Morgunblaðið - 08.01.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1947, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐ I Ð' ' MiðvikudagUri 8. jan, 'ilQAli ia HÚSAVÍKURBRJEF INNGANGUR Það hefir oft verið á það minst við mig af ritstjórn blaðs- ins, að jeg sendi blaðinu öðru hverju frjettabrjef, þar sem frá væri sagt framfaramálum og framkvæmdum hjer heima, til gamans og fróðleiks fyrir þá, sem í fjarlægðinni eru. Brjefið er fyrst og fremst til þeirra, sem hjer hafa átt heima, en eru brottfarnir og þvi kunn- ugir staðháttum 'hjer. VEÐURFAR Það er oft þá tveir hittast, að byrjað er að tala um veðrið, og ekki að undra, að fyrst sje hjer á það minnst, því það er vel í frásögu færandi. Sumarið 1945, var það besta sumar, sem elstu menn hjer þá mundu, hey fengur í sveitum með ágætum og uppskera garðávaxta sömu- leiðis. A eftir þessu góða sumri bjuggust menn við hörðum vetri en það ,,brást“ og veturinn var með fádæmum góður. — Það voraði snemma, síðan kom sum arið, — sumarið 1946 — sem gaf sumrinu áður lítið eftir, þó aðeins kæmu rigningardagar, þá var það aðeins til þess að vökva jörðinni, en sumarið í heild var ágætt, hvað veðurfar snertir. Síðari hluta sept. kom svo hálfsmánaðar rigning, svo aldrei hafði áður annað eins rignt hjer á heilan mánuð. Þá þeirri rigningu slotaði, kom „sól og sumar“ og er enn, svo teljandi eru þær frostnæturnar, sepi hjer hafa komið á þessu hausti og vetri. UAFNARGERÐIN Unnið hefir verið í sumar að framlenging hafnargarðsins, er kemur fram úr Höfðanum ofan við Bökuna. Verkið hófst því miður einum eða tveim mánuð- um seinna í vor, en það hefði mátt og átt að hefjast, en eng- inn veit á hverju stóð, nema þá helst á ,,þeim stóru fyrir sunn- an“, en haustveðráttan virðist agtla að bjarga þeim frá skömm inni og skaðanum, sem annars var stemmt tll. í fyrra sumar var byrjað á verkinu og þá steyptur 130 metra langur garð ur, en mikið af honum á grunnu vatni, en í ár verður lengingin um 45 metrar. Bryggjan, sem í ár á 10 ára afmæli, er nú orð- in svo maðkjetin, að staurarn- ir eru farnir *að fljóta út úr henni og grjótið að hrynja út. Ætlunin var að setja stálveggi beggja megin við hana, svo- kallaða „spoonveggi“ og átti" það að gerast í sumar, en neit- að var um útflutning í Eng- landi á því járni, sem til þess var ætlað. Var því horfið að því ráði, að aka stórgrýti í sjó- inn sunnan við hana, þar sem hún er verst farin, og þannig að mynda varnarvegg, en sú ráðagerð er hjer misjöfnum aug um litin, enda ekki að furða. HÚSABYGGINGAR PWfið er að reisa hjer yfir Sfo íbúðarhús, 10 þeirra eru verkamannabústaðir, bygðir fyr i^-fje, úr byggingarsjóð' verka. nntnna og standa þæ ús á túninu fyrir sunnan <- ~>fan Rónfc GIl éru húsin éir' ' ' -'ís. Hinfn'stáðiruirrisem vc : • ýð byggja á, eru á Jóelstúni neð- an við Garð, á Maratúni og fyr- ir ofan Uppsali. K. Þ. er að byggja mjólkurstöð og stendur hún í gömlu Gróðrarstöðinni. Ætlunin er að hún taki til starfa næsta vor. RAFMAGNSMÁL Gamla rafstöðin var orðin alt of lítil og s.l. vetur var settur upp hjálparmótor, og er því sæmilegt rafmagn hjer til ljósa en ekkert til hitunar. Nú í sum ar hefir svo verið unnið að því, að setja upp línu frá Laxár- virkjun til Húsavíkur og er því verki dálítið á veg komið og ráðgert að við fáum þaðan raf- magn næsta vor. Unnið hefir einnig verið að því að endur- bæta rafmagnskerfi bæjarins, og stjórnar því verki ungur og áhugasamur' rafvirki, Ornólfur Örnólfsson, sem rjeðist hjer til rafveitunnar í fyrra haust. SKÓLAMÁL Hjer eru nú starfandi þrír skólar, Barnaskólinn, skólastj. Sig. Gunnarsson, Gagnfræða- skóli skólastjóri Axel Benedikts son og Iðnskóli, skólastjóri sr. Friðrik A. Friðriksson. Barnaskólinn er í sínu gamla húsi, en næsta vor er ráðgert að hefja byggingu nýs skóla- húss, sem’standa á norðan við hann í Stóragarðinum. Gagn- fræðaskólinn er til húsa í Gisti húsinu Garðarshóli (Guðjohn- senshúsinu), en þá barnaskól- inn hefur fengið sitt nýja hús, er meiningin að Gagnfræðaskól inn flytji þangað. Iðnskólinn er á efstu hæðinni í Garðar. ÚTGERÐARMÁL Það virðist mikil breyting vera á útgerðarmálum hjer, öll smáútgerð hefur færst mjög mikið saman, en verður von- andi aðeins um stundarsakir, af leiðing þeirrar gífurlegu eftir- spurnar sem er eftir vinnu í landi, og hins háa kaupgjalds, sem öllu virðist ætla að koma úr skorðum hjer eins og annars staðar. Hingað hafa komið tveir nýir bátar, „Pjetur Jónsson“, bygð- ur í Svíþjóð, 55 tonn. Eign þeirra Borgarhólsbræðra, Stef- áns og Þórs Pjeturssona. Hinn „Hagbarður", 47 tonn, eign hlutafjelags, sem hreppurinn verður aðalhluthafinn í. Báðir voru bátarnir á síld í sumar og fiskuðu frekar vel, eftir því, sem almennt gerðist. Síldarverksmiðjan starfaði í sumar, og var talað um að byrj að yrði á byggingu nýrrar verk smiðju, ef síldarvertíðin gengi vel, en það brágst eins og allir vita. Síldarsöltun var dálítil og söltuðu þrjú fjelög, Söltunar- stöð Kristjáns J. Einarssonar h.f., Söltunarstöð Baðinn h.f. og Söltunarstöðin Uggi h.f. BÚNAÐARMÁL Haustið 1941 hófst niður- skurður sauðfjár vegna hinnar illræmdu mæðiveiki. í haust hefir verið lokið þessum niður- skurði og hefir nú hver kind á svæðinu frá Jökulsá og til Eyjafjarðar verið drepin og flutt inn nýr fjárstofn frá N.- Þingeyingum og vestan af Ströndum. I mæðiveikivarnir og niðurskurð hefir mörg krónan farið, og erfitt verður að reikna hvað hver króna hefur gefið af sjer, en við þessa veiki var ó- mögulegt að búa, svo þetta virð ist hafa verið eina úrræðið. — I Húsavík hefur fje eitthvað fækkað, en þó ekki svo veru- lega mikið. Kúm hefir einnig fækkað, en Teitur bóndi í Salt- vík hefur tekið upp mjólkur- flutninga og selur töluvert af mjólk hjer. Einnig flytur Jón í Kaldbak hingað mjólk. S. P. B. Fjöldagröf finns! HAMBORG: — Yfirmenn franska hernámssváeðisins í Þýskalandi hafa tilkynt, að fundist hafi gröf, sem í voru lík 1500 p.ólitískra fanga. •<S>^x$x^$x^$>3x$^<^x$*^§«$x$>3xJx^x$x^<$xSx$x$>3x$*$>3x$x§xJ^«$xSxSx$*$xJk$x$x$x^<$x$x$ TILKYNNIIMC frá Viðskiftaráði um útgáfu nýrra gjaldeyris- og innflutningsleyfa. Viðskiftaráðið hefur ákveðið að veita ekl^i fyrst um sinn, á meðan það afgreiðir endurút- gáfu leyfa frá fyrra ári, ný gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi fyrir almennum vörukaupum, nema sjerstaklega tilheyri útflutningsfram- leiðslunni. Ráðið mun því synja öllum umsóknum sem til þess berast ef ekki er eins ástatt um og að framan segir. Hinsvegar mun ráðið auglýsa eftir umsókn- um í tiltekna vöruflokka strax og það er tilbú- ið til þess að afgreiða slíkar umsóknir. Reykjavík, 7. janúar 1947. : í ; x. 2 - : i VIÐSKIFTARÁÐIÐ. IVBinmngarorp um^r1? Lúðvik Sinmundsson, verkstjóra í DAG er Lúðvík Sveinn Sigmundsson, yfirverkstjóri, lagður til hinstú hvíldar. Lúð- vík vár fæddur hjer í bænum, 29. júlí 1903, en fluttist á fyrsta ári með foreldrum sínum, þeim Kristínu Símonardóttur og Sig- mundi Sveinssyni austur að Brúsastöðum í Þingvallasveit. Þar ólst Lúðvík upp, við þau skilyrði, sem best var á kosið, til þess að ala upp duglegan og framgjarnan mann. Vinnu- semi og ástríki heimilisins mót- uðu svo sterkt hinn unga mann, að þesíi tvö öfl auðkenndu síð- an allt hans líf. Það er í minnum haft, hversu bráðger og kappsfullur Lúðvík var strax, sem unglingur um fermingaraldur, þegar hann tók upp ferðir fyrir heimilið, til Reykjavíkur, með tvo hest- vagna, og sá einsamall um út- tekt og frágang vörunnar á vögnum sínum og skilaði öllu heilu í höfn, þó að stundum brysti vagnkjálka, eða önnur týgi biluðu, voru alltaf ráð, til þess að lagfæra það á staðn- um. Það var ekki mikið um að smiður þyrfti að koma að Brúsa stöðum eða að hlutir þyrftu að sendast frá bæ til aðgerða, eft- ir að Lúðvík: fór að valda verk- færum. Árið 1919 fluttist svo Lúðvík með foreldrum sínum og syst- kinum aftur til Reykjavíkur. Eftir að Lúovík kom hingað, hóf hann að læra járnsmíði í vjelaverkstæði Hamars, sem undirbúning þess að fara síðan á Vjelstjóraskólann. Þessu hvorutveggja, lauk hann með ágætum, og fór síðan sem vjel- stjóri, bæði á línuveiðara og togara, en sjórinn átti ekki við hann, svo að hann fór í land. Þá stofnaði hann ásamt öðr- um Vjelsmiðjuna „Sindra". En síðan 1934 og til dauðadags var hann starfsmaður í Landssmiðj unni, fyrst sem vjelvirki, en dugnaður hans og árvekni í starfinu, færðu hann fljótlega í verkstjórastöðuna, og síðan 1940 var hann yfirverkstjóri. Það starf rækti hann, með sömu ágætum og öll hin fyrri. Hann ávann sjer stöðugt meiri vin- semd og virðingu samstarfs- manna sinna, sem og þeirra er til hans þurftu að sækja, vegna viðskipta við fyrirtækið. Okkur öllum, er þekktu Lúð- vík, setti hljóða, er við heyrð- um lát hans á nýársdag. Við vissum, að hann hafði legið veikur, en við gátum naumast trúað því, að hann, sem var svo sterkur og karlmannlegur, væri allt í einu fallinn, svo snögglega. Við eigum bágt með að sætta okkur við, að þetta sje raunveruleiki, hann horfinn mitt í önnum dagsins. Lúðvík giftist eftirlifandi konu sinni Alexiu Pálsdóttur 19. septembed, 1925. Þau eign- uðust sex börn, sem öll eru á lífi, fjögur fermd, en tvö inn- an fernjingataldurs. Þeiip, Alexiu o,g Lúðvík, tókst með sínum mikla dugnaði og sam- fetilltu starfi að skapa sjer svo fnikið fyrirmyndarheimili, að það mun leitun á öðru eins. Á heimili þeirra gætti fyllilega þeirra uppeldisáhrifa, sem Lúð- vík varð fyrir í æsku, sem sje vinnusemi og ástríki. Það er mikið, sem heimilið hefir misst, og stór er sú sorg, sem þar ríkir, en meðvitundin um að hafa búið samvistum við jafn góðan og göfugan dreng, sem Lúðvík, er líka mikils- virði, bæði fyrir konur og börn. Kveðjur samstarfsmanna fylgja þjer yfir landamærin, Lúðvík Sigmundsson. Þ. B. TiLKYNNING frá HX Eimskipafjelagi ísiands. ÞEIR FARÞEGAR, sem þeg- ar hafa pantað far hjá oss tii útlanda, eru vinsamlega beðn- ir að endurnýja pantanir sínar eigi síðar en 15. þ. m. clla verður litið svo á, að far- pöntunin sje niðurfallin, og verður þá ekki tekin til greina. Reykjavík, 4. janúar 1947. H.F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS. „FJi\LLFOSS“ fer hjeðan þriðjud. 14. janúar vestur og norður kringum land. Viðkomustaðir: Patreksfjörður Flateyri ísafjörður Siglufjörður Akureyri Húsavík Kópasker Seyðisfjörður Norðfjörður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður « Djúpivogur. ; 1 /i :í v >. >! /• ■. < j .!<> I- ^örumóttakjaý^r lgpg|rdags. H.F. EIMSKIPAFJELAG 'ÍSLANDS'Síaramcn.".!'..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.