Morgunblaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Sunnan- eða SA-kaldi. Rign- ing öðru hvoru. 105. tbl. — Þriðjudagur 20. maí 1947 „ÁKI ER ORÐINN ÓRÓR!i nefjiisí grein á 2. síðu blaðs- ins. Eitt barnið enn ferst í bíislysi ÞAÐ hörmulega slys varð um fimm leytið í gær á Skúla- götu á móts við Vatnsstíg, að tveggja ára drengur, Gunnar Reynir Kristinsson, sonur Krist ins Guðmundssonar, Lindar- götu 62. varð fyrir fólksbifreið- inni G. 953 og beið þegar bana. Gunnar litli var að leika með fjelaga sínum, lítið eitt eldri, á Skúlagötunni, er slysið vildi til. Ekki er enn vitað með hverjum hætti slysið varð. Bílstjórinn á G. 953, Sigurbjörn Eyjólfsson frá Keflavík, og maður, sem hjá honum sat í framsætinu, segjast báðir hvorugan drenginn hafa Sjeð, fyrr en slysið var orðið. Skoðun, sem fram fór á bifreið inni þegar eftir slysið, leiddi í ljós, að hún var í lagi. — Ekki er vitað um nema einn sjónar- vott að þessu hryllilega slysi, og mun rannsóknarlögreglan yfirheyra hann í dag. Fundur í franska þinginu Frá fundi í fanska þinginu, þar sem miklar umræður urðu á dögunum, er kommúnistar urðu að víkja úr ríkisstjórn- inni. Á myndinni sjest aldursforseti þingsins, Vimeaux, sem er að selja þingið. Á myndinni er hinn kunni, garfili franski stjórnmálamaður, Eduard Herriot og lengst til vinstri er forsætisráðherrann, Ramadier. Noregsvjelin lenfi á HjaHiandseyjum DOUGLAS vjel Flugfjelags Islands, sem fór hjeðan s. 1. laugardag með 19 farþega og aatlaði til Stavanger í Noregi, lenti á Sumburgh-flugvellinum á Hjaltlandseyjum vegna bilun- ar sem varð á öðrum hreyfli vjelarinnar. Þar stóð hún við í sólarhring á meðan gert var við hreyfilinn og flaug síðan áfram tii Noregs og kom til Stavanger kl. 20.20 á sunnudags kvöld. Með vjelinni voru meðal ann ars alþingismenn þeir, sem eru á leið til Finnlands. Flugvjelin var komin tals- vert áleiðis er flugmennirnir urðu þess varir að annar hreyf- illinn gekk ekki vel og ákváðu þeir þá að breyta um stefnu og lenda á Hjaltlandseyjum. Gekk það alt að óskum. Oreskur togari sigiir til Englands með íslenskan varðmann Frá frjettaritara vorum í Vestmannaeyjum. BRESKUR togari, „Ben-Heilem“ frá Aberdeen, sem tekinn var í landhelgi við Portland s. 1. laugardag er nú á leið til Englands með islenskan varðmann innanborðs, en varðmaður þessi, Hjörtur Björnsson háseti á varðbáthum „Finnbjörn“ hafði verið settur um borð í togarann og átti að fylgjast með honum til Vestmannaeyja. Efnahagsfeg sam- vfnna Breta og Bandaríkjamanna London í gærkveldi. ÞAÐ var tilkynnt í Berlín í dag, að Ernest Bevin, utanríkis ráðherra Bretlands, hefði fall- ist á frumvarp að samningi um efnahagslega samvinnu her- námssvæða Breta og Banda- ríkjamanna í Þýskalandi. En að undanförnu hafa hershöfðingj- arnir Robertson og Clay, yfir- rnenn hernámssvæðanna, unn- ið að samningsgerðinni. — í samningnum eru ákvæði um það, hve miklu skuli á næst- unni varið til viðreisnar þýsk- um iðnaði. Ennfremur er kveð- ið á um innflutning og útflutn- ing hernámssvæðanna. Loks er ákveðið að koma á fót sjerstöku ráði, sem fjalli um efnahags- mál, en ekki hefir enn verið á- kveðið nánar um starfssvið þess Skipstjórinn á breska togar- anum hlýddi í fyrstu fyrirskip- unum skipstjórans á íslenska varðbátnum og kom um borð í varðbátinn með skipsskjöl sín. Játaði hann að hann hefði verið að veiðum í landhelgi og gekkst inn á að fara til Vestmanna- eyja til að svara þar til saka fyrir brot sitt. Var varðmaður settur um borð í togarann eins og venja er þegar skip eru tekin í landhelgi. Togbátar í landhelgi. Skömmu eftir að togarinn og varðbáturinn höfðu lagt af stað áleiðis til Vestmannaeyja komu varðskipsmenn auga á tvo ís- lenska togbáta í landhelgi. Reyndust það vera Vestmanna- eyja bátarnir Metta og Kári. Skipsmenn á Kára reyndu að komast undan og varð eltingar- leikur milli Kára og varðbáts- ins. Gripu varðbátsmenn til byssunnar og skutu nokkrum skotum að Kára. Dimt var í lofti og þrátt fyr- ir fyrirskipun frá varðbátnum um að halda áfram til Vest- mannaeyja breytti breski tog- arinn um stefnu og hjelt á haf út. Arangurslaus leit. Landhelgisgæslan gerði út flugvjel til að reyna að fihna togarann, en sú leit bar ekki Breskt herskip, sem hjer er statt var fengið til að kalla á togarann, en hann svaraði ekki heldur. Hafa nú verið gerðar ráð- stafanir til að bresk stjórnar- völd sendi skipið hingað aftur undir eins og það hefir samband við breska höfn. ■4r Dómur er ekki enn fallinn ' máli skipstjóranna á togbátun- um, því Kári kom ekki til hafn- ar í Eyjum fyr en eftir hádegi í dag. Skipstjóri á varðbátnum Finn birni er Jón Jónsson. árangur. Ennfremur var reynt. að kalla í togarann með loft- j eða starfstilhögun. — Reuter. j skeytum, en hann svaraði ekki. Mountbatfen ræðir við bresku stjórnina MOUNTBATTEN lávarður, varakonungur Indlands, kom til London í dag. Átti hann í dag viðræður við Attlee forsætis ráðherra og Istowel Indlands- málaráðherra, snerust þær um það, hvernig best mætti koma því fyrir, að Indverjar tækju mál sín í eigin hendur. Búist er við, að viðræðurnar taki að minnsta kosti viku. Mountbatt- en mun skýra stjórnmálaleið- togum Indlands frá tillögum bresku stjórnarinnar á ráð- stefnu, sem hann hefir boðið þeim til 2. júní n. k. ■—Reuter. i SLÖKKVILIÐIÐ var kallað út fimm sinnum frá því senni- part dags á laugardag þar til í gærkveldi. Ekki var um mik- inn eld að ræða nema á tveim stöðum: Háteigsvegi 1, en þar kveiknaði út frá olíukyndingu og komst eldurinn upp í hæð hússins og urðu þar nokkrar skemmdir. I Edduhúsinu við Lindargötu kveiknaði í brjefa- rusli og varð eldurinn nokkuð magnaður, en slökgviliðinu tókst fljótlega að slökkva bálið, en skemmdir urðu þar nokkrar. Þá kveiknaði í bragga við málningarverksmiðjuna Hörpu, í skáp á Lindargötu 9 og í gas- suðutæki við járnsmiðju Krist- jáns Gíslasonar við Nýlendu- götu. Ofbeldismönnum bersf fje frá Banda- ríkjunum EINN af þingm. Verka- mannaflokksins gerði í dag að umræðuefni á fundi í neðri málsstofu breska þingsins, að ofbeldismönnum í hópi Gyð- inga í Palestínu hefði verið heitið miljón dollara fjárfram- lagi frá kynbræðrum sínum í Bandaríkjunum. Beindi hann þeirri fyrirspurn til bresku stjórnarinnar, hvort ekki væri hægt að segja, að hjer væri um að ræða óbeina aðstoð Bandaríkjastjórnar við ofbeld- ismenn. — C. P. May- hew aðstoðarutanríkisráðherra varð fyrir svörum. Sagði hann, að á þessi fjárframlög væri lit- ið í Bandaríkjunum sem líknar starfsemi og væru fjárhæðirn- ar skattfrjálsar. Breska stjórn- in hefði þegar gefið máli þessu gaum og falið sendiherra Bret- lands ' í Washington frekari rannsóknir, en engar skýrslur hefðu borist frá honum ennþá. Ilinsvegar kvaðst hann ekki geta fallist á þá skoðun, að hjer væri um að ræða af hálfu Bandaríkjastjórnar óbeina að- stoð við morð breskra her- manna í Palestínu. — Reuter. 'áfeii Emil Nielsen, fyrverandi framkvæmdarstjóri Eimskipa- fjelags íslands andaðist í Kaup mannahöfn s. 1. sunnudag. Hann var 76 ára. Nielsen var fæddur 27. jan. 1871 og mun hafa komið hing- að til lands í fyrsta skifti árið 1895. Hann var skipstjóri á skip um sem voru í Islandsferðum og síðar starfsmaður Thore- fjelagsins. I þjónustu Eimskips rjeðist hann 1. apríl 1914 og var framkvæmdarstjóri fjelags- ins þar til 30. júní 1930. — Eft- ir það fluttist hann til Kaup- mannahafnar og var eftirlits- maður Eimskip með skipabygg- ingum, — Hann var mjög heilsulítill í vetur og hafði ver- ið rúmfastur mánuðum saman er hann ljest. — Hans mun verða getið nánar síðar hjer í blaðinu. í KVÖLD kl. 8,30 fer fram úrslitaleikurinn í sundknatt- leiksmeistaramóti Islands milli A-sveitar Ármanns og KR. Hafa báðar þær sveitir áður unnið sína leiki og hafa fjögur stig hvor. Ennfremur fer fram leikur milli sveitar Ægis og B-sveitar Ármanns. — Sundknattleikur- inn er nú orðin mjög vinsæl íþrótt hjec, og má gera ráð fyr- ir skemmtilegri keppni. IR vann Morgunblaðs- bikarinn í annað sinn. TJARNARBOÐHLAUP KR, sem fór fram í fimta sinn í gær, vann IR með yfirburðum eins og s. 1. ár. Keppt var um bikar, sem Morgunblaðið hefir gefið, og er þetta í annað sinn, sem IR vinnur hann. Fimm sveitir tóku þátt í hlaupinu að þessu sinni, og urðu úrslitin sem hjer segir: 1. ÍR (A-sveit) 2.32,6 mín. 2. KR (A-sveit) 2.37,8 mín. 3. Ármann 2.38,8 mín. 4. ÍR (B-sveit) 2.44,8 mín. 5. KR (B-sveit) 2.49,2 mín. B-sveitirnar hlupu fyrst, en síðan A-sveitirnar. IR sveit- irnar leiddu hvor í sínum riðli, hlaupið frá upphafi. A-sveit ÍR var þannig skipuð (talið í þeirrl röð, sem hlaupið var): Finn- björn Þorvaldsson, Þorsteinn Löve, Örn Clausen, Þórarinn Gunnarsson, Haukur Clausen, Reynir Sigurðsson, Örn Eiðs- son, Jóel Sigurðsson, Magriús Baldvinsson og Kjartan Jó- hannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.