Morgunblaðið - 08.01.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.01.1947, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 8. jan. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 9 Nobelsverðlaunin í efna- og ec NÓBELSVERÐLAUN í éðlis- fræði hlaut próf. Percy William Brigdemán við Harvard háskól- ann, fyrir að finna upp tæki til að framleiða afar háan þrýst ing, og fyrir eðlisfræðilegar uppg'ötvanir í sambandi við það. Noblesverðlaun í 'efnafræði skiftist milli þriggja amerískra vísindamanna. Helminginn af þeim hlaut dr. J. B. Summer frá Cornell háskólanum í íþöku fyrir þá uppgötvun að hægt sje að láta enzym krystallast. Hinn helmingurinn skiftist milli dr. J. H. Northrop, og dr. Wm. Stanley, frá hinni læknisfræði- legu rannsóknarstofu Rocke- feller stofnunarinnar í Prince- ton, fyrir rannsóknir þeirra við að einangra erizym, og virus eggjahvítuefni í hreinu formi. Það má segja að próf. Summ- er hafi fengið Noblesverðlaun- in fyrir að sýna fram á, að ann- ar Noblesverðlaunamaður hafi haft rangt fyrir sjer, sagði próf. Northrop í blaðaviðtali, við frjettaritara Politiken í Kaup- mannahöfn. Fimm Bandaríkjamenn, sem verðiaunin hiutu Próf. J. B. Sumner segir að enzymin sjeu verkfæri hinnar lifandi frumu. Það eru þau sem hrinda af stað þeim efnabreyt- ingum, sem valda því, að mat- Dr. P. W. Bridgman Dr. James B. Summer urinn meltist, að frjógvun á sjer stað, og því að við stækk- um. I stuttu máli sagt, hrinda af stað þeim efnabreytingum, sem eiga sjer stað í sambandi við það sem við köllum líf. Mikil vinna er framundan, áð- ur en við getum fengið nánari vitneskju um allt, sem fram fer í heimi. Við vitum t. d. að í einni vöðvafrumu finnast 60 mismun- andi enzym-tegundir, en senni- ega eru þau fleiri sem við þekkj um ekki. Astæðan til þess .að rann- sóknir á þessu sviði eru svo erfiðar, og að það liðu hundrað ár án þess nokkuð þokaðist áfram, enda þótt menn þekktu til þeirra, er sú, að enzymin finnast í svo fjarska litlu magni, og auk þess er samsetning þeirrá svo laus, að nota verð- ur sjerstakar aðferðir, svo þau eyðileggist ekki áður en rann- sókn á þeim getur byrjað. Aðaláhugamál Stanleys eru virusrannsóknir, og þegar próf. Northrop hafði komist að þeirri niðurstöðu að enzymin væru aðeins eggjahvítuefni, fetaði hann í fótspor hans, og komst að sömu niðurstöðu hvað snert- ir virusa. Þetta var árið 1935, og það var tóbaksjurtarvirus, sem við einangruðum. Spítala- læknar voru fyrst tortryggnir, því þeir áttu erfitt með að trúa því, að þetta eggjahvítuefni sem Stanley hafði einangrað væri sjálft smitað, en tilraunir með þennan og fleiri vírusa hafa staðfest þessar staðreyndir. A stríðsárunum fjekk -hann Dr. Wendell M. Stanley Dr. John H. Northrop það verkefni að framleiða bólu- efni gegn influensu, og með þeim aðferðum sem hann og samstarfsmenn lians fundu upp, j eru lyfjaverksmiðjur farnar að framleiða influensu bóluefni með góðum árangri. Hvað snertir aðra virussjuk- dóma, t. d. mænuveiki, heldur Stanley því ákveðið fram, að áður en langt um líður verði hægt að fyrirbyggja hana með bólusetningu. Það hefir þegar tekist að einangra sýltilinn (virus). Próf. Stanley er nú aftur önnum kafinn við vís- indalégar rannsóknir. Eftir virusrannsóknum hans, virðist það útilokað, að þessar agnir geti verið lifandi verur, svo sem margir hafa álitið. Ef til vill eru þeir einskonar milli- stig. Próf. Brigdman varð bæði hissa og glaður þegar -hann fjekk Noblesverðlaunin, en tali maður við hann verður manni ljóst, að mesta ánægja hans er vinnan á tilraunastofUnni. Þar er hans heimur. Þar gengur hann um í slitnum fötum, með uppbrettar ermar, ‘og þekkist ekki frá vjelamanni eða vinnu- manni. Próf. Bridgmann hefir búið til áhöld, og tekist með þeim að framleiða háþrýsting, sem er 400,000 sinnum meiri, en venjulegur þrýstingur and- rúmsloftsins. Þegar hann byrj- aði tilraunir sínar, var aðeins hægt að framleiða 3000 sinnum meiri þrýsting en andrúmloft- ið hefir. Hjer í tilraunastofunni, segir prófessorinn, látum við háþrýst ing verka á ýmiskonar efni, og athugum hvernig þau breytast að lögun, útliti, leiðsluhæfni, ■ o. s. frv. Eftir því sem við fá- Dr. H. J. Muller Það var hlegið að Summer, sagði Northrop ennfremur, þeg ar honum tókst fyrir 20 árum síðan, í fyrsta sinn að vinna hreint en,zym, og fulyrti að mikroskopiskir krystallar þéSs, væru eggjahvítuefni. Hinn mikli þýski efnafræð- ingur Richard Willstatter sem fjekk Noblesverðlaunin 1915 hafði aftur á móti haldið því fram að enzym ættu ekkert skylt við eggjahvítu, og voru skoðanir um þetta skiftar lengi vel. Árið 1930 tókst mjer ásamt nokkrum starfsbræðrum mín- um, að fullkomna sönnun Summers, og nú efast enginn framar um að enzym eru eggja hvítuefni. Meðal annars rannsökuðum við hvernig enzym bregða við, er þau verða fyrir sinnepsgasi, og það kom í ljós að þau mistu verkunarmátt sinn. Þar sem huldu sýklar (virus) sem oft eru hættulegir, eru einnig eggjahvítuefni, var álitið að þessi uppgötvun gæti orðið læknavísindunum að gagni. Það hefir einnig komið í. Ijós, að í sumum tilfellum er hægt að af- I eitra smitið, sem það verndar . gegn þeim sjúkdómi sem það annars veldur. Dr. Northrop er fimmtugur að aldri, og hefir starfað í Princeton í 30 ár. Aðal áhuga- mál hans er efnafræðin, og hef- ir hann auk Noblesverðlaun- anna fengið ýmsar aðrar viður- kenningar. „Litli dieRgurinn er dóinn Litli drcngurinn, sem varð fyrir bifreiðinni síðastliðinn föstudag andaðist í Landsspítalanum í morgun“. Eitthvað á bessa leið eru blaðafregnir, sem við lesum um slysfarir, en þær eru sú hlið umferðarmálanna, sem að öllum almenningi veit frá degi til dags, en enginn veit hvar ógæfuna ber niður næst, nje hverjir færa næstu fórnina. Umferðarslysin eru orðin einn mesti vágestur þjóðarinnar og í baráttunni gegn þeim verða allir. ungir og gamlir, að leggja fram sinn skerf. Bifreiðastjórafjelagið Hreyfill er nú að láta taka umferðar- fræðslukvikmynd fyrir almenning og til fjáröflunar í því skini hefur fjelagið efnt til ’happdrættis, og heitir það nú á alla góða íslendinga að stvðja viðlfeitni fjelagsins í þessu máli, með því að kaupa happdrættismiða þess. Miðinn kostar kr. 10.00. Vinningar eru ný amerísk 6 manna fólksflutningsbifreið og 10 daga íerð með 5 farþega bifreið á komanda sumri. Dregið verður 1. mars 1947. Happdrættismiðarnir eru afgreiddir í skrifstofu Hreyfils, Hverfisgötu 21, kjallaranum. alla virka daga frá kl. 5—6 e. h., nema á laugardögum, þá frá kl. 2,30—3,30. Eru fjelagsmenn, sölubörn og aðrir, sem aðstoða vilja við söluna beðnir að snúa sjer þangað hið allra fyrsta. Ennfremur má panta miða 1 síma 6015 og verða miðarnir þá sendir til kaupanda í bænum. BTFREIÐASTJÓRAFJELAGIÐ HREYFILL. Best nð nuglýsn í Morgunblnðínu um meiri vitneskju um þessa hluti, getum við myndað okk- ur sannari skoðun um gerð efn anna. Tökum t. d. ísklump. Við vitum að ís myndast á yfirborði vatns þegar frost er. Jeg hefi nú sýnt fram á, að með því að láta ís verða fyrir miklum þrýst ingi, getur hann tekið ýmsum breytingum. Með því að láta ís verða fyrir 2000 sinnum meir þrýstingi en andrúmsloftið hefir, verður hann þyngri en vatn. Jeg hefi sjeð ís sem var 200 stiga heit- ur á Celsius, en «þá var hann undir þrýstingi, sem var 45,00 sinnum meiri en andrúmsloft- ið. En sem komið er hefi jeg sjeð sjö mismunandi gerðir af ís, en hann er aðeins eitt af þeim efnum sem jeg hefi gjört tilraunir með. Hafið þjer ekki heyrt að mjer heppnaðist ekki að framleiða demanta? Aftur á móti get jeg soðið egg, með því að láta það verða fyrir nægi- leeum þrýstingi við 0 stig. Þá stirðna^ þau,. og bragð þeirra verður náltvæmlega eins og af soðnum eggjum. Próf. Brigdemann sýnir á- höld sín, sem cru mjög' ein- föld, en hugvitsamleg. - Þetta eru hlutir, sem hafa haft ákaflega mikla þýðingu fyrir «ðlisfræðingana, og fyrir okkur öll, því að með þeim verð ur ef itil vill hægt að fá skýr- ingar á ýmsum ráðgátum nátt- úrunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.