Morgunblaðið - 25.01.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.01.1947, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. jan. 1947 MORGUNBLAÐIÐ Brjet irá JSIþinffi: Stefán Jóhann og Ramadier — Innflutn- ingur ávaxta — Sauðárkrókur kaupstaður I ÞESSARI viku hafa tveir socíalistaleiðtogar í Evrópu ver ið önnum kafnir við tilraunir til stjórnarmyndunar, þeir Poul Ramadier í Frakklandi og Stefán Jóhann Stefánsson á ís- landi. Tilraunum Ramadiers® hefir nú lokið með því að honum tókst að mynda ríkisstjórn, sem nær allt franska þingið styður. Tók stjórnarmyndun þessi 6 daga. Tilraunir hins íslenska socíalistaleiðtoga hafa gengið treglegar. í dag er 15. dagur þeirra án þess að árangur sje (. sjáanlegur. Óhætt mun þó að vænta tíðinda af þeim nú um helgina, a. m. k. er talið að Stefán Jóhann hafi fullan hug á að geta þá skýrt forseta ís- lands frá árangri tilrauna sinna. Hjer verður ekkert fullyrt um það, hvaða niðurstöðu megi vænta af viðræðum þeirra þriggja flokka, sem undanfar- inn hálfan mánuð hafa ræðst við um möguleika á samstjórn. Um það er þó ekki ástæða að fara í neinar grafgötur, að inn- an allra þessara flokka eru skoð anir nokkuð skiptar um afstoðu til slíkrar' stjórnarmyndunar. En vaxandi óþreyju gætir nú hjá þingi og þjóð eftir ein- hverjum úrslitum eftir rúmlega þriggja mánaða þóf. Er það mjög að vonum. Innflutningur ávaxta. Tillagan um að fela ríkis- stjórninni að annast um að inn- flutningur nýrra ávaxta verði aukinn svo og skipulagður að landsmenn eigi ávallt kost á einhverri tegund þeirra, hefir nú verið samþykt endanlega. Má því vænta þess að þessi holla fæðutegund verði ekki lengur talin til þess varnings er þjóð- hættulegt geti talist að verja gjaldeyri til kaupa á. Er það raunar ein af dularfyllstu ráð- gátum íslenskra verslunarmála, hversu innflutningur ávaxta hefir um margra ára skeið átt hjer erfitt uppdráttar. Hvergi í heiminum eru ávextir taldir til ónauðsynlegs munaðarvarn- ings. Þeir eru þvert á móti álitnir ein lífsnauðsynlegasta fæðutegund, sem almenningur á völ á, enda víðast hvar afar- ódýrir. Hjer hafa menn orðið að fara með glóaldin eins og mannsmorð þá sjaldan að þau hafa sjest hjer fyrir einstaka náð infiflutningsmáttarmald- anna. En vonandi er þessu tíma bili lokið. Avextir verða nú væntanlega fluttir inn eins og önnur matvæli eftir efnum og ástæðum og almenningur þarf ekki lengur að hafa þá hang- andi yfir höfði sjer, forboðna og bannlýsta. Fjölgun dýralækna. Jón á Reynistað, Gunnar Thoroddssen, Jón Pálmason og Esja til Miðjarðarhafs tölnr tekna Hlutfalls- Steingrímur Steinþórsson flytja frv. um fjölgun dýralækna úr 6 upp í 8. Ætlast þeir til að hinir nýju dýralæknar verði búsettir við Breiðafjörð og í Skagafir^i eða Húnavatnssýslu. Gunnar Thoroddssen flutti fyrir þremur árum frv. svip- aðs efnis en einhverra hluta vegna náði það ekki lagagildi. > Verður Sprengisandsvegi snúið upp í mjólkurveg? Nokkru fyrir jól fluttu þeir Ingólfur Jónsson og Jónas Jóns- son þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að láta fara fram athugun á því, hvort tiltækilegt væri að gera færa bifreiðum yfir sumarmánuðina leiðina frá Landssveit í Rangár- vallasýslu um Holtamannaaf- rjett og Sprengisand að Mýri í Bárðardal. Nú hefir þm. Barðstrendinga. Gísli Jónsson, flutt breytingar- tillögu við þessa tillögu og legg ur til að hún verði orðuð á þessa leið: Alþingi ályktar að.fela ríkis- stjórninni að láta fram fara at- hugun á því, hvaða vegafram- kvæmdir og brúargerðir eru mest aðkallandi í landinu, með tilliti til sölu landbúnaðaraf- urða og fuilnægingar á mjólk- urþöff bæja og þorpa og annara viðskipta landsmanna, svo og með tilliti til nauðsynlegra póst samgangna og fólksflutninga um landið. Skal leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi niðurr stöðu þeirrar athugunar. Fyrirsögn tillögunnar orðist svo: Tillaga til þingsályktunar um athugun á nauðsynlegum vega og brúarframkvæmdum. Þannig vill þm. Barðstrend- inga breyta Sprehgisandstillög- unni. Báðar þessar tillögur eru at- hyglisverðar. En viðkunnalegra hefði þó verið að þær hefðu ekki þurft að standa hvor ann- ari fyrir þrifupa. Esja til Glasgow og Miðjarðarhafs. Jónas Jónsson flytur þings- ályktunartillögu um að skora á ríkisstjórnina að undirbúa fast- ar ferðir annars stærra strand- ferðaskipsins sumarlangt milli Glasgow og Reykjavíkur og eina ferð ,,að vorlagi með ís- lenskt ferðafólk til merkustú staða við Miðjarðarhaf“. Flutningsmaður leggur til að nýja Esja verði notuð til þess- ara ferða. Glasgowferðirnar eigi fyrst og fremst að fara til þess að afla þjóðinni erlends gjaldeyris þar sem ætla megi að margir útlendingar myndu ins. Bendir hann á að nota megi skólana í Reykholti, á Laug- arvatni og að Skógum undir Eyjafjöllum sem gistihús fyrir þá meðan þeir dveldu hjer á landi. Miðjarðarhafsferðina eigi hinsvegar að fara til þess að gefa Islendingum sjálfum tæki færi til þess að sjá hin sól- björtu lönd er að „Mare Nostr- um“ liggja. Um viðkomustaði skipsins segir flm. þetta í greinargerð tillögu-sinnar. ,.Ef lagt væri af stað í slíkar ferðir um miðjan mars, mundi að öllum líkindum verða hald- ið suður að Spánarströnd og fyrsta verulega viðkoma í Lissabon. Síðan mætti hugsa sjer viðkomu í Gíbraltar, Malta, Barcelona, Nizza, Genaa, Róm, Neapel, Feneyjum, Aþenu Miklagarði, eina höfn í landinu helga, Kairo, Túnis, Malta, Rúðuborg og þaðan skyndiferð til Parísar.“ Fallega skeiðar Brúnka, — margt dettur þingmanni Suð- ur-Þingeyinga skemmtilegt í hug. Fær Sauðárkrókur kaupstaðarjettindi? Þingmenn Skagfirðinga, Stein grímur Steinþórsson og Jón á Reynistað flytja frv. um kaup- staðarjettindi fyrir Sauðár- krók. Frv. þetta er framborið sam- kvæmt ósk hreppsnefndar Sauðárkrókshrepps. Færir hún fram þau rök fyr- ir ósk sinni að kauptúnið sje orðið svo fjölmennt að ógerlegt sje að fá mann til þess að gegna þar oddvitastarfi sem auka- starfi. Beri því nauðsyn til þess að ráða þar sjerstakan bæjar- stjóra. Sýslunefnd Skagafjarð- arsýslu er talin hlynnt þessari ósk Sauðárkróksbúa. íbúar Sauðárkróks munu nú vera nær 1 þús. talsins. að henni sje ekki ætlað sæmi- lega myndarlegt viðfangsefni. Hún á að reikna út hvað allir eigi að, fá í kaup, leggja grund- völl að alveg einstöku rjettlæti, óvjefengjanlega og varanlega. Svona er lítill vandi að ná þessu þráða takmarki, bara að skipa sex manna nefnd. Eftir 5 mán- uði á hún að hafa reiknað úi% hvað hver starfsstjett á að hafa í kaup. Það verða ham- ingjusamir menn, sem sitja í þessari nefnd og orðstýr þeirra mun lengi lifa ekki síður en flutningsmanns tillögunnar. Alþingi, 23. janúar 1947. S. Bj. Hlutfallstölur tekna Islendinga. Skúli Guðmundsson flytur þingsályktunartillögu um hlut- fallstölur tekna hjá þjóðfjelags- stjetfunum. Leggur hann til að ríkisstjórninni verði falið að skipa sex manna nefnd til þess að gera tillögur um hlutfalls- tölur tekna hjá öllum stjettum þjóðfjelagsins. Á nefndin að hafa lokið störfum fyrir 1. júlí 1947. * Það er alltaf eitthvað hressi- legt við að heyra stungið upp á nýrri nefnd, sjerstaklega í landi þar sem margar duglegar nefndir eru fyrir. En það verð- ur þó aldrei sagt um þessa nýju takasjer far með henni4il lands' nefnd, ef hún lítur dagsins ljós, Yfirlýsiny viðvíkjandi Camp Knox Aö geinu tilefni óskar nefnd sú, sem bæjar- ráö hefir falið að hafa umsjón með og gera til- lögur um ráðstöfun á Camp Knox, að taka það fram, að hún mun ekki úthluta neinum íbúð- arbröggum til einstaklinga. Viðvíkjandi munum, sem kynni að verða seldir til einstaklinga verður auglýst síðar. Valgeir Björnsson, Jón Axel Pjetursson, Jóhann Ólafsson. Vjelvirkja vantar í vjelsmiðju í Bolungarvík. Sveinsrjett- indi nægileg. Reglusemi áskilin. Góð kjör í boði. Húsnæði iitvegað. Uppl. í síma gefur Bernódus G. Hal^dórsson framkvæmdastjóri Bolungarvík. VJELSMIÐJA BOLUNGARVÍKUR H.F. Sími 2. Framtíðaratvinna Reglusamur maður með góða söluhæfileika, sem getur tekið að sjer að siá um nekstur á tóbaks- og sælgætisverslun á gcðum stað í mið bænum, getur fengið atvinnu frá 1. næsta mánaðar. Umsóknir sendist í box 185, merkt „framtíð“ Fyrirliggjandi TE Gott, ódvrt. J). Urynjól^óóon ^JJu uaran 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.