Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 15
Fimtudagur 21. nóv. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 15 VALSMENN! Þessa viku verð- ur unnið við byggingu fje- lagsheimilisins á Hlíðarenda, á hverju kvöldi frá kl. 6,30. Mætið þann daginn er best hentar. Verkstjórinn. FIMLEIKA- STÚLKUR ÁRMANNS Allar stúlkur, sem hafa æft fimleika í I. og II. flokki kvenna í vetur, eru beðnar að mæta á æfingunum í kvöld: I. fl., kl. 8, II. fl., kl. 9, í íþróttahúsinu. Stjórn Ármanns. ÁRMENNIN G AR. Skíðadeildin heldur vetrar- fagnað í Jósepsdal laugard. 23. nóv. Farið verður frá íþróttahúsinu kl. 2, 6 og 8 — Farmiðar í Hellas. — Hafið skíðin með. Skemmtinef ndin. - SKÁTAFJE- gjQk LAGIÐ HRAUNBÚAR, Hafnarfirði Skemmtifundur verður hald- inn í Góðtemplarahúsinu, föstudaginn 22. þ.m. kl. 8 e.h. Mörg skemmtiatriði. Dansinn, hefst kl. 10. — Skátar fjöl- mennið! Skemmtinefndin. VÍKINGAR! Handknatt- leiksmenn! Munið fundinn í Café Höll í kvöld, Áríðandi að allir mæti. — Stjórnin. KLÚBBUR 16 Spilafundur í kvöld, kl. 8,30, í V.R. Mætið stundvíslega. — Hvað stendur til? Stjórnin. Tilkynning K.F.U.M., AÐALDEILDIN Fundur í kvöld í Betaníu, Laufásveg 13, kl. 8,30. Allir karlmenn velkomnir! H J ÁLPRÆÐISHERINN Fimmtudag, kl. 8,30: fagnað- arsamkoma fyrir Adj. Holm- öy, Sers.j. Bruland og Burke- land, frá Noregi. Foringjar og hcrmenn flokks ins. — Allir velkomnir! FÍLADELFÍA Almenn samkoma kl. 8,30. — Allir velkomnir! Vinna Hreingerningar Húsamálning Óskar & Óli, sími 4129. Tökum að c-kkur HREINGERNINGAR, tími 5113, Krisrián Guðmunds HREIN GERNIN G AR Magmis Guðmundsson sími 6290. i a i 324. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 3,45. SíSdegisflæði kl. 16,05. Næturlæknir er í lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúð- inni Iðunni, sími 1911. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. I.O.O.F. 5=128112181/2 = 9 I II Hjónaband. S. 1. laugardag voru gefin saman í hjónaband hjá borgardómara ungf. Hall- gerd Kallsoy og John Sivert- sen, námsmaður, bæði frá Gjávg, Færeyjum. — Heimili þeirra er að Egilsstöðum, Sel- tjarnarnesi. Hjónaefni. Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína ungfrú Þórunn Þórðardóttir, Mels- tungu, Sogamýri og Þorsteinn Hjálmsson, Kirkjuteig 15. I brunanum s. 1. sunnudag mistu nokkrir samborgarar vorir aleigu sína og gengu alls lausir frá heimilum sínum, sem urðu eldinum að bráð. Neyð þessa fólks er öllum. ljós. Gjöf- um til þeifra, sem þarna eru verst á vegi staddir mun Morg unblaðið fúslega veita mót- töku, ennfremur dómkirkju- prestarnir, sr. Bjarni Jónsson og sr. Jón Auðuns og biskups- skrifstofan. Mun gjöfunum síð- ar verða komið til þeirra, sem harðast urðu úti af völdum eldvoðans. Amerísku vindlingarnir, Lucky Strike, Old Gold og Raleigh, komu með True Knot í gær. Tónlistarfjelag Hafnarfjarð- ar hefir beðið blaðið að geta þess að tónleikarnir, sem halda átti í kvöld, verða ekki. Bjarni Sighvatsson hefir ný- lega verið skipaður bankastjóri í Vestmannaeyjum. Námskeið Alliance Franca- ise. Þeir nemendur, sem ætla að taka þátt í framhaldsnám- skeiðum fjelagsins — kennari André Rousseau — eru vin- samlega beðnir að mæta í Há- skólanum föstudag 22. þ. m. kl. 5,10 síðdegis. Gjafir og áheit sem Blindra- vinafjelagi íslands hafa bor- ist: Áheit frá Á.Á. kr. 50,00, gjöf frá Helgu kr. 50,00, Dótt- urmnning kr. 50,00, frá K.B. I O.GT St. FREYJA, nr. 218 Fundur í kvöld, kl. 8,30. •— 1) Inntaka. 2) Upplestur og fleira. Fjelagar mætið stundvíslega. Æ.T. St. FRÓN, nr. 227 Fundur í kvöld í Fríkirkju- veg 11. kl. 8,30. Fundarefni: Inntaka nýliða. Fjelagsmál. Frónbúi. — Auk þess hag- nefndaratriði: Upplestur, músík, dans. — Æ.T. UPPLYSINGA- og HJÁLPARSTÖÐ Þingstúku Reykjavíkur er op- in á mánudögum, miðvikudög um og föstudögum, frá kl. 2— 3,30 e. h. í Templarahöllinni við Fríkirkjuveg. Aðstoð og hjálp verður veitt, eftir því sem föng eru á, öllum þeim, sem í erfiðleik um eiga vegna áfengisneyslu sín eða sinna. — Með öll mál er farið sem einkamál. y.hóh kr. 100,00, frá afmælisbarni kr. 100,00,-frá M. kr. 50,00, frá M.G. kr. 50,00, frá Sig. Jnóss. kr. 50,00, frá G.G. kr. 10,00. — Til minningar um Stefaníu Friðriksdóttur frá Kristbjörgu Lúthersdóttur kr. 100,00. — Kærar þakkir. — Þórsteinn Bjarnason, formaður. Skipafrjettir. Brúarfoss kom til Reykjavíkur 17/11 frá Kaupmannahöfn. Lagarfoss kom til Reykjavíkur í fyrra- dag frá Gautaborg. Selfoss kom til Reykjavíkur í gær- morgun. Fjallfoss fór kl. 10 í gærkvöldi frá Reykjavík vestur og norður. Reykjafoss fró frá Reykjavík 18/11 til Hamborgar. Salmon Knot kom til New York 11/11 frá Reykja vík. True Knot kom til Reykja víkur í gær frá Halifax. Becket Hitch hleður í New síðari hluta nóvember. Anne fór frá Leith 15/11 til Fredriksværk. Lech fór frá Reykjavík 16/11 til Leith. Lublin hleður í Ant- werpen um 20. nóvember. Horsa fór væntanlega frá Leith í gær til Hull. ÚTVARPIÐ í DAG: 8,30—9.00 Morgunútvarp. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 19.35 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Frjettir. 20.20 Útvarpshljómsveitin — (Þórarinn Guðmundsson stjórnar) 20.45 Lestur fornrita: Þættir úr Sturlungu (Helgi Hjörv- ar). 21.15 Dagskrá kvenna Kvenfje- lagasamband íslands): Síð- ara erindi: Hjúkrun í heima- húsum (Margrjet Jóhannes- dóttir hjúkrunarkona). 21.40 Frá útlöndum (Jón Magnússon). 22.00 Frjettir. Hafði ekki nóg bensín LONDON. Flutningaflugvjel, sem var að flytja vefnaðar- vörur frá Englandi til Kaup- mannahafnar, varð að nauð- lenda á akri einum á Sjálandi á dögunum, vegna þess að hún hafði ekki nægilegt bensín til ferðarinnar. Kaim-Sala VIL KAUPA notaðar gúmmí slöngur úr góðu gúmmíi. Kristján Friðriksson, Bergþórugötu 1. BORÐSTOFU SKÁPUR (Buffet) stör-eik alveg eins og nýr, ódýrt, til sölu, vegna rúmleysis. Til sýnis fimmtu- dag, kl. 18—21, á Bergstaða- stræti 48, III. hæð, t.h. BORÐSTOFUSTÓLL (ljós) tapaðist á leiðinni frá Reykjavík í Skíðaskálann. — Finnandi geri svo vel og gera aðvnrt í síma 2375. Til sölu: UPPHLUTSSILF- UR, gyllt, ásamt balderuð- um borðum. Tilboð, merkt: „Silfur”, sendist afgteiðslu Mbl., fyrir 25. þ. m. PíOTUÐ HÚSGÖGN ceypt ávalt hæsti. verði. — Sótt •teim. — Staðgreiðsla. —- Simi SRfll. — SVirnverslnnln Grettii- fötu 41. Innilegasta þakklæti votta jeg öllum þeim, sem sýndu mjer vinarhót á 75 ára aldursaf- mæli mínu rneð gjöfum, símskeýturn og hlýju viðmóti. — Guð blessi ykkur öll! Ólafur Jónsson, bóndi, Leirum undir Eyjaíjöllum. Litla dóttur okkar, ÞÓRKATLA KRISTÍN, andaðist 18. þ.m. að heimili okkar, Samtúni 2. Halla Jónatansdóttir, Einar Stefánsson. Móðir okkar, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Eystri-Skógum undir Eyjafjöllum, andaðist í fyrradag. Magnea Vigfúsdóttir, Guðmundur Vigfússon. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönn- um, að sonur minn, KJARTAN J. Ö. GUÐMUNDSSON frá Sunnuhlíð, Vatnsdal, andaðist 18. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Guðrún Guðbrandsdóttir. Hjer með tilkynnist að litla dóttir okkar, GUÐRÚN, andaðist á Landsspítalanum að kvöldi 19. þ.m. Margrjet Friðriksdóttir, Alexander Guðmundsson. Jarðarför konunnar minnar GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR ljósmóður fer fram frá Dómkirkjunni, föstud. 22. þ. m. og hefst með bæn á heimili hennar Skúla- götu 59, kl. 12 á hádegi. Jarðað verður í Foss- vogskirkjugarði. Fyrir mína hönd, barna okk ar og móður hennar Einar Pietursson. Jarðarför móður okkar og tengdamóður, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, fer fram frá Fríkirkjunni, laugardaginn 23. þ. m. og hefst með bæn að Eiiiheimilinu Grund, kl. 1,30 e. h. — Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Rannveig Jónsdóttir, Helgi tvarsson, Kristín Samúelsdóttir, Elías Jónsson. Jarð^rför ÓLA S. PÁLSSONAR, fer fram föstudaginn 22. þ. m. Hefst hún kl. 2 e. h., 1 Dómkirkjunni. P£ll Bóasson, Vilbog Einarsdóttir, Gunnar A. Pálsson, Einar H. Pálsson. Bóas A. Pálsson, Friðrik Pálsson. Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vináttu, við andlát og jarð- arför eiginkonu og móður okkar, BENÓNÝU JÓNSDÓTTIJR Vestri-Leirárgörðum, 17. nóv. 1946. Eggert Gíslason og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.