Morgunblaðið - 25.01.1947, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.01.1947, Blaðsíða 15
Laugardagur 25. jan. 1947 i OSGUNBLAÐIÐ 15 Hlíf í Hafnarfirði 40 ára í DAG minnist Verkamanna fjelagið Hlíf í Hafnarfirði 40 ára afmælis síns. Fjelagið var stofnað 1907, en þar er fyrsta fundargerðarbók þess er glöt- uð fyrir mörgum árum- síðan, er ekki með vissu vitað hvaða mánaðardag fjelagið var stofn- að, en eftir því er kunnugir menn segja, var fjelagið stofn- að síðari hluta janúarmánaðar eða í byrjun febrúar. — Að- eins einn af stofnendum fje- lagsins er énn á lífi, og er það Jóhann Tómasson; Austurgötu, Hafnarfirði. Hlíf hefir staðið fyrir neyt- endafjelagi og nú síðustu árin hafa verið starfræktar tvær fjelagsdeildir innan fjelagsins, þar sem er Fjelag vörubílaeig- enda og Fjelag fólksflutnings- bifreiðaeigenda. Form. Fjelags 'vörubílaeigenda er B. M. Sæ- berg, en form. Fjelags fólks- flutningsbifreiðaeigenda er Bergþór Guðmundsson. Nýlega stofnaði Hlíf innan sinna vjebanda -styrktarsjóð, ■sem strax á fyrstá ári gat styrkt fjelagsmenn er fyrir meiðslum urðu. Núverandi stjór'n Hlífar, skipa: Hermann Guðmundsson, form., Bjarni Erlendsson, Ólaf ur Jónsson, Jens Runólfsson, Grímur Andrjesson, Helgi Jónsson og Sigurður T. Sigurðs son. I tilefni af afmælinu hefir Hlíf gefið út afmælisrit. — Rit þetta er 130—140 blaðsíður og skreytt fjölda mvnda úr sögu fjelagsi-ns og frá Hafnarfirði 'fyr og nú. Einnig efnir fjelagið til mikils fagnaðar, er haldinn verður í kvöld kl. 8 í G. T.-hús- inu í Hafnairfirði. AðaHundur Fjelags íslenskra náttúru- fræðinga FIMTUDAGINN 23. janúar 1947, var aðalfundur haldinn í Fjelagi íslenskra náttúrufræð- inga. I stjórn voru endurkosn- ir: Dr. Sigurður Þórarinsson, Dr. Hermann Einarsson og Dr. Áskell Löve, en til vara Dr. Finnyr Guðmundsson. Auk að- alfundarstarfa var rætt um skipulagningu á kaupum og vörslu raunvísindalegra bóka og tímarita. Til fundarins hafði verið boðið landsbókaverði, háskólabókaverði og fulltrúum frá þeim opinberum stofnunum, sem eiga sjerbókasöfn i náttúru fræði og öðrum raunvísindum. Svohljóðandi ályktun var ein- róma samþykt: Fundurinn telur nauðsynlegt, að sem fyrst verði hafist handa urn heildarskráningu þessa bókakosts, sem er í eigu At- vinnudeildar Háskólans, Fiski- fjelags íslands, Búnaðarfjelags íslands, Veðurstofunnar, Raf- magnseftirlits ríkisins og ann- ara opinberra stofnana raunvís indalegs eðlis, svo að sjerfræð- ingum stofnananna og almenn- ingi geti orðið sem mest gagn að þeim bókakosti, sem fyrir er. Fundurinn telur æskilegt, að komið verði heildarskipulagi á bóka- og tímaritakaup opin- berra stofnana. <2}ciabó b 25. dagur ársins. Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er 1 Laugavega Apóteki, sími 1616. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. Messur á morgun: Dómkirkjan. Kl. 11 sjera Bjarni Jónsson Kl. 5 sjera Jón Auðuns. Laugarnesprestakall. Mess- að kl. 2 e. h. Sjera Garðar Svavarsson. — Barnaguðsþjón- usta kl. 10 f. h. Sjera Garðar Svavarsson. Sunnudagajskóli Ilallgríms- soknar. í Gagnfræðaskólahús- inu við Lindarg. kl. 10 f. h. Fríkirkjan. Kl. 11 barnaguðs þjónusta. Kl. 5 síðdegismessa. Sjera Árni Sigurðsson. Guðsþjónusta í Elliheimilinu kl. 7 síðd. Helgi Tryggvason, stud. theol. flytur ræðuna. Fjelagslíf Þeir, sem hafa í hyggju að eignast hið ný ljósprentaða 1. tbl. Fjelagsbl. K.R. frá 1932, sem verið hefur ófáanlegt í ára- tug — ásamt örfáum eintök- um af blaðinu frá byrjun — ættu að koma sem fyrst niður á afgreiðslu Sameinaða. Stjórn K.R. Skíðaferðir að Kol- viðarhóli í dag kl. 2 WJy/ og 8. Og kl. 9 í fyrrá- málið. Farmiðar seld- ir í versl. Pfaff í dag frá kl. 12—4. Farið frá Varðarhúsinu GLÍMUMENN ÁRMANNS! Áríðandi er að allir glímumenn fjelagsins mæti á æfingunni í kvöld kl. 8—9. Stjórnin. 3. fl. æfing í kvöld í í. B. R. Tilkynning K. F. U. M. Á morgun kl. 10 f.h. Sunnu- dagaskóli. Kl. 1,30 eh. drengja fundir. Kl. 5 e.h. unglinga- deildin. KI. 8,30 e.h. samkoma Ástráður Sigursteindórsson talar. Allir velkomnir. ALMENNAR SAMKOMUR. Boðun Fagnáðarerindisins er á sunnudögum kl. 2 — 8 e.h. Austurgötu 6, Hafnarfirði. Tapað Nesprestakall. Messað í kap- ellu Háskólans kl. 2. Sjera Jón Thorarensen. Hallgrímssókn. Messað kl. 2 e. h. í Austurbæjarskólanum. Sjera Jakob Jónsson. Barna- guðsþjónusta kl. 11 f. h. á sama stað. "Sjera Sigurjón Árnason. Hafnarfjarðarkirkja. Messað kl. 2. Börn, sem eiga að ferm- ast í ár og næsta ár, kömi til viðtals. Sjera Jön^Jiorarensen. Hjónáband. í dag verða gef- in saman í hjónaband af sjera Sigurði Einarssyni, ungfrú Ester Jónsdóttir og Hlöðver Kristjánsson, ráfvirki. — Heim ili þeirra verður Sogaveg 114. Kvenrjettindafjelag .íslands er fertugt á mánudag og hefur í hyggju að minnast þess með því að halda hóf í Oddfellow- húsinu þá um kvöldið kl. 9. Stjórn fjelagsins va^ntir þess að konur fjölmenni. ■—■ Aðgöngu- miðar verða afgreiddir í Hljóð færahúsinu. Höfnin. Hollenska olíuflutn- ingaskipið Monica, sem er í flutningum fyrir Olíuverslun Islands, fór í ferð á fimtudag- inn. — Fiskflutningaskipið Linda Clausen kom inn til þess að lesta saltfisk til Ítalíu. Sænska skonnortan Miriam, sem komi hafði með timbur- farm, fór til útlanda. — Bel- gaum kom af veiðum, með Skut ul, sem mist hafði skrúfuna, í eftirdragi, en fór síðan til út- landa. — Sverrir fór í gær í strandferð vestur. Botnvörp- ungurinn Þórólfur fór til Eng- lands. Laxfoss kom úr strand- ferð til Vestmannaeyja. Súð- in kom úr strandferð að vest- an. Eimskipafjelagsskipin. Ðrú- arfoss kom til Rvíkur 18/1. frá New York. Lagarfoss kom til Gautaborgár 21/1. frá Kaupm. höfn. Selfoss kom til Kaupm.h. 23/1. frá Stokkhólmi. Fjallfoss fór frá Kópaskeri í gær til Seyðisfjarðar. Reykjafoss fór frá Antwerpen 22/1. til Hull. Salmon Knot fór frá New York 17/1. til Rvíkur. True Knot er í Rvík fer í dag til New York. Becket Hitch er í Halifax. Coastal Scout lestar í New York í byrjun febrúar. Anne kom til Rvíkur 15/1. frá Kaup- mananhöfn. Lublin fór frá Hafnarfirði 22/1. til Hull. Lech er í Rvík. Horsa er í Rvík, fer í dag 25/1. til Leith. Hvassa- fell er í Rotterdam. ÚTVARPIÐ í DAG: 8.30— 9,00 Morguriutvarp. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15.30— 16,30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukensla, 1. flokkur 19,00 Enskukensla, 2. flokkur. 19,25 Tónleikar: Samsöngur (plötur)1 20.30 Leikrit: „Refirnir“, eftir Lillian Hellman (Leikstjóri: Haraldúr Björnsson). 22,05 Danslög. Brúnt KVENSEÐLAVESKI (með peningum í) tapaðist við Laugaveg 8, vinsamlega skil- ist gegn fundarlaunum á Öldugötu 47, miðhæð. Kaup-Scla NOTUtí HÚSGÖGN keypt ávalt hæsta verði. — Sótt heim. — Staðgreiðsla. — Sími 5691. — Fornverslunin Grettisgötu 45. BEST AÐ AUGLYSA t MOBGUNBLAÐINU Frístundamálarar halda sýningu FJELAG Frístundamálara hjer í bæ, ætlar á vori kom- anda að opna málverkasýn- ingu í Listamannaskálanum. Mikill fjöldi mynda mun verða sýndur og um þrjátíu af fjelagsmönnum sýna verk sín. Flestir þeirra eru ungir menn á milli tvítugs og þrí- tugs. Sýningin verðui' opnuð um miðjan aprílmánuð n.k. 1 i Setningarvjeiablý fyrir prentsmiðjur væntanlegt. Kaupendur góðfúslega tali við oss, sem fyrst, þar sem magnið er takmarkað. ^.^4mason Co.+ Símar: 5206 — 4128 '$>$><$>$>$/$>$^$&$&<$®&$>&$$z$$>q>q^$>$^>$><$/$><$$><$$><$>q>®q&®q/$q&q&§z$> Lokað í dag frá kl. 12, vegna jarðarfarár. Konan mín, ÁLFDÍS HELGA JÓNSDÓTTIR, andaðist að heimili sínu, Dalsmynni, Kjalar- nesi, að kvöldi 22. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og bróður hinnar látnu Bjarni Jónsson. Konan mín, móður okkar, tengdamóður og amma UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist 24. þ.m. að heimili sínu, Helgafelli Mosfellssveit. Fyrir mína hönd og annara vandamanna Níels Guðmundsson. Sonur minn GUÐMUNDUR JÓNSSON verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánu- daginn 27. þ.m. kl. 3 e.h. Sólborg Sigurðardóttir. Við þökkum innilega öllum þeim, sem hafa sýnt okkur samúð og vinsemd við andlát og jarðarför ^ | AÐALSTEINS KRISTINSSONAR, fyrv. framkvæmdastjóra. Sjerstaklega viljum við færa Sambandi ísl. samvinnuf jelaga þakkir fyrir þá rausn og virð ingu, sem það hefur sýnt hinum látna með því að kosta útförina. Lára Pálmadóttir. Halla Aðalsteins. Heiða Aðalsteins. Karl Stefánsson. Sigurður Kristinsson. Jakob Kristinsson. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við | andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar MATTHEU PÁLSDÓTTUR TORP Ivald Torp og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við and- lát og jarðarför SIGRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR Kárastíg 8. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.