Morgunblaðið - 16.01.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 16. jan. 1947 GRÍPTU ÚLFINN 10. dagur Hann var kominn út að hlið- inu og hamaðist við að reyna að skjóta slagbrandinum frá. Þá heyrði hann í einum hund- inum skamt frá sjer. Helgi rykti í slagbrandinn og þakk- aði hamingjunni fyrir hvað myrkt var. í sama bili var bar- ið bylmingshögg á hliðið og allir hundarnir ráku upp langt spangól. — Framhald í r.æsta blaði, tautaði Helgí við sjálfan sig. Hann opnaði hliðið. — Jæja, þið eruð komnir bræður, sagði hann góðlátlega. Við erum að elta lifandi inn- brotsþjóf. Ætlið þið að hljápa til? ' — Hægan sagði dimm rödd. í sama bili var brugðið upp ljósi óg fjell það beint í aug- un á Helga og blindaði hann. En svo sá hann að á sig var miðað marghleypu. —- Hægan, Mr. Templar, sagði sama röddin. — Hamingjan góða, sagði Helgi og rjetti upp hendurnar. V. Agatha frænka er æst. Patricia kom standandi nið- ur er hún fleygði sjer út af veggnum, og hljóp svo heim- leiðis. Hún var ung og hraust og ljett í spori. Hún hafði heyrt þegar Helgi kallaði „Gjugg-í- borg“ og hún skildi það svo, að bæði væri hann með því að leiða athyglina frá sjer, og hvetja sig til að flýta sjer svo sem mest hún mætti. Hún skildi það líka svo, að hann væri hvergi smeikur og hún þyrfti ekki að bera neinar áhyggjur sín vegna. Hún hljóp því eins og fætur toguðu. Jafnframt fór hún að hugsa um það, sem fyr- ir hafði komið. Meðan á ósköp- urium stóð, hafði hver atburð- urinn rekið annan í svo skjótri svipan, að hún var alveg rugl- uð. Nú gat hún gert sjer grein fyrir öllu, og eins fyrir því í hvaða hættu hún hafði verið. Hún leit snöggvast S arm- bandsúrið sitt og sá að klukk- una vantaði fimm mínútur í ellefu. Hún mátti því alls ekki leita hjálpar Corns fyrr en klukkan tæplega tólf, samkv. fyrir skipan Helga. En hvernig væri þá komið? Það fór hroll- ur um hana er hún hugsaði um blóðhundana. Það var víst eitthvað grun- samlegt við Bittle og það sem gerðist í stóra húsinu hans. Það gat hún ráðið af því hvern ig Helgi ruddist þar inn. Hann var áreiðanlega ekki kominn þangað í þeim erindum að hjálpa henni. Og allar þær var úðarráðstafanir, sem Bittle hafði gert til þess að hefta för þeirra, bentu líka til þess að þar væri ekki alt sem sýndist. Hún fór að rifja upp fyrir sjer allar þær getgátur, sem verið höfðu um dvöl Helga þar í þorpinu, og framkoma hans í kvöld gerði þær enn flóknari, þótt hún væri viss um að hann væri heiðarlegur maður. Hvern ig sem hún reyndi að fá eitt- hvert samhengi í atburðina, þá tókst henni það ekki. Eitt var víst, að Helgi hafði hlotið að hafa einhverja ríka ástæðu til þess að vera í garði Bittles þetta kvöld, og einhverja ríka ástæðu til þess að ryðjast inn í húsið. Ekki gat hún trúað því að hann hefði gert það aðeins vegna þess að Bittle ætlaði að þröngva henni til að giftast sjer. Og svo hafði hún ekki sjeð betur en að Bittle bæði hataði og óttaðist Helga. Og Helgi bar ekki meira virðingu fyrtr honum en svo, að hann ljet sjer sæma að greiða honum höfuðhögg með eirlíkneski. Þó hafði hánn ekki gert það fyrr en eftir að Bittle hafði ógnað honum með marghleypu. Og svo var engu líkara en að hús Bittles væri fult af bófum, sem væri ætlað að taka á móti ó- boðnum gestum, eins og þeirra gæti altaf verið von. Og í venju legum húsum og hjá venjuleg- um miljónamæringum voru ekki varðbjöllur í vindlaköss- um nje göt á veggjunum til að gægjast inn um .... Hún gafst upp við það að greiða úr þessu. En hún hafði fengið óbifanlega tröllatrú á Helga. Hann var áreiðanlega góður maður. Að vísu vissi hún ekkert misjafnt um Bittle, en hann var þó sá maður, sem gat haft ótal syndir á samviskunni. En Helgi var svo blátt áfram og hreinn og beinn, að hann hlaut að vera valmenni. Og hver sem hann var nú í raun og veru, þá hafði hann reynst henni vinur. En hún hafði skil- ið hann eftir í vargakjöftun- um hjá Bittle Hún skammað- ist sín fyrir það að hafa hlaup ið frá honum. Og þó varð hún að viðurkenna það með sjálfri sjer, að hefði hún verið kyr', hefði hún aðeins orðið honum til trafala. Hún hafði vænst þess að geta laumast inn heima hjá sjer svo að enginn yrði var við. En þeg ar hún kom heirn undir híjsið, sá hún að einhver stóð í dyr- unum og rjett á eftir rödd Gist on frænku sinnar. Hún spurði hver þar færi. — Það er jeg, frænka, sagði Patricia. — Jeg heyrði einhver köll og læti, sagði frænka hennar. Veistu hvað það hefir verið? — Já, það hafa verið einhver læti ...... Patricia vissi ekki. lengur hverju hún átti að svara. Hún hafði alveg gleymt því að hún hafði rifið fötin sín í eltingaleiknum í garðinum, og hún varð því hissa á því hvern ig frænkan glápti á hana. — Það virðist svo sem þú hafir komist í hann krappan, sagði frænkan. Þá varð Patriciu litið á rif- inn kjólinn sinn og blóðuga handleggi. — Jeg get ekki útskýrt það núna, sagði hún. Jeg þarf að hugsa mig um og jafna mig. Hún fór inn í stofu og fleygði sjer í hægindastól. Frænka hennar stóð fyrir framan hana, með báðar hendur í kápuvös- um sínum, og beið þess að hún gæíi sjer skýringu. — Ef Bittle hefir gert þetta — Nei, hann hefir «ekki gert það, svaraði Pat. Mjer líður vel. Æ, lofaðu mjer að vera í friði sem snöggvast. Grimdarsvipurinn hvarf af Girton, en í stað þess kom á hana skelfingarsvipur, þegar hún heyrði að grunur hennar var ekki rjettur. En hún gat verið þolinmóð, þegar því var að skifta. Hún ypti því aðeins öxlum og kveikti sjer í vindli. Hún reykti vindla eins og karl maður, og fingurnir á henni voru gulir af tóbakseitri. Patricia braut heilann um það hvað hún ætti að segja henni. Hún vissi að frænka sín gat .verið jafn miskunnarlaus í yfirheyrslu eins og versti lög fræðingur. En Helgi hafði bann að henni að tgla og hún hafði einsett sjer að hlýðnast því. Hún mátti ekki bre^ðast hon- um. — Jæja þá, sagði Pat, jeg fjekk brjef frá Bittle í kvöld og bað hann mig að finna sig, en láta engan vita um það. Hann sagðist eiga mjög áríð- andi erindi við mig. Jeg fór þess vegna. Eftir nokkrar mála lengingar sagði hann mjer frá því, að húsið hjerna hefði ver ið veðsett sjer fyrir mörgum árum, að þú skuldaðir sjer stór fje og vildir fá meira að láhi, en að hann væri neyddur til að ganga að skuldinni. Er þetta satt? — Já, svaraði Agatha kulda- lega. — Hvernig stendur á þessu? Þú hefir ekki þurft að taka lán. Jeg veit ekki betur en pabbi ljeti talsvert eftir sig. Agatha ypti öxlum. — Kæra barn, það er alt far- ið. Patricia varð mállaus'. Þá mælti Agatha hryssingslega: Þeir hafa kúgað út úr mjer fje í sex ár — Hverjir? — Það kemur ekki málinu við. Haltu áfram með söguna. Patricia stökk á fætur. — Fyrst svona er komið, þá finst mjer jeg vera sjálfráð að því hvað jeg segi, mælti hún alvariega. Og það væri sönnu nær að jeg spyrði þig að því hvað þú hefir gert við eignir mínar, sem þjer var trúað fyr- ir. Sex ár! Það hefir þá byrj- að þremur árffin eftir að jeg kom hingað. Þú varst altaf á ferðalagi og Ijest mig vera í skóla. — — — Varstu ekki í Afríku fyrir sex árum? Jeg man að þú varst lengi að heim- an. — Nú er nóg komið, hvæsti Agatha. — Finst þjer það, spurði Pat. Ef frænka hennar hefði orð- ið hrygg og farið að gráta, þá hefði hún getað vorkent henni. En Agatha var ekki meir, og Patrica fann það að stormur var í aðsígi. En hann skall ekki á, því að í sama mun.d var dyra bjöllunr^ hringt. Agatha fór til dyra og Patricia heyrði að Algý var kominn. Rjett á eftir kom hann inn. — Ha, þjer hjerna, sagði hann, eins og honum kæmi það á óvart. Og, og —,— já, hvað jeg vildi mjer segja? Hjúfrið ” þarna í kápunni yðar og hafið skemt hana. Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS. 63. dögum kalla hann klunnalegan og dýrslegan, en þó var hann göfuglyndur, riddaralegur í framkomu og ástúð- legur. Af sjerstakri heppni, lenti jeg á sömu slóðum og jeg liafði rekist á eintrjáning Jas, og skömmu seinna var jeg lagður af stað upp hæðina og hjelt í sömu átt og jeg hafði komið. En jeg rakst strax á erfiðleika, þegar jeg byrjaði að leita að gilinu, sem jeg hafði farið eftir, því þau voru svo mörg, að mjer var ómögulegt að muna hvert þeirra jeg hafði valið. Jeg varð því að treysta á haíningjuna, og lagði leið mína niður gil það, sem mjer virtist greiðast yfirferðar, en þarna skjátlaðist mjer líkt og þeim mörgu, sem vilja rangar leiðir í lífinu, og komst þannig að raun um það, að ekki er ætíð best að velja þá leiðina, sem okkur virðist auðveldust. Eftir að jeg hafði matast átta sinnum og lagst tvívegis til svefns, þóttist jeg- þess fullviss, að jeg hefði valið ranga leið, því er jeg fór frá Phutra til stöðuvatnsins, hafði jeg aldrei sofnað og borðað aðeins einu sinni. Það eina, sem mjer virtist að jeg gæti gert, var að ganga sömu leið til baka og kanna annað gil, en er gil það, sem jeg var staddur í, breikkaði allt í einu, þótti mjer það benda til þess, að jeg væri að koma niður á láglendið, og ákvað því að halda örlítið lengra, áður en jeg sneri aftur til baka. Brátt kom jeg að enda gilsins, og fyrir augum mjer blasti mjó sljetta, sem teygði sig allt niður að sjó. Trjáþyrpingar mátti sjá hjer og þar, en milli þeirra var graslendi og burkni. Á gróðrinum þóttist jeg viss um það, að þarna mundi vera mýrlendi, enda þótt landið beint fyrir framan mig sýndist þurrt. Forvitni kom mjer til þess að ganga niður á sjávar- ströndina, því landslagið var ákaflega fagurt. Er jeg gekk þarna meðfram mýrlendinu, sýnist mjer jeg sjá einhverja hreyfingu í burknanum á vinstri hlið, en enda þótt jeg næmi andartak staðar, til að athuga þetta nánar, endur- tók þetta sig ekki og ekkert var þarna sjáanlegt. Jeg var brátt kominn niður að sjávarmáli og starði yfir hið einmanalega haf, en yfir það hafði engin mannleg Á hinum alvarlegustu augna ^ Með aðstoð V-2 sprengjunn- blikum geta altaf skeð brosleg : ar hefir amerískum vísinda- atvik. Þannig var það t. d. ný-! mönnum tekist að mæla hita lega, þegar efnaverksmiðja Al- fred Bensons stóð í björtu báli. Slökkviliðsmenn voru á harða hlaupum í kringum hið brenn- andi hús og reyndu að slökkva bálið. Ungur maður, sem þar var, kveikti sjer í sígarettu, en hann var ekki fyr farinn að reykja en einn umsjónarmaður verksmiðjunnar kemur til hans og segir með þjósti: — Herra minn. Það er strang lega bannað að reykja og fara með eld á yfirráðasvæði verk- smiðjunnar. ★ Sandormar útflutningsvara hjá Dönum. ■4 Mjög mikið var af sandormi við strendur Hollands, en nú eru þeir alveg horfnir. Álitið er að bráðsmitandi sjúkdómur hafi grandað þeim. I tilefni af þessu sendi sand- ormafjelag i Esbjerg fulltrúa til Hollands, þar sem hann samdi um sölu á ormum þess- um. k — Að gera tvent samtímis er sama og gera ekkert. — Syrus. gufuhvolfs jarðarinnar í 88 km. hæð. * Noregur hefir komið með þá uppástungu, að hver og ,einn einasti maður á jörðinni leggi fram upphæð, sem svari til dag launa hans, er renni í hjálpar- sjóð Sameinuðu þjóðanna. ★ Happdrætti. — Maður nokk- ur í Tönsberg í Noregi vann 100 krónur í happdrætti. Þeg- ar harin náði í vinninginn, fjekk hann greiddar 50.100.00 kr. Hann hafði sem sagt unnið 50 þús. kr. í happdrættinu ár- ið áður, en ekki veitt því eftir- tekt. 'k — Stærsti heiður frjálsrar þjóðar er að halda frelsinu ó- skertu handa börnum sínum. ic 47 ára gamall Ameríkani hefir nýlokið við 4700 km. gönguferð. Hann gekk alltaf í hring, og hjelt þannig áfram á hverjum degi í sjö vikur. Hann reykti tvo pakka af sígar ettum á dag og sleit sex pörum af skóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.