Morgunblaðið - 08.01.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.1947, Blaðsíða 8
e MOKGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. jan. 1947 I Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, aúglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. f; Þeir halda að Alþýðu- flokkurinn gangi í kvíarnar ÞAÐ kemur nokkuð oft fyrir á síðari árum að pólitískar aðgerðir eru miðaðar við það fyrst og fremst, hvað hægt er að telja þeim hluta kjósendanna trú um, sem fáfróð- astur er og minsta ábyrgðartilfinningu hefir. Tvö flokks- blöð landsins hafa árum saman verið skrifuð með þetta fyrir augum. Þetta eru Tíminn og Þjóðviljinn. Skrif þeirra blaða ganga yfirleitt út á það, að draga dómgreind og þekkingu almennings niður undir blæju þess fláræðis, sem kolsvartur hrærigrautur lyga og blekkinga skapar. Flestum hinna greindari og heiðarlegri manna viður- komandi flokka líkar þetta illa og telja það skaðlegt og óviðeigandi, en þeir fá ekki rönd við reist, og sætta sig rnargir, gegn vilja sínum, við þá röksemd, að þessi að- ' ferð sje til flokkslegra hagsmuna, af því að fáfræðin sje svo víða ríkjandi meðal fólksins. Þó.hafa mjög margir fyrverandi Framsóknarmenn yfirgefið flokk sinn af þess- um sökum og auðvitað þeir einir, sem hafa það mikið af manndáð og einbeittni, að þeir sætta sig ekki við ósómann. I flokki Sósíalista hefir nokkuð borið á því sama, en í mikið smætri stíl, enda er þar um yngri flokk að ræða., Eins og gefur að skilja hefir sú blaðamenska sem þannig er rekin, sem að ofan getur, því aðeins gildi, að hún sje studd af tillögum, frumvörpum og tilboðum, enda hefir það ekki verið sparað. — Eitt tilboðið þessarar ættar e*r ofarlega á baugi um þessar mundir og getur erðið allfrægt. Stendur það í sambandi við stjórnarmynd- un og hefir á sjer glöggan svip veiðibragða og herkænsku. Þannig er svo sem kunnugt er orðið, að undangengna mánuði hefir Tímaliðið lagt á það æsilegt kapp, að mynda rikisstjórn'gegn Sjálfstæðisflokknum með aðstoð Sósíal- ista og Alþýðuflokksins undir forystu Hermanns Jónas- sonar. Þetta hefir strandað, enda þó nokkrir menn beggja viðkomandi flokka væru því fylgjandi. Mun meiri hluti Alþýðuflokksins hafa tekið af skarið í því efni. Nýrra bragða þurfti því að leita og er eitt hið helsta þeirra nú orðið kunnugt almenningi. Hafa Sósíalistar og Tífnamenn gert utanþingsmanni í Alþýðuflokknum tilboð um að styðja hann sem forsætisráðherra í þriggja flokka ráðuneyti. Er maður sá mætur maður, vel að sjer í sögu- iegum fróðleik, hefir næman skilning á skáldskap og er persónulega góður þegn. En hann hefir aldrei átt sæti á Alþingi, er talinn veikgeðja gagnvart vissum andstæð- ingum og hefir enga æfingu til að mæta leikbfellum. / Tilboðið er sýnilega bygt á sömu hugsun, §em á liðnum /ildum hefir vakað fyrir þeim herforingjum, sem gert hafa ítrekaðar tilraunir til að koma umsetnum andstæðingum í herkvíar svo hægt væri að sækja að þeim frá tveim eða fleiri hliðum. Það er herbragð af sömu rót runnið sem margt af greinum Tímans og Þjóðviljans. Báðum aðilum er áhugamál að eyða Alþýðuflokknum ef verða mætti að þeir tveir einir gætu haft meiri hluta á Alþingi, Hinir ófyrirleitnustu í beggja liði gera ráð fyrir því, að Al- þýðuflokkurinn gangi^í kvíarnar og fremji sjálfsmorð. Takist ekki svo vel til, búast þeir þó við nokkrum árangri ef meiri hluti flökksins neitar forsætisráðherra úr eigin liði sem andstæðingarnir hafa valið. Einkum kvnni þetta að geta litið óþægilega út í augum fáfróðra kjós- enda ef málefnislega væri boðið upp á stefnu, sem stilti nærri stefnuskrá Alþýðuflokksins. Annars er það nú orðið greinilegt, og öllum kunnugum augljóst mál, að allir örðugleikar við það, að koma á þing- ræðislegri ríkisstjórn nú og fyr, byggist á því að þeir menn eru allt of margir, sém hugsa meira um það að leika á aðra og koma þeim í pólitískar herkvíjar, heldur en hitt, íið vinna heiðarlega fyrir hag og heiður og íramtíð lands og þjóðar. Þenna sannleika verður allur almenningur að sjá og skilja. DAGLEGA LÍFINU Jólin liðin. SAMKVÆMT GAMALLRI íslenskri venju eru jólin nú loksins liðin. Þrettándinn var í fyrradag. Áður fyr var þáð sið ur að gera sjer dagamun þann dag. Menn borðuðu þá síðasta hangikjötsbitann sinn, laufa- brauð, ef eitthvað var eftir, kveikt var á síðasta kertis- stubbnum og „jólin spiluð út“ eins og sagt var. Vera má, að þessi siður haldist ennþá í sveitum lands- ins, en líklegt að í kaupstöðum og þá einkum hjer í Reykjavík sje hætt að mestu að halda upp á þrettándann. Þó gerir útvarp ið dagamun, að því leyti til, á þrettándanum, að leikin eru danslög fram eftir kvöldi, eins og laugardagur væri. En held- ur þótti hún þunn þrettánda- kvöldsdagskráin í fyrrakvöld. Þótti mörgum útvarpshlust- endum sem ,,hapsikordið“, eða hvaí það hljóðfæri nú annars heitir, hefði mátt missa sig þetta kvöld og þá heldur leikin þjóðleg lög í staðinn. En því verður ekki breytt hjeðan af. Vilja sjá prestinn. SÍRA FRIÐRIK HALL- GRÍMSSON hefir sína skýr- ingu á-því hversvegna kirkju- fólk velur sjer sæti fremst í bekkjunum og vill vinna það til, að láta þá, sem síðast koma troðast inn fyrir sig. Síra Friðrik sagði mjer, að það væri af þeirri einföldu á- stæðu, að kirkjufólk vilji sjá prestinn, hvort, sem hann er í stólnum, eða fyrir altari. En presturinn sjest ekki nema frá frémstu bekkjum kirkjunnar og fremstu sætun- um í aftari bekkjunum. Þá skvggja stoðirnar, sem halda svölunum, á kór og predikun- arstól. Þetta er byggingarlagi kirkunnar að kenna og því verður ekki breytt. Þetta er mjög sennileg skýr- ing. Og þá vitum við það. Lítil listaverk. ÞAÐ VAR HELDUR en ekki uppi fótur og fit hjá unglingum bæjarins í allri snjókomunni í fyrrakvöld. Það er ekki oft, sem ungir Reykvíkingar fá tækifæri til að byggja snjóhús og gera snjókerlingar. Og full- orðna fólkið varð aftur börn, og fór að leika sjer með í snjón um. Víða í bænum mátti sjá lítil, en alls ekki ómerkileg listaverk gerð úr snjó. Og svo vel vildi til að um kvöldið kom ofurlítið frost þannig, að snjókerlingar, (sem víða voru snjókarlar) fengu lengri lífdaga, en þeim auðnast venjulega hjá í bænum. Hjer í Reykjavík hefir ekki verið gert verulegt listaverk úr snjó síðan sjómaðurinn frægi var reistur á Lækjar- torgi, en hann var mörgum yeg farendum til skemtunar á með an hann var og hjet. • Óknyttir. LEIÐINLEGT ER að heyra hvað óknyttir virðast vera að fara í vöxt hjer á landi. Það er eins og eitthvað skemdaræði hafi gripið menn, einkum ung- linga. Það er ekki bara hjer í Reykjavík, sem ber á.þessum óknyttum og ofbeldisverkum, eins og sögur þær, sem birtar voru í Morgunblaðinu í gær utan af landi bera með sjer. Reykjavík hefir jafnan hlotið það orð úti um land, að hún væri Sódóma landsins. En eft- ir frjettum, sem nú berast utan af landi virðist sem höfuðborg in verði að láta í minni pokann í þessum efnum •—■ og yrði það síst harmað, af þeim borgur- um, sem vilja frið og spekt og þykir vænt um bæinn sinn. En það hlýtur að vera ein- hver ástæða fyrir þessum ó- knytta og ofbeldisfaraldri hjer á landi og gott væri ef hægt væri að grafast fyrir ræturnar á þessari meinsemd og koma í veg fyrir hana. • Brauðskortur. VIÐ OG VIÐ berast Daglega lífinu kvartanir frá húsmæðr- um víðsvegar í bænum um það að ekki sje hægt að fá keypt brauð í brauðabúðunum á sama tíma, sem allar hillur sjeu full- ar af skrautkökum og sykruðu kaffibrauði. Almennastar eru kvartanirn ar vestan úr bænum, en ein húsmóðir vesturfrá segir, að það sje hrein undantekning, að hægt sje að fá rúgbrauð og franskbrauð í nálægum brauða búðum, þar sem hún býr. Bakarar ættu ekki að láta það um sig spyrjast lengur, að þeir hafi ekki brauð á boðstól- um, ef rjett er með farið hjá húsmæðrunum, sem undan brauðskortinum kvarta. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . FYRIR nokkru var hjer minst á afstöðu norsku stjórn- arinnar til ófriðaraðila fyrir innrásina 9. apríl 1940, og hvernig áljórnin brást við er í óefni var komið. En á því máli hefir farið fram ítarleg rann- sókn nefndar, er skipuð var í ágúst 1945. Er búist við að rnálið ,komi fyrir Lapdsdóm í Noregi, enda hafa þeir menn, sem hjer koma aðallega við sögu, heimtað að svo yrði gert, svo engum efa yrði það bund- ið, hvort þeir hafi á einn eða annan hátt brugðist skyldum sínum. Dönsk rannsóknanefnd. Danir hafa líka haft rann- sóknanefnd starfandi, til þess að athuga aðgerðir stjómar sinnar fyrir 9. apríl. Hefir hún sent frá sjer álitsgerð, þar sem m. a. er sagt frá því, að danska stjórnin, eigi síður en hin norska hafi dagana fyrir 9. apr. 1940, fengið margskonar al- varlegar aðvaranir um það, hvað Þjóðverjar hefðu í hyggju. I ,,Morgenavisen“ er sagt frá nefndarskýrslu þessari og bar kcmist m. a. að orði á þessa leið: Nefndin hefir athugað gaum gæfilega hvaða fregnir bárust ríkisstjórnunum í Kaupmanna- höfn, Oslo og Stokkhólmi dag- ana fyrir 9-. apríl. Komið hefir i ljós, að utanríkisráðuneyti Dana bað sendiherra Svía og Norðmanna í Iiöfn, aS grensl- ast eftir því, hvaða afstöðu stjórnir þeirra tækju til hinna ískyggilegu frjetta, og hafi ráðuneytið fengið það svar, að hvorki í Oslo nje Stokkhólmi legðu menn neitt upp úr þeim. Fyrverandi utanrikisráð- herra Svía, Gúnther, hefir á hinn bóginn komið fram með ummæli, sem eru gagnstæð þessum upplýsingum. í blaða- grein hefir hann skýrt frá því, að sænska stjórnin hafi vitað vissu sína um það þ. 8. apríl, að skyndijás á Noreg og Dan- mörku stæði fyrir dyrum. Danska stjórnin hefði aftur á móti ekki viljað taka mark á aðvörunum þeim, er henni bár- ust frá sendiherra Dana í Ber- lín í brjefi ®til hans komist þannig að orði, að hún gæti ekki sjeð, hvaða gagn Þjóðverj ar gætu haft af því, að gera árás á Danmörku. Rannsóknanefndin hefir átt tal við Rente-Fink fyrv. sendi- herra Þjóðverja í Danmörku. Hefir hann skýrt svo frá, að hann hafi ekki fengið vitneskju um innrásarfyrirætlanir stjórn ar sinnar fyrri en kl. 10 kvöld- ið áð.ur. Kronika ritstjóri er verið hefir yfirheyrður, sagði að meðal danskra blaðamanna sem voru staddir í Berlín þessa daga hafi öllum verið fullkom- lega ljóst, að árás á Norðurlönd stóðu fyrir dyrum. . Lokuðu augunum. Hann segist ekki vera í nein- fyrir 9. apríl. um vafa um, að dönsk stjórn- arvöld hafi í tæka tíð vitað hvað var á seiði. En danska stjórnin hafi litið svo á, að her- styrkur Dana væri svo mátt- laus, að'ekki hafi verið ráðlegt að búast til varnar. Og úr -því ekki hafi verið um neitt slíkt að ræða, þá hafi stjórnarvöldin talið best að loka augunum fyrir því, sem væri í aðsigi. Hann skýrir frá, að Danir í Berlín, hafi fengið nákvæmar fregnir af innrásarúndirbún- ingi Þjóðverja þann 4. ‘apríl. Hafi þær komið frá sænsku sendisveitinni. , Sjerfræðingur sænsku sendisveitarinnar í flotamálum tiltók daginn er hann taldi að ætlaður myndi vera til árásarinnar á Noreg og Danmörku. En sagði að hann gæti ekki fullyrt með ójsggj- andi vissu að árásin yrði gerð einmitt þann tiltekna dag, En hún dyndi yfir áður en vika væri liðin. í samráði við starfsmenn dönsk-u sendisveitarinnar í Berlín sendu frjettaritarar danskra blaða, er staddir voru þar, aðvörunarskeyti til blaða sinna, þar sem þeir fyllilega gáfu í skyn, hvaða hætta vofði yfir Dönum. Kronika ritstjóri símaði jafnvel þ. 8. apríl til Hafnar, að nú mætti eiga von á árás á landið, að tveim kl,- stundum liðnum. Var fregn þessi send 'tafarlaust bæði til utanríkis- og hermálaráðuneyt isins. ^ramh, á bis. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.