Morgunblaðið - 16.01.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.01.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 16. jan. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjaid kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Svalbarði ÞAÐ var „Morgenbladet" í Ósló, sem skýrði frá því nú í vikunni, að Rússar hefðu farið þess á leit við norsku stjórnina, að þeir fengju herstöðvar á Svalbarða. Norska stjórnin hafði í fyrstu verið tíeg til að láta í tje nokkrar upplýsingar um málið. En þegar fastar var að stjórninni gengið, skýrði hún frá því, að á árinu 1944 hafi Rússar íarið fram á, að samningurinn um Svalbarða yrði end- urskoðaður. Þessi samningur er frá 1920, er Norðmenn íengu yfirráðin á Svalbarða. Stóðu 8 þjóðir að samningn- um upphaflega, þ. e. Bretar, Bandaríkin, Danmörk, Nor- egur, Svíþjóð, Ítalía, Frakkland, Holland og Japan. Rúss- land gerðist aðili samningsins 1925. Með þessum samningi tóku Norðmenn á sig þá skyldu, að gera engar herstöðvar á Svalbarða og leyfa engri ann- ari þjóð að setja þar upp herstöðvar. ★ Þegar jnálaleitunin um herstöðvar á Svalbarða kom fyrst fram, var norska stjórnin í útlegð í London. Hún svaraði því á þann veg, að hún gæti ekkeft aðhafst í mál- inu fyrr en stjórnin væri komin heim og Stórþingið hefði aftur tekið til starfa. Við þetta sat meðan stríðið stóð. En vorið 1945 báru Rússar enn á n^- fram tilmælin um endurskoðun samningsins frá 1920, varðandi Svalbarða. Ekki er upplýst enn, hvað síðan hefir gerst í málinu. En svo virðist sem norska stjórnin hafi ekki með öllu hreint mjöl í pokanum, og að hún hafi einhverju leynt, Því að fregn hefir nú borist um það, að norska Stórþingið hafi krafið stjórnina skýrslu um málið, og að utanríkisráðherr- ann, Havard Lange hafi lofað skýrslu mjög fljótlega. En skömmu síðar birtir Tass-frjettastofan rússneska þá tilkynningu, að „samkomulag“ hafi orðið milli stjórna Rússlands og Noregs, að þessi tvö ríki víggirði Svalbarða í sameiningu. Samtímis kemur sú tilkynning frá Molotov utanríkisráðherra, að Rússland líti svo á að samningurinn írá 1920, varðandi Svalbarða sje ekki lengur í gildi. Er sú ástæða færð fyrir þessu, að þar sem tvp ríki sem að samningnum stóðu, Ítalía og Japan, geti ekki lengur talist aðilar samningsins, sje hann þar með sjálfkrafa úr gildi fallinn! Bretar hafa þegar í stað mótmælt þessum skiln- ingi og talið hann hreinustu fjarstæðu. Auðvitað sjá allir, að það getur ekki að neinu leyti haggað gildi þessa samn- mgs, þótt fyrnefnd tvö ríkin sjeu ekki sjálf sjer ráðandi ems og sakir standa. 'k Beðið er nú með eftirvæntingu skýrslu norsku stjórn- arinnar um þetta mál. Augljóst mál er, að ef rjett er hermt hjá Tass-frjettastofunni, að búið sje að semja um rnálið, getur ekkl verið um annað að ræða en nauðungar- samninga af hálfu Norðmanna. Því að hver heilvita maður sjer, að Norðmanna mun í engu gæta við vígin á Sval- barða, þegar þau hafa verið reist. ★ Ánægjulegt er það fyrir okkur íslendinga, að ýms blöð á Norðurlöndum hafa vitnað til aðgerða okkar í sambandi við þetta mál. Hafa þessi blöð bent á, að við hefðum ákveðið neitað þeirri ósk Bandaríkjanna, að fá að hafa herstöðvar í landi okkar. Hið eina sem við hefðum fallist a var, að leyfa Bandaríkjunum takmörkuð afnot flug- vallar, meðan Bandaríkin hafa skyldum að gegna í Þýska- landi, og þó aðeins um takmarkaðan tíma. Benda blöð Norðurlanda á, að hjer hafi íslendingar markað hina rjettu stefnu, og ættu önnur Norðurlönd að taka sjer okkur til fyrirmyndar. Ef til vill er þetta líka skýringin á furðanlegri þögn á vissum stöðum um Sválbarða, eftir alt moldviðrið um flugvallarsamninginn hjer. Þjóðviljinn hefir látið sjer nægja að segja, að Rússar hafi ekki farið fram á neinar herstöðvar á Svalbarða. Og sjálfboðaliðið í Háskólanurn hefir ekkert látið á sjer bæra! \Jilwerii óhrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Strákapör. ÞAÐ þykir nokkuð sjálfsagt, I að fjör og líf sje í frískum strákum og að þeir eigi til smá prakkarastrik, sem kallað er.' — Getur það verið eðlilegt, en ! það er í því, sem öðru, að oft er skamt öfgana á milii. Fyrir nokkrum • vikum bar það við í New York, að stráka- hópur kveikti í gömlu yfir- gefnu íshúsi. Hið brennandi hús hrundi á stórt íbúðarhús og þar fórust alls 37 manns. Á- stæðán fyrir þessu hryllilega slysi voru „strákapör". Einnig hjer í bæ ~eru fram- in strákapör. Stundum hafa þau valdið slysum. Verst er þegar strákar safnast í hópa undir forystu einhverra ,,kalcffa“ náunga. Þá verða hóp ar þessir oft að hættulegum skemdarvörgum. Eitt nýlegt dæmi um þetta gerðjst í Kleppsholtinu á dögunum. Strákar gera árás á hús. SAGAN úr Kleppsholtinu hefst á því, að strákahópur gerði aðsúg að húsi einu. — Lögðust þeir á glugga og ljetu ófriðlega með fúkyrðum og látum. Húsráðendur kölluðu á lögregluna sjer til aðstoðar og er lögreglumenn komu tvístr- aðist hópurinn og enginn náð- ist. Lögreglumennirnir ljetu þá krók koma á móti bragði og lágu fyrir strákahópnum við húsið, leið ekki á löngu þar til hópurinn kom aftur. Þá náðust forsprakkar hópsins og var far ið með þá á lögreglustöðina. En strax og lögreglan var íarinn gerðu þeir, sem eftir voru, þriðju atlöguna að hús- inu cg er húsráðandi ætlaði að hringja á lögregluna kom í ljós, að strákarnir höfðu klipt sundur símalínuna. íbúarnir í Kleppshoitinu kenna því um, að ekki sje lög- ’ regluvörður þar að staðaldri og strákar komist upp með skemd arverk sín vegna eftirlitsleys- is. Er sú tilgáta ekki ólíkleg. En hvernig, sem á því stendur verður að koma í veg fyrir, að strákar komist upp með skemd arstarfsemi, því reynslan sýn- ir, að þeir færa sig upp" á skaft ið. ef þeir fá að leika slíkt óá- reittir og þá er ekki að vita hvenær strákapörin verða það alvarleg að stórslys geta hlot- ist af. • Hrekkvísar klukkur. RAUNASAGA klukkukarls kom til mín í brjefi í gær. Hann segir sínar farir ekki sljettar vegna þess að útiklukk Ur flestar eru meira og minna skakkar hjer í bænum.y Hefir stundum áður verið á þetta mál minst hjer í dálkunum, en borið of lítinn árangur, nema rjett í bili. En lofum klukku- karlinum að segja sína sögu. Því miður munu margir hafa reynt hið sama. — Bijefið: „Það virðist augljóst mál, að klukkur sjeu hafðar á almanna færi trl þess, að almenningur geti vitað, hvað tímanum líð- ur. En til þess að ná þeim aug- ijósa tilgangi, þurfa þær að vera rjettar, en nokkuð virðist vanta á, að svo sje altaf. T.d. | lagði jeg af stað úr Garða- stræti, þegar klukkuna vapt- aði fimm mínútur í ellefu sam- ! kvæmt úri mínu og hraðaði mjer niður á Lækjartorg í því skyni, áð ná í strætisvagn, sem átti að fara þaðan klukkan ell- efu. Þegar jeg kom í Austur- stræti, leit jeg á klukku við verslun Guðna Jónssonar úr- smiðs. Hana vantaði fimm mín útur í ellefu. Síðan gekk jeg áfram Austurstræti, og þegar jeg kom á móts við Pósthús- | stræti,. leit jeg á klukkuna í Dómkirkjuturninum. — Hana- vantaði fimm mínútur í ellefu. Það vaP engu líkara, en tím- inn hefði gert mjer það til þægð ar, að staldra við stundarkorn, svo engin hætta væri á, að jeg missti af vagninum“. Of mikil trúgirni. „JEG BREYTTI í samræmi við þá eðlilegu ályktun, enda er jeg fremur trúgjarn maður, og fór mjer rólega síðasta spöl- inn, frá Pósthúsinu að Lækjar- torgi. Þegar jeg kom fyrir hornið á Útvegsbankanum, sá jeg mjer til undrunar og skelf- ingar, að, klukkan á 'torginu var á mínútunni- ellefu, og vagninn að renna af stað. Kom sjer nú vel að vera frár á fæti, enda tók jeg sprettinn og náði vagninum þegar hann var að beygja inn á Lækjargötuna. Mjer heppnaðist að opna hurð- ina og stökkva inn í vagninn, þótt hann væri á nokkurri ferð“. Ymist of eða van. *• „HVORT var nú, að jeg hefði litið skakkt á þrjár klukkur, eða þær væru allar meira eða minna vitlausar? Jeg fjekk að nokkru leyti úr því skorið, þeg- ar ekið var fram hjá Skóia- stræti. Þá sá jeg á kirkjuklukk una aftur. Og viti menn! Hana vantaði ennþá tvær mínútur í ellefu. Nú leit jeg á úr mitt til samanburðar. Það var nákvæm lega ellefu. Þegar jeg kom heim, hringdi jeg á „fröken klukku“, sem mjer hefir verið tjáð, að hljóti að vera rjett, og skeikaði tveim . mínútum á henni -og úri mínu. Ályktun: Klukkan hjá Guðna Jónssyni, úrsmið, er of sein. Kirkjuklukk an er ennþá seinni. Klukkan á Lækjartorgi er of fljót. Vilja nú ekki þeir, sem hafa umsjón með þessum klukkum, gera grein fyrir því, hvað gerir þeim ókleyft að hafa þær rjettar?“ I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . + ____________________________ ___ Á!if Överlands á „því ausfræna" EINN af fyrverandi fylgis- mönnum kommúnistastefnunn ar, þjóðskáld Norðmanna og frelsishetja, hefir nýlega varp- að fram þeirri spurningu hvað orðið sje úr „sovjet-lýðræð- inu“. í Póllandi. Málpípa Moskvavaldsins hjer á landi er að reyna að svara því á hverjum degi, en tekst- að vonum óhöndug'lega. I gær segir Þjóðviljinn frá kosningahorfunum í Póllandi og að verkalýðssambana iands ins vilji ganga í bandalag við hina ráðandi ,,lýðræðisflokka“. „Lýðræðið í Póilandi lýsir sjer m. a. í því, að leppstjórn Rússa þar hefir fyrir nokkru hafið kosninga-undirbúning sinn með því að handtaka fiölmarga forystumenn Bændaflokksins, en' hann er aðal andstöðuflokk- ur kommúnista þar. Eftir síð- ustu fr'egnum þaðan, eru nú 135 forysfumenn flokksins í fangelsi, en 5 hafa látist af illri meðferð er þeir hafa sætt’.í höndum pólitískra andstæð- inga sinna. Eins og gefur að skilja dett- ur engum í hug að það verði frjálsar kosningar, sem fram fara í landinu á sunnudaginn kemur, eftir það framferði, sem núverandi kommúnista- yfirvöld landisns hafa- sýnt. Sennilegra er að» kosningaúr- slitin hafi verið eða verði á- kveðin fyrirfram, eins og lepp stjórnirnar í Eystrasaltslönd- unum hafa gert. Ummæli Þjóðviljans í gær benda líka til þess. Þar er m.a. komist þannig að orði, að Verkalýðssamband Póllands hafi ekki enn ákveðið hve marga þingmenn það vilji íá(!) I sömu grein er það upplýst; að foringi verkalýðssambands- ins hafi skýrt svo frá, að nú þurfi verkalýður Póllands ekki lengur á „því að halda, að grípa verkfallsvopnið. Því nú sje upprunnin sú „pa:rádís“ sem allir verkamenn verði að láta sje.r vel líka. Það er að segja: Þar á, eftir kokkabókum kommúnista að vera komið á „hið austræna lýðræði“ í sinni fegurstu mynd. í óþökk meirihluta þjóðarinn- ar, að sjálfsögðu. Álit Överlands. Um þetta lýðræði hefir Arn- ulf Overland nýlega komist að orði á þessa leið: Þetta er Iýðræði, þar sem að eins einn stjórnmálaflokkur er leyfður, og í þeim flokki er að eins einn hundraðasti hluti þjóðarinnar. Við kosningar er aðeins einn framboðslisti í hverju kjör- dæmi, en kjósendur hafa ekki um annað að velja, en kjósa hann eða hafna honum. Prentfrelsi er afnumið, og engin samtök leyfð, sem 'miða að því að gagnrýna stjórnar- fyrirkcmulag landsins. Hjer er um að ræða lýðræði, í landi sem lokað er 'eins og niðursuðudós. Lýðræði, þar sem öll völd eru í höndum yfirhershöfðingj ans fyrverandi, „fjelaga“ Stal- ins, sem með miljón embættis- og starfsmanna er á hraðri leið frá sósíalismanum, til baka til stjórnmálaástands, , sem menn hjeldu að heimurinn væri bú- in að losa sig við. Þeir kalla það lýðræði, þó hver einstakur þjóðfjelagsborg ari sje áhrifalaus með öllu hvort sem um er að ræða líf hans eða dauða. Þetta segir sá rithöfundur Norðurlanda, sem einna hæst og djarfast hefir haldið uppi málstað frelsisins a undanförn- um árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.