Morgunblaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. maí 1947 MORGUNBLAÐIÐ rr K ÍNAKÖNNUNIN Framhald af bls. 1. Þrjár léiðir fyrir skattþegnana. Eignakönnuninni er fyrst og fremst ætlað það hlutverk, að færa eignarframtöl í rjett horf tiú og framvegis. Skattþegnunum gefst kostur ú að rjetta framtöl sín með þrennum hætti: 1. Þeir geta talið fram und- andregnar eignir innan þess tíma, sem tilskilið verður. Verð ur þeim þá gert að greiða van- goldinn skatt, samkvæmt gild- andi skattalögum án skattsekta. 2. Þeir geta talið fram und- andregið fje, alt að 45 þús. kr. eign, sem til hefir orðið eftir 1. jan. 1940. Eru þá 15 þús. kr. skattfrjálsar, en af 15—25 þús. greiðist 5%, af 25—35 þús. 10% og af 35—45 þús. 15%. Af því sem er yfir 45 þús. greiðist skv. skattalögunum, án sekta. 3. Loks eiga menn þess kost að kaupa fyrir undandregið fje sitt ríkisskuldabrjef þau, sem áður var greint frá. Verður þetta fje fest að láni hjá ríklnu, með 1% vöxtum. Þessi brjef eru skattfrjáls til ársloka 1952. Eftir þann tíma er eigendum í sjálfsvald sett, hvort þeir telja brjefin fram eða e’kki. Ef þeir telja þau ekki fram missa þeir tilkall til vaxta. Sjeu brjefin talin fram fá eig- endur greidda vexti, en ber að greiða skatt af brjefunum. Þeg- ar brjef eru dregin út verður að segja til nafns eigenda, og greiðir hann þá skatt af and- virðinu eftir þann tíma. Sjerstakt framtal. Til þess að sannreyna eignir manna er ákveðið, að sjerstakt framtal eigna og tekna skuli fram fara. Akveður fjármála- ráðherra framtalsdaginn ein- Siverntíma síðari hluta þessa árs en hann getur ekki orðið fyrr en útboðstími ríkisskuldabrjef- anna er liðinn (1. ágúst). Fjármálaráðherra og fram- talsnefnd, sem skipuð verður, Setja nánari reglur um fram- talið. Komi í ljós við framtalið eða við rannsókn á því, að viðkom- andi skattþegn á meiri eignir en samrýmst getur fyrri fram- tölum hans, koma hin sjerstöku ákvæði til framkvæmda. Af 25 þús. kr. eign, sem sann- anlega hefir verið til opðin fyr- ir 1. jan. 1940, og þá og síðan verið undan framtali dregin, skal ekkert gjald greiða. En af eign, sem til hefir orð- ið eftir 1. jan. 1940 og dregið hefir verið undan framtali greið ist sjerstakur skattur skv. því sem frá var sagt hjer í kaflan- um á undan. Skýri skattþegn af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi rangt frá cignum sínum á hinu sjer- staka framtali, skal sú eign sem undan er dregin falla óskift til ríkissjóðs. . Auk þess liggja við háar sekt- ir (alt að 200 þús. kr.), ef rangt er talið' fram eða af ásetningi þverskallast við að telja fram. Innköllun seðla. A undanförnum árum hefir verið meira í umferð af seðlum þjóðbankans en ætla má, að þörf viðskiftalífsins hafi kraf- ist. Almenn eignakönriun nær því ekki tilgangi sínum, nema seðlar sjeu innkallaðir, sem í umferð eru á framtalsdegi, og jafnframt sje aflað vitneskju um eigendur þeirra. Fjallar III. kafli frv. um þetta. Samkvæmt því hætta seðlar ) Landsbankans að vera löglegur gjaldeyrir frá upphafi framtals- dags. Landsbankinn og þær stofn- anir eða þeir aðilar, sem hann veitir umboð til innlausnar seðl um, eru skyldir að innleysa seðlana með afhendingu nýrra seðla framtalsdaginn og næstu 9 daga þar á eftir, eða alls 10 daga. Þegar sjerstaklega stend- ur á (seðlar sendir í pósti eða þvíuml.) skal skylt að innleysa þá eftir þann tíma. Komi seðlar eftir innlausnarfrest, tekur Landsbankinn við þeim, því ver ið getur að þeir fáist greiddir að einhverju leyti, ef dráttur á framvísun þeirra er afsakanleg ur. Verða settar nánari reglur um þetta. Ekki má sami aðili fá seðla innleysta nema í eitt skifti. Er sú regla m. a. sett vegna þess, að framvísun sama manns á seðlum mörgum sinnum og e. t. v. á mörgum stöðum mundi tor velda mjög innköllunina. Und- antekning er þó gerð um þá, sem eftir innlausnartíma fá í hendur peningabrjef, sem sett hefir verið í póst fyrir fram- talsdag. Til þess að sannreyna, hverjir sjeu eigendur peninga, sem innleystir eru, verður sá, er inn lausn æskir að sýna vegabrjef sitt eða sjerstakt nafnskýrteini og undirrita innlausnarbeiðni. Sjerstök ákvæði eru um Vjelstjórar 1. vjelstjóra vantar á 2 togara frá Reykjavík. — List- hafendur leggi nöfn sín í umslagi á afgr. Mbl., merkt: „Vjelstjóri“. Nokkrar röskar framistöðustúlkur óskast nú þegar og einnig stúlka vön matreiðslu. Upplýsingar í sima 1066 og 3520. tjekka, póstávísanir og ávísan- ir til greiðslu úr opinberum sjóðum. Þung refsing liggur við röng- um eða villandi upplýsingum í sambandi við innköllun seðla. Nafnskráning á innstæðum I IV. kafla fry. eru ákvæði er lúta að könnun á inristæðueign- um manna í bönkum og öðrum lánsstofnunum. Skal fram fara nafnskráning á slíkum inneign- um. Skal hver innstæðueigandi af henda hlutaðeigandi lánsstofn- un innstæðuyfirlýsingu á þar til gerðu eyðublaði, þar sem gerð sje grein fyrir innstæðunni og eiganda hennar. Lánsstofn- un er frá og með framtalsdegi óheimilt að greiða fje út úr inn- stæðureikningi, fyrr en hún hef ir fengið í hendur fyrrgreinda yfirlýsingu. Að liðnum fresti til að skila innstæðuyfirlýsingu, skal gerð skrá yfir þær innstæður, sem yfirlýsingar hafa ekki borist um. Skal síðan birta opinber- lega innköllun varðandi þessar innstæður. Komi eigandi fram samkvæmt innkölluninni, má gera honum að greiða alt að fjórðungi innstæðunnar í sekt. Gefi eigandi sig hinsvegar ekki fram, fellur innstæðan til ríkis- sjóðs. Handhafabrjef. Eigendur eða vörslumenn handhafaveðbrjefa, þ. e. skulda brjefa og vaxtabrjefa, svo og hlutabrjefa og stofnbrjefa í fjelögum eða fyrirtækjum, skulu tilkynna brjefin til sjer- stakrar skráningar. Skal í til- kynningunni greina nafn eig- anda. Jafnframt því, sem til- kynningin er afhent skattyfir- völdunum, skal sýna verðbrjef- in, sem verða þá stimpluð. Eftir að tilkynningarfrestur er liðinn skal gera skrá um þau verðbrjef, sem ekki hafa verið tilkynt, og birta síðan opinberlega innköllun varðandi þau. Fer þá um þau brjef á sama hátt og um innköllun seðla. Framkvæmdin. I VI. kafla eru ýmis ákvæði, er einkum varða framkvæmd laganna. Skal framkvæmdin falin sjer stakri nefnd, sem fjármálaráð- herra skipar. Nefnist hún fram- talsnefnd, og er skipuð 3 mönn- um og 3 til vara. Skattyfirvöld- um er skylt að aðstoða nefnd- ina. Framtalsnefnd er heimilt, án dómsúrskurðar, að láta fulltrúa sína rannsaka vörubirgðir ein- stakra manna og fyrirtækja og bókhald þeirra. Frumvarpið var tekið til 2. umræðu á síðdegisfundi í Nd. í gær. Fjármálaráðherra fylgdi frv. úr hlaði, en síðan urðu allmiklar umræður um málið. Að lokum var frv. vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. María Guðrún Guðjónsdóttir Ef Loftur getur það ekki — þá hvei ? í DAG er lögð til hinstu hvíldar frú María Guðrún Guð jónsdóttir, Vesturgötu 19, er dó 9. maí s. 1. Frú María var vinamörg merkiskona, norðlensk að ætt og ættgöfug. Hún var fædd 25. ágúst 1865 og nær 82 ára að aldri. Foreldrar hennar, Anna og Guðjón, bjuggu á Þórustöð- um í Eyjafirði, dóu þau á fárra vikna millibili,. og ljetu eftir sig sex börn munaðarlaus. Hin yngstu þeirra fóru þá til skyld menna sinna og er nú eitt þeirra á lífi — Arnþrúður hús- frú að Hvoli í Mýrdal. María var 9 ára, þegar hún misti foreldrana og var tekin til uppfósturs af föðursystur sinni, Aldísi Einarsdóttir á Litla Eyrarlandi í Eyjafirði. Uppkomin fór hún í vist og vann fyrir 30 kr. á ári, sem þá v.ar hæsta kaup. — Hún giftist árið 1895 eftirlifandi eigin- manni sínum, Þorsteini Gísla- syni, skipstjóra. — Þau áttu heima til að byrja með á Víði- völlum í Fnjóskadal og fluttu þaðan að Svínanesi _á Látra- strönd 1904. — Þorsteinn stund aði þá sjávarútgerð á árabili. María og Þorsteinn voru ham ingjusöm í hjónabandi og tók- ust með þeim ástir góðar. Á Víðivöllum fæddist þeim dreng ur 1898 og varð þeim ekki fleiri barna auðið. Þessi sonur þeirra er Gárðar Þorsteinsson lögfræðingur, sem þau hjón hafa dvalið hjá þessi síðari ár við hið ákjósanlegasta atlæti. — Nú var það mikið áhugamál þeim Maríu og Þorsteini, að mennta einkason sinn, sem þau unnu hugástum. Meðfram þess vegna fluttu þau til Akureyr- ar 1913. — Og árið 1925 tóku þau sig upp frá Norður- landi og fóru til Reykja- víkur. *— Síðan hafa þau dval- ið þar hjá Garðari syni sínum og frú hans, Onnu Pálsdóttir. Æfibraut Maríu og Þorsteins var framan af eins og gekk á þeim tíma — erfið, óhæg og mótdræg. — En trúfast hjóna- líf ruddi veginn, svo nú síðast- liðin 22 ár hafa þau, eins og sagt er — verið borin á hönd- um, á heimili sonar og tengda- dóttur, og virt og elskuð af fjöl skyldunni. •— Árið 1945 hjeldu þau gullbrúðkaup sitt, lífsglöð örugg og ung í anda. — María var einstaklega prúð kona og búin þeim kvenkostum að bæta um fyrir öðrum, gleðja og lífga upp, hvar sem hún var stödd. Hún mátti ekki aumt sjá, nema líkna og framgangs- máti hennar og hreinlæti var orðlagt. Alt var fyrnum fág- að, sem hún hafði hjá sjer, og vandað að öllu. — Þetta beriti til sálarhreinleika hennar •— og hreinskilni — sem kom og fram í viturlegunT ráðum og greinagóðum tillögum. — Æsk an í sál hennar var höfuðein- kenni lífskoðana hennar. — Barnið, sem gladdist við allt gott og fagurt og hlakkaði til að mega á hverjum degi ljetta og bæta fyrir einhverjum. Hreinskilni í orði var henni ljett og naut hún mikils styrks í samstarfi síns trúfasta maka. Nú um sinn var hún tæprar heilsu, olli því hjartabilun. Svo var María föst í sinni hjarta- hlýju barnatrú á guð og eilíft líf, að ekki var breyting á til íeviloka. Hið rólega, góða skap sitt endurnýjaði hún í morgun- Og kvöldbæn sinni. Það er að vísu harmur kveð- inn að eiginmanni eftir rúml. 50 ára samleið að vera skilinn eftir — og sannarlega á fjöl- skyldan á Vesturgötu góðum húsengli á bak að sjá — þegar móðirin, amman, langamman og eiginkonan María Guðjónsdóttir er horfin. En þó sess hennar sje auður, stafar einskonar andleg geislaglóð frá eilífa lífinu' yfir minningarnar, og vekur fögnuð um endurfundi. Vandamenn og vinir beina hlýjum samúðarkveðjum við þetta tæikfæri heim til ekkju- mannsins og allra náinna ást- vina Maríu sál. á Vesturgötu 19 og biðjum guð að vera þeirra styrkur. Eyjólfur Guðmundsson frá Hvoli. j DÍVAISll sem nýr, til sölu. Miklu- 1 braut 16, kjallaranum, þriðjudag kl. 5—6 e. h. iiiimiiiitiimrttifMtttiiiiiiiitimmtmiifiiiiiiutmtitmiit iiwyiiiiriiitmiiniiiiiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiMwi Píanó til sölu Gott píanó til sölu.' — Uppl. í síma 3564 og 2872. viiiiimxMimiiiimiiMiiiiiiiBiittmmKimiiiiiiiimiiiiiMa Atvinita | Stúlka helst vön af- greiðslustörfum óskast nú þegar í sjerverslun í Aust- urstræti. Verslunarskóla eða önnur hliðstæð ment- ún æskileg. — Tilboð merkt: ,,X—99 — 1153“ sendist Mbl. fyrir 1. júní. ffiniumummmrniiininniiiimiMiimim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.