Morgunblaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 20. maí 1947 MORGUNBLAÐIÐ 9 SVEINN JÓNSSON trjesmíðameistari MINNINGARORÐ SVEINN JÓNSSON trjesmíða- meistari verður jarðsunginn í dag. Hann andaðist að heimili sínu 13. þ. m., eins og fyr er getið. Banamein hans var lungnabólga. Tók sjúkdómur- inn hann svo geist, að hann and aðist á fyrsta veikindadegi. Sveinn heit. var fæddur að Steinum undir Eyjafjöllum 19. apríl 1862. Foreldrar hans voru Jón Helgason bóndi þar, og kona hans Guðrún Sveinsdóttir. Margbýli var að Steinum a þess um árum, en lítil búin hjá hverj um Steina-bóndanum. Vandist Sveinn í uppvextinum knöpp- um kjörum. Bar snemma á því, að hann var að eðlisfari ein- beittur og fylginn sjer. Fjórtán ára gamall fór hann ^ í fyrsta sinn til róðra til Vest- mannaeyja. Fekk hann þar „að ganga milli skipa“, sem kallað var. Var það siður þar, að ung- lingar fengu að róa dag og dag sitt hjá hvorum formanni, áð- ur en þeir höfðu aldur til að vera ráðnir fullkomnir háset- ar. Alls reri Sveinn 6 vertíðir í Eyjum, en var oftast heima í Steinum á sumrum. Rúmlega tvítugur kom hann hingað til Reykjavíkur, til þess að læra trjesmíði. Lærði hann hjá Þorkeli Gíslasyni, fekk hjá honum sveinsbrjef vorið 1886. Um haustið giftist hann Guð- rúnu Runólfsdóttur frá Maríu- bákka. Reistu þau bú í Vest- mannaeyjum. Stundaði Sveinn þar trjesmíðar. Börn Sveins og Guðrúnar Runólfsdóttur eru: Sigurveig, búsett í Vestmannaeyjum, Júlí- ana. listmálari í Höfn, Sveinn forstjóri Völundar, Arsæll útgerðarmaður í Eyjum og Sig- urður bílstjóri s. st. Árið 1898 flutti Sveinn hing- að til Reykjavíkur. Var hann síðan búsettur hjer til dauða- dags. Skömmu eftir að Sveinn flutti hingað, hófst hjer mikið framfaratímabil, útgerðin jókst mjög, stofnaður Islands banki, stjórnin flutt til landsins, er Hannes Hafstein varð ráðherra. íbúum Reykjavíkur fjölgaði ört á þessum árum. Voru á skömm- um tíma bygð ný bæjarhverfi. Þá var nær einvörðungu bygt úr timbri. Sveinn hafði verið hjer skamma hríð, er hann var orðinn meðal athafnamestu byggingameistara bæjarins. — Hafði hánn almenningsorð, sem vandvirkur maður, hagsýnn og traustur í viðskiftum. Hafði hann á þessum árum jafnan mörg hús í smíðum í einu, þetta 6—8 og 20—30 manns i vinnu. Það þótti mikið í þá daga. — Ýmist tók hann að sjer að byggja húsin fyrir ákvæðis- verð, ellegar hann reisti þau fyrir eigin reikning, til að selja þau fullsmíðuð. Sveinn gerði sjálfur upp- drætti að húsum þeim, er hann reisti. Við smíðanámið, hafði hann eigi að neinu ráði notið tilsagnar í teikningum. Aflaði hann sjer erlendra bóka, til leið beiningar við uppdrættina. — Sveinn Jónsson yrði haldið sem mest á lofti. — Lagði hann kapp á, að kvnna sjer öll söguleg efni, er v^rpað gætu ljósi yfir æfi og athafnir landnámsmannsins. — Tokst hann ferð á hendur til Nor- egs, til þess að sjá og kynnast þeim stöðvum, þar sem Ingólf- ur hafði alið aldur sinn, áður en hann lagði út hingað. Safn- aði Sveinn því, er skrifað hefir verið um Ingólf, í því skyni, að það yrði dregið saman í eitt rit. Sveinn var í bæjarstjórn Reykjavíkur um skeið. En í byggingarnefnd var hann lengi. Fleiri trúnaðarstörfum gegndi hann fyrir bæinn. Voru ýms hús þau, er hann teiknaði og reisti, með meira ný tískusniði þeirra tíma, en menn áttu hjer að venjast og þóttu til fyrirmyndar. Á þeim árum sem Sveinn fekkst mest við húsabyggingar, keypti hann allstórar lóðir í þá verandi útjöðrum bæjarins. — Kom þar fram sem oftar fyrir- hyggja hans. Hann var meðal stofnenda Völundar og í stjórn þessa fyrirtækis í mörg ár. Á kreppuárunum fyrir heims styrjöldina fyrri ljet Sveinn af byggingastörfum. Þá voru hjer miklir fjárhagserfiðleikar. — Hafði Sveinn tekið á sig all- miklar ábyrgðir, fyrir vini sína og kunningja, því hann var hjálpsamur og vinfastur. Stofn- aði hann nokkru síðar verslun með byggingavörur. Rak hann verslun þessa í nál. 25 ár. Eigi hirti hann um að hafa þessa verslun umfangsmikla, vildi geta ^rekið hana mestmegnis uop á eigin spýtur án mikillar aðstoðar. Og hafa þó talsverðan tíma afgangs til þess að sinna ýmsum hugðarefnum sínum. Árið 1885 var stofnuð fyrsta Goodtemplarastúkan hjer sunn anlands. Stúkan Verðandi. Var Sveinn meðal stofnendanna. Alla tíð síðan var Sveinn með- al áhugasömustu og fórnfúsustu forgöngumanna Reglunnar. —- Hafði hann þar mörg störf á hendi einkum þau er snertu fjárhagsmál. Þegar fjárhagur stúku hans var þröngur, tók hann jafnan við gjaldkerastörf- unum, til þess að fjelagsskap- urinn nyti hagsýni hans, og vegna þess hve framlagafús hann ætíð var, þegar á þurfti að halda. Hann átti mikinn þátt í því að Templarar keyptu Hótel ísland á sínum tíma og ráku það fyrir sinn reikning. Sveinn var og öflugur fjelags maður í Iðnaðarmannafjelaginu. Þegar Iðnaðarmannafjelagið gekkst fyrir því, að reist yrði minnismerki Ingólfs Arnarson- ar, var Sveinn í forgöngunefnd þess fyrirtækis. I sambandi við það starf, beindist hugur hans mjög til landnámsmannsins. I einbeitni, þreki og fyrirhyggju þess forustumanns sá Sveinn þá eiginleika, sem hann vildi helst kjósa þjóð sinni um alla fram- tíð. Það var honum því einlægt áhugamál, að minningu Ingólfs Hann var eindreginn Heima- stjórnarmaður á sinni tíð, og átti sæti í stjórn landsmálafje- lagsins „Fram“, er var eitt hið öflugasta stjórnmálafjelag, sem hjer hefir verið. Síðan Sjálf- stæðisflokkurinn var stofnaður, var hann eindreginn fylgismað- ur hans. Sveinn Jónsson hafði lifað alt framfaratímsrbil þjóðarinnar, alt frá því þjóðin var efnalaus, valdalaus og ráðalaus og fram til þeirra tíma, er við höfðum fengið fult sjálfstæði og vorum orðnir bjargálna. Hann hafði sjálfur brotist áfram úr fátækt til efna, með dugnaði og fyrirhyggju, og þeirri bjartsýni sem ávalt ein- kendi hann í öllu fjelagslífi hans og samstarfi við aðra. — Hann var raunsær maður í at- höfnum sínum, þegar um at- vinnu- og fjármál var að ræða. En í íjelagsmálum og menning- armálum var hann örgeðja „ide alisti“ er liafði óbilandi trú á því, að það myndi sigra, sem til frama horfir og blessunar fyrir land og lýð. í hópi fjelaga og góðra kunn- ingia var Sveinn síkátur og glaður. Þegar hann þurfti að koma einhverju til leiðar, inn- an þeirra fjelagssamtaka, sem hann vann fyrir, var það tíðum mesti styrkur hans hve vel hon um tókst að halda glaðværð sinni, og koma öðrum í gott skap. En það levndi sjer ekki. að á bak við kæti hans og spaugsvrði, var djúp alvara. manns, sem vissi hvað hann vildi, og bekti ekki síður alvar- legar hliðar tilverunnar. Sveinn Ijet af~störfum fyrir nál. 12 árum. Um sama leyti giftist hann eftirlifandi konu sinni Guðlaugu Teitsdóttur. — Síðustu árin, sem hin fyrri. rækti. hann fjelagsskap við stúkubræður sína, og aðra góða kunningja, sat með þeim löng- um, og ræddi við þá um lands- ins gagn og nauðsynjar og dæg urmál þjóðarinnar. Nú er hann skynailega horfinn úr þeim hóp sá, er hafði Iengsta lífsreynsl- una, og lengst hafði haldið þvi áhugans fjöri er getur jafnað mönnum veginn yfir erfiðleika lífsins. V. St. Jarðskjálftarnir Framh. af bls. 1 Gufudal, sem er skammt frá sjálfu þorpinu. Þar býr rausn- arbúi Guðjón Sigurðsson, bú- fræðingur. Ibúðarhús hans, sem er einlyft járnbent síein- hús, mjög vandað, hefur skemmst mjög mikið. Nær allir innveggir, sem einnig eru járn bentir, hafa sprungið npp undir loft. Þá hefur norður gafl hússins sprungið þvert yfir og nær sú sprunga, sem aðrar i húsi Guðjóns, í gegn. Veggir hlöðunnar, sem stend- ur nokkrum metrum fyrir norðan, hafa einnig sprungið. Þá hafa margar rúður i gróð- urhúsum hans brotnað og heita vatnsleiðslur i einu þeirra fjellu niður. Guðjón hefur tvær heita- vatnsleiðslur frá tveim hver- um, sem eru neðst í Reykja- fjalli. Vatn í öðrum hvernum þvarr svo að margir metrar eru nú niður að vatnsborðinu. tJr hinum hvernum var vatnsstraumurinn orðinn mjög lítill. Allt í kringum þessa hveri hafa myndast nýir hverir. Þá hefur hver sá er Gunnar Bjarnason að Álfa- felli notar við gróðurhús og ibúðarhús minkað svo að ekk- ert vatn var að fá úr honum í allan gærdag. Gæti því þessi skyndilega breyting á hverun- um haft mjög afdrifarikar af- leiðingar fynr gróðurhúsaeig- endur þar. En i gærkvöldi var ekki vitað um að fleiri gróður- hús eða íbiíðarhús hefðu orðið vatnslaus. 1 sjálfu þorpinu Hveragerði höfðu ekki teljandi skemmdir orðið á húsum, en sumsstaðar um steypusamsetningar liefur sprungið. Nokkrar skriður liafa fallið úr Reykjafjalli, en þó ekki vald ið neinum skemmdum á verð- mætum. Tvö hús yfirgefin í gær Á aðalhverasæðinu í Hvera- gerði voru í allan gærdag að myndast nýir hverir. — Við húsið Rey'khólar, en þar býr Valgerður, er hjer á árunum bjó að Kolviðarhóli, höfðu i gærkv. um kl. 7 myndast einir sex eða sjö hverir. Hveraopin voru álíka stór og tunnubotn. Þeir skvetta leir. Nokkrir smá- vatnshverir voru alveg við dyrnar á húsinu. Á næstu lóð, Ásgarði, höfðu margir hverir myndast. Var einn þeirra í miðju hliði á girðingu þeirri er umlykur húsið og annar við húsvegginn. — Var í gær- kvöldi ákveðið að flytja skyldi ólk úr húsum þessum. því að ekki þótti öruggt að láta það vera þar næturlangt. —- Fólki þessu var útvegað pláss i skól- mum. 70 til 80 metra gos Hverinn Svaði, sem er í hlíðum Reykjafjalls, var gífur- íega mikill í gær. Gaus hann miklum vatns- og leðjugosum með nokkru millibili. Töldu kunnugir menn þar, að gosin myndu ná allt að 70 til 80 m. hæð. Samfara gosunum voru gífurlegar drunur og jarðhrær- ingar þar næst. Þá skýrði Guðjón Sigurðsson, búfræðing- mr í Gufudal svo frá, að bann og heirnamenn heiðu sjeð er nýi hverinn, sem tæmdi hinn virkjaða hver Guðjóns, mynd- aðist. Sagði Guðjón að er hver- inn hafi opnast, hafi gosið upp kolssvört leðja í allt að 60 til 70 metra hæð, þrátt fyrir veðrið, sem var þar í gær. —- Gaus þessi hýi hver í allan gærdag með um það bil 45 min. millibili og náði þá gosið allt að 40 metrum. Grýta, sem venjulega gýs 15 til 18 metra gosi á 2*4 til 3 tíma fresti, gaus i gær aðeins eins til hálfsannars m. gosi. Nýir hverir í þorpinu 1 allan gærdag voru að myndast nýjir hverir á sjálfu hverasvæðinu í þorpinu, eins og fyrr segir. Á gangstig þeirn sem liggur út í vesturhluta þorpsins hafa t.d. myndast 2 hverir. Stærsti hverinn i þorp- inu, Sandhólahver, sem ekii ér vitað til að hafi gosið síðan árið 1894, er hann myndaðist, gaus í gærkvöldi um kl. 6 miklu vatnsgosi. Nokkrum metrum frá þeim stað er við stóðum nokkrir fjelagar mynd- aðist skyndilega hver. Það var einkennileg sjón að sjá. — Ekkert benti til þess að liver væri að myndast þar, en svo sjáum við hvar jarðskorpan sigur skyndilega niður og fram rennur sjóðandi heit leðja. Ekki er vitað til að breyting- ar hafi orðið á borholum, sern eru víða við Hveragerði. Upplökin við HveiagertVi ? I gærdag kom Steinþór Sig- urðsson austur i Hveragerði og hafði meðferðis jarðskjálfta mæli. Samkvæmt mælingurn Steinþórs var allt sem benti til þes6 að upptök jarðskjálft- anna væru skammt austur af Hveragerði. Jarðhræringa hefur orðið vart um allt Ölfus, á Selfossi og austur í Grímsnesi og Rang árvöllum. Þá skýrði Veður- stofan Morgunblaðinu svo frá, að á mælum hennar hefði orð- ið vart við 13 kippi hjer. — Dagsbrún Framh. af bls. 2. laugardaginn, mun allt að því tveir þriðju hafa fylgt tillög- um þessum. Aðrir lundarmenn sátu hjá. Er það Ijóst, bæði af fundarsókninni og undirtektun um undir atkvæðagreiðsluna, að fjelagsmenn líta svo á, að málið muni verða látið koma til atkvæðagreiðslu, áður en fjelagið hefur sagt sitt síðasta orð um það, hvort fara skuli út i verkfall eður eigi. Handavinnusýningu opnaði Sigrún Jónsdóttir á heimili sínu, Skeggjagötu 17, í gær. Munir á sýningunni eru: gobi- lín, kúnstbróderí, flos, o. m. fl. Munirnir eru allir nemenda- vinna þeirra, sem Sigrún befir kent í frístundum sínum í vet- ur. Allir sem þegar hafa sjeð þessi vinnubrögð ljúka miklu lofsorði á frágang allan og sjer- staklega röðun lita, og ná- kvæma smekkvisi í listasaumi. Sigrún hefir stundað nám í kennaraskólanum í vetur, Og er nú á förum til útlanda til frekara framhaldsnáms í þeás- ari greín og fleiru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.