Morgunblaðið - 08.01.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.01.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. jan. 1947 GRÝPTU ÚLFINN Cftir cXeilie Ck artenó I *> 3. dagur Hann leit á hana og augu hans ljómuðu. — Jeg hefi tamið mjer það alla ævi að segja sannleikann, sagði hann. Það er ákaflega þaegilegt, því að þá tekur eng- inn mann alvarlega. — En að tala um morð og marghleypur .. . Hann brosti sínu blíðasta brosi. — Ef til vill gæti það auð- veldað kynningu okkar og að þjer -hugsið oft til mín, ef jeg segi yður það nú þegar, að alla þá stund, sem jeg,dvelst hjer munu verða gerðar alvarlegar tilraunir um að drepa mig. En jeg læt ekki drepa mig, svo að þjer skuluð vera alveg óhrædd um það. Jeg á við það, að þjer skuluð ekki láta umhugsun um það halda vöku fyrir yður. — Jeg skal reyna það, sagði hún blátt áfram. — Þjer trúið mjer eklci? sagði hann. Hún hikaði við svarið. — Einhvern tíma munuð þjer biðja mig fyrirgefningar á því að þjer viljið ekki trúa mjer. Svo hneigði hann sig og rauk á stað, en hún stóð for- viða eftir. Klukkan var nákvæmlega eitt þegar hann kom heim og Orace var heldur óblíður á manninn. — Ef þú hefðir ekki verið stundvís, þá mundi jeg hafa farið að leita að þjer, sagði hann. Og það er ekki fallega gert að láta aðra verða hrædda um sig. Þú ert svo óvarkár, að jeg skil ekkert í því, að „Var- úlfurinn“ skuli ekki hafa drep- ið þig mörgum sinnum. — Jeg hitti fallegustu stúlku í heimi, svaraði Hélgi. Og jeg vona að jeg eigi eftir að bjarga lífi hennar tvisvar eða þrisv- ar næstu tíu daga. En í sein- asta þætti ætla jeg að kyssa hana. Og svo giftum við okkur. Orace dæsti. — Miðdegisverður eftir hálfa mínútu, sagði hann svo og hvarf fram i eldhús. Helgi þvoði sjer um hendur og greiddi sjer á þessum stutta tima. Og hann var þungt hugs- andi á meðan. I aðra röndina fanst honum það dálítið kitl- andi að vera talinn dularfull- ur maður, og vera á borð við leynilögreglumann. En á hinn bóginn sá hann það glögt, að Varúlfurinn vissi alt um fyrir- ætlanir hans og til hvers var þá að vera með nokkur látalæti. Það gat beinlínis verið að hann. græddi á því að ganga hreint til verks. Þeir mundu brjóta heilann um það hvers vegna ha»« væri svo djarfur, og ætla hann miklu hættulegri heldur en hann var. Hann var að raula glaðvær- an söng þegar Orace kom með matinn. Hann vissi að Var- úlfurinn var í Baycombl. Og hann var kominn hingað yfir hálfan hnöttinn til þess að hrifsa eina miljón dollara úr klóm Varúlfsins. En það var' leikur, sem tók fram öllu því, er á hans viðburðaríku ævi hafði drifið. 2. kapítuli. Náttúrufræðingur. Algemon de Breton Lomas Coper var einn af þessum mönnum, sem P. G. Woodhouse gert fræga. Vanaviðkvæði hans var „Hvað? Hvað?“ og nú sagði hann: Hvað? Hvað? eins og hann gæti ekki trúað. sínum eigin eyrum. — Það er alveg satt, sagði Patrica. Og hann kemur hing- að í miðdegisboð. — Ha! sagði Algy og gapti af undrun. Hann er einn af þessum mönnum, sem ekki er gott að giska á hvað gamlir eru, gat eins verið 25 ára eins og 35. En ef maður virti hann vand- lega fyrir sjer, þá var þó lík- legra að hann væri 35 ára. Hann var ljóshærður, fullur að kinnum og skifti vel litum. — Hann var ósköp blátt áfram, sagði Pat. Mjer fanst hann meira að segja mjög geðs legur. En hann var að tala um hræðilega atburði, sem mundu verða hjer. Og svo sagði hann að setið væri um líf sitt. — Ofsóknarbrjálsemi! Hvað? sagði Algy. Hún hristi höfuðið. — Nei, hann er með fullum sönsum. — Exteusio crufis paranoia? sagði Algy. — Hvað er nú það? spurði hún. — Ostjórnleg löngun til að setja fót fyrir einhvern. — Þjer munuð víst halda að jeg sje eitthvað skrítin, sagði Patricia. En það er varla hægt annað en trúa honum. — Jæja, ef honum tekst að koma einhverjum gauragang á stað hjer, þá skal jeg verða hon um þakklátur, sagði Algy. Ætl ið þjer að gera svo vel, að bjóða mjer að bíða, svo að jeg geti hitt hann? Hann fjekk að bíða. Og þegar klukkan var eitt sá Patrica til ferða Helga. Hún fór á móti honum út að hliði. Hann var í sömu fötunum og áður, en var nú með kraga og hálsknýti. Hann heilsaði bros- andi. " — Eins og þjer sjáið þá er jeg lifandi enn, sagði hann, Einhver þræll sat um mig í gærkvöldi, en jeg skvétti á hann fullri vatnsfötu, svo að hann flýði. Það er merkilegt hve fljótgert er að kæla blóð- ið í morðingjum. — Eru þetta nú ekki gamlar lummur? sagði hún. — Jeg er hissa að þjer skul- ið segja þetta, sagði hann al- varlega. Jeg ségi yður nú satt, að jeg er nú fyrst að meta snjó- þefinn af skollalátunum. — Jeg vona þó, sagði hún, að þjer gerið ekki alla uppnæma við borðið. — Jeg skal reyna að sitja á mjer, sagði hann. Það er oftast erfitt, en í dag er jeg í góðu skapi. Kokteil var framleitt í setu- stofunni og þeir Algy voru kyntir. — Er mjer ánægja — sönn ánægja — hefir lengi langað til að kynnast yður — ha? sagði Algy. — Er það satt? sagði Helgi kæruleysislega. Algy setti á sig einglyrnu og skoðaði hann svo í krók og kring. — Já, þjer eruð dularfulli maðurinn, sagði hann svo. Finst yður nokkuð að því þótt þjer sjeuð kallaður dularfulli maðurinn? Jeg er viss um, að yður finst ekkert að því. HVer einasti maður hjer kallar yður dularfulla manninn, og mjer finst það fara yður ákaflega vel, eða hvað finst yður? Og að þjer skylduð kaupa Hjallinn! Það tekur öllu öðru fram. En þjer eruð auðvitað einn af þess urn hraustu útilegumönnum, sem við sjáum í kvikmyndum. — Algy, þetta er ekki kurt- eislegt, sagði Pat. — A? Jeg talaði bara eins og maður við-hann. Ha? Nei, það var ekki illa meint, ljósið mitt, sagt blátt áfram. Ha? Stúlkan var orðin dauð- hrædd um það að Helgi mundi stökkva upp á nef sjer. — Algy, vertu nú vænn og farðu fram til Agatha frænku og segðu henni að flýta sjer. Þegar hann var farinn sagði Helgi: — Svo þetta er þó fóstur- sonur Mynteer Hans Bloem. Hann er 34 ára og hefir verið í Ameríku. í London er sagt að hann eigi demantanámur í Transvaal. Patrica varð steinhissa. — Þjer vitið meira um hann en jeg, sagði hún. — Jeg geri mjer það að skyldu að snuðra um hagi sam- borgara minna, sagði hann. Það er ekki fallegt, en það er var- úðarráðstöfun. — Máske vitið þjer öll deili á mjer? mælti hún. Hann leit snögt á hana. Það er nú ekki mikið, sagði hann svo. Jeg veit að þjer stunduðuð nám í Mayfield, að Miss Girton er ekki föðursystir yðar, heldur skyld yður lengra fram í ættir, að þjer hafið mest haldið kyrru fyrir og ferðast mjög lítið. Þjer eruð á- hangandi Miss Girton vegna þess að hún er fjárhaldsmaður yðar og verður það þangað til þjer eruð 25 ára. En nú eru fimm ár þangað til. — Er yður það ljóst, mælti hún alvarlega, að þjer eruð al- veg óþolandi. — Já, mjer er það fyllilega ljóst, svaraði hann. Og jeg hefi enga afsökun aðra en þá, að maður getur ekki farið of var- lega gagnvart þ'eim, sem mað- ur umgengst, þegar setið er um líf manns. Hann horfði á gulbrúnt vín- ið í bikarnum, sem hann hafði ekki dreypt á, og svo lyfti hann glasinu: — Yðar skál! sagði hann og tæmdi glasið í botn. Yður þarf jeg ekki að óttast. Henni gafst ekki tími til and svara, því að í snma bili komu þau Algy og Miss Girton inn og ásamt þeim þeldökkur mað- ur, sem þau kyntu sem herra Bloem. Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROCHS. 59. enni og augu stúlkunnar komu hægt í ljós fyrir ofan vatns- flötinn. Hærra og hærra steig hún upp úr vatninu, þar til það náði henni tæplega í hnje, og þó hún hefði verið það lengi niðri í vatninu, að hún hefði átt að vera marg- drukknuð, sáust þess als engin merki, að hún hefði einu sinni niður í vatnið komið, nema hvað hár hennar var vott og líkaminn gljáði. Aftur og aftur teymdi drottningin stúlkuna niður í djúpið og upp aftur, þar til þessi einkennilega athöfn fór að fara í taugarnar á mjer, svo jeg þurfti að beita öllu viljaþreki mínu til að steypa mjer ekki út í vatns- geyminn og reyna að bjarga stúlkunni. í eitt skipti var hún og drottningin venju fremur lengi í kafi, og þegar þær komu upp á vatnsflötinn, sá jeg mjer til mikillar skelfingar, að annar handleggur stúlkunnar var horfinn — bitinn af up við öxl — en vesalings stúlk- an sýndi þess engin merki, að hún finndi til sársauka, þótt óttinn, sem skein út úr augum hennar, hefði aukist til muna. Næst þegar þær birtust, var hinn handleggurinn einnig horfinn, og svo brjóstin og síðan hluti af andlitinu. Þetta var hryllilegt. Vesalings þrælarnir sem biðu dauða síns á eyjunni, reyndu að skýla augum sínum með höndun- um, til að þurfa ekki að horfa á þessa skelfilegu sjón, en nú sá jeg, að þeir höfðu einnig orðið fyrir dáleiðsluáhrif- um skriðdýrs-ófreskjanna, svo að þeir gátu aðeins hniprað sig saman, en augu þeirra viku ekki frá þeirri voðalegu athöfn, sem fram fór fyrir framan þá. Loks var drottningin mikið lengur í kafi en áður, og ’ þegar hún kom upp úr djúpinu, var hún ein og synti letilega að steini sínum. í sama andartaki og hún skreið ! upp á hann, var líkt og hinum Mahörunum hefði verið gefið merki um að steypa sjer í vatnsgeyminn, og síðan hófst sama óhugnarlega athöfnin og áður nema hvað nú var þetta auðvitað mun stórkostlegra, þar sem allir voru þátttakendur, nema drottningin. Aðeins konurnar og börnin urðu Mahörunum að bráð, enda voru þau veikust fyrir og viðkvæmust; og þegar þeir höfðu fengið fylli sína — og sumir átu tvo eða þrjá þrælanna — stóðu aðeins um tuttugu fullorðinna þræla uppi. Jeg hjelt að af einhverjum ástæðum ætti að þyrma þessum vesalingum, en þessu var nú öðruvísi farið, því síðustu Mahararnir höfðu ekki fyr skriðið upp á steina i/rnx Það er sagt í'rá þvi í uiaoi, sem gefið er út á Norður-Sjá- landi, að kaupmaður einn í Hörsholm hafi farið að tefla við kunningja sinn í kompu inn af búðinni. Mörgum sinn- um heyrðist að komið var inn í búðina, en kaupmaðurinn hreyfði sig ekki. — Það eru einhverjir við- skiftavinir frammi, sagði vin- urinn að lokum. — Uss, hafði ekki hátt, sagði kaupmaðurinn. Við skúlum þegja alveg, því að þá fara þeir bráðlega. ★ Nafnlaus bær. Um 50 km. frá Hamborg er bær, þar sem búa nál. 50 þús. manns, flestir í kjallaraíbúð- um. Bærinn hefir ekkert nafn, en er á Lúneburgsheiðinni skamt frá þeim stað, þar sem Montgomery vorið 1945 tók við uppgjöf Þjóðverja. ★ Hann var skáldlegur í hugs- un: — Alt sem jeg á, stamaði nann, mun jeg leggja fyrir fæt ur þínar .... — Það er ágætt, svaraði hún, en það getur nú aldrei verið mikið. Hann hjelt áfram: — Það er ekki mikið, nei, en við hliðina á hinum undur- nettu fótum þínum mun það vera ótrúlega stórt. Hún gafst upp. ★ f’riggja vikna — með eitt lunga. I Englandi fæddist nýlega barn með mjög vanskapað lunga. Það var ekki annað að gera en að framkvæma upp- skurð. Hann heppnaðist prýði- lega, og snáðinn dafnar vel með eitt lunga. ★ I fyrri Iteimsstyrjöldinni varð breskur hermaður fyrir kúlu. Hæfði hún hann í eyrað. Nú fyrir skömmu, 28 árum seinna,' fjekk maðurinn heila- bófgu vegna þessa áverka og ljest. ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.