Morgunblaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. maí 1947 Á FARTINNI cjCetjnilöcjrecj Íasacja ejtir jf^eter Cflieijlteii 13. dagur „Jæja, komið þjer þá rak- leitt hingað, og svo skulum við fá okkur svolítið að drekka og reykja, og verið þjer nú góð stúlka og segið Caution frænda frá öllu og þá tekur hann yð- ur í sátt aftur“. ,,Já, jeg' skal koma“, segir hún. „Jeg- vona að stúlku sje óhætt að'heimsækja yður?“ „Nú skal jeg segja yður nokk uð“. segi jeg. „Þjer eruð svo falleg að yður er fovergi nokk- urs staðar óhætt nema heima hjá mjer. Hjer eruð þjer jafn örugg og síld í frystihúsi. Kom ið þjer nú fljótt". Hún segist skulu koma undir eins. Jeg legg símatólið á og svo hringi jeg til Nikolls. „Halló Nikolls". segi jeg. „Tamara er á leiðinni til mín. Hún var að hringja til mín frá Piccadilly. Hún stendur hjerna við dálítla stund. Komið hing- að og felið yður hintim megin við götuna svo að hún sjái yð- ur ejrki. Svo verðið þjer að elta hana og megið ekki missa sjón- ar á henni. Og látið mig svo vita í síma hvert hún fer. Skilj ið þjer það?“ Hann segist skilja það. Og hann segist skulu koma undir eins. Þá legg jeg frá mjer sím- ann og fæ mjer meiri hress- ingu. Nú er ballið að byrja, hugsa jeg. Eftir svo sem tvær mínútur verður maður einhvers vísari. Rjett þegar jeg er að renna niður seinasta sopanum, er bar ið á ytri dyr. Jeg fer fram og opna, og þar er hún þá kom- in. Jeg hefi áður sagt ykkur það piltar, að það er hreinasta augnayndi að horfa á þessa stúklu, ef maður hefir nokkurn smekk fyrir kvenfólk. Hún er í blárri kápu, sem er alveg eins á litinn og attgun í henni. Hún er með bera leggi og þeir eru dökkir af sólbruna, eins og fót leggir kvenna eiga að vera. Skórnir herinar eru úr hvítu geitarskinni með bláum rósum og í hendinni hjelt hún á hvít- um stráhatti og hvítri hand- tösku, skreyttri með bláum leggingum. „Tamara“, segi jeg, „hvað hefi jeg verið að hugsa alla yðar æfi? Þjer eruð svo falleg, að jeg get ekki grunað yður um neitt misjafnt. Komið þjer inn“. Hún gengur inn og leg loka hurðinni á eftir henni. Hún gengur rakleitt inn í herbergið mitt, stðanæmist fyrir framan erininn, skoðar sig þar í spegli og hagræðir einum eða tveim,- ur lokkum í enninu. Hún veit eflaust hvernig hárið fer best. Jeg dreg fram hægindastól harida henni og næ í einn pakka af vindlingum. Hún sest, en er hálf döpur í bragði. Jeg gef henni hornauga og mjer sýnist þetta vera uppgerð hjá henni. „Hvað segið þjer um það Ijúf an mín, að fá svolítið í staup- inu?“ segi jeg. „Bara einn beisk an til að innsigla það, að við erum vinir upp frá þessari stundu?“ Hýn segir að sjer sje alveg sama. Jeg næ þá í Jlöskuna og helli í tvö staup handa okkur. Jeg aðgæti það hvernig hún drekkur. Það er svo sem ekk- ert merkilegt við það hvernig hún kingir, en mjer sýnist nú samt að þetta. muni ekki vera í fyrsta skifti sem hún innbyrð ir einn sterkan. Jeg kveikti í vindling og sest í stól andspæn is henni. „Jæja, Tamara mín“, segi jeg. „Nú skuluð þjer segja mjer hvað þið Max hafið saman að sælda? Eruð þjer trúlofuð hon- um?“ „Látið þjer ekki svona heimskulega11. segir hún. „Jeg vildi heldur trúlofast krókó- díl. Mjer verður ilt í hvert sinn sem jeg horfi á hann“. „Jeg hefði nú líklega ekki átt að segja yður þetta“, segir hún. „Það er sjálfsagt heimsku legt. En það er eitthvað við yður, Lemmy minn. sem mjer geðjast að, og þess vegna finst mjer að jeg megi treysta yður“. „Þetta kalla jeg góðar frjett- ir“, segi jeg. ,,Þjer komið mjer til að roðna niður í tær. Haldið þjer áfram“. „Það er satt, þetta með Júlíu Wayles, að henni var rænt“, segir hún. „Og Schribner er eitthvað við það riðinn“. Jeg blæs frá mjer reykjar- hring og horfi á hvernig hann líður upp undir loftið. „Jæja, henni var þá rænt“, segi jeg. „Og hver stóð fyrir því?“ „Ekki veit jeg það“, segir hún. „Jeg veit aðeins þetta að henni var rænt í New York. Einhver — jeg veit ekki hver — áleit það heppilegt fyrir sig að ræna henni, og henni var rænt“. „Einmitt það“, segi jeg. „Og hvers vegna var henni rænt? Vegna peninga? Er hún rík? Jeg hefi aldrei heyrt getið um neina Júlíu Wayles, sem væri forrík“. „Jeg veit ekkert um það“, segir hún. „En jeg býst við að stúlkum sje stundum rænt vegna annars en peninga". Jeg sperri brýrnar framan í hana. „Á, er það svo?“ segi jeg. „En jeg hefi nú aldrei heyrt þess getið að stúlku hafi verið rænt áðeins fyrir það hvað hún var falleg. Hins þekki jeg dæmi, að stúlkum hefir verið rænt í því skyni að fá mikið lausnargjald fyrir þær. Jeg hef líka heyrt þess getið að stúlk- um hafi verið rænt vegna þess að þær vissu of mikið, og menn voru hræddir um að þær myndi koma upp um sig. Jeg hefi líka þekt dæmi þess að stúlkum hef ir verið rænt vegna þess að menn ætluðu að veiða eitthvað upp úr þeim. En jeg hefi aldrei heyrt þess getið að stúlku hafi verið rænt af neinni annari á- stæðu en einhverri af þessum þremur“. „Það getur verið að þjer*haf ið rjett að mæla“, segir hún. „Hvað veit jeg?“ „Jæja þá, það var einhver í New York sem þóttist þurfa að ræna Júlíu Wayles“, segi jeg. „Þetta er ágætt, það sem það nær. Hver rændi henni svo?“ „Jeg veit það ekki“ segir hún. „Hið eina, sem.jeg veit, er það að henni var rænt og nú er hún hjer í Englandi“. „Hvernig komst hún hing- að?“ segi jeg. „Jeg býst ekki við bví að hún hafi farið labb- andi“. „Loksins eigið þjer kollgát- una“, segir hún. „Jeg get full- vissað yður. um það að hún fór ekki labbandi. Hún var flutt hingað. En jeg veit ekki hvernig þeir fóru að því.“ „Það er ágætt“, segi jeg. „Jeg skal komast að þessu eftir tvær mínútur. En hvnær komst Schribner í þetta?“ „Hann bendlaðist eitthvað við þetta nú nýlega", segir hún. „Og jeg held að hann viti hvar hún er. Jeg held að hann sje í fjelagi við þá, sem rændu henni, en þó er jeg ekki viss um það“. „Jeg skil“, segi jeg. „Þetta er eitt af þeim málum þar sem enginn veit neitt um annan. En nú langar mig til að vita hvern ig þjpr eruð við þetta mál rið- in“. „Þjer munuð fara nærri um það, Lemmy“, segir hún. „Þjer vitið að lausingjar hafa ekki átt sjö dagana sæla í Banda- ríkjunum síðan Hoover hóf her ferðina gegn þeim og síðan þetta stríð hófst. Nú eru allir orðnir svo þjóðræknir að þeir gefa sjer engan tíma til að hugsa um lögbrot. Jafnvel sum ir verstu bófarnir á Broadway hafa gengið í herinn bara til þess að komast í kast við Hitl- er“. „Ójá, það var því orðið örð- ugt að bjarga sjer“, segi jeg. „Þú átt kollgátuna“, segir hún. „Jeg var á flæðiskeri stödd og hafði ekkert að gera. Svo var það einn dag að jeg hitti vinkonu mína í Moxsie knæp- unni. Hún spurði mig hvort jeg vildi fá atvinnu — reglulega skemtilega atvinnu, þar sem skemtilegur strákur og ekki alt of heiðarlegur væri með í tuskinu. Jeg spurði hana hvað þetta væri. Hún sagði þá, að í Englandi væri stúlka, sem líta þyrfti eftir, og strákarnir, sem væri að líta eftir henni, teldu sig miklu öruggari, ef þeir fengi stúlku í lið með sjer“. „Jeg skil“, segi jeg. „Þjer áttuð að vera nokkurs konar hjúkrunarkona, ef svo skyldi fara, að Júlía Wayles yrði veik, eða eitthvað yrði að henni?“ „Jeg fjekk ekkert að vita um það“ segir hún. „Jeg þóttist viss um að strákarnir, sem hún talaði um, þættust hafa fulla ástæðu til þess að gæta hennar vel. Jeg bjóst jafnvel við því að þeir mundu halda því fram að hún væri geðveik eða eitt- hvað í þá áttina. En j'eg veit ekkert um þetta því að jeg er ekki gjörn á að spyrja margra spurninga". „Ójá, þjer hafið ekki spurt þessu stúlku margra spurn- inga“, segi jeg. „En hvernig komust þjer hingað til Eng- lands?“ Sykurnáma Siggu gömlu Eftir ANN KICHAKDS 11. gera þetta, en hvernig átti hún að vita, að þetta var galdra- húfa? Tobbi íkorni tók hlægjandi á móti húfunni og setti hana upp, og andartaki síðar var hausinn á hinum orð- inn ískaldur. Aumingja Ingunn íkorni, hugsaði hann. K einu andartaki fannst honum, að hann vissi allt um allt. lionum þótti sem gæti hann svarað hvaða spurningu sem væri og um hvað sem væri. Og einn af hlutunum', sem hann vissi, var, að Ingunni íkorna dauðlangaði að fá að komast í hnetuforðann lians. Hann varð alvarlegur á svipinn: „Svo þú ert eins og þær allar eru!“ sagði hann. „Býður mjer upp á kaffi, aðeins svo þú fáir að eta af hnetunum mínum í vetur. Jæja, en þjer verður nú ekki kápan úr því klæðinu!“ Þegar hann sagði þetta, stóð hann allt í einu á fætur, en við það fjell galdrahúfan af höfðinu á honum, en hann var kominn niður úr trjeinu og lagður af stað heim til sín, áður en hann gerði sjer þetta Ijóst. Og hann gat ekki íengið sig til að snúa til baka og biðjast afsökunar. Ingunn var ákaflega gáfaður íkorni. Hún vissi, að húfan hafði orsakað þessi vanræði. „Engin furða, að álfurinn skuli hafa verið svona áfjáður að ná í hana“, tautaði hún. „Þetta hlýtur að vera einhverskonar galrahúfa". Hún fór að gráta, þegar hún hugsaði til þess, hvernig húfan hans Gráálfs hafði eyðilagt fyrir henni kvöldið. Jeg skal ná mjer niðri á honum, hugsaði hún. Og ekki beið hún boðanna, því innan stundar var hún búin að finna Gráálf og læddist á eftir honum, um leið og hún fylgdist með öllum hreyfingum hans. Fjórði kafli. Sigga gamla og Alli árrisuli voru í mjög æstu skapi. Það var kominn tími til að byrja að taka upp sykur- rófurnar. „Sumt fólk á gullnámur, sem það heldur mikið upp á, en þú átt sykurnámu, Sigga mín!“ hrópaði Alli árrisuli. SPAMANNLEGA MÆLT — Þjer eigið eftir að ferð- ast yfir stórt haf ! ★ Hann: — Um hvað-ertu að hugsa, Dóra? Hún: — Æ, það er óttalega ómerkilegt. Hann: — Jeg hjelt að þú vær ir að hugsa um mig. Hún: — Já, það er rjett. ★ Gjaldkerinn: — Jeg gerði ráð fyrir, að jeg myndi fá kaup- hækkun um nýárið. Forstjórinn: — Þar hefir yð- ur misreiknast, og jeg get ekki haft í þjónustu minni gjald- kera, sem reiknar skakt. Þjér megið fara. 'k Móðirin: — Mundu nú eftir því, Pjetur minn ,að þvo á þjer hendurnar áður en frændi þinn kemur. Pjetur: — Já, en mamma, ef hann skyldi nú ekki koma. ★ Konan: — Læknirinn segir að jeg verði að ferðast mjer til heilsubótar. Hvert á jeg að fara? Maðurinn: — Til annars læknis. ★ Stúlkan: — Hjer er kominn maður, serp vill tala við pró- fessorinn. Prófessorinn: — Segið hon- um, eins og jeg hefi sagt yð- ur, að jeg sje á ferðalagi. Stúlkan: — Jeg sagði hon- upi það, en hann vildi ekki trúa því. Prófessorinn: — Jæja, þá verð jeg að fara og segja hon- um það sjálfur. k — Ætlarðu í ferðalag? — Já, ferðalög gera mann hygginn. — Jæja, þá ættirðu að ferð- ast í kringum hnöttinn. i Bankastræti 7. Sími 6063 i 5 er miðstöð bifreiðakaupa. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.