Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 8
8 MORGUNB LAÐIÐ Fimtudagur 21. nóv. 1946 1 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Hvað kemur næst? í DAG er 21. nóvember. Það var til dagsins í dag sem íorseti íslands veitti tólf-manna nefndinni frest fyrir tíu dögum. Það er nú liðið nokkuð á annan mánuð síðan tólf- manna nefndin settist á rökstóla, til þess að reyna að íinna grundvöll fyrir samstarfi allra flokka um myndun ríkisstjórnar. Eitt af fyrstu verkum þessarar nefndar var að skipa hagfræðinganefndina svonefndu. En hver er svo árangurinn af öllu þessu bjástri? ★ Um árangurinn veit enginn neitt. Sjeu þingmenn spurð- ir eru þeir sagnafáir, hrista aðeins höfuðið. Svo ekki meir. Fyrir rjettum hálfum mánuði (eða 7. nóv.) var tiikynt, að fulltrúar flokkanna í tólf-manna nefndinni hefðu lagt fram drög að uppástungum um málefnasamning, hver frá sínum ílokki. Ekkert var látið uppi um þessi rnálefna- drög flokkanna. Nokkru síðar var það gert heyrum kunnugt bak við tjöldin í þingsölunum, að komið væri álit frá hagfræðinga- nefndinni og tillögur. Og útvarpsfyrirlesari einn, sem ná- kominn er einum hagfræðingnum skýrði frá því, að hag- fræðingarnir hefðu verið algerlega sammála. En um hvað voru hagfræðingarnir sammála? Um þetta gat útvarpsfyrirlesarinn ekki. Og allir eru jafn fáfróðir eftir sem áður. ★ Gott er að heyra það, að einhverjir sjeu sammáia um lausn vandamálanna. Að vísu vill oft verða svo um bless- aða hagfræðingana, að ráð þeirra eru svo hlaðin allskonar fræðikenningum, að enginn treystir sjer til að hagnýta þau í framkvæmdinni. Ráðin vilja vera svo fjarlæg veru- leikanum. Það er áreiðanlega mikill sannleikur í því sem enski rithöfundurinn J. B. Priesley sagði nýlega. Hann sagði: ,,Jeg held að það sje stærsti gallinn á ríkisstjórninni, að hún heíir í ráðum með sjer alt of marga hagfræðinga, en alt of fáa sálfræðinga“. Þessi tilvitnuðu ummæli hins enska rithöfundar eru ekkitekið upp hjer til hnjóðs okkar ágætu hagfræðingum. Síst ætti slíkt við meðan enginn veit hvað hagfræðíng- arnir hafa til málanna að leggja. En hitt er staðreynd, að margir þeirra, sem þjóðin hefir kjörið til setu á Alþingi, til þess að ráða fram úr vandamálunum, virðast fremur þurfa sálfræðinga til leið- beiningar en hagfræðinga. Því að hverju mannsbarni á íslandi er ljóst í dag, að meðan ekki er til í landinu sterk ííkisstjórn, sem tekur forystuna á Alþingi og leysir hin aðkallandi vandamál, getur ekki annað verið framundan en algert hrun atvinnuveganna. ★ En þetta virðast alþingismennirnir ekki skilja. Þeir \ ita að framundan er stöðvun aðal atvinnuvegar þjóðar- innar, sjávarútvegsins, ef ekkert er að gert. En þeir hafast ekkert að. Fást ekki einu sinni til að skipa framkvæmda- stjórn fyrir þjóðarbúið, ríkisstjórn. Þeir sitja á Alþingi, 52 að tölu og keppast við að gera kröfur fyrir kjördæmi sín. Kröfur sem að sjálfsögðu eiga rjett á sjer, en sem að engu gagni koma, ef ekki er trygt að framleiðslan sje í fullum gangi. Ríkissjóður verður lítils megnugur á næsta ári, ef ekkert fiskiskip fer á sjó. Þetta ættu þing- mennirnir að skilja. Og ef þeir skilja það ekki, þá er areiðanlega fylsta þörf á, að sálfræðingur athugi þá. Það er sterk ríkisstjórn, sem þjóðina vantar í dag. Ríkisstjórn, sem tryggir nýsköpuninni örugga höfn. Ríkis- stjórn, sem sjer um að hjól framleiðslunnar stöðvist ekki. Ríkisstjórn, sem heldur loforðin sem fyrverandi stjórn gaf, að allir landsmenri geti haft atvinnu við sem arðbær- sstan atvinnurekstur. Ríkisstjórn, sem tekur forystuna á Alþingi og láti þar ekki reka lengra stjórn- og ábyrgðar- laust. \Jihverli shripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Líknar-gjafir. ÍSLENDINGAR eru gjaf- mildir að eðlisfari. Þeir méga ekkert aumt sjá. Það er fallegt, en þó raunar ekki nema sjálf- sagt, að þeir, sem betur eru stæðir hjálpi þeim, sem haía orðið útundan, eða orðið undir í lífsbaráttunni. Alt frá því að Rússar rjeð- ust á Finna veturinn 1939 og 1940 hafa við og við farið fram samskot hjer á landi til hjálp- ar bágstöddu fólki í styrjald- arlöndunum. Fyrst var hugsað til frændþjóðanna á Norður- löndum, en síðan hafa fleiri þjóðir bæst við. Það er orðið nokkuð langt síðan, að reiknað var, að Is- lendingar hefðu samtals lagt fram 14 miljónir króna til bág- staddra erlendis, frá því að styrjöldin hófst. Vafalaust er sú upphæð orðin miklu hærri nú. Það er gleðilegt að okkur skuli hafa vegnað það vel, að við erum að einhverju leyti af- lögufærir og getum rjett öðr- um hjálparhönd. Engum dettur í hug að telja þetta eftir, en mönnum leiðist þegar samskot in fara út í öfgar, eins og því miður var útlit fyrir um tíma. Betra fyrirkomulag. SÖGUR um gjafmildi íslend inga hljóta að hafa farið víða um lönd, því það eru dæmi þess, að hingað hefir komið fólk frá útlöndum beinlínis til að hefja fjársöfnun, matvæla- og fatasöfnun handa þessari þjóðinni eða hinni, því miður var ekki hægt að taka öllum þessum tilmælum jafnvel. Við getum ekki hjálpað öllum heiminum, hversu fegin sem við vildum. Það er þessvegna gleðilegt, að betra fyrirkomulag skuli hafa verið tekið upp í þessum málum og öll samskot sett und- ir einn hatt, sem svo mætti að orði komast. Það er alveg nauð- synlegt, að eitthvert eftirlit sje með samskotum og best er að það væri eitthvert yfirvald, eða jafnvel nefnd, sem segði til um það, hvort leyfa bæri al- menna fjársöfnun í góðgerða- skyni. Sennilega væri best að Rauði krossinn hefði þar for- ystu. • Gjafasendingar. EN ÞEGAR LITIÐ er á al- menn samskot eingöngu, sem gengist hefir verið fyrir hjer á landi, þá er sagan um örlæti íslendinga ekki sögð nema til hálfs. Það er ekki ólíklegt, að verðmæti,. sem liggur í gjöf- um einstaklinga til ættingja og vina erlendis nemi alt að því eins miklu og almennu sam- skotin. Frá því að styrjöldinni lauk hefir ekkert skip farið hjeðan frá landinu til Norðurlanda, Bretlandseyja og meginlands Evrópu, að ekki væri það með gjafapakka frá einstaklingum. | Lítið eða ekkert eftirlit hefir , verið með því hvað sent hefir j verið. Okkur hefir víst fundist ^ að við hefðum nóg af öllu og \ gætum sjeð af margskonar vörum til vina og ættingja er- lendis. Þannig hafa verið send- ar margar smálestir af kaffi, tóbaki, sápu, fatnaði og alls- konar vefnaðarvöru til útlanda síðastliðið hálft ár. • Og nú er skortur hjá okkur. ÞAÐ ER EKKI nokkur vafi á, að skortur sá, sem nú er hjer í landi á þeim vörutegundum, sem taldar eru upp hjer að framan, stafa af því að vör- urnar hafa verið sendar í gjafa- pökkum til útlanda. Það er skortur á sápu og hana getum vð ekki fengið, því það er óg- urlegur sápuskortur á heims- markaðnum. Þannig höfum við rúið okkur inn að skyrtunni með gjafmildinni. Og hvernig er það með út- lendinga, sem hjer dvelja nú, 2000—3000 manns, að því er áætlað er. Þeir fá ekki yfir- færðan gjaldeyri nema að takmörkuðu leyti. En hvað senda þeir heim til sín af vör- um, sem við kaupum fyrir er- lendan gjaldeyri, en þeir fyrir íslenska peninga. Væri vanþörf á einhverjum nýjum reglum um gjafasend- ingar til útlanda og strangara eftirliti með þeim? Dulbúin hjálparstöð? NÝLEGA hefir yfirmaður ameríska flotans hjer afhent Rauða kross íslands talsvert af lyfjum og hjúkrunargögn- um til útbýtingar meðal al- mennings á íslandi, endur- gjaldslaust og eftir því, sem R. K. telur best henta. Mun hjer vera um talsvert magn af lyfjum að ræða. En í sambandi við þessa höfð inglegu gjöf má búast við óg- urlegum bresti í ákveðnu blaði hjer í bænum, sem hefir það efst á stefnuskrá sinni að f jand- skapast við Bandaríkin. Það er lítill vafi á að þetta blað muni heimta að lyfjum þess- um sje þegar í stað fleygt í sjóinn, eða þau eyðilögð á ann- an hátt, þar sem auðsjeð sje, að með því að afhenda Rauða krossi Islands lyfjabirgðir sje Bandaríkjaflotinn raunveru- lega að koma sjer upp „dul- búinni hjálparstöð fyrir særða menn í næsta stríði“. Góður talsmaður íþróttanna. MEÐ SÍÐUSTU skipsferð frá Danmörku barst hingað Poli- tiken með greinunum um danska glímumanninn, sem ekki átti að hafa fengið inn- göngu í íslenskt glímufjelag vegna þess að hann var dansk- ur. Var mikið veður gert úr þessu á sínum tíma og birtu blöðin hjer frásagnir af þessu hlægilega máli, samkvæmt skeytum frá frjettariturum sínum í Kaupmannahöfn. En eins var ekki getið í þeim frjettum og það var, að Gunn- ar Akselson knattspyrnudóm- ari, sem staddur var í Höfn, er málið var á döfinni andmælti því strax í Politiken, að það gæti komið til mála, að Dana eða Norðmanni hafi verið neit- að um inngongu í íslenskt í- þróttafjelag vegna þjóðernis síns. Var þessi athugasemd Gunnars birt löngu áður en blaðið siálft át frjettina í sig. — Þess ber að geta sem gert er. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . irottflutningur og tortíming I byrjun júní 1941 grunaði Rússa, að árás Þjóðverja væri yfirvofandi, og byrjuðu þeir því að flytja fólk á brott úr Eystrasaltslöndunum með meiri ákafa en nokkru sinni fyrr. Aðeins dagana 14.—-17. júní voru 17.800 manns flutt frá Lithauen, en 14.693 frá Lettlandi. Allsstaðar voru stór- ir hópar óhamingjusams fólks rekið á járnbrautarstöðvarnar, þar sem skepnuflutningavagn- ar biðu þess. Allt í allt voru 38.000 Lithauar fluttir burtu úr landi sínu, 34.340 Lettar og 60,610 Eistar og eru þar með reiknaðir 33.600 eistneskir hermenn. Fangelsin voru yfir- full af föngum, sem biðu þess að verða fluttir úr landi. Marg ir földu sig fyrir Rússum í skógunum, en .fjöldinn allur af ’þessu. fólki náðist. Þegar styrj- öldin skall á, komst allt mann- flutningakerfi Rússa frá Eystra saltslöndunum í ólag og tóku þeir þá það ráð að skjóta fang- ana. Þannig voru 3000 manns teknir af lífi af Rússum í Lithauen, 1700 í Lettlandi og yfir 1800 í Eistlandi. Þannig skutu Rússar t. d. 192 manns í fangelsinu í Tartu rjett áður en þeir yfirgáfu borgina er Þjóð- verjar nálguðust. Það væri þreytandi að koma með mikið meira 'af þeim töl- um, sem gefa hugmynd um það afhroð sem þessar litlu þjóðir hafa goldið við að svo j margt fólk var flutt þaðan í ! útlegð, en það skilst fljótt, þeg- ar maður athugar eftirfarandi tölur frá Lettlandi, en þar voru 1.900.000 íbúar árið 1940. Eftir manndrápin og brott- flutningana var þaðan saknað 1.086 liðsforingja, 2,671 emb- ættismanna 1.168 lækna og lögfræðinga, 6.225 iðnaðar- manna, kaupmanna og verka- manna, 5.592 bænda, 3.277 starfsmanna við samgöngukerf ið, 5298 lögréglumánná og 6- breyttra hermanna. Og þar sem fjölskyldur voru fluttar burt, vantaði einnig tugþús- undir kvenna og barna. Þrátt fvrir endurteknar á- skoranir frá Bandaríkjamönn- um, hafa Sovjetríkin altaf þverskallast við að gefa nokkr ar upplýsingar um örlög þeirra sem fluttir voru frá'ættlönd- um sínum. Það vita menn þó að þcir eru geymdir í mörgum fangabúðum, sem eru dreifðar yfir hið risavaxna sovjetveldi, og venjulega eru þessar fanga- búðir á þeim svæðum ríkisins, þar sem tíðarfar er verst og veðurharka mest. Fólkið er látið þræla í skógarhöggi, við mótöku eða í námum og má- ske í verksmiðjum eða á sam- yrkjubúum. Fjölskyldurnar eru aðskildar, ngma hvað börnin eru venjulega hjá mæðrunum. — Þetta fólk var allt af rúss- nesku logreglunni neytt til þess áð unöirrita ýfirlýsingu urh .að þáð hefði ,,af frjálsum (Framh á bls. 12).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.