar vel við juna að skemtunin og tilhögun hennar var þeim til sóma. I H. Þrjár nýjar bækur. í sambandi við sýningu þessa koma út þrjár merkar bækur„ Eru það fyrst Grettis saga í útgáfu Halldórs Kiljan Laxness. Er þetta gðlæsileg bók með 62 myndum eftir Þorvald Skúla- son og Gunnlaug Scheving'. Önnur bókin er síðara bidið af verkum Jónasar Hallgrímsson- ar í útgáfu Tómasar Guðmunds- sonar. Kom fyrra bindið út í fyrra, en í því voru ljóð skálds- ins. í þessu bindi eru önnur Verk Jónarsar. Þriðja bókin, sem kemur út í sambandi við sýningu Helgafells er Siðasta blómið eftir ameríska listamanrt inn James Thurber. Er þetta einns konar mannkynssaga í myndum, en textinn er ljóð eft ir Magnús Ásgeirsson. Thurber er einn merkasti kímnileiknari Bandaríkjanna og býr oit mikil alvarra á bak við myndir hans, eins og menn munu sjá á þess- ari bók. 100 myndir. Á bókasýningunni verða tæp- lega 100 myndir, þar af sjö mál verk. Eru þetta frummyndir, sem notaðar hafa verið til að skreyta viðhafnarútgáfur Helga fells. Málverk.in sjö eru öll eftir Jón Engilberts, og voru í út- gáfunni á Jónasi Hallgrímssyni. Hinar myndirnar eru 62 Grett- lumyndir þeirra Þorvaldar Skúlasonar og Gunnlaugs Sche vings. Njálumyndireftir Snorra Arinbjarnar, teikningar Ás- geirs Júlíussonar úr Fögru Ver öld, og 20 teikningar Örlygs Sigurðssonar úr Öfugmælavís- um. Helgafellsstofa. Þá verður á sýningunril „Helgafellsstofa11, herbergi inn rjettað af Guðmuudi Grímssynf: húsgagnasmið, og á það a$ tákna íslenskt bóka-heimiiu Þaðan verður útvarpað tónlist urn allan salinn. Sýningin mute standa tvær vikur. Hyggst Helgafell að halda slíka sýn- ingu á hveriu ári, og sýna þar jólabækur sínar og aðrar nýj- ungar í bókiðn. London í gærkveldi. NÝTT hraðamet í Atlantshafs flugi var sett í dag, er flutninga flugvjel frá American Over- seas Airlines, flaug án viðkomu frá New York til London á 12 klukkustundum og 7 mínútum. Meðalhraði var 488 km. á klst. hverri. — Þetta er í fyrsta sinn, sem flutningaflugvjel hefir flogið þessa leið beint. Flug- vjelin, sem var af Lockheed Constellation-gerð hafði innan- borðs 2000 pund af varningi, auk eldsneytis. — Reuter. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.