Morgunblaðið - 25.01.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LaugardagUr 25. jan. 1947 Inniny Eiinbjargar Jónasdóttur AF SJÚNÁRHÚLI SVEITAMANNS HÚN andaðist að heimili sínu í Borgarnesi þann 18. þ. m., og verður jarðsungin í da'g, að Borg á Mýrum. Með henni er horfin af sjónarsviðinu sú kona, sem virtist eiga greiðan aðgang að hvers manns hjarta, enda óvenjulega vinsæl og víð- kunn að mannkostum, þar á meðal og ekki síst, fyrir gest- risni og höfðingslund. Mun því mörgum hafa fundist, sem þeir heyrðu þungan brest og sáran, er þessi ekkja „með sjötíu ár á herðurn" fjell í valinn. Frú Elínbjörg var að upp- runa úr Dalasýslu, fædd að Hnúki í Klofningshreppi, 21. desember 1876, en ólst upp að Dagverðarnesi á Skarðs- strönd. Dvaldist hún þar í sýslu fram yfir miðjan aidur. Er mjer lítið kunnugt um kjör hennar og kriogum stæður á þeim tíma, að öðru leyti en því, að hún giftist kornung og eignaðist börn. Og mjer er sagt, að henni hafi ekki hlotnast, nema að nokkru leyti, ^sú hamingja, sem flestir kjósa sjer í þeim efnum. Fyrir um það bil 30 árum, fluttist hún úr átthögum sín- um til Borgarness, og settist ' þar að, þá orðin ekkja, auðug af iífsreynslu, en óbuguð. — Hafði hún þá misst börn sín, utan einn son, Odd Búalson, sem er enn á lífi, kvæntur og búandi í Borgarnesi. Litlu síðar stofnaði hún þar heim- ili með ástvini sínum, Gott- skálki Björnssyni, trjesmíða- meistara. Varð þar síðan engin breyting á, meðan þeim báðum entist aldur. '— Gotskálk ljest árið 1944. Það væri ekki nema hálf- sögð saga, ef komist væri svó að orði um þau Elínbjörgu og Gottskálk, að þau tækju vel á móti gestum. Hin sanna lýs ing á þessu, ér sú, að hús þeirra stóð öllum opið, og var' ávallt hæli og viðkomustað- ur fjölda manns, nær og fjær. En það voru ekki einungis aðhlynning og höfðinglegar veitingar, sem gerðu heimilið aðlaðandi, heldur öllu frem- ur ástúðarhugarfar húsbænd- anna, sem bak við lá. Engum gat dulist, að andi kærleikans lýsti yfir heimili þsirra svo ríkulega, að hvergi bar á skugga, og gerði litla húsið að höll, sem æfinlega hafði nóg rúm fyrir gestahópinn, hversu stór sem hann var. Um vinsældir frú Elínbjarg ar má hiklaust fullyrða, að þær voru með fádæmumjmikl ar, og um sambúð hennar og Gottskálks, verður ekki sagt með sönnu annað en hið fegursta. Glöggt vitni í því efni, er sú saga, að Elínbjörgu var ráðiagt að leita sjer iækningar, sem kynni rð hafa getað lengt æfi her - um stund. En hún hafj bví ráði, af því, að hf iði endurfundi við ástvir : m var farinn, og beið hennar í landi eilífðarinnar. Og nú er því þráða takmarki náð. A næstu tímum, munu margir þeirra, sem eiga leið um Skallagrímsdal í Borgar- nesi, renna augum saknaðar og tregða og líta augum ástúðar og þakklætis, heim að húsinu hénnar Ellu, þar sem þeir höfðu lifað fjölda- margar ánægjustundír, og eignast safn hugljúfra minn- inga. Jeg er einn meðal hinna mörgu, er áttu því láni að fagna, að kynnast frú Elín- björgu og njóta mannkosta hennar í orði og verki. Mjer er því ljúft að minnast henn- ar, og endurtaka það, sem áður var sagt, að andi kær- leikans lýsti yfir heimili, hennar og athöfnum. Og í þeim anda, langar mig að geta fært henni, með þ%ssum línum, mína hinnstu þakklæt iskveðju. Minning hennar og ástvinar hennar mun lengi geymast í f.jölda þakklátra hjartna, sem taka undir þá kveðju, einum rómi. G. J. hveitiúfflutningi Washington í gærkvöldi BANDARÍKIN hafa í hyggju að hraða hveitiútflutningi sínum, svo að 400 miijón skeppur hafi verið fluttar úr landi fyrir marslok og alt að því 500 miljónir fyrir lok júní mánaðar. Clinton Anderson, matvæla ráðherra, gaf þessar upplýs- ingar í Washington í gær. Anderson tilkynti einnig, að gera mætti ráð fyrir, að útflutningserfiðleikar þeir, sem sköpuðust sökum verk- fallanna s.l. ár, hefðu nú ver- iB yfirunnir, og spáði því, að um 1500 þúsund tonn af hveiti og ýmsum öðrum fæðutegund, um miindu verða flutt úr landi á mánuði hverjum. — Reuter. Þjonn skofinn fil bana. LONDON: — Tveir breskir hermenn hafa verið handteknir fyrir að skjóta þjón í Jerúsa- lem til bana. Þjónn þessi var egypskur. FRÁ ÞVÍ SEGIR í Egils .sögu Skallagrímssonar, að þá er Ketill hængur kom hingað til að nema hjer land, bar þá fyrst sunnan að landinu. En með því að veður var hvasst, en brim á landið og ekki hafn legt, sigldu þeir vestur um landið fyrir sandana. — Og enn í dag er ekki hafnlegra á suðurströndinni en var í þann tíma er Ketill hængur og aðr ir landnámsmenn lögðu leið sína hingað út. 'Á' ALLAR ALDIR íslandsbygð- ar hefur hafnleysan á söndun um í Rangárvalla- og Skafta- fellssýslum verið einhver sá mesti erfiðleiki, sem íbúar þessara hjeraða hafa átt við að stríða. Lengi vel var það svo, að enginn verslunarstað- ur var á öllu svæðinu austan frá Papós og út á Eyrarbakka, Á þessa tvo , staði urðu því allir bændur þessara víðlendu sveita að sækja bæði til að- drátta og sölu á afurðum sín- um, og margir urðu að leggja leið sína alla leið suður í ver- stöðvarnar á Reykjanesskaga til að ná í fiskmeti. Eru slíkar kaupstaða- og skreiðarferðir næsta merkilegur þáttur í lífi horfinna kynslóða, hafa ýmsir fræðimenn gert þeim góð skil 1 ritum sínum eins og t. d. Jón Pálsson og Oddur Oddsson. ★ Fyrir þá, sem lengst áftu að fara, munu ferðir þessar oft hafa tekið kringum viku hvora leið. Auk þess komu svo tafir vegna óveðra og vatnavaxta og oft langar bið- ir á verslunarstöðunum í ös og annríki kauptíðarinnar. Má eflaust með sanni segja að uiðskifti og aðdrættir við þessi skilyrði hafi verið einna tor- veldasti þátturinn í lífsbar- áttu fólksins, og að hin al- gjöra hafnleysa þessara hjer- aða hafi haft meiri erfiðleika í för með sjer heldur en þekt- ir voru annarsstaðar á land- inu. ★ Langt er síðan nokkur skörð voru rofin í brimgarð- inn við suðurströndina, fyrst með verslun í Vík í Mýrdal og síðan með uppskipun á nokkrum stöðum á söndun- um — í Öræfum, við Hvalsíki Skaftárós og e.t.v. víðar Stytti þetta ferðirnar í „kaupstað- inn“ að miklum mun. En mikl um erfiðleikum var þetta samt bundið, enda þótt stór- um væri betra en áður tíðk- aðist. Oft urðú flutningaskip in að liggja dögum saman í Vestmannaeyjum og bíða eft- ir að sjór lægði, svo að hægt væri að athafna sig við strönd ina. Á sama hátt varð fjöldi manna að bíða í sandinum af sömu ástæðum, stundum varð að hætta uppskipun í miðju kafi, þegar brimaði og bátur- inn e.t.v. að halda á brott með eitthvað af vörunurn o. s. frv. Voru þessir flutningar svo dýrir og erfiðir, að ekki var við þá unað til langframa meðan samgöngur við aðra landshluta fleygði fram bæði á sjó og landi. 10. janúar Var því stefnt að því að hætta við sjóflutningana eins fljótt og unnt væri og fiytja j allar vörur með bifreiðÆn frá i Reykjavík og afurðir bænda , til baka. Hefur nú svo verið um nokkur ár hin síðari, að , öll hjeruð á Suðurlandi, að i Öræfum einum undantekn- um hafa haft allar samgöng- ur sínar á landi, en engar á sjó. Eru þessir flutningar að vísu býsna dýrir fyrir þá sem .fjærst búa Reykjavík, en svo öruggar og þægilegar, að eng- um mun til^hugar koma að í hafa þá á annan veg. ★ Eins og fyr segir hafa Öræf ingar fram að þessu ekki get 1 að notað1 landleiðina til flutn- i'tiga. Þeir, sem til þekkja vita líka að til þeirra er tor- leiði mikið. Sveitin er inni- lukt á alla vegu. Að baki er Vatnajökull, brimströndin að framan, að austan Breiða- merkursandur með Jökulsá og fleiri vötnum, en að vestan j Skeiðarársandur. Yfir hann falla Núpsvötn og Skeiðará. 1 Það virðist því ekki árenni- jlegt, að rjúfa þann múr, sem náttúrah hefur byggt um þessa litlu sveit. Hingað til hefur ekki annara úrræða ver ið leitað í samgöngumálum þeirra en sjóflutningand 1 með þeim kostnaði og erfið- leikum, sem þeim fylgja og áður er lýst. Aðalframleið.sla Öræfinga er saltkjötið. Hefur það. stundum verið alt að því ársgamalt, þegar það hefur komist á markað og þá eðli- lega ^kki góð vara, sem stund mm mun hafa verið seld með 'niðursettu verði. Vár ■þvj mikil nauðsyn á fyrir Öræf- inga að losna við þá áhættu pg erfiðleika sem framleiðsla þeirra og viðskifti hljóta að vera háð með sjófutningun- um. Einstaka sinrium hefur ver- ið farið yfir Skeiðarársand með bifreiðar, sem flutst hafa í Öræfin hin síðari ár, en um flutninga eftir þeirri leið hef- ir ekki verið að ræða, þár til nú í vetur, að hlutafjelagið Leiðólfur á Kirkjubæjar- klaustri tók að sjer að flytja kjötið úr Öræfum landleiðina til Reykjavíkur. Er nú búið að fara tvær ferðir með þrjá bíla hvort sinn og hafa þegar verið fluttir um tveir þriðju hlutar kjötsins. Var fyrri ferð in farin seinni partinn í nóv. en sú seinni um miðjan des. Mun það sem eftir er, verða sótt við fyrsta tækifæri. ★ í þessar ferðir voru aðal- lega notaðir stórir 10 hjóla herbílar með drifi á öllum hjólum. Þó fór einn bíll í fyrri ferðina, sem aðeins hef ur drif á afturhjólum. Flutn- ingar þessir hafa í allá staði grJigið ágætlega þótt yfir stór vötn, grýtta sanda og óvegi í Öræfum og Flj-ótshverfi sje að fara. Var farið á einum degi milli Öræfa og Síðu, en líklegt er að fara mætti fram i. og aftur samdægurs. Þarf- þá ekki að hætta á að bílarnir teppist fyrir austan Skeiðar- ársand, ef vötn spillast eða vaxa yfir nóttina. ★ Sú reynsla sem fengist hef ur við þessa flutninga, þótt lítil sje, sýriir að kleift er að flytja afurðir Öræfinga á markað landleiðina, ef atorka og hyggindi fá að ráða, og kraftmikil og traust flutninga tæki eru fyrir hendi, þegar færi gefst yfir stórvötnin. Með þéim ætti að vera lokið þeirri erfiðu og kostnaðar- sömu baráttu, sem undan- farna áratugi hefur verið háð við brimströndina á Suður- landi. Vöruflutningar yfir Skeiðarársand í skammdeg- inu í vetur bundu endi á hana, — vonandi að fullu og öllu. Eins og að framan er lýst, eru Öræfin ein af einangruð ustu sveitum landsins. Þar hefur fólki frekar fækkað eins og víðast hvar í sveitum, og mundi sjálfsagt hafa stefnt til fullrar auðnar eins og sums- staðar á útkjálkum, ef sam- göngutækni nútímans næði ekki þangað hið allra bráð- asta. Það verður vitanlega altaf nokkurt álitamál, hversu mik ið þjó'ðfjelagið á að leggja fram til samgöngubóta fýrir fámenn og afskekkt, byggðar- lög, þegar fólkið getur búið arsstaðar. — í þessu víð- arnnsnstaðar. í þessu víð- lenda og torsótta landi hljóta vegir og brýr að verða afar- dýr, ef þau eiga að n,á til allra hvar sem þeir kjósa að búa í landinu. ★ Það er ekki nóg að halda skálaræður fyrir hinum , dreifðu byggðum“ í átthaga fjelögum höfuðstaðarins. Það hefur næsta lítið að segja þó að útkjálkarnir eigi einhver „ítök í hjarta“ kaupstaðar- búa eða þeir hugsi til þess með sársauka að liðsmönnum skuli fækka mjög á þessum fremstu vígstöðvum, sem þeir gjarnnan nefna svo. Kaldir bæir verða ekki hitaðir með hjartahlýju, og völn og veg- leysur verða ekki brúaðar með neinum hugartengslum við þá sem í þjettbýlinu búa. ★ Hjer dugar ekkert annað en skynsamleg úrræði, atorka ogj kunnátta 1 notkun nýtísku flutningatæk.ja uns þjóðfjelag ið verður fært um að gera góð ar samgönguleiðir um allar byggðir landsins, sem vonandi verður með tíð og tíma. Víst þarf byggðin skipulagningar við og hún kemur að vissu leyti af sjálfu sjer. Eintök býli á útnesjum og í afdölum leggjast í auðn máske enn frekar en orðið er, og fólkið þokar sjer saman. En á það stig er samgöngutæknin nú þegar komin, að hún ætti að ,geta bjargað heilum byggðar lögum frá auðn, þó í þá átt hafi í rauninni stefnt fram að þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.