Morgunblaðið - 08.01.1947, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miív-ikudagur 8; jan. 1947
Minningaroril
Jón ÓBafsson útgerðarmaður
Grænmetisversluniii þarf ú sjá landsmönnum fyrir
JÓN ÓLAFSSON, útgerð-
armaður, frá Hólmi í Vest-
mannaeyjum, andaðist hjer
á Landakotsspítala hinn 21.
des., en útför hans fer fram
í Vestmannaeyjum í dag.
Jón á Hólmi — en svo' var
hann jafnan nefndur — var
fæddur undir Eyjafjöllum
árið 1892. Foreldrar hans
voru hjónin Ólafur Jónsson
frá Lambafelli og Anna
Skæringsdóttir frá Skarðs-
hlíð. Ólst Jón upp með for-
eldrum sínum, en 18 ára gam
all fluttist hann til Evja og
stundaði sjósókn. Brátt eign-
aðist Jón sjálfur í útgerð og!
varð formaður enda dugleg-
ur sjósóknari og aflamaður
með ágætum. Hefur Jón alla
tíð verið í fremstu röð út-
gerðarmanna og sjómanna í
Vestmannaeyjum.
Jón var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Stefanía Ein-
arsdóttir, en þau slitu sam-
vistum fyrir nokkrum árum.
Eighuðust þau fjórar dætur.
Dóu tvær þeirra í æsku en
tvær eru á lífi, þær Anna, sem
gift er Þorsteini Sigurðssyni,
framkvæmdarstjóra Hrað-
frystistöðvar Vestmannaeyja,
og Eygló, verslunarmær í
Reykjavík. Þau hjón tóku
einnig að sjer dreng til fóst-
urs sem kjörson. Heitir hann
Magnús og er nú nær full-
tíða maður.
Síðari kona Jóns heitir
Guðrún Sigurjónsdóttir, og
lifir hún mann sinn ásamt
ungum syni þeirra hjónanna.
Heitir sá Ólafur.
Jón á Hólmi var hinn mesti
efnismaður og dáðadrengur.
Hann var einn af þeim mörgu
ágætu mönnum, sem fluttust
til Éyja úr nærsýslunum og
borið hafa uppi með framtaki
sínu atvinnulíf Eyjanna um
langt árabil. Þær framfarir,
sem þar hafa orðið síðustu
áratugina má mest þakka
slíkum mönnum. Jón á Hólmi
var kappgjarn formaður ogi
duglegur búhöldur um leið.
Hann bjó lengst af rausn-
arbúi og hafði þá um sig
margt manna. Allir sóttu til
Jóns á Hólmi. Hann gerði og
vel við fólk sitt. Drjúg-
an þátt tók hann í fjelags-
samtökum Eyjamanna. Hann
var einn af stofnendum kaup-
fjelagsins Fram og mjög lengi
stjórnármeðlimur þess fje-
lags.
Formaður Bátaábyrgðar-
fjelags Vestmannaeyja gerð-
ist hann fyrir nokkrum ár-
um og gegndi því starfi til
dauðadags.
Að þessum fjelagslegu
störfum gekk Jón með sömu
skyldurækni og trúmensku,
sem einkendi alt hans dag-
íar.
Jón var maður vel látinn
af öllum, sem til hans þektu,
enda kunnur að drengskap,
rausn og fjelagslyndi.
Krankleika þess, sem leiddi
Jón til bana, hafði hann lengi
kent, og gekk hann ekki heill
til skógar í mörg ár undan-
'farið.
Samt var hann sístarfandi,
því að hugurinn bar hann
jafnan hálfa leið.
Nú er hann horfinn af sjón
arsviði voru, þessi ágæti og
síglaði drengur. Öllum, sem
hann þektu verður hann
harmdauði.
Með söknuði sjáum við á
bak honum og hugsum með
innilegri samúð til eftirlif-
andi ástvina hans.
Reykjavík, 7. jan. 1947
Jóhann Þ. Jósefsson.
I Skipáfrjettir. Brúarfoss fór í
' gær frá New York til Rvíkur.
Lagarfoss fór frá Rvík 4/1. til
' Leith, Kaupm.h. og Gautaborg
I ar. Selfoss kom til Leith í gær
| á leið frá Siglufirði til Stokk-
, hólms. Fjallfoss kom til Rvík
ur 4/1. frá Hull. Reykjafoss fór
frá Rvík 4/1. til Rotterdam.
* Salmon Knot átti að fara frá
I Halifax 5/1. til New York. True
1 Knot fór frá New York 31/12.
j til Rvíkur. Becket Hitch kom
j til New York 5/1. frá Rvík.
! Anna kom til Kaupmh. 5/1.
í frá Gautaborg. Lublin kom til
j Leith í dag. 7/1. á leið frá
Gautaborg til Rvíkur. Lech er
í Hull. Horsa er í Grímsby.
Linda Clausen fer frá Leith
7/1. til Rvíkur. Hvassafell er í
Rotterdarn.
Kauphöllin
er rr iðstöð verðbrjefa-
viðskiftanna Sími 1710. I
Skriistoiustúika
Heildsölufirma óskar eftir skrifstofustúlku,
vjelritun og enskukunnátta nauðsynleg,
einnig hraðritun æskileg.
Tilboð, merkt: „Framtíðaratvinna—2500“,
sendist afgr. Mbl., fyrir 15. þ. m.
I 202. tölublaði Tímans er
kom út 5. nóv. s.l. ritar B. G.
grein, sem hann nefnir „Mat á
kartöflum". Er þar rjettilega
drepið á margt, sem varðar mat
og flokkun á kartöflum, og hve
miklu getur munað fyrir fram
leiðendur, að framleiðsla þeirra
ije þannig að frágangi öllum,
að mistök eða vanþekking þurfi
akki að valda, að góð vara iendi;
í lægra flokki en þörf er á og
vera þarf ef rjett er að unnið.
Þetta er ein hlið máisins. En
önnur er sú, sem ekki má
ganga fram hjá, þegar rætt er
um flokkun kartaflna og vöru-
gæði. Það er atriði sem mestu
varðar og alt veltur á ef vel á
að fara. Það er útsæðið.
í nóvemberblaði Freys 1945,
var rætt um þetta mál á ákveð
inn og rjettan hátt. Það, sem
þar er sagt, munu fáir hafa les-
ið, því að blaðið var aldrei sent
kaupendum Freys, og er því í
fárra höndum.
Leyfi jeg mjer því að taka
hjer upp það helsta, sem þar
var sagt, sem ábendingu, ef
verða mætti til þess að vekja
eftirtekt á þörfu máli, er varð-
ár allan almenning, því öllum
þykir gott að fá góðar kartöfl-
ur til matar, og vilja fúslega
greiða þær hærra verði, en lj.e-
lega vöru.
í nefnd'ri grein í ,,Frey“, seg
ir meðal annars:
„í lögum um verslun með
kartöflur o. fl„ frá 17. mars
1943, erú tvenn nýmæli frá því
sem var í eldri lögum frá 1936
um sama efni.
Annað nýmælið er um mat á
kartöflum. Það er komið í fram-
kvæmd, þó ekki sje það raunar
að öllu eins og til var ætlast í
lögunum og reglugerð þar að
lútandi. Virðist sú nýbreytni
gefast vel og vera til allmikilla
bóta.
Hitt nýmælið er um ræktun
útsæðis. í 10. gr. laganna segir
svo:
„Grænmetisverslun ríkisins
skal sjá um, eftir því sem unnt
er, að árlega sje völ á heilbrigðu
völdu innlendu útsæði. Skal
hún þess vegna koma á fót stofn
ræktun úrvalskartöflutegunda
(elitreræktun) og semja við ein
staka kartöfluframleiðendur um
framleiðslu útsæðis af þessum
tegundum og sje þessi ræktun
háð ströngu heilbrigðiseftir-
góðum útsæðis briöflum
Hti“.
Því miður hefir þess ekki orð
ið vart að neitt bólaði á þess-
ari mjög nauðsynlegu fram-
kvæmd, og má þó með fullum
Vjetti segja að stofnræktun og
framhaldsræktun góðs útsæðis
— hreinna, valinna tegunda —
sje grundvöllurinn sem á verð-
ur að byggja ef mat á fram-
leiðslunni — söluvörunni á að
koma að varanlegu gagni. Það
er því að byrja á öfugum enda
að koma á mati á kartöflum en
vanrækja alla framkvæmd
varðandi .ræktun útsæðis, þrátt
fyrir skýr lagafyrirmæli.
Það er kunnugt að fyrrver-
andi forstjóri Grænmetisvestlun
ar ríkisins hafði mikinn áhuga
fyrir því að komið yrði á stofn
útsæðisræktun með sem full-
k^mnústu sniði, enda munu ný-
mælin um útsæðisræktun og
mat kartaflna í lögunum frá
1943, fyrst og fremst vera fram
komin fyrir hans tilstilli. Einnig
er vitað að einhver undirbúning
ur var hafinn vegna útsæðis-
ræktunar er hann ljet af starf-
inu sem framkvæmdarstjóri
Gr. R.
En hvað sem þessu líður er
allillt að þessi þarfa nýjung
tefst að óþörfu, og að Gr. R.
virðist vanrækja málið með
öllu og þverbrjóta þannig gild-
andi lagafyrirmæli. En verst af
öllu er að forráðamenn þessara
mála skuli ekki skilja að mat á
kartöflum, sem á að örfa menn
til þess að rækta góðar tegund-
ir og halda þeim hreinum, verð
ur aldrei anaað en vandræða-
kák — þótt það geti gert nokk-
urt gagn — meðan vanrækt er
að vinna skipulega að ræktun
góðs útsæðis. Stofnræktun út-
sæðis á vegum Gr. R. er fyrsta
og sjálfsagðasta sporið til þess
að efla og bæta kartöflurækt-
unina. Það er alger misskiln-
ingur sem virðist gera vart við
sig í rekstri Gr. R. að stofn-
unin sje eingöngu verslunar-
fyrirtæki, önnur verkefni, eins
og t. d. að hafa forgöngu að
bættri ræktun, með framleiðslu
góðs útsæðis, er langtum meira
virði bæði fyrir framleiðendur
og neytendur."
Við þetta mætti ýmsu bæta.
En vera má að forráðamönnum
Grænmetisverslunarinnar hafi
þótt erfitt að hefja stofnrækt-
un útsæðis á stríðsárunum og
því beðið átekta.
Því miður hafa erfiðleikarnir
ekki minkað, t. d. hvað til-
kostnað snertir, þótt friður sje
kominn á. En nú þolir þetta
enga bið, og þarf verðlagspefnd
landbúnaðarafurða, sem sjer
um mat á kartöflum, að athuga,
að matið nær ekki tilgangi sín-
um, meðan ekki er hægt að út-
vega framleiðendum heilbrigt
og gott útsæði. Það skiljum við
sem viijum fá góðar matar-
kartöflur, en kaupum Oft kött-'
inn í sekknum, af því að verið
er að burðast við að meta vöru,
c’°m framleidd er án þess að
mikilvægasta frumatriðið sje
tekið til greina, og það ekki
einu sinni af þeim aðila, sem
mesta hefir skylduna, bæði
samkvæmt eðli málsins og gild
andi lagafyrirmælum.
Sinni Grænmetisverslun ríkis
ins ekki ætlunarverki sínu
varðandi útsæðisræktunina er
best að leggja þá stofnun niður
sem fyrst.
Reykvíkingur.
Brjef:
Rangfærð ummælt höfð eftir
Söngstjóra Karlakórs Reykjavíkur
Hr. ritstjóri!
ÚT AF brjefi N. N. í Vísi
4. þ. m„ þar sem sagt er að
,jeg hafi, í viðtali við Vísi,
„kveðið upp fyrsta flokks
sleggjudóm um menningu
Bandaríkjanna, skapferli
þeirra og sitthvað fleira“, vil
jeg taka fram eftirfarandi:
Þann 18. desember síðastl.,
eða sama dag og Karlakór
Reykjavíkur kom heim úr
söngför sinni um Bandaríkin
og Kanada, kom heim til mín
maður frá dagblaðinu Vísi.
Óskaði hann að fá frjettir af
söngför kórsins. Tjáði jeg
honum að mjer væri lítið um
það gefið að eiga viðtal við
blaðamenn. Samt sem áður
röbbuðum við saman litla
stund. Bað jeg blaðamann-
inn að ná tali af fararstjóra
kórsins, hr. Þórh. Ásgeirssyni,
sem myndi láta honum í tje
allar frjettir af söngförinni.
Stuttu síðar birtir svo Vísir
viðtal við fararstjórann. —
Hrósaði jeg nú happi yfir því
að vera laus við öll blöð og|
blaðamenn. En viti menn.
Níu dögum eftir að blaða-
maðurinn heiðraði mig með
heimsókn sinni, birtist í Vísi
viðtal við mig. Margt í þesstt
viðtali er ranglega hermt og
alt er það skrifað í þeim tón,
að líkast er sem jeg hafi
komið heim úr þéssarí SÖng-
för illur í skapi og fullur af
kulda í garð bandarísku
þjóðarinnar. Furðar mig
mjög að Vísir, jafn ágætt
blað og það er, skyldi birta
þetta viðtal án þess fyrst að
sýna mjer handrit að því,
þar sem blaðið hafði áður
birt margar frjettir af hinum
ágætu viðtökum, sem kórinn
fjekk hvarvetna í þessari
söngför.
Með því að jeg hefi orðið
þess var, að fjöldi manna
hefur eigi sjeð eða lesið leið-
rjettingu mína við þetta
marg-umtalaða viðtal og sem
birtist í Vísi 30. des„ vil jeg
tilfæra hjer nokkuð af því,
sem jeg minnist að hafa, á
víð og dreif, sagt við blaða-
manninn, en það var þetta:
Að dómar um kórinn. ein-
söngvarana og píanóundirleik
arann hafi alstaðar verið
prýðilegir.
Að kórinn hafi hvarvetna
hlotið hinar ágætustu viðtök-
ur og alstáðar mætt hinni
mestu velvild.
Að ánægjulegt hafi verið
að syngja fyrir Ameríku-
menn, að ljettari lögin hafj
hrifið þá meira en þau alvar-
legu, og að þeir sjeu fljótari
að hrífast með en við Norður-
landabúar.
Að mjer hafi fundist alþýða
Framh. á bls. 15.