Morgunblaðið - 16.01.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.01.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ 1 ; ■ i . . ) Fimtudagur 16. jan. 1947 KYIMSJIJKDÓMAR Á ÍSLAIMDI Framhald af bls. 9. Þjóðir þessar skuldbinda sig til að veita erlendum farmönn- um ókeypis læknishjálp við kynsjúkdómum í öllum helstu hafnarborgum, hver í sínu landi. Gefin eru út sjerstök sjúk- dómsskírteini (Personal card), sem hver sjúklingur, sem ferð- así milli landa, fær í hendur- Inn á skírteini þetta er færð ná- kvæm sjúkdómsgréining, með- ferð öll og rannsóknir, sem gerð ar hafa verið á, sjúklingnum á hvérjum stað. Þannig geta sjúk iingar, sem ferðast landa á milli fengið rjetta samfelda lækn- ingu með því að sýna skírteini sitt. Er þetta mikið hagræði fyrir farmenn, sem oft eru mál- litlir í framandi löndum. A stríðsárunum leitaði mikill fjöldi erlendra farmanna sjer lækningar á þennan hátt í ís- lenskum höfnum, sjerstaklega Reykjavík. Einn þáttur kynsjúkdóma- varna og ekki sá þýðingar- minsti er eftirgrenslan um upp tök sjúkdómasins. Sjúklingur, sem læknis leit- ar, er spurður um, af hverjum hann hafi smitast. Geti hann bént á ákveðna persónu, er sjúk lingnum gefinn kostur á að gera henni viðvart, og sjá um, að hún leiti án tafar læknis. Bregð ist það, verður læknirinn sjálf- ur að gera hlutaðeigandi við- vart um að koma til rannsókn- ar, venjulega brjeflega. — Dugi það ekki, er Rannsóknarlög- reglunni fengið málið í hendur. Oft er sú vitneskja sem sjúk- lingurinn lætur í tje mjög ófull nægjandi, heimilisfang skakkt, nöfn afbökuð eða stytt, stund- um um fleiri en einn að ræða o. s. frv. Þessi þáttur kynsjúkdóma- varna krefst mikils tíma og nær gætni og er því aðeins fram- kvæmanlegur að fullu gagni, að læknirinn hafi nægum tíma yfir að ráða. Loks er eftirlit með sjúkling- um, sem vanrækja lækningu sína, flytjast í aðra landshluta eða geta ekki komið til lækn- inga af öðrum ástæðum. A styrjaldarárunum voru hermenn, sem sýktust af kyn- sjúkdómi hjer á landi skyldaðir til þess, að viðlagðri refsingu, að skýra frá nafni og heimili þeirrar stúlku, sem þeir sýktust af. Sjerstaklega var gengið ríkt eftir því í ameríska hernum. Tilkynning var síðan send af herlækni til íslenskra heilbrigð isyfirvalda eða rannsóknarlög- reglu og hlutaðeigandi stúlka síðan tekin til rannsóknar af sjerfræðingi þeim, sem hefir þessi mál til með höndum hjer í Reykjavík. Upplýsingar þær, sem her- menn gátu gefið um stúlkurn- ar, voru oft mjög ófullkomnar. Heimilisfang oft skakkt eða ekkert, nafn sjaldan rjett, oft aðeins gælunafn. Aðrar upplýs- ingar voru helstar: útlit, hæð, aldur, háralitur o. s. frv. Var þá oft úv vöndu að ráða fyrir rannsóknarlögregluna. Ljeki grunur á, að 'lkur, sem til mín leituðu, hc' vskt af hermanni, var þf an tilkynt hlutaðeigandi ! ■ .i, svo framarlega sem unt var að fá fullnægjandi vitneskju um nafn, stöðu, eða annað sem að haldi kæmi, en á því vildi því miður oft verða misbrestur. Þessi samvinna milli erlendra og innlendra heilbrigðisyfir- valda og lækna kom vafalaust oft að miklu gagni og hefur af- stýrt fjölda smitana. Héilbrigðisstjórnin hjer hefir gefið út leiðbeiningar um kyn- sjúkdóma í handhægu formi, sem fáanlegar eru hjá land- lækni og læknum er skylt að afhenda hverjum þeim sjúk- lingi, sem til þeirra leitar með kýnsjúkdóm. Nokkur fræðsla fyrir almenn ing hefur einnig birst í blöðum, tímaritum og bókum um kyn- sjúkdóma, þótt minni hafi verið en æskilegt væri. Fyrir milligöngu forstjóra lyfjaverslunar ríkisins og vel- vild amerískra heilbrigðisyfir- valda fjekk ísland fyrst abra Norðurlanda penicillin til al- mennra nota við kynsjúkdóm- um. Frá því í okt. 1944 til des. 1946, hafa s^mtals 631 sjúk- lingur fengið penicillin-lækn- ingu við lekanda í Húð- og kyn sjúkdómadeild Landsspítalans. Eins og áður hefir verið get- ið, tekur lyf þetta öllum öðrum lyfjum langt fram við þessum sjúkdómi. Reynslan sýnir hjer, að svo miklu leyti sem unt er að fylgjast nægilega lengi með sjúklingunum, að 95% þeirra læknast að fullu. Lyfið er gefið í sprautum þriðju hverja klukkustund, í heilan sólarhring, en nokkru lengur ef um gömul, þrálát til- felli er að ræða. Lyfið hefir einnig verið reynt hjer í allmörgum tilfellum við syphilis, en not lyfsins við þeim sjúkdómi eru enn vafasöm, enda er það hvergi notað ein- samalt við þessum sjúkdómi, heldur í sambandi við hin eldri salvarsanlyf. Hin Norðurlöndin. Noregur. Tala syphilissjúklinga í Noregi fyrir stríð var komin niður í 300 á ári, en komst stríðsárin upp í 2000 nýja sjúklinga á ári^ eða með öðrum orðum meir en sex- faldaðist. Tala lekandasjúklinga þar í landi jókst ekki.að s'ama skapi, ef marka má skýrslur lækna, eða úr 5000 nýjum tilfellum á ári upp í 7000. Tala smitaðra kvenna í Nor- egi hefir aukist hlutfallslega mikið meir en karlmanna og kenna þeir um „kvinnens svak het for uniformer’,. Stóraukin vínnautn hefir einnig haft mikil áhrif á útbreiðslu sjúkdómanna. Er komist svo að orði í skýrslu norska heilbrigðisráðsins, að „aukning kynsjúkdómanna hafi staðið í beinu hlutfalli við sölu- magn áfengisverslunarinnar“. í Noregi er nú hafin allsherj- ar herferð gegn kynsjúkdóm- um. HeilbrigðiSstjórnin fjekk í sumar umráð yfir miklu magni af penicillin til kynsjúkdóma- lækninga. Hefir því' nú verið dreift út um landið. í blöðum og útvarpí er skorað á þá, sem sjúkir eru, eða hafa grun um að svö sje, að leita sjer lækn- ingar tafarlaust. Ríkið lætur gefa út blöð og bæklinga í stór um ujípl^gum, til að fræða al- menning um kynsjúkdóma og hættur þær, sem af þeim stafa. Heilbrigðisstjórnin hefir aflað sjer fræðslukvikmynda um kyn sjúkdóma og þær verið sýndar samhliða skýrandi fyrirlestrum. Auglýsingaspjöldum með við- vörunum og leiðbeiningum, er komið fyrir á fjölmennum samkomum og skemmtistöðum og víðar. Á þennan hátt hygst norska heilbrigðisstjórnin að ganga á milli bols og höfuðs á kynsjúk- dómum í landi sínu. _ Danmörk. Aukning kyn- sjúkdóma hefir orðið enn ískyggilegri í Danmörku í stríð inu heldur en í Noregi. Fyrir stríðið voru í Dan- mörku árlega um 500 ný syp- hilstilfelli. Seinni stríðsárin komst tala þeirra upp í á 5. þúsund eða nærri tífaldaSist. Af lekanda voru fyrir stríðið í Danmörku um 8000 ný tilfelli árlega, en komust í stríðinu upp í 23 þúsund ný tilfelli á ári eða þrefaldaðist. í Danmörku er nú einnig haf ■ist handa um stórauknar varn- ir gegn kynsjúkdómum. í þessum mánuði voru lögð fyrir danska þingið ný lög um varnir gegn kynsjúkdómum. — Eru þau miklu strangari en hin fyrri löggjöf um þessi efni. — Leggja lögin læknum strangar skyldur á herðar um fullkomna eftirgrenslan um upptök sjúk- dómsins hjá hverjum einasta sjúklingi, sem til þeirra leitar- Refsiákvkði öll eru hert til mik ilal'muna, t. d. ef sjúklingur gef ur rangar upplýsingar um hvar hann hafi smitast, vanrækir lænkningu sína eða verður vís- vitandi valdur að smitun ann- ara. hætta þeim er búin þar af sjúk dómum þessum. Komandi ár. Frá því í lok árs ins 1934 hefir íslenska ríkið ein ungis haft í þjónustu sinni einn sjerfræðing, sem vinnur að kynsjúkdómalækningum, og vörnum gegn þeim, ásamt hjer- aðslæknum landsins. Ber honum að veita daglega ókeypis lækn- ishjálp við kynsjúkdómum hjer í Reykjavík, bæði Islendingum sjálfum og erlendum farmönn- um. Hann á að hafa á hendi eftirgrenslanir allar, eftirlit og varnarráðstafanir, auk þess að vera læknir Húð- og kynsjúk- dómadeildar Landsspítalans. Við deild þessa er ein fast- ráðin hjúkrunarkona, og eru störf hertnar alveg bundin við sjúkrahúsið, enda ærið starf. Er þá talið starfslið ríkisins, sem beint er ráðið til þess að vinna að þessum málum, og er auðsætt, að ekki verður við það unað til frambúðar, ef'vjer eig um ekki að verða eftirbátar ná- grannaþjóðanna á'þessu sviði. Frá því í lok ársins 1941 hef- ir að vísu aðeins verið einn ís- lenskur sjerfræðingur til í þess ari gr'ein, en úr því verður vænt anlega bætt á þessu ári, því að þá lúka tveir ungir íslenskir læknar sjernámi í húð- og kyn sjukdómum, annar í Ameríku, hinn í Svíþjóð. Ríki eða bær hafa ekki enn eignast neitt húsnæði fyrir kyn sjúkdómalækningar sínar í Reykjavík (til handa þeim, sem fótavist hafa, en það er mest- ur hluti sjúklinganna), heldur er svo til ætlast, að læknirinn, sem lækninguna annast, leggi sjálfur til húsnæði. Æskilegast væri, að lækninga stofur þessar (poliklinink) væru í sambandi við Húð- og kynsjúkdómadeild Landsspííal- ans. Á þann hátt mundi best notast vinnuafl lækna og hjúkrunarkvenna. Þetta fyrir- komulag er haft víðast á Norð- urlöndum. Til þess yrði að stækka núverandi sjúkradeild um helming. Annar helming- ur byggingarinnar yrði þá fyr- ir rúmliggjandi sjúklinga, en hinn fyrir þá, sem fótavist hafa og ganga í lækningu. Kmið gæti einnig til mála að ætla hinum daglegu kynsjúk,- dómalækningum rúm í hinni væntanlegu heilsuvarnarstöð, ef hennar verður ekki allt of langt að bíða. Minsti mannafli, sem komist verður af með í framtíðinni til þessara lækninga, er: í Rvík tveir sjerfræðingar og tvær hjúkrunarkonur. Á Norður- landi einn sjerfræðingur, sem væntanlega hefði aðsetur á Ak ureyri, en starfaði jafnframt á Siglufirði um síldveiðitímann. Ef ríkið hefði þetta litla starfs- lið-í þjónustu sinni og sæi því fyrir sæmilegum starfsskilyrð- um, tel jeg óhætt að fullyrða, að takast mætti á fáum árum, með þeim ágætu lækningaað- ferðum, sem vjer nú ráðum yfir að minka kynsjúkdóma hjer á landi um tvo þriðju hluta og e. t. v. enn betur. í heilbrigðismálum þurfum vjer að geta fylgst með bræðra- þjóðum vorum á Norðurlöndum og á þessu sviði hefðum vjer jafnvel aðstöðu til þess að kom ast fram úr þeim. En til þess að þetta megi tak- ast þurfa heilbrigðisyfirvöld og Alþingi að veita málinu þann stuðning sem nauðsynlegur er, enda mun almenningur í land- inu óska þess að svo verði gert. Takmarkið þarf að vera út- rýming þessa þjóðarmeins á næstu 10—20 árum. í Svíþjóð hefir einnig orðið mikil auking á kynsjúkdómum stríðsárin, jafnvel þótt þar væri ekki setulið og þjóðin væri ekki þátttakandi í stríðinu. Svíar hafa lengi staðið allra þjóða fremst í kynsjúkdóma- vörnum, eins og öðrum heil- brigðismálum. Hefir nú verið hert mjög á öllum varnarráð- stöfunum, læknishjálp og al- menningsfræðslu um kynsjúk- dóma aukin til mikilla muna. Þegar svo er ástatt, sem hjer hefir verið sagt, um kynsjúk- dóma á Norðurlöndum, sem lengst höfðu náð í útrýmingu þeirra fyrir stríð, má fara nærri um hvernig komið sje í þessu efni fyrir mörgum öðrum Ev- rópuþjóðum. England, sem er sú nágranna þjóðin, sem mest af silghngum vorum bemist til, hefir orðið mjög hart leikið af kynsjúk- dófnum í styrjöldinni. Sjerstak lega hafa margar hafnarborg- irnar orðið gegnsýrðar af þess- um sjúkdómum í stríðinu, en einmitt í þessum borgum var aðaluppsprettan að hinni miklu aukningu syphilis hjer á landi á stríðsárunum. Þess mun verða langt að bíða að ástandið í þessum, borgum batni til mikilla muna, og verð ur það því aldrei um of brýnt fyrir sjómönnum oð öðrum, sem þessar borgir sækja, hver od§e vjel %o,inni gerð, helst ný, óskast til kaups | Ua^ueita ^JJa^iar^ardar V 14<$xS>s*M>«><Í>3*Í*M*Í>«*í>@*@><@^@*@><@><»3><S*Sk@<®*S><S><M*®”ÍxS^'«>^^ Nýkomið Snitti í kössum Vá til % tomma fyrir enskar bifreiðar CjaJar Cjíóiaáoa h.p. varahlutadeild I Stúlkur Nokkrar stúlkur vantar í hraðfrystihús 1 Sandgerði. Bjartur og hlýr vinnusalur. Fæði og húsnæði rjett við vinnustaðinn. Garður h.í Sími 5, Sandgerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.