Morgunblaðið - 25.01.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1947, Blaðsíða 2
2 MOSGUNBLAÐIÐ Laugardagur 25. jan. 1947 1 Frá El Alamein til Reykjavíkur: Líðsforingi úr 8. hernum, sem gefir út hreskt-islenskt tímnrit Oskufallið eystra sennilega sót frá Englandi Jénas Jakobsson segir þetta ekki einsdæmi EINN af liðsforingjum Mont- gomerys hershöfðingja frá E1 Alamein og öðrum bardögum í Norður-Afríku, hefir tekið sjer fyrir hendur að gefa út breskt- íslenskt tímarit. Er fyrsta hefti þess komið út fyrir nokkru, en mun að mestu hafa horfið í jólaösinni og því færri sjeð það en skyldi. Ritið heitir „Bresk- íslensk viðskifti“, en ritstjóri og útgefandi er G. Aubrey kapteinn, sem nú er kominn hingað til lands til að kynn^st hjer mönnum og málefnum^í sambandi við þessa nýju útgáfu sína. Næsta hefti mcð kveðju fra Churchill. Næsta hefti af ritinu er á döf inni og væntanlegt hingað til landsins innan skamms. I því er m. a. kveðja til íslendinga frá Winston Churchill fyrver- andi forsætisráðherra. Aubrey kapteinn segir, að það hafi tek- ið sig 75 klukkustundir að ná í kveðju Churchills. Það eru nú mörg ár síðan Churchill hef ir skrifað slíka kveðju í tíma- rit, en er hann frjetti að það væri fyrir íslendinga, sagði hann, að hinn minntist komu sinnar hingað til lands 1941, með ánægju, enda hefði hann hlotið hjer hinar bestu viðtök- úr. Þegar við bættist að það var liðsforingi sem var í lífverði hans við E1 Alamein, sem að ritir.u stóð, var málið mjög auð- sótt. En allur tíminn fór í að ná viðtali við Churchill. líermaður og íþróttamaður. * Capt. Aubrey hefir víða far- ið og lent í ýmsu um æfina. Móðir hans er frönsk, en faðir hans írskur og olst hann upp að mestu í París. Fyrir stríðið vann hann við ýms útgáfufyrir- tæki og upplýsingastarfsemi. M. a. í París, St. Moritz í Sviss- landi, Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi. Hann var einn af liði Breta í „Bob“-sleðakeppni Ol- ympíuleikjunum 1936. í byrjun styrjaldar gekk hann í breska herinn og var í írskri herdeilfl. Barðist hann með Montgomery í Norður-Afríku, eins og áður er sagt, en her- menn Monty í 8. hernum köll- uðu sig „eyðimerkurrotturnar". Síðar gekk hann í fallhlífar- liðið og tók þátt í fall'nlífar- hermannabardögilm á Sikiley, Ítalíu, Grikklandi og í Frakk- landi. Sex mánuðum fyrir inn- rás bandamanna á meginíand- ið í júní 1946, var hann sendur til að berjast með frönsku and- stöðuhreyfingú»ni í Frakk- landi til að undirbúa innrásina og lenti þá í fallhlíf bak við línur Þjóðverja. Er jeg spurði Aubrey kaptein um ævintýr hans í sfýrjöldinni, sagði hann, að styrjaldarsögur væru orðnar svo útþvælt,efni. En ef jeg vildi segja frá ein- hverjum bardaga, þá mætti jeg segja, að hann hefði einu sinni Churchill sendir Islendingum kveðju sina Capt. Aubrey. ásamt fleiri fjelögum kastað fúleggjum í Gigli, söngvara á Ítalíu, en það hefði verið á þeim árunum, er Gigli var álitinn andstæðingur bandamanna og ekki sjerlega vinsæll meðal þeirra! Leitaði að stað til að gefa út blað. Er jeg spurði Aubrey kaptein hvernig á því hefði staðið, að honum hefði dottið í hug að fara að gefa út blað í sambandi við Island, sagði hann: „Fyrir stríðið gaf jeg út blað, sem heitir „China Trade“, en er jeg var laus úr herþjónustu voru allar hafnir í Kína í rúst- um og lítil von um verslun þangað fyrst um sinn. Leitaði jeg þá á landabrjefi eftir stað, sem hefði verslunar-,, og menn- ingarsambönd við Bretland, þar sem ekkert tímarit af slíku tagi væri gefið út og rak augun í ísland. Hefi jeg ekki sjeð eftir því, þó við ýmsa erfiðleika hafi verið að etja, því jeg hefi kynst merkilegri þjóð og landi í gegn um þetta starf mitt“. Nokkur mistök. „Eflir að jeg kom hingað til Islands,,, heldur Aubrey kap- teinn áfram, „er mjer ljóst, að mjer hafa orðið á ýms mistök í. sambandi við útgáfu tímarits ins, en þau verða leiðrjett í næstu heftum. Tilgangurinn með ritinu er að auka á kynni meðal Islendinga og Breta og tengja verslunar- og menning- arsambönd milli landanna. Er ætlast til að í ritinu verði grein ar um allt mögulegt, sem ís- lenskir lesendur og vinir ís- lands erlendis kynnu að hafa áhuga fyrir, ásamt frjettum bæði frá ísl. og Bretlandi. Flest lönd, sem hafa • samband við Bretland, hafa lík rit og þetta. Eins og stendur er erfitt að fá leyfi til blaðaútgáfu í Bretlandi og geta má þess, að þetta er þriðja nýja blaðið, sem stjórn- arvöldin í Bretlandi hafa leyft útgáfu á, síðan 1939. Vel tekið í Englandi. Ritinu hefir verið vel tekið í Englandi. Seldust strax um 500 eiptök í London, Manchester og Liverpool. Frá Kanada hafa einnig komið pantanir og víða að úr heiminum. Frá því að blað ið kom út, hafa mjer borist 60 —70 brjef frá mönnum, sem hafa lesið ritið og biðja um upp lýsingar, m. a. um land og þjóð, verslunarm‘guleika og þess- háttar. Ekki allfáir hafg spurt um hvernig haégt sje að ferðatet til íslands. Aubrey kapteinn biður ís- lendinga að skrifa sjer og segja sitt álit á blaðinu, eða gera upp á stungur um efni þess. Menn geta skrifað á íslensku, ef þeir vilja. Ennfremur segist hann vera reiðubúinn að aðstoða kaupsýslumenn, sem koma til Bretlands og vilja setja sig í samband við framleiðendur þar. Tekur hann ekkert fyrir greiða, sem hann gæti veitt á þann hátt. Skrifstofa hans er í Vine Office Court, Fleet Street, rjett við Daily Telegraph bygginguna. Hjer býr hann á Hótel Borg. Aubrey kapteinn mun dvelja hjer á landi til næstu mánaða- móta. Framh. af bls. 1 Vio huldum líkið og tókum til verkfæra bifreiðarinnar til að grafa gröfina. Við fórum aftur til Róm, en fleygðum fötum og eignum Matteottis hingað og þangað á leiðinni. Yfirvöldin.sögðu þeim að þegja. „Er við komum til Róm sagði • de Bono (þáverandi lögreglu- stjóri Musolinis): „Þið hafið unnið gott verk, en þið verðið að halda ykkur saman“. Dumini bætti við: „í maí 1924, sagði Marinelli (fram- kvæmdastjóri fasistaflokksins) mjer, að sveitir fasista væru stofnaðar til þers að verjá flokk inn og til að jafna á andfasist- um. Hann sagði, að manni. úr þessum sjerstöku sveitum hefði verið sagt að ná í Matteotti og komast fyrir um andfasista- hreyfinguna í París.“ Dumini bætti við," „að einn hinna ákærðu Cesare Rossi, hefði alls ekki verið neitt 'við- riðinn morðið“. Rossi, sem er einn þeirra fjögurra, sem eru fyrir rjettinum — var blaða- fulltrúi hjá Mussolini, er morð- ið átti sjer stað, en gerðist síð- an andfasisti og var dæmur í 30 ,ára fangelsi". ÞAÐ er nú komið upp úr kaf smiðjusót, sem borist hefir þangað frá Englandi. Eða þá getgátu hefir Jónas Jakobsson, veðurfræðingur, komið með, og hefir ekki fundist á þessu önnur skýring sennilegri. Jónas fullyrðir, að ekkert sje því til fyrirstöðu, að reykj- arsót geti borist svo langa leið í lofti. Reykurinn berst á ann- inu, að „öskufallið“, sem menn hafa orðið varir við á Suð-aust urlandi, mun verið hafa verk- an kílómetra í loft upp, og get- Ur sótið borist langar leiðir í þesáari hæð fyrir vindi. Eftir vindstöðu, sem var a haíinu milli Englands og ís- lands dagana áður en menn urðu varir við dust þetta, eða hroða, í loítinu, á einmitt loft það, sem þá var yfir Suð-Aust- urlandi að hafa komið frá Eng- landi. En ekkert úrfelli var á hafinu milli landanna. Þegab svo sunnanvindar 'þcssir skella á hálendinu og leita upp á við, en raki þeirra verður að regn- falli, þá kemur sótið með regn- inu til jarðar. Svo • mikil brögð voru að þessu t. d.' að Hólum í Horna- firði, að mikið sá á þvotti sem þar var úti, enda tekið fram í veðurskeyti þaðan þann dag, að þar hafi verið „öskufair' Aðra skýringu hafa menn ekki haft þar á slíkum óhreinindum í loftinu fram til þessa. Jónas Jakobsson veðurfræð- ingur hefir unnið hjer á Veð- urstofunni í eitt ár. Hann skýrði líðindamanni Morgun- blaðsins svo frá í gærkveldi, að hann hafi tekið eftir því í veð- urskeytum frá Suð-Austur- landi, að þegar gengið hafi sunnnánvindar um tírna en engar úrkomur fylgt þeirn, þá I hafi skygni versnað, vegna j mósku, sem þá hafi komið yfir i landið. Hann álítur, að þetta muni geta stafað af hinu sama og nú mun hafa átt sjer stað, I að verksmiðjureykur með sóti | berist þá alla leið hingað til ^ landsins, svo draga kunni úr , skygni. En frekari atþugun a þessari kenningu verður gerð, þegar hingað til Reykjavíkur I kemur sýnishorn það, er tekið var á Kvískerjum á miðviku- daginn svo það verði efna- greiÁt. I Mönnum-kann að finnast það eigi skifta miklu máli, hvort það er sót úr verksmiðjureyk- I háfum Englands, sem óhreink- i ar loftið í Skaftafellssýslum, , eða *ohreinindin kynnu að | koma einhversstaðar annars- J staðar að. En óneilanlega er það , viðkunnanlegra að vita vissu ; sína um það, þegar þvottur ó- ! hreinkast á bæjum þar eystra, að ekki þarf þetta að stafa af því, að eldsuppkoma sje ein- hversstaðar úr iðrum jarðar, heldur getur það alt eins verið vegna þess, að þeir kynda svona skarpt kolum sínum suð ur á Bretlandi. En hvort held- ur sje eldfjalla-aska eða sót, sem menn verða varir við, geta þeir þá hjeðan í frá m. a. nokk uð markað, eftir því hvaðam vindur blæs. Landhelgismál o. fl. rætt á Alþingi Neðri tleild. Frumvarp um viðauka við lögin um heimilisfang var til einnar umræðu. Samþ. Samhlj. sem lög. Landhelgissektir. Pjetur Ottesen flutti frv. um hækkun á sektum fyrir ólög- legar fiskiveiðar í landhelgi. —• Hefir mál þetta náð samþykki neðri deildar og var í gær af- greitt til cfri deildar. Efri deild: Aldurshámark opinberra cmbættis- og starfsmanna var til 3. umr. Hannibal reyndi að tefja málið, og heimtaði að það færi aftur í nefnd, en menta- málanefnd hafði áður fjallað um málið og lagt til að sam- þykkja frumvarpið. — Forseti neitaði að láta málið fara aftur til nefndar, og var frumvarpið afgreitt sem lög með 10:2 atkv. Eins og kunnugt er, hækkar aldurstakmarkið úr 65 upp í 75 ára aldur með lögum þessum. Afgreiðslustöðvar fyrir áætl unarbifreiðar var til 1. umr. og afgreitt umræðulaust til sam- göngumálanefndar. Sömuleiðis var frv. um heim- ild fyrir ríkisstjórnina til að koma upp verbúðum fyrir við- legubáta, send umræðulaust til sjávarútvegsnefndar. '■"“f Sameinað þing: S.l. miðvikudag var þings- álykttunartillagan um innflutrs ing nýrra ávaxta samþykkfc samhljóða sem ályktun Al- þingis. Sömuleiðis viðaukatil- laga Jónasar frá Hriflu, að ávextirnir skuli keyptir í þeirra löndum og á þeim árstímum, þegar varan er góð, fluttir hing að í kælirúmum og geymdir hjer í öruggum geymslum. - Bevin - Slalin Framh. af bls. 1 mann), þann 15. sept. s. 1., að Rússar væru bundnir vináttu- samningi við Bretland. Síðan getur Stalin þess, að ekki sje lengur um að ræðá neinn misskilning í þessu máli. Stalin ræðir síðan um fram- lengingu vináttusamningsins, en Bevin hefir áður boðið Rúsa um að framlengja núgildandí samning, sem er til 20 ára í 50 ára samning. Telur Stalin ekki ólíklegt, að slíkt mætti gera. Er búist við að Bevin muni nú bjóða framlenginguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.