Morgunblaðið - 25.01.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.01.1947, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. jan. 1947 MORGUNBLAÐIÐ t) Stjettabardtta er ekki lausnin Kæru fjelagar! ÞETTA mun verða erfitt. Nokkrum ykkar mun ef til vill sárna. En jeg er „verkamanna- leiðtogi“. Og hverskonar „leið- togi“ myndi jeg vera, ef jeg segði ykkur ekki, h.vað mjer virtist vera framundan? Hjer kemur það í stuttu máli: Nú eru þeir tímar, sem krefj- ast þess, að þið leggið ykkur alla fram við vinnuna. Þið verð ið að framleiða og framleiða og aftur að framleiða. Það verða einnig allir aðrir amerískir verkamenn að gera. Við höfum fengið kaup okkar hækkað og aftur hækkað og enn einu sinni hækkað. Það er ágætt. En ef við hækkum kaupgjaldið án þess að auka framleiðsluna, þannig að jafnvægi myndist, þá líður ekki á löngu þar til kyrstaða verður á öllu í þjóðfjelaginu. Fjármagn og góð stjórn geta hækkað kaupið að vissu marki, en samt sem áður dregið úr kostnaði, lækkað vöruverð, auk ið sölu og stuðlað að meiri vel- megun. En nú höfum við hækk- að kaupið svo, að fjármagn og góð stjórn geta ekki gert þetta hjálparlaust. Nú stórfenglegasta stund ameríska verkamannsins upp- runnin. Nú verða verkamanna- fjelögin að hjálpa fjármagninu og framleiðendunum til þess að standa undir aukinni fram- leiðslu og vinnuframboði til hagsældar fyrir amerísku þjóð- ina. Bætt kjör. Við skulum athuga kjarabæt- ur þær, sem fengist hafa í iðn- grein okkar. Frá því 1941 hafa miklar kauphækkanir orðið. Og.við lentum ekki í verkföll- um. Þið hafið einnig öðlast aðr- ar kjarabætur. Ykkur eru greiddir helgi- og frídagar. Þið fáið ýms hlunnindi, ef slys eða veikindi ber að höndum. Þið fáið eftirlaun. Og loks betur loftræstar og betur upplýstar vinnustofur. Allt þetta veldur auknum kostnaði fyrir vinnu- veitendur ykkar. En það besta er, að þið hafið öðlast meiri virðingu og öryggi. Það er ekki hægt að reka þig núna, nema fyrir rjettmætar á- stæður og að undanfarandi gjörðardómi. Fjelög okkar hafa einnig öðlast öryggi. Fyrir fáum árum höfðu vinnu veitendurnir öll ráð okkar í hendi sjer. Nú er þetta þver- öfugt. Eigum við nú að koma jafn ódrengilega fram við vinnuveitendur okkar eins og þeir komu einu sinni fram gagn vart okkur? Eða eigum við að sýna einhverja skynsemi? Ekki þeirra vegna heldur sjálfra okk ar vegna? Þið skulið athuga þetta. Kaup ið er undir sölunni komið og salan veltur á framleiðslunni. Odýr framleiðsla eykur söluna. Síðastliðið ár hafa vinnuveit- endur okkar varið meira fje í kaupgreiðslur og verkfærakaup heldur en þeir hafa fengið inn af sölunni. Seinnstu 20 árin hef ir meðal hagnaður af hverju úri verið minni en einn dollar. Hagnaður er nauðsynlegur. Að- eins með því að fá ágóða, geta vinnuveitendur okkar látið Eftlr Walter W. Cenerazzo ^Jöfundur þessarar greinar er leiðtogi verklýðs- fjelags verksmiðjufólks, seAi vinnur við Hamilton, Elgin og Waltham klukkuverksmiðjurnar í Banda- ríkjunum. Greinin er hluti af brjefi, sem hann sendi fjelögum sínum fyrir skömmu. Þótt greinin miðist að nokkru við ameríska staðhætti á hún vafalaust erindi til margra, sem eru haldnir þeirri firru, að gott samkomulag milli verkamanna og vinnuveitenda geti ekki haldist nema með hat- rammri stjettarharáttu. Greinin birtist í „Readers Digest“. okkur hafa betri verkfæri, svo að við getum framleitt betri vöru og þannig fengið okkar skerf af auknum hagnaði með launahækkun. Við verðum því að aðstoða vinnuveitendur okkar til þess að öðlast meiri ágóða. Stjettabaráttan. Nokkrir ykkar munu segja: „Svo þú tekur svari fyrirtækj- anna“, já, jeg tek svari fyrir- tækjanna, en jeg tek einnig svari verkamannafjelaganna. Sá, sem aðeins lítur á sjónar- mið fyrirtækjanna og álítur stjettarfjelög vera eingöngu til þess að berjast gegn, er „stjetta baráttu-maðurinn", sömuleiðis er sá einnig „stjettabaráttu- maður“, sem einungis sjer stjettarfjelög, en álítur öll fyr- irtæki vera arðræningja. Til þess að hindra, að stjettabarátt- an leggi landið í auðn, verðum við að samræma þessi ólíku sjónarmið. Vinnuveitendur og vhrka- menn hafa ekki verið heilir í samstarfi sínu. Fyrirtækin hafa fengið okkur í hendur betri vjelar og fullkomnari vinnuað- ferðir. En það var oft eins og þau hefðu dálæti á vjelunum en andstygð á starfsfólkinu. Ef þau komust að því, að einhver piit- anna ávann sjer aukaskilding vegna afkastaaukningar nýju vjelanna, þá lækkuðu þau laun in, svo að hann hafði engan hagnað af aukningunni. Hann lærði af reynslunni. Og svo næst þegar endurbættar vjelar komu fram, þá ljet hann þær ekki vinna með fullum afköst- um. Þetta hefir kostað Ameríku biljónir dollara, sem annars hefðu stuðlað að aukinni auð- sæld og velmegun. Fyrirtækin geta aðeins sjálfum sjer um- kennt. Stjettarfjelög geta einnig ver ið óheil í sínum gjörðum. Aðal- starf þeirra er að fá kjarabæt- ur. Við höfum öðlast þær. En þá geta stjettarfjelögin orðið þröngsýn. Þau reyna ef til vill að berjast gegn nýjum vjelum og aðferðum eða þau haga sjer skvnsamlega eins og okkar fjelag hefir borið gæfu til. Hagsmunir beggja. Einn af okkar nýrri vinnu- samningum kveður svo á að fyr irtækið „viðurkenni rjett laun- þeganna til launauppbótar, eftir því sem gjaldþol fjelags- ins leyfir“. En hann kveður einnig svo á að „til þess að tryggja framtíð fjelagsins, þá verður það að vera vakandi fyr ir tæknilegum framförum inn- an iðngreinarinnar“ og enn- fremur „afkastagetan verði nýtt til hins ítrasta". Jeg er stoltur af þessu. En við getum aðeins leyft okkur þetta vegna þess að samning- urinn segir einnig, að ef fjelag- ið álítur, að við fáum of mik- inn ágóðahlut vegna afkasta- aukningar og vilji lækka hann, þá skuli slík mál lögð í gerðar- dóm skipaðan af fyrirtækinu og stjettarfjelaginu í samein- ingu. Við getum núna óhræddir horfst í augu við tæknilegar framfarir. Janfvægi hefir kom- ið á njilli rjettar mannsins ann- arsvegar og rjettar vjelanna hinsvegar. Þetta jafnvægi á að haldast í sjerhverri amerískri verksmiðju. Stjettarfjelögin geta þá hætt áð berjast ein- göngu fyrir bættum aðbúnaði. Þau geta orðið virkir þátttak- endur í stjórn fyrirtækjanna og stuðlað að aukinni framleiðslu og auðsæld. Og hversu dásam- leg verður ekki Ameríka, þeg- ar frjálsir vinnuveitendur og frjálsir og óháðir verkamenn ganga samhuga til verks í öll- um amerískum verksmiðjum! Hver og einn einasti iðnaðar- verkfræðingur getur sagt þjer, að ekki ein einasta verksmiðja í Ameríku hefir nokkru sinni komist nálægt hámarksafköst- um. Og það mun aldrei ske, ef þú hjálpar ekki til. Þú getur sjeð ýmislegt, sem forráðamenn irnir sjá ekki. Þú getur sjeð, hvar verðmæti fara forgörðum að óþörfu, þótt í smáum stíl sje. En -það dregur sig saman og ffetur orðið óhemju fjársjóun. Forráðamennirnir ráða ekkert við þetta, en þú getur bjálpað mikið. Þú getur aðstoðað fjelag þitt til þess að sýna forráða- mönnunum að við viljum stuðla að auknum ágóða fyrir fyrir- hana, því að þeir þarfnast henn ar. Samkcppnin um markaði. A meðan á stríðinu stóð fram leiddum við ekki úr, heldur hár nákvæm tæki fyrir herinn. Og á þeim tíma voru 28,000,000 svissneskra úra fluttar inn í landið. Við eftirljetum Sviss all an ameríska markaðinn. Mesta sala fyrir stríðið var • árið 1929, þegar við og SviSs seldum samtals 5,T00,000 úra í Bandaríkjunum. I ár hefir stjórnin semþykkt að leyfa inn- flutning á um 9,200,000 sviss- neskra úra. Svisslendingar eru leiknir, hagsýnir og hárnákvæm ir. Þeir kunna að framleiða. Hjá þeim eru hæstu laun á meginlandi Evrópu, en samt eru þau helmingi lægri en hjá okk- ur. Dáfalleg samkeppni! Fyrir stríðið höfðum við 50% af ameríéka markaðinum nú að 'eins 25%. Nú verðum við að framleiða eða tortímast. En við erum ekki einir um þetta. Ríkisstjórn okkar hefir heitið því, að vinna gegn hvers- konar hömlum á alþjóða við- skiptum. Við munum • flytja meira út og til þess að vega upp á móti því verðum við að flytja meira inn. Hugsjónin um „Einn heim“ er að verða að veruleika. Það yrði dásamlegt, því að það stuðlaði-að varan- legum friði. En mig langar til að segja þetta við miljónir verkamanna, fjelaga okkár, i öðrum iðngreinum. Þetta þýðir þá harðvítugustu samkeppni, sem nokkru sinni hefir átt sjer stað. Annaðhvort verður þú að leggja þig allan fram eða missa atvinnuna. Það væri best, að vinnuveitendurn- ir bæðu um aðstoð ykkar eða þið ljetuð þeim hana fúslega í tje án þess að þeir færu fram á það. Margir ykkar kunna að segja: ,,En okkar iðngrein hefir ekki svo mikla þýðingu. Við fram- leiðum til útflutnings“. Þetta er rjett. En þið skuluð líta til Bretans! Þeir framleiða sífelt betri og betri vörur, sem þeir reyna að selja á okkar mörkuð- um. Auk þess er kaupgjalaið svo hátt hjá okkur, að þeir geta undarboðið okkur, nema að við aukum og bætum framleiðsl- una. þú hefir örlög hins frjálsa fram taks Ameríku á þínu valdi. A hverjum degi er verka- manninum gefið frjálst val á milli hins frjálsa íramtaks ein- staklingsins og alræði ríkis- valdsins. Verksmiðjustúlkan við hina lítilfjörlegustu vjel tekur einnig stöðugt þátt í þessari miklu atkvæðagreiðslu. Þú veist að stjettarfjelag okk- ar er á rjettri leið. Við styðj- um hið frjálsa framtak og vinnuveiténdurnir vita það. Við leyfum engan kommúnista áróður í fjelagi okkar. Við höf-- um á meðal okkar aðeins fáa lýðskrumara, sem æpa: „til fjandans með yfirmennina". Við erum stoltir að vinna við fyrirtækin. og forstjórar þeirra mættu segja: ,við erum stoltir af stjettarfjelögum úriðnaðar- mannanna“. Mig langar til, að þið veitið mjer heimild til þess að segja eitthvað á þessa leið við þá: Við, fjelagar úrsmíðasamtak- anna, erum hliðhollir hluthöf- unum, forráðamanna og starf- inu sjálfu. Við' höfum öðlast ný rjettindi og við ætlum okk- ur að notfæra okkur þau. Okk- yr hefir einnig verið lagðar nýj ar skyldur á herðar og við ætl- um að uppfylla þær. Við ætlum að heyja drengilega keppni við ykkur. Við ætlum að reyna að gera eins mikið eða meira en þið, til þess að framleiða fleiri og vandaðri úr. Við ætlum að gera starfið að jákvæðum og skapandi mætti í heimkynnum okkar. íj 13 í s n 5i i s. m n rn'111 "t r I Manchester í gær LÖGREGLAN í Manchester rannsakar nú svokallað „rauð hettu“-morð tíu ára gamallar stúlku að nafni Chiela Gowrie sem fannst myrt í gærmorg- un fyrir frámaA hús foreldra sinna. Telpan hafði verið kyrkt. Leynilögreglumenn gera ráð fyrir, að lík Chielu hafi verið fíutt að húsi hennar nokkrum klukkustundum eft ir að hún hafði verið myrt. Stúlkan var á leið til ömmu sinnar, þegar hún hvarf, en nokkru seinna rakst löarreglu þjónn á lík hennar. — Reuter Frjálsir verkamenn. Hið frjálsa framtak Ameríku manna hefir verið viðhaldið og tækin — auknum ágóða fyrir varðveitt jafnt af verkalýðnum hluthafana, fyrir forráðamenn- sem af atvinnurekendum. Hin- ina og fyrir næstu kauphækk- ir útlendu keppinautar okkar un-okkar. 'hneigjast æ frekar til-sósíal- Nokkrir stjórnendur telja sig i?ma. í þessum „Eina heimi“ ekki þurfa á neinni aðstoð að verðum við Amerílúunenn halda frá íCjettarfjelögunum. næstum því eina þjóðin, sem Þeir hafna henni, þegar hún virðir og viðheldur hinni frjálsa er boðin fram. Þeir eru hroka- framtaki einstaklingsins. gikkir, sem heldur vilja tapa ! Ef þú vilt varðveita það, verð fje hluthafa sinna en koma ur þú að framleiða. Þú getur fram af sanngirni. Svo er guði sagt „nei“, því að þú ert frjáls fyrir að þakka, að vinnuveit- maður í frjálsu landi. Verka- endur okkar eru ekki i þessum ' mennirnir í Rússlandi geta ekki hópi. Þeir fagna aðstoð okkar. | neitað. Þeir verða að framleiða, Nú skulum við veita þeim' þegar þeim er sagt það. Fjelagi, í Hamborg hóta verkfalli Hamborg í gær. LEIKARAR í Ilamborg hafa hótað að gera verkfall, nema forstjóri ríkisleikhússins í borginni verði lálinn fara frá. Það voru Bretar, sem skipuðu forstjórann í stöðuna. Borgarstjóri Hamborgár, Max Brauer, var viðstaddur á fundi þeim, er leikararnir ákváðu að krefjást frávikningar forstjór- ans, Arthurs Hellmer. Halda þeir því fram, að Hellmer hafi meiri áhuga á peningum en list. Borgarstjórinn neitaði að verða við kröfu leikaranna. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.