Morgunblaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. maí 1947. 3 er orðiim MLsgerhirnar sækja að honum FYRIR nokkrum vikum hjelt flokkurinn með langa nafninu, Sameiningarflokkur alþýðu, So cialistaflokkurinn, fund í Mjólk urstöðinni. Aðalefni samkom- unnar var það, að forsprakkar flokksins lögðu fyrir fylgjendur sína að hefja áróðursherferð gegn núverandi ríkisstjórn en þó sjerstaklega gegn tveimur ráðherranna, þeim Stefáni Jó- hanni Stefánssyni og Bjarna Benediktssyni. Brynjólfur og Áki skiftu með sjer verkum um óhróðurinn. Þessum fyrirmælum var vel tekið á fundinum, enda er ekki venja þar í sveit að óhlýðnast þeim boðum sem ofan að koma. Samþyktir fá flokksmennirnir hinsvegar ekki að gera, nema svo sje sjerstaklega fyrir mælt, og tilgangurinn sje þá eihkum að lesa þær upp í útvarpið inn- an um annan áróður kommún- ista. Flokksmenn tóku fyrirskipun unum um róginn ekki aðeins vel á sjálfum fundinum, heldur fylgdu þeim eftir svo sem best þeir gátu. A vinnustöðum og manna á meðal dreyfðu erind- rekar kommúnista dyggilega út rógsögum sínum um ríkis- stjórnina í heild, en einkum um þessa tvo ráðherra. Svo rækilega var rógurinn skipulagður, að tveir æðstu menn flokksins tóku að sjer um sjá hans. Skyldu mannskemdirn ar um Stefán Jóh. heyra undir Brynjólf Bjarnason. En ályg- arnar á Bjarna Benediktsson voru fólgnar æfðu ímyndunar- afii Áka Jakobssonar. Ásakanirnar á Stefán Jóhann Stefánsson voru hinar sömu, sem menn hafa nú árum sam- an heyrt: Skifti kommúnista og Alþýðuflokksins í sambandi við tilraunir um að sameina flokk- ana og deilu.rnar um yfirráðin í verkalýðsfjelögunum. Krydd- að var með lygasamtölum úr sænskum blöðum og puntað með heildsalanafnbótinni. Ekki stóð á Áka um álygarnar. Rógurinn um Bjarna Bene- diktsson gekk aðallega í þá átt, að hann vildi selja landið til Bandaríkjanna og hefði nú af- hent þeim herstöð í Hvalfirði. Einkum var honum þó lagt til lasts, að hann vildi ekki selja afurðir landsmanna til Rússa, þar sem þær væru auðseljan- legar. Þessari mannvonsku hans átti annarsvegar að ráða löngun til að koma á atvinnu- leysi og hungri meðal verka- lýðsins en hinsvegar óstjórn- legur fjandskapur til Sovjet- ríkjanna. í þessari herferð gerðu kom- múnistar tvær höfuðskyssur. Annársvegar lugu þeir svo ótrúlega, að fáir fengust til að leggja eyrun við rógburði þeirra Hinsvegar höfðu þeir ekki vit á að halda sig aðeins í skúma- skotunum. Þegar þeir þóttust vera búnir að undirbúa jarð- vegirin nóg, þá komu þeir fram með ásakanir sínar svo að heiidur urðu á festar. Sumpart í Þjóðviljanum en þó sjerstak- lega í eldhúsumræðunum. Iftnir við kolann. Jafnskjótt og rógberarnir skutust fram úr skúmaskotun- um tætti Bjarni Benediktsson ásakinir þeirra í sundur. Hann gerði svo rækilega grein fyrir ráðstöfun olíustöðv arinnar í Hvalfirði, að þar stóð ekki steinn yfir steini í ásökun kommúnista. Hafa þeir síðan sjeð það ráð vænst að þegja að mestu um það mál. Manna á meðal heyrist það ekki leng- ur nefnt. Þjóðviljinn nefnir það aðeins öðru hvoru og þá ætíð með hálfgerðum blygðunarsvip og í eldhúsumræðunum kveink uðu talsmenn kommúnista sjer mjög við að ræða um það. Hinsvegar sýndu eldhúsum- ræðurnar, að höfuðpaurar kom múnista höfðu ekki gleymt sínu verkefni. Þeir Brynjólfur og Áki kyrjuðu óhróðurssöng sinn með sama lagi og þeir höfðu kennt undirmönnum sínum. — Hvorugur þeirra fór frægðar- för og eru móttökur þær, sem Áki Jakobsson fekk einhverjar þær eftirminnilegustu, sem róg beri nokkru sinni hefur fengið í áheyrn alþjóðar. Vitnisburður Ársæls. Bjarni Benediktsson sýndi þegar í stað fram á, að allar ásakanir Áka Jakobssonar útaf afurðasölunni voru gersamlega úr lausu lofti gripnar. Því að síðan núverandi ríkisstjórn tók við hefur verið geft allt, sem í hennar valdi hefur staðið,- til að ná viðskiftasamningum við Sovjetríkin. Tregðan þar hefur ekki Verið af íslands hálfu heldur stafað af öðrum orsökum. Sú tregða er ekki af neinum illvilja, heldur aðeins byggð á ólíkum hugmyndum um verð- lag afurðanna og því, að Rússar hafa ekki talið sig þurfa að nota ýmsar þær vörur, sem Is- lendingar hafa boðið þeim. — Samninganefndin austur í Moskva var öll einhuga um, að þetta væri ástæðan til erf- iðleikanna um samningsgerð- ina. í þeirri nefnd var þó Ár- sæll Sigurðsson, fyrv. formað- ur Socialistafjelags Reykjavík- ur, og er hann ekki líklegur til að bera núverandi stjórn í vil, þó að hann láti ekki Áka Jakobsson skipa sjer að bera falsvitni. Þáttur súkkulaðidrengsins. Aumingja Lúðvík Jósefsson hefur því harðar fengið að kenna á flokksaganum. Þessi áferðarfallegi súkkulaðidreng- ur sem er nýkominn úr' sendiför til Englands, hefur verið kúskaður til að gefa Áka.velsæmisvottorð í Þjóðvilj anum. Ástæðan til þess, að hann var settur í þennan vanda er sögð sú, að fáir hefðu meiri skömm á athæfi Áka en einmitt hann. Þess vegna varð hann að sýna flokkstrygð sína með því að taka að sjer óþrifaverkið. Enn þá auðvirðilegra er þó, að hann hefir látið ógna sjer til, að gefa vísvitandi falsvottorð um afurðasöluna. Starfshættir kommúnista lýsa sjer glögg- lega í þessu, að einmitt sá, sem sannanlega veit, að hann er að segja ósatt, er hafður til að skrökva að þjóðinni í hinu þýð- ingarmesta máli. Súkkulaðihúð in er óneitanlega farin að bráðna af pilti, sem lætur nota sig til slíks. En þeir sleppa vissulega fæstir frá því heil- skinnaðir, sem gefið hafa sig á vald einræðisflokki, þó að mann dómsmeiri sjeu en súkkulaði- drengurinn. Afskipunarmaðurinn, sem aldrei svaraði Áka. En Bjarni Benediktsson Ijet sjer ekki nægja að sýna fram á með óyggjandi rökum, að ásakanir Áka Jakobssonar um vanrækslu í afurðasölunni væri gersamlega staðlausir stafir. — Bjarni sneri vörn sinni þegar upp í sókn á hendur Áka. Hann tók skjöl og skilríki úr stjórn- arráðinu og sannaði með þeim, að Áki Jakobsson hefur í af- urðasöluviðleitni sinni, meðan hann var ráðherra, gert sig að því einstakasta fífli, sem sögur fara af um mann í hans stöðu. Áki tók sem sje upp samn- inga um sölu allra sjávarafurða landsins um margra ára bil við rússneskan afskipunarmann, sem hjer var staddur til að taka á móti fiski og ekkert umboð hafi til samningsgerðar. Hinn rússneski afskipunarmaður komst að vísu ekki hjá því að tala við ráðh., en tilkynti honum greinilega, að hann hefði ekkert umboð. Aldrei svaraði afskip- unarmaðurinn heldur einu ein- asta af tilboðum þeim, sem ráð- herrann gerði honum, enda ljet hann ekki sjá sig framar eftir að hann slapp af landi brott úr klóm hins ákafa ráð- herra. Rússnesk yfirvöld höfðu frá upphafi sagt skýrt til um,stöðu mannsins, en Aki ljet sjer ekk- ert að kenningu verða heldur tilkynti landslýðnum, að allar íslenskar afurðir mundu um margra ára bil verða auðselj- anlegar austur í Rússlandi. Þegar menn sáu sorg á kommúnistum. Allur almenningur, sem hlust aði á þessar umræður, undrað- ist framhleypni og einfeldni Áka Jakobssonar og flesta flokksmenn hans setti hljóða og sá á þeim sorg í marga daga. Til að hressa upp á mannskap- inn hefur Þjóðviljinn altaf öðru hvoru eftir umræðurnar, birt sjerstakar smágreinar, inn- rammaðar og með feitu letri. um það, hversu Áki hafi staðið sig vel og Bjarni Benediktsson verið tuktaður rækilega í um- ræðum þessum. Eitthvað er þó samviskan blökk hjá Áka sjálfum af þess- um sökum. Hann hefur f$ngið þá. hugmynd, að Bjarni Bene- diktsson hafi fylst ofsóknar- brjálæði á hendur sjer og sitji nú allsstaðar um sig, reiðubú- inn til að gera sjer bölvun. Sjúkdómseinkenni Bjarna. Af þessum sökum hefir hann látið Þjóðviljann birta ýmsar ó- fagrar lýsingar af Bjarna Bene- diktssyni. Er þar upplýst, að Bjarni sje sálsjúkur og er sjúk- dómsheitið tilgreint á fræðileg- an hátt og nefnt „idiosyncrasy“. Af öllum ávirðingum Bjarna er sú mest, hvað hann er vond- ur við Áka Jakobsson. Fullyrð- ir Þjóðviljinn, að Bjarni sinni engu af „öllum sínum störfum“ heldur sitji dag og nótt við að skrifa „þriggja dálka“ skamm- argreinar um Áka. Ástæðan fyrir þessu mun vera sú, að í Morgunblaðinu hefur í tveim, þremur ritstjórn argreinum verið vikið að nokk- urum ófremdarverkum Áka Jakobssonar og hefur þó miklu minna verið um þau sagt og færri þeirra talin en efni stæðu til. Þetta hefur orðið til þess, að Áka Jakobssyni sýnist svo sem ofan af ávirðingum sínum sje flett í tveim til þrem dálk- um Morgunblaðsins hvern ein- asta dag. Hann veit auðsjáan- lega að af nógu er að taka, ef einhver hefur dugnað til að rekja allar misgerðirnar, og mest óttast hann, ef Bjarni Benediktsson gengur að því þrifaverki. FUNDUR var baldinn í verkamannafjel. Dagsbrún á laugardag, eins og boðað hafði verið, -til þess að ræða væntan- lega samninga. Var fundur þessi haldinn í Iðnó. Það vakti alveg sjerstaka athygli fundarmanna, hve fundurinn var fásóttur. — Á síðasta fundi, sem haldinn var í fjelaginu, voru mættir um 600 manns. En í þetta sinn ekki nema um 200, eða um 6 af hverju hundraði fjelags- manna. Eftir fundinn sendi fjelags- stjórnin út tilkynningu til blaðanna, þar sem skýrt er frá kröfum fjelagsstjórnarinnar. Þar segir m.a.: Kröfur fjelagsins, sem í dag hafa verið afhentar Vinnuveit- endafjelagi íslands og Reykja- víkurbæ, eru í höfuð atriðum eftirfarandi: Grmmkaup í almennri vinnu hækki úr kr. 2,65 í kr. 3,00 eða um 35 aura á klst. Sjertaxtarnir, sem nú eru kr. 2,80, 2,90, 3,00, 3,30 og 3,60 um klst. hækki í kr. 3,15, 3,25, 3,35, 3,50 og 4,00. Áki reynist hafa samvisku, þótt ekki sje hún hvít. Fyrir Áka Jakobssyni hefuíl í þessu farið svipað og sumurn illræðismönnum í þjóðsögum. Þeim fannst þeir, sem þeir höfðu illt gert, sækja að sjer úr öllum áttum. Áka Jakobssyni var falið það hlutverk af flokki sínum, að ráðast með rógburði gegn Bjarna Benediktssyni. Þeirrf viðureign er nú svo komið, að Aki Jakbsson virðist hvorki neyta svefns njs matar fyrir ótt anum við Bjarna Benediktsson. Þeir, sem ekki hafa meiri kjarld eða manndóm til að fylgja máli sínu fram en þetta, ættu ekki að bekkjast til við aðra. Hitt má Aki Jakobsson vita, að Bjarni Benediktsson mun sinna öllum ' störfum sínum, þrátt fyrir orðaskak Áka. Sak- ar það og engan, þótt um hanK sjeu samdar svívirðingar. —• Hættulegra er, ef maður sjálf- ur hefur framið svívirðingar. Það er þess vegna sem Áka eil nú svo órótt. Þó að vonlaust sje, að sam- viskubitið hætti að kvelja Áka, þá mundi hann ef til vill róast eitthvað, ef hann kæmist í ferða lag. Það hefir fyrr reynst hon- um vel. Að vísu mundi nú ekkf þýða að senda ríkinu 18,800 kr. ferðareikning. En þá er fara til Sandgerðis. Það er, hvort sem er eftir ummælum Þjóðviljans að dæmá, einasti staðurinn á landinu, sem Áki hefir í ráð- herratíð sinni komist til án þess að kostaði ríkið a. m. k. 3000 krónur fyrir utan bílkostnað. Mánaðarkaup fastráðinná verkamanna hækki úr kr. 500, 00 í kr. 570,00 og mánaðar- kaup bifreiðastjóra úr kr. 550, 00 í kr. 620,00. Eaun nætur- varðmanna hækki úr kr. 34,00j í kr. 38,00 fyrir 12 stunda' vöku. Auk grunnkaupshækkanaí setur fjelagið fram eftirfarandl kröfur: Samningar verði gerðir um fastráðningu verkamanna við skipaafgreiðslur og í bæjari vinnu. Tímakaupsmenn, sem unnið hafa eitt ár eða lengur hjú sama atvinnurekanda, fál einsj mánaðar uppsagnarfrest frá störfum á sama hátt og m,án-< aðarkaupsmenn. Tímakaupsmenn, sem unnið hafa 6 mánuði og allt að eiíirs ári hjá sama atvirmurekanda, fái greitt fyrir allt að 7 veik- indadögum og þeir, sem unnið hafa eitt ár eða lengur fái greitt fyrir allt að 14 veikinda-* dögum á ári. Af þeim 200 fundarmönn-i um, sem mættu á fundinum á Framh. á bls. Q- j Daufar undirtektir hjá Dagsbrúnarmönnum \ ------------- 6 af hundraði fjelagsmanna mæfa á fundi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.