Morgunblaðið - 25.01.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.01.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBL4ÐID Laugardagur 25. jan. 1947 GRÍPTU ÚLFINN Að jarðarmiðju Efíir EDGAR RICE BURROGHS. 18. dagui Þetta vissi Bloem vei. Hann ljet þó ekki sjá neinn bilbug á sjer, en augnaráð hans var ekki fallegt. Og þarna stóð nú Helgi fyrir framan hann brosandi, en með óþolandi storkunarsvip. Hann var að hugsa um þær misþyrmingar, sem Bloem hafði sjálfviljugur lagt á sig, til að gera sögu sína sennílega. — Mjer þykir mjög fyrir þessu, sagði Bloem. En það er satt, að maðurinn var með grímu. Ilann fór út á undan mjer^ en þcgar jeg kom út, þá sá jeg Mr. Temple. og sagði þá við sjálfan mig að það hlyti að vera hann. Þorparinn hefir lík- lega farið í aðra átt. Jeg bið af- sökunar. — Jeg tek afsökun yðar gilda, sagði Helgi. En gætið þess að þetta komi ekki fyrir aftur. Það var ekki blíðlegt augna- tillit, sem Bloem gaf honum. — Mjer þykir fyrir þessu, læknir, sagði Bloem. Og jeg bið yður líka afsökunar, ungfrú Holm. Og nú er best að jeg fari. Helgi rjetti honum marg- hleypuna. Takið við henni þessari. Það getur verið að þjer þurfið á henni að halda. Hver veit nema einhver sitji fyrir yður á heim- leiðinni. Máske porparinn ráð- ist á yður aftur. En þá skuluð þjer ekki spara púðrið á hann! — Þjer þurfið ekki að óttast það, Mr. Temple, hreytti Blo- em úr sjer. En þegar hann var að fara, mundi Hopkins lögregluþjónn alt í einu eftir því, að það átti að svifta hann þeirri ánægju að taka mann fastan, og að þessi sami maður hafði misþyrmt honum og nær brotið í honum hvert bein. — Bíðið við, sagði hann. Hvað liggur á? Hvað sem þjer segið þá er hann ekki laus við þá ábyrgð, sem því fylgir að ráðast á lögregluþjón, sem er að skyldustarfi. — Þegar farið er með sak- lausan mann eins og hann sje glæpamaður, þá er það afsak- anlegt, þótt- hann reiðist, sagði Helgi rólega. Og jeg er viss um að Mr. Bloem er mjer alveg sammála um það. Og hann mun áreiðanlega gefa yður glas af mjólk og stinga að yður pening. Er það ekki rjett, Mr. Bloem? — Auðvitað, sagði Bloem vandræðalegur. Auðvitað verð jeg að bera ábyrgð á öllu, sem skeð hefir. — Nú talið þjer eins og heið- ursmaður, sagði Helgi. Og nú skuluð þið verða samferða og koma ykkur sarpan úti í góða veðrinu, eins og góð börn. Svo ýtti hann þeim báðum til dyra, og þeir hlýddu fús- lega. Hann skelti hurðinni á eftir þeim, snaraðist svo inn í stofuna. — Sannleikurinn kom í Ijós, hrópaði hann. Eigum við ekki að drekka fagnaðarskál í gos- drykkjum út af þessu, Mr. Corn? ' Corn kinkaði kolli. — Jú, jeg held að það sje al- veg rjett, mælti hann. Svona hundahepni ber að fagna. Jeg vona að það sje ekki ósvífið að spyrja hvernig á því stóð að Orace skyldi koma svona eins og kallaður. — Osvífið, ónei, síður en svo, mælti Helgi. Orace segðu frá því hvernig þú snuðraðir mig hjer uppi. Orace ræskti sig og setti sig í stellingar, eins og hann ætl- aði að fara að gefa Sjóliðsfor- ingja skýrslu. w — Jeg er vanur því að ljetta mjer upp á kvöldin og ganga hjerna fram hjá, og af því að glugginn var opinn og jeg sje vel .... — Já, jeg trúi yður, sagði Corn. Þjer eigið það skilið, að yður sje trúað. Jeg á whisky, ef þjer viljið það, en þá verðið þjer að sækja það niður í kjall- ara. Orace kvaddi að hermanna sið og fór, en Helgi skellihló. — Orace á engan sinn líka, sagði hann. — Það er alveg satt, sagði Corn. Skömmu síðar fóru þau Helgi og Patricia. Þau gengu þegjandi heim að höllinni. Helgi var svo sokkinn niður í að hugsa um það, sem skeð hafði að hann áttaði sig ekki fyr en Patricia opnaði dyrnar. — Má jeg heimsækja yður í fyrramálið? spurði hann. — Auðvitað. • — Jeg kem þá eftir morgun- verð. Hún hikgði, því að nú mundi hún eftir frænku sinni. — Má jeg ekki heldur heim- sækja yður? ■ — Það þætti mjer enn vænna um. Og helst vildi jeg að þjer tefðuð hjá mjer fram yfir mið- degisverð. Hvenær getið þjer komið? Jeg ætla að senda Or- ace eftir yður. Henni brá ofurlítið. — Er það nauðsynlfgt? —• Mjög nauðsynlegt, sagði Helgi. Úlfurinn er tortrygginn og hann hefir nú sjerstaklega illan bifur á yður. Jeg veit að það er óviðfeldið, en leyfið mjer nú samt að láta Orace sækja yður. Það ljettir af mjer áhyggjum. — Jæja, það er þá best að hann komi klukkan hálfellefu. — Það er ágætt. Honum mun þykja vænt um það. Og svo er annað. Viljið þjer gera bón mína? Hún kveikti nú í anddyrinu til þess að sjá framan í hann. Hún sá, að hann var alvar- legur. — Jeg ætla að biðja yður áð læsa svefnherbergisdyrunum og opna ekki fyrir neinum, ekki einu sinni fyrir frænku yður. Að vísu býst jeg ekki við því að neitt komi fyrir, en úlfr urinn er óútreiknanlegur. Vilj- ið þjer lofa þessu? Hún'kinkaði kolli. — Þjer gerið yður grillur. — Getur vel verið, sagði hann, en jeg hefi fengið slæm- an smjörþef af því hvað úlfur- inn getur verið viðbragðsfljót- ur, og jegÚæt ekki leika á mig tvisvar. Og ef þjer fáið einhver skilaboð þá ansið þeim ekki nema Orace komi með þau. Treystið engum nema mjer og Orace og Corn að vissu leyti. Jeg veit að þetta er nærgöng- ult, en það skeður eitthvað næstu tvo sólarhringana, verið þjer viss um það. Þjer hafið reynst ágætlega og jeg vona að þjer haldið því áfram. — Jeg skal reyna það, sagði hún. Hann greip hönd hennar. — Þakka yður fyrir Pat, og guð blessi yður fyrir það. Hann ætlaði svo að fara, en þá sagði hún alt í einu: — Helgi. Það var einkennilegt að heyra þetta nafn að vörum hennar — þetta nafn. sem ó- guðlegir menn höfðu gefið honum að uppnefni. Hann var orðinn svo vanur því, að hann gengdi því eins og sínu eigin nafni. En á vörum hennar hafði það sjerstakan hljóm. Og það minti hann á gamalt atvik. Fyrir nokkrum árum hafði hann verið staddur í drykkju- krá Bosuus í Mexikoborg. Þar hafði hann bjargað lífi stúlku, sem kölluð var Cherry. Hann kom henni um borð í flutninga skip, sem fór til Liverpool. — Helgi, hafði hún sagt, það upp- nefni er sannnefni. — Og hann hafði aldrei heyrt sama hljóm- inn í nafninu fyr en nú. — Helgi, fóruð þjer heim til Bloems? — Nei, það, gerði jeg ekki, svaraði hann. Þetta voru logn- ar sakargiftir. Bloem er áreið- anlega einn af fylgismönnum úlfsins. Varið yður á honum. En jeg skal segja yður upp alla sögu á morgun. Góða nótt! Orace beið eftir honum fyr- ir utan girðinguna. — Það er best að við leggj- um leið okkar utan við þorpið, sagði Helgi. Jeg vona að óaldar mennirnir hafi fengið nóg í kvöld, en það er ekkert á þá að ætla. Og þeir munu hafa fullan hug á því að ryðja okk- ur úr vegi. Ekkert kom fyrir þá á heim- leiðinni og má vera að það hafi verið vegna þess að þeir fóru ekki venjulega leið. En þeir voru klukkustund á leiðinni í staðinn fyrir það að þeir þurftu ekki að vera lengur en 15 mín- útur. Þegar þeir sáu grilla í Hjallinn í náttmyrkrinu. stað- næmdist Helgi. — Gildrur eru oft lagðar við grenið, sagði hann. Bíddu hjerna Orace á meðan jeg lit- ast um. Helgi var leikinn í því eins og Indíáni að læðast svo, að enginn yrði hans var. Hann hvarf Orace samstundis éins og skuggi og svo heyrði Orace ekkert í honum fyr en hann kall aði: — Alt í lagi. Úlfurinn situr heima og er að brugga einhver ný vjelræði. Þeir skiftust á að. vaka um nóttina, eh þeim var enginn ó- skundi ger. Úlfinum hafði mis- tekist einu sinni. En það var engin hætta á því að hann gæf ist upp. Það var áreiðanlegt að hann var nú að brugga ný ráð, sem stóðu dýpra, svo að engin hætta væri að nýjum mistök- um. 71. Ja spurði mig hvað Sheol væri, og þegar jeg skýrði það fyrir honum eftir bestu getu, sagði hann: — Þú átt við Molop Az, eldhafið, sem Pellucidar flýtur á. Allir dauðir menn, sem grafnir eru, fara þangað. Litlu ajöflarnir, sem dvelja í Molop Az, flytja þá þangað í smá- stykkjum. Þetta vitum við, því þegar grafir eru opnaðar, sjáum við, að hlutar af líkunum, eða líkin öll, eru horfin. Það er af þeim ástæðum, að við komum okkar mönnum, þegar þeir deyja, fyrir í háum trjám, svo að fuglarnir geti fundið þá og borið þá til heims dauðans, fyrir ofan land sorgarinnar. En ef við verðum óvini að bana, jörðum við lík hans, svo að það fari til Molop Az. Á meðan við ræddumst við, höfðum við gengið upp eftir gili því, sem jeg kom eftir, er jeg rakst á úthafið og sithicann. Ja gerði sitt besta til að fá mig til að hætta við að fara aftur til Phutra, en þegar hann sá, að jeg var staðráðinn í því, fellst hann á að fylgja mjer til staðar, þar sem sjá máttýsljettuna, sem borgin stóð á. Mjer til mikillar'undrunar var þetta aðeins skammt frá þeim stað þar sem jeg hafði hitt Ja. Sýnilegt var, að jeg hafði eytt miklum tíma í göngu mína um gilið, og svo reyndist raunin sú, að rjett handan við gljúfrið stóð Phutra. Jeg hlýt því að hafa nálgast borgina nokkrum sinnum á göngu minni. Þegar við komum upp á gilsbarminn og sáum granit- turna Phutru framundan, gerði Ja enn eina tilraun til að fá mig til að hætta við hina fíflslegu ákvörðun mína og snúa með sjer til Anoroc, en jeg ljet mig ekki, og að lokum kvaddi hann mig, og þóttist þess nú fullviss, að hann mundi aldrei sjá mig framar. Mjer þótti leitt að skilja við Ja, því mjer hafði fallið sjerstaklega vel við hann. Með því að nota leyniborg hans á Anoroc sem bækistöðvar, og með hermenn hans til fylgdar, hefðum við Perry getað gert út árangursríka rannsóknarleiðangra, og jeg vonaði, að ef okkur tækist að flýja frá Mahörum, mætti okkur síðarmeir auðnast, að fara til Anoroc. Hvað sjálfan mig snerti, þurfti jeg þó að koma í fram- kvæmd einnri mikilvægri ákvörðun, áður en svo gæti orðið, en það var að finna Dían hina fögru. Jeg þráði að sjá hana og vera hjá henni á ný. Það hefir frjest frá París (þótt Frakkar sjeu allra inanr.a frjálslyndastir) að þar hafi verið hafin herferð gegn ljett- úðarbókmentum. Einnig er og sagt að hafin sje þar allöflug barátta gegn áfengisneyslu. ir — Það er tákn um gildi manns, ef hann hefir hæfileika til þess að vera einrænn cg kjark til þess að vera óvinsæil. Johs. Jörgensen, ■* Flutningur lifandi fisks. Ákveðið hefir verið að flytja lifandi fisk frá stöðuvötnum í Lappabygðinni í Gállivara loft leiðis til Stokkhólms. Flugvjel- in, sem notuð verður til þess- ara flutninga er útbúin-þannig, að hún getur flutt 700 kg. af lifandi fiski. ★ Samviskuauga. Ameríkumenn hafa fundið upp nokkurskonar samvisku- auga fyrir ökumenn. Við þjóð- vegina hefir verið komið upp áhöldum, sem mæla hraða öku tækja, og birtist hraðinn þann- ig, að ökumaðurinn kemst ekki hjá að sjá, hve hratt hann ekur. Hcsta-flugvjel. Amerískt flugfjelag hefir látið smíða fjórar stórar flug- vjelar, sem eingöngu eru ætl- aðar til þess að flytja veð- hlaupahesta á milli veðreiða- staðanna. Hestarnir voru fyrst í stað allloftveikir, en þeir hafa fljótt vanist flugferðum og kunna prýðilega við sig í loft- Asb)ömsena asvmtyrm. — f Sígildar bókmentaperltir. [ Ógleymaniegai íökuj i bamanna ••niiiiHtimiiiin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.