Morgunblaðið - 08.01.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. jan. 1947 Sýnum likn þeim. sem líða og þfást r ÞEIR, sem renna augum yfir dagblöðin okkar, þeir, sem hlusta 4 frjettalestur og frá- sagnir útvarpsins, geta ekki far ið þeáTá mis, að heyra og lesa um böl og þrengingar hins að- þrengda fólks í löndum Mið- Evrópu að Finnum meðtöldum — þó einkum hins þýska og aust urríska — þótt þjóðir þessara landa búi fjarrí Islandsströnd, þótt þær lifi og hrærist, þjáist og deyi, langt frá okkur og þótt nú sje breitt bilið milli örbirgð- ar og neyðar þess, og allsnægt- ar og hamingju okkar, þá ætt- um við samt að geta nálgast þessar lifandi örbirgðarmyndir með skilningi og samhrygð, rjett út bróður og systur hönd í viðleitni til hjálpar. Því betur er því þann veg farið, að margt er til af því ágæta fólki, líka hjer, meðal okkar fámennu. þjóð ar, — fólki, sem ávalt gengur með útrjetta hönd og opið hjarta samúðar og hjálpfýsi. — Þetta fólk hefir ekki alt eða allt af mikilla efna ráð. En það á, eða hefir þroskað hjá sjer þann rjetta mannlífsskilning að eiga ætíð mjúka hönd — alltaf eitt- hvað til að gefa þeim, sem liggja þjakaðir, nær eða fjær götunni. Því verr verð jeg að viður- kenna, að á minni leið hefi jeg fyrirhitt fólk — ekki margt að vísu — fólk sem hefir látið orð sín falla á þá leið, að það teldi enga kvöl of stóra hinni þýsku þjóð, svo mikið hefði hún af sjer brotið við mannheina allan. Jeg held að hitt væri þó verðugra að athufæ, að í raun og veru er það ekki sá hluti hinnar 'þýsku þjóðar, sem mest líður nú og þjáist, sem steypt hefir flóðöldu böls og hörmunga yfir heiminn og þó þnygstri yfir mæður og börn Þýskalands, »heldur eru það örfáir menn, leiðtogarnir fyrv., sem eiga þunga þeirrar skar. / En hvað um það. Það er ekki undirrót eða orsök þeirrar neyð ar sem nú varir, sem við meg- um eða eigum að festa sjónir við, það er aðeins hitt, að hjer er um að ræða hjálparþurfa fólk. Það er klæðlaus, kaldur, hungraður hamingjuþrotinn lýð ur. Ur hinni sárustu nauð, sem flestra þeirra þurfum við að reyna að bæta eftir ítrustu getu. Þeir verða auðveldlegá með tölum taldir, núlifandi ís- lendingarnir, sem vita hvað hungur er í cCgin maga, en það mættu-flestir skilja, að sárt bít- ur sú rrauð, fyrr en hungursigð- in sker sundur lífsþróttinn. Við, sem lifum í allsnægtunum, við, sem sitjum daglega við mai bórð okkar hlaðin nægtum, eig- um búr, full matar, við verð- um að leggja %itthvað af mörk- um til að sefa hungur hinna hungruðu'. Mundi ekki öll þjóð : in stanjia, jaúr fösrtam fótum heilsu og hamingju, þótt hún — í hönd farandi vetri — spar aði viði sigi eina roáitíð í viku hvefi’i og ljeti yerðmæti henn- ar ganga- ti} kaupa á matvælum handa þeim, sem hungrið kvel- úf? ........................ Við vitum víst fæst okkar hvað klaðleysi er. Við eigum líklega flest af okkur, bæði eldri og yngri meira af klæðnaði en við þurfum að nota. Ætli fæstir gætu ekki staðið af einum klæðnaði, frá skinni til ystu hlífðar, til hihna köldu og klæð lausu? Mjer er nær að halda það. Og að síðustu: Mundu nú ekki jólin verða alveg jafn kær komin og gleðileg, þó að við, í þetta skifti tækjum heiming- inn, já, þó ekki væri nema þriðjunginn’af þeim peningum, sem ætlaðir eru til kaupa jóla- gjafann handa vinum og ætt- ingjum, tökum þá frá núna ein- hvern daginn og komum þeim á framfæri við þá, er slíkum gjöfum veita móttöku. Helst þyrfti það að komast fyrir jól- in, til þeirra jólalausu, jeg meina: til þeirra, sem búa í svartamyrkri neyðarinnar, við svo mikinn lífsdapurleik, að j ólafagnaðurinn nær ekki til þeirra. Gætum við horft á grát- andi barn, sem biður allslausa móður, að gefa sjer jól, — móð- ur, sem svarar með þögn og tár- um getuleysisins? Jeg er alveg viss um að ekki eitt einasta ókk ar gæti horft á slíkt, án þess að fyllast löngun til úrbótar. Jeg veit, að við viljum öll láta eitthvað úr hendi rakna til þess að gleðja hið grátna barn, huga hina hrelldu, ráðþrota móðir, seðja hinn hungraða, klæða hinn klæðlausa umkomu litla vesaling. Við getum þetta. En það er tvent, sem við verð- um að gera fyrst, og það er fljótgerð. Við verðum að sám- einast til átaksins, Við verðum að gleyma miðgerðunum — fyr irgefa. í einu fegursta og fágaðasta snildarverki sínu segir norska stórskáldið Björnson: „Ö'tlum á að Rjálpa, sem villst hafa, þeim sem brotið hafa við oss, ber að hjálpa öðrum fremur“. Ætli stórmennum úti í lnöd- unum, þeim sem fjalla um vandamálin — um mál hinna sigruðu — þeirra brotlegu, væri ekki holt að hugsa til þessara orða Björnsons. E. t. v. væri okkur hjerna í fásinninu líka ’gott að minnast þeirra annað (slagið. Þorbjörn Björnsson. Rannsóknarlög- regian viii tala við bílsijéra Á ANNAN nýjársdag um kl. IV2 e.h. ók Jónas Kristjáns sen, Skeggjagötu 23 á reiðhjól au,stur Hringbrautina, fyrir norðan Grænuborg. Á gatna- mótum við Eiríksgötu varð hann fyrir bifreið sem feldi hann í götuna. Jón,as misti mcðyitund og. raknaði ekki við sjcr fyr eh ávliíandspítal- anUm. Bifreiðarstjóri sá sem þama var á ferð er beðinn að tala við rannsóknárlögregl- una og ennfremur sjónárvott ar, ef nokkrir hafa verið. laiu/ . Skákmeistarinn Yanovsky væntanlegur hingað í næsta niniiii Keppir hjer við nokkra bestu skékmenn SKÁKSAMBAND ÍSLANDS hefir boðið hinum kunna skák- meistara Kanada Yanovsky, sem nú keppir á alþjóðaskákmótinu í Hasings, hingað til lands. Yanovsky er væntanlegur kringum 10. fe'brúar næstkomandi. Hjer mun hann leika á móti íslensk- um skákmönnum. 5 I í gær átti Morgunblaðið tal við formann Skáksambandsins, Árna Snævarr, verkfræðing, og spurði hann nánari frjetta í sam bandi við komu .skákmeistar- ans. — Undanfarna tvo mánuði hefir stjórn Skáksambandsins staðið í brjefaskriftum við kan- adiska skákmeistarann Yanov- sky, um möguleika á því, að hann kæmi hingað nú í vetur, sagði Árni Snævarr. Fyrir fáeinum dögum síðan barst okkur endanlegt svar hans frá Hastings, þar sem hann sagðist myndi koma um eða eft- ir 10. febrúar. Glæsilegur ferill. Um skákferil Yanovsky sagði Áxni; að Yanovsky hefði þegar í æsku vakið á sjer mikla at- hygli,*og 12 ára gamall tekur hann fyrst þátt í meistaramóti Kanada. Árið 1939, þá 15 ára, teflir hann á alþjóða skákmót- inu í Buenos Aires á 2. borði fyrir Kanada. Hann var yngsti þátttakandi mótsins. Árið 1943 varð hann skákmöistari Kan- ada. : Yanovsky teflir fyrst á skák- mótum í Evrópu á s.l. sumri, þá á stórmeistaramótinu 1 Gron- ingen í Hollandi og varð þar 14. af 20 keppendum. Vakti hann þar sjerstaka at- hygli, er hann sigraði skákmeist ara Sovjetríkjanna, Botvinnink. Nú sem stendur keppir Yanov- sky sem kunnugt er á alþjóða- mótinu í Hastings. Keppnin hjer heima. Stjórn Skáksambandsins hef ir áformað, að Yanovsky tefli hjer fjölskákir í Reykjavík, Hafnarfirði og ef til vill víðar hjer í nágrenninu, Þá er og gert ráð fyrir að hann taki þátt í 6 manna keppni hjer í Reykja- vík, þar sem auk hans keppi þeir: Ásmundur Ásgeirsson, Breylingar í franska iðnaðinum París í gærkvöldi. LEON Blum, forsætisráð- herra Frakklands, tilkynti í dag, að franska stjórnin !mundi næstu fjögur ár gera, miklar breytingar á sex ihelstu iðngreinum landsins, ,þar á meðal raforkuverunj og kolavinnslu. i , , Blum gaf út tilkynningu sína, eftlr að funduV háfði ver ið haldinn rrteð iíefríd'þeirfi, sem gera á áæ.tlanir um; fram- (ííðarrekstur ýmissa iðngreina — Reuter. Frakkar beila fall h' f Oi « hlífahermönnum í Indo-Kína ! Saigon í gærkvöldþ FALLHLÍFAHERMENN eru nú komnir til aðstoðar þeim 500 mönnum, sem um tíma hafa átt í vök að verjast í Nam Dinh Kam, um sjötíu kílómetrum fyrir suð-austant Hanoi, höfuðborg Tonkin-fylk is í Indo-Kína. í herstjórnartilkynningu, sem gefin hefur verið út í aðal-i bækistöðvum Frakka í Indo* Kína, er sagt, að fahhlífaher-< mennirnir hafi komist til jarð ar slysalaust, og örugt meg? nú telja, að Vietnam-mönn-i um takist ekki að ná yfirhönd inni á svæði því, sem um eg að ræða. —- Reuter. i Yanofsky skákmeistari íslands, Baldur Möller, Guðmundur S. Guð- mundsson, Guðmundur Ágústs son og Árni Snævarr. Það hefir komið í ljós, síð- ustu mánuðina að skákíþróttin á hjer unnendur sem skifta hundruðum. Heimsókn Kanada meistarans er því hið mesta gleðiefni * og eflaust verður fylgst vel með frammistöðu skákmanna vorra, er þeir mæta Yanovsky. Nngmenn ekki komnir lil þings ALLMARGIR þingmenrl utan af landi voru ókomnir til þings í gær. Var því mjög_ stuttur fundur í Sþ. og- engin niál tekin fyrir, enda á- tak- morkurn að vera fundarfært. Spilt færð og erfiðar samgön^ ur hafa sennilega tafið þingi menn. Pólska sljómin Frh. af bls. I Svikin loforð Orðsendingu Bandaríkja- stjórnar lýkur með því, að Bret um og Rússum er á það bent, að það sje skylda þeirra og Bandaríkjanna, að benda pólsku stjórninni á það,-að húra hafi svikið skuldbindingar sín- ar, og um leið samkomulag stór veldanna á ráðstefnunum í Yalta og Potsdam. ísfiskur til Bretlunds fyrir tæpl. 2 milj. 14 skip seldu þar í í DESEMBERMÁNUÐI seldu 13 togarar í eitt fisk- ilutningaskip ísfisk á markað í Bretlandi. Samtals lönd- uðu skipin 30.863 kit, er seldust fyrir samtals krónur 1.911.893.76. Söluhæsta skip varð að þessu sinni bv Vörður frá Vatn- eyra, Patreksfirði, er seldi-fyrir rúm 7,300 sterlingspund. Aflahæsta skip var Viðey frá Reykjavík, með rúm 2,700 kit fiskjar. Eitt skip fór tvær sölúferðir^---------------— til Englands í mánuðinum. Það var Óli Garða. í Flcetwood. Flest skipanna seldu í Fleet- wood, eða 10. Þau voru þessi: Óli Garða seldi þar 2. des. 2572 kit 'fýpir 5S21 &te:língspimö ðg á gámlái'á'dag' seldin hahh - þar 2255 kit fýriri^82?} ptfnd. — Tryggvi gamli sóidl I£í$Íf lát fyrir 50Í6 þund. B.ljldur 2692 kit fyrir 6287 pund. ’S\xn\ seldi 23R4 kit,fyrií 4881 pund. Vöt'ð- ur seldi 2634 kit fyrir 7303 pund. Viðey seldi 2754 kit fyrir 6187 pund. Flaukanes seldi 2116 kit' fyrir 4551 pund. Drangeý seldi 1778 kit fyrir 3677 pund og Maí seldi 1854 kit fyrir 5063 sterlingspund. l.Grimsbyisseldui Eórseti: 269 J. kifc fyrir:s5l947í.'. storlingsptmd. Gylfi seJdL.2351. þit fyip' i; 61521 pund og Hafs1^jp,.$e.Í<JirJ870 kit fyrir 4698];i¥ÍPd-iöJ4.i69MÍ mb* Jngólfur Arnarson ,í, Aberdeefí 75,1 kit fyrir.3254, ?tpd.. , , ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.