Morgunblaðið - 20.05.1947, Side 1

Morgunblaðið - 20.05.1947, Side 1
16 ssður 34. árgangur Þriðjudagur 20. maí 1947 ísafoldarprentsmi-ðja h.f. EiGfm J0 Jarðskjálftar í Hveragerði: trWu&g&r"** **•“<*» Skemdir hafa orðið á mannvirkjum EKKI HAFA aðrir eins jarðskjálftar orðið í Hveragerði í fjölda mörg ár, sem aðfaranótt mánudags og í gærmorgun. Fýrst var jarðhræringa vart á laugardag og sunrnidag, en um- klukkan 10 ó sunnudagskvöld fóru þeir vaxandi og um kl 12 á hádegi í gær kom snarpasti kippurinn. Olli hann skemmdum ó húsum og öðrum mannvirkjum þar. I allan gærdag voru þvínær látlausar jarðhræringar, en þær virtust þó fara minnk- •andi eftir því sem á daginn leið. Fleiri tugir hvera hafa mynd- ast í sjálfu þorpinu og varð fólk í tveim húsian að yfirgefa þau í gær. Þá hafa myndast goshverir, sem spýta svartri leðju i 70 tiE90 metra hæð. Grýta hefur hinsvegar hætt að gjósa a.m.k. í bili. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á mönnum. Jarðskjálftar byrja Þegar jarðskjálftanna varð fyrst vart, en það var á laug- ardag, voru þeir vægir og voru það til um kl. 10 á sunnudags- kvöld. Þá fóru þeir nokkuð vaxandi. Um klukkan 11 um kvöldið kom mjög snarpur kippur. Unga fólkið í Hvera- gerði var þá að skemmta sjer í samkomuhúsinu, en það ljet slikt ekkert á sig fá. Ekki hafði það heldur nein áhrif á hið dansandi fólk, þó að ljósin slokknuðu. — Glóðarþræðirnir hrukku í sundur vegna hrist- ings. — Þeir, sem voru heima við, hjeldu að ekki væri nein ástæða til að óttast frekari kippi sem þennan. En raunin varð önnur. Það má segja að ekkert hlje hafi orðið frá þvi klukkan 11 þar til kl. 4 aðfaranótt mánudags. Ekki úr fötum í rúman sólarhring Fáir Hvergerðinga gengu til hvílu þessa nótt. I flestum hús- um hafðist allt fólkið við i einni stofu. I tveim eða þrem húsum flutti fólk yfir í timbur hús nágrannanna. Ekki er vit- að til að fleiri hús hafi verið ydirgefin meðan mestu ham- farirnar gengu yfir. í flestum húsum í Hvera- gerði urðu minniháttar skemmdir á allskonar lausa- munum. Sumsstaðar fjellu nið nr ljósakrónur, veggklukkur ognannað lauslegt. Þeir, sem yfirgáfu heimili sín aðfaranótt mánudags fóru heim til sín aftur þegar í gær- morgun. Skemmdir á mannvirkjum Mestar skemmdir af völdum jarðslcjálftanna haía orðið að Framh. á bls. 9 Sameiginleg! verk- fall Gyðinga og Araba í Paleslínn Jerúsalem í gærkveldi. EOÐAÐ hefir verið til víð- tæks verkfalls í Palestínu á morgun (þriðjudag). Standa bæði verklýðssamtök Araba og Gyðinga að því, og er þetta eitt dæmi af fáum um nokkurskon- ar samvinnu þessara þjóða. Af hálfu umboðsráðs Gyðinga í Palestínu var tilkynnt í dag, að 30—40 þúsund verkamanna myndu taka þátt í verkfallinu og verður það því eitt hið um- fangsmesta þar í landi. Verk- fallið er gert til þess að mót- mæla því, að mörgum verka- mönnum, sem unnið hafa hjá breska hernum, hefir verið sagt upp vegna þess að þeirra var ekki þörf lengur. Gert er ráð fyrir því, að verkfallið standi ekki lengur en einn dag. Er þess krafist að verkamennirnir fái bætur fyrir uppsögnina. —Reuter. ÍS.Þ. ALBERTO Tarchiani, sendi- herra Italíu í Washington af- henti í dag Trygve Lie, aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna, upp tökubeiðni Ítalíu í bandalagið. Beiðnin verður afhent upptöku- nefnd Oryggisráðsins til um- sagnar. En ekki kemur beiðnin til athugunar, fyrr en endan- lega hafa verið staðfestir frið- arsamningarnir við Italíu. —Reuter. Wallace í ræðustól Henry Wallace, fyrverandi verslunarmálaráðh. Bandaríkja hefir verið á ferðaiagi í Evrópu löndum og haldið fyrirlestra til að fordæma stjórnmálastefnu Trumans forseta og stjórnar hans og hvetja til að látið verði undan kröfum Rússa. — Hefir þetta ferðalag hans mælst illa fyrir í Bandaríkjunum, á sinn hátt eins og er Lindberg flug- kappi var að viðra sig upp við Göring og nasista. Þykir Wall- ace vera hinn mesti Rússadind- ill, en um leið er á það bent að hann sje gersamlega áhrifalaus maður í stjórnmálum og rit það sem hann er ritstjóri að, sje lít- ið útbreitt. Heimildarrlt um utanríkisstefnu Þjóðverja London í gærkveldi. AÐ undanförnu hafa sagn- fræðingar verið að vinna úr gögnum, sem hafa að geyma upplýsingar um stefnu Hitlers- stjórnarinnar í utanríkismálum á árunum fyrir styrjöldina og á styrjaldarárunum sjálfum. Sagnfræðingar frá ýmsum lönd um munu koma saman á ráð- stefnu í Berlín í næsta mánuði til þess að undirbúa útgáfu fyrsta bindis ritsins, og mun það taka yfir árin 1937—1931. —Reuter. |IJtgáfa ríkisskuidabrjefa | — Framtai eigna og I tekna — Innköllum Iseðia — Skráning inn- j stæðna og handhafa- I hrjefa Þrjár leiðir fyrir skattþegnana, STJÓRNARFRUMVARP um hina margumtöluðu eignakönnun er nú komið fram á Alþingi. Var því útbýtt i gær. Svo sem kunnugt er, varð að samkomulagi með flokk- um þeim, er standa að núverandi ríkisstjórn, að fram skyldi fara almenn eignakönnun í landinu, og var sett ákvæði um þetta í málefnasamning stjórnarinnar. Þrem mönnum var falið að semja frumvarp um eigna- könnun, þeim Pjetri Magnússyni fyrv. fjármálaráðherra, Sigtryggi Klemenssyni stjórnarráðsfulltrúa og Þórði Eyjólfssyni hæstarjettardómara. Að sjálfsögðu ákvað ríkisstjórnin hvert skyldi vera efni frumvarpsins. Læknar einangra krabbameins vírus SAMKVÆMT útvarpsfrjett frá New York- hefir læknum í Ameríku tekist að einangra krabbameinsvírus úr sjúkum músum og var skýrt frá því á læknaþingi í Chicago fyrir helg ina, að tekist hefði fyllilega að ganga úr skugga um einkenni þessa virus. Það er fjelagsskapur, sem vinnur að rannsóknum á krabbameini, sem stóð að rann- sóknunum. — Verður ekki að svo stöddu sagt hve hjer er um þýðingarmikla uppgötvun að ræða í baráttunni gegn þessum mannskæða sjúkdómi, þar sem nánari fregnir vantar. Náðunarbeiðnum hafnað PÁLL Grikkjakonungur ref- ir neitað náðunarbeiðni tveggja þýskra hershöfðingja, sem her- rjettur í Aþenu dæmdi til dauða í desember s. 1. fyrir stríðs- glæpi. Báðir voru menn þessir á sín um tíma yfirmenn þýsku herj- anna á eyjunni Krít — Reuter. LEIKKONA í EINVÍGI. LONDON: Franska leikkon- an Lise Merville hefir skorað gagnrýnandann Roger Dornes á hólm. Dornes mun í einum af leikdómum sínum hafa líkt líkkonunni við beinagrind. Frumvarpið er í 6 höfuð- köflum (50 greinar), og eru fyrirsagnir kaflanna þessar: I. Um útgáfu ríkisskuldabrjefa. II. Um sjerstakt framtal eigna og tekna. III. Um innköllun I peningaseðla Landsbanka ís- lands. IV. Um nafnskráningu á innstæðum í lánstofnunum. V. Um tilkynningu handhafaverð- j brjefa. VI. Ákvæði er varða ; framkvæmd laga þessara. Skal nú greint frá aðalákvæð um frumvarpsins. Útgáfa ríkisskuldabrjefa. Ríkissjóður gefur út handhafa ríkisskuldabrjef sem verða tölu sett. Heildarfjárhæðin skal á- kveðin með forsetaúrskurði. Vextir af brjefunum verða 1% — einn af hundraði. Brjefin greiðist upp á 25 árum með 1/25 hluta útdrætti á ári hverju. Skuldabrjefin verða til sölu almenningi frá 15. júní til 1. ágúst 1947. Landsbankinn ann- ast söluna. Brjefin seljast við nafnverði gegn greiðslu í peningum, opin- berum verðbrjefum og skulda- brjefum gegn veði í fasteign, sem Landsbankinn metur gild. Opinber verðbrjef, sem ekki bera lægri vexti en 4%, skulu keypt við nafnverði, annars eft- ir mati Landsbankans. Veð- skuldabi'jef skulu keypt við nafnverði, ef þau bera 5% vexti eða meira, enda þinglesin fyrir 1. júlí 1946. Beri brjefin lægri vexti metur bankinn verð þeirra. Framh. á bls. 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.