Morgunblaðið - 16.01.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.01.1947, Blaðsíða 7
7 Fimtudagur 16. jan. 1947 MORGUNBLAÐIÐ i • : Kanadamenn höfðu hemil d dýrtíðinni Frásögn Magna Guðmundssonar hagfræðings Morgunblaðið hefir átt tal við Magna Guðmundsson, sem nýlega lauk hagfræði- námi í Montreal, Kanada. Honum fórust orð á þessa leið: „KANADAMENN eiga marga góða hagfræðinga, sem hafa getið sjer orðstír á millilanda- ráðstefnum. Það má nefna sem dæmi, að skipulagsskrá þeirra um Alþjóðabankann var sam- þykt nær óbreytt. Þeim hefir og tekist betur en nokkurri ann ari þjóð að hafa hemil á verð- lagi um stríðsárin. Vísitala fram færslukostnaðar var, er jeg frjetti síðast, 119, miðað við 100 í ágúst 1939. Nú í sumar, þegar Bandaríkin rýmkuðu um verðlagshöft með þeim afleið- ingum, sem kunnar eru, hjeldu Kanadamenn fast við fyrri stefnu, og lánaðist heim að hækka kanadiska dollarann að jöfnu við ameríska dollarann11. Ráðstafanir gegn verðbólgu. Hverjar voru helstu ráðstaf- anir Kanadamanna gegn verð- bólgu? „Aðalástæða þess, hve Kan- adamönnum tókst vel um dýrtíð armálin, var sú, að stefnuskrá þeirra var alhliða. Þeir höfðu í fyrsta lagi víðtæk verðlags- höft. í öðru lagi og jafnframt var slíkum ráðum beitt sem auknum skattakvöðum, skyldu- sparnaði, takmörkun lánastarf semi, hömlum á færslú marina úr einni atvinnu í aðra, skömt- un hráefna og neysluv^ra o. s. frv. Þessar ráðstafanir, sem nú voru nefndar, taka fyrir rætur verðbólgu, en bein verðlagshöft eru ráð, sem um stund draga úr sjúkdómseinkennunum. Ahersla var með öðrum orð- um lögð á að halda óbreyttum launakjörum og framleiðslu- kostnaði, ón greiða stríðsgjöld- in með árlegu sparifje þjóðar- innar, fremur en með banka- lánum og seðlaútgáfu. Þess er þó að gæta, að haga var seglum eftir vindi. Þannig er mikill munur á stefnu Kan- adamanna fyrri og seinni hluta stríðsins. í byrjun stríðsins var nauðsyn að auka framleiðsluna sem mest mátti. Því voru litl- ar skorður reistar við kaup- gjaldi og aðeins fáar vörur verð festar. Þegar atvinnutækin og vinnuaflið, hinsvegar, voru nýtt til fulls, og verðlag var ekki lengur unt að hemja með meira framboði, var gripið til alls- herjar verðfestingar ásamt ráð- stöfunum þeim, sem að ofan getur. Að því er snertir landbúnað- ! arafurðir, varð stjórnin að fást við hvorttveggja í senn: vöru- þurrð og vörugnægð. Aukinn j útflutningur til Bandamanna- \ þjóðanna sem og aukin kaup- geta innanlands ollu því, að vöntun varð smjörs, eggja, osta og svínakjöts. A hinn bóginn voru frá því fyrir stríð óseþ- anlegar birgðir hveitis, og sum- ar tegundir ávaxta voru meiri en þurfti, með því að erlendir fnarkaðir höfðu lokast. Steína stjórnarinnar var sú að örva framleiðslu þeirra nauðsynja, er vantaði, með styrkveitingum. Þá voru og ákveðin lágmarks- verð og trygð verð fyrir þær vörur, sem skorti. Verðlag slát- urpenings hækkaði töluvert í byrjun stríðsins og leiddi til hækkunar á kjöti. Ymis vand- kvæði þóttu á að stöðva verðið með ríkisstyrkjum til bænda. í stað þess var ákveðið að greiða niður smásöluverðið, svo að vísitalan mætti haldast ó- breytt. Kaupgjaldsmálin. Svo sem fyrr segir voru litlar skorður reistar við kaupgjaldi fyrstu tvö stríðsárin, og hækk- uðu þau nokkuð á tímabilinu. Þegar allsherjar verðfesting var lögboðin í október, 1941, voru vinnulaun öll ,,fryst“. Jafnframt var ákveðið, að verkamenn skyldu fá dvrtíðar- uppbót,.ef vísitalan hækkaði frá því, sem þá var; og vinnulaun, sem voru óeðlilega lág, mátti færa til rjetts vegar. — Engar aðrar kaupgjaldshækkanir kcmu til greina. Vinnulaun og vérðlag voru þannig tengd hvor öðru. Var allt kapp lagt á, að hið síðar- nefnda hjeldist óbreytt, með því að hver verðhækkun hafði í för með sjer hærri launa- greiðslur, og svo koll af kolli. Dýrtíðaruppbótin (wage bo- nus) var ætluð þeim aðeins, er höfðu lág laun. Þannig fengu þeir einir fullar bætur, sem öfl- uð.u sjer $25 eða minn á viku. Þeir, sem hörfðu $1300 til $3000 árstekjur, fengu hluta dýrtðar- ujJpbótarinnar; en þeir, sem höfðu $3000 og yfir, alls enga. Talið var, með öðrum orðum, að þeir, sem öfluðu sjer $25 eða meira á viku, gætp staðist við að greiða hærri framfærslu- kostnað án'þess, að þeir þyrftu að kvarta. Þetta atriði er veigamikið fyr ir gang dýrtíðarinnar. Með því að hækkun heildar vinnulauna er hlutfallslega minni en hækk un víáitölunnar, er síður hætt við, að skriður komist á verð- bólguna. Þrátt fyrir það, að kaupgjald allt væri fryst og að vísitölunni væri haldið næstum ótjpeyttri frá október 1941, hækkuðu tekj ur launastjettanna töluvert seinni stríðsárin. Astæðan var einkum lengri vinnutími og aukin ákvæðisvinna. Til "þess að viðbótarfje það, er þannig kom í umfevð,- hefði ekki áhrif á verðlag, voru skattar hækk- aðir; en mismunurinn mun hafa verið' heimtur með sölu verð- brjefa (Victory bonds) til al- mennings. Ilömlur. í maris 1942 þótt nauðsyn að leggja hömlur við flutningi úr einni atvinnu í aðra, svo að menn reyndu ekki að skjóta sjer mndan verðfestingu káupgjalds ins með því að segja upp stöðu sinni og ráða sig þar, sem hærri laun voru greidd. Skortur vinnu afls var að sjálfsögðU allsstað- ar, og vildi þetta gera glund- roða. Akvæði voru sett um það, xað verkamenn mætti ekki' taka í vissar óþarfa atvinnugreinar. Starfsmenn voru skyldaðir til að skýra frá með sjö daga fyr- irvara, ef þeir óskuðu að fara úr einhverri vinnu, og urðu þeir að sækja um leyfi, áður en þeir mættu hafa tal af öðrum vinnu- veitanda. Sumir, svo sem kola- námumenn, landbúnaðarverka- menn og kennarar, voru lög- bundnir við störf sín, því að skortur vinnuafls í þessum greinum var bagalegur. — Þ§ voru og sjerstök ákvæði til að hjálpa -stríðsframleiðslunni. M. a. mátti skylda þá, sem voru atvinnulausir í viku eða meira, að taka vinnu þar, sem verk- efni biðu. Stofnunum fyrii’ börn var komið upp, svo að konur og stálpaðjr unglingar gætu unnið utan heimilisins. Loks greiddi ríkið ferðakostnað verkamanna og önnur gjöld, er voru samfara flutningij þannig að þeim væri auðveldara að halda þangað, sem þeirra var meiri þörf. Stríðsúígjöldin. Nú er augljóst, að stjórn á verðlagi er því aðeins möguleg, að náið samstar? sje við rikis- sjóð um fjáröflunarleiðir og eyðslu. Kanadamenn höfðu lært af reynslu Breta 1W14—1918, að ákváðu þeir að greiða kostn að styrjaldarinnar aðeins að litlu leyti með bankalánum og aukinni seðlaútgáfu. Þessi leið var raunar farin fyrst í stað, meðan öllu var óhætt. En peg- ar framleiðslan hafði náð há- marki, og vinnukraftur ailur hafði verið beislaður, þannig að aukin seðlavelta gat aðeins táknað hærra verð og hærra kaupgjald, var snúið við blað- inu. Þá voru skattaálög stór- hækkuð og sala verðbrjefa til almennings rekin með miklum áróðri. Nálega helmingur stríðs gjalda var greiddur með skött- um og um 35 af hundraði með sölu verðbrjefa til einstaklinga og fyrirtækja. Tékjuskattur var hækkaður, fyrst og fremst, og undanþágur færðar niður eða felldar burtu. Hagnaður fyrirtækja, sem var meiri en „eðlilegur“, var hirt- ur að miklu leyti, og síðar al- • veg. Þá voru og neyslutollar hækkaðir mjög á ýmsar vörur (útvarpstæki, myndavjelar, bif reiðar og bifreiðahluti, tóbak og drykkj arf öng). Aðf lutnings- gjöld voru hækkuð, svo að menn sæktust ekki meira en áður eftir erlendum varningi og að dollarinn hjeldist stöð- ugur. A fjórða stríðsári var skyldu spax-naður tekinn upp. Viss lág- marksfjárhæð var krafin af mönnum jafnhliða sköttunum, og á hún að endurgreiðast eftir styrjöldina með 2% ársvöxtum. Nokkur hluti ofgróðaskattsins á og að endurgreiðast á þennan hátt. Þessi lágmarkssparnaður („minimum savings reauir- ment“) var ekki heimtur af þeim, sem lögðu fje til hliðar, er nam fjárhæðinni, í líftrygg- ingar, ellisjóði, greiðslu veð- skulda o. s. frv. Jeg hefi aðeins minnst lítil- lega á sjálf verðlagshöftin, styrkveitingarnar og matvæla- skömtunina, sem þó eru nauð- synlegir liðir í kerfinu. Of langt mál yrði að rekja þær greinar að svo komnu. Jeg vil aðeins geta þess, að ákvörðun verðlags, svo og framkvæmd ákvæðanna, var í nánu samstarfi við fram- leiðendur og kaupsýslumenn. Hvorttveggja tókst með ágæt- um, svo sem sjá má af árangr- inum. í lok stríðsins var vísi- tala Kanada 118,9. Á sama tíma höfðu Bandaríkin náð 126 stig- um og Bretland 128. Allar stjett ir virtust fúsar að bera sinn hluta þungans, en nú njóta þær ávaxtanna. Fjárhagur og at- vinnulíf er í betra horfi í Kan- ada eftir sex sÁíðsár en í flest- um, ef til vill öllum, löndum heims“. ★ Magni Guðmundsson stund- aði nám við McGill, sem er einn elsti og kunnasti háskóli Kanada. Hjálpumst öll að því að hindra hin hörmulegu umferðarslys. S. V. F. í. A I LoftskeytamenrL Oss vantar einn eða tvo loftskeytamenn á næstunni. Föst atvinna. Einungis reglusam- ir menn, innan við þrítugsaldur koma til greina. — Skriflegar umsóknir, ásamt mynd og afriti af prófskírteini Loftskeytaskólans, sendist undirrituðum fyrir 1. febrúar. Flugfjelag íslands h.f. ^§x^<§x§><$k3><$><$h$x§><^<§><§><§x$x§x§x^<^<^<§x§><§x$x§><§><$x§><$><§«^«§x§>^<§><$«$<$x$><§x§x£^<§^^^»« Málarar Höfum fengið danska málningarpensla í miklu úrvali. d^íia- og. md fning-ari/ömuerslun FRIÐRIK BERTELSEN HAFNARHVOLI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.