Morgunblaðið - 22.07.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. júlí 1947! 1 SNORRAHÁTÍÐIN í REYKHOLTI Framh. af bls. 1 Snorra Sturlusonar líkneski hans, gert af fremsta mynd- höggvara Norðmanna. Vjer mátum mikils þennan vináttuvott frænda vorra og hjartaþelið, sem lá að baki. h’restui varð á afhendingu gjaf arinnar, vegna ófriðarins, þar til að við hittumst nú í Reyk- holti í þessu skyni. Þá hafði um langan aldur verið góð frændsemi með þjóð nm vorum. En hjartaylurinn ikom ekki altaf fram í dagsbirt xma. Á jeg þar við oss Islend- :tnga. Svo kom 9. apríl 1940. Þjóð verjar gerðu innrás i Noreg og .Danmörku. Þá brast skurnin :í einu vetfangi. Þá má máske líkja þessu við íslenska hvera- liitann. Við göngum daglega unr hverasvæðin án þess að fimia verulega til jarðhitans, ;aema þar sem opnir hverir eru £n hitinn er þar samt. Það þarf umbyltingu til þess að Jhann komi frarn í dagsljósið. Tíann brýst þá gegnum jarð- skorpuna, hvort sem hún er þunn eða þykk. Vjer fylgdumst vel með hetjubaráttu norsku þjóðarinn ar með konung sinn í farar- broddi. „Slik vil Kongen leve for oss: Ved en sölvblek björkestemme, :mot en naken várskogs mörke, stár han ensóm med sin sönn. Tyske bombefly er over.“ Þannig kvað Nordahl Grieg. Oss fanst vjer lifa með Norð mönnum. Þeir fáu flóttamenn frá Noregi, sem náðu hingað til lands, voru oss kærkomnir gestir. Með sársaukablöndnum sam hug fi jettum vjer af þeim, sem ibörðust með vopn _í hendi; nokkrir þeirra hvíla í íslenski mold; af þeim sem voru á Grini af Viggo Hansteen og Rolf Wickström; af kennurunum norsku; af guðsþjónustunni fyrir utan dómkirkjuna í Nið •>rósi. Og svo mætti lengi telja að ógleymdu falli Nordahl Griegs, sem átti svo marga vini á Islandi. Og hjartaylur- inn fór stöðugt vaxandi. Nú þykir oss ennþá vænna um gjöfina sem fulltrúar þess arar hraustu frændþjóðar vorr ar færa oss í dag. Verið velkomnir, norsku :£rændur. Snorrahá tið Norðmanna og Jíslendinga í Reykholti 20. júlí 1947 er hjer með sett.“ ★ Var ræðu forseta vel fagnað. Ljóðaávarp og ræður ^ Er forsetinn hafði lokið máli jínu flutti Davíð Stefánsson Jijóðaávarp það sem birtist á éiðrum stað hjer í blaðinu. Síðafl fluttu þeir ræður for- maður íslensku Snorranefndar innar, Jónas Jónsson og vara- íormaður norsku Snorranefnd- arinnar, Haakon Shetelig, en ræður þeirra birtast hjer í blaðinu. Hiijn mikíi mannfjöldi er saman var kominn til hátíðar- innar, hafði skipað sjer um- hverfis hið umgirta svæði. En þar eð þeir sem voru í nokk- urri fjarlægð, sáu ógerla hvað fram fór, tóku margir þann kostinn, að hverfa frá hlaðinu, og setjast niður á hinn víða völl suðvestur af bænum. En þaðan heyrðist ágætlega úr gjallarhornunum allt er fram fór. Allur mannfjöldinn, bæði þeir, sem nærri stóðu, og eins þeir er fjær voru, ljetu í ljósi ánægju sína yfir ávarpi Davíðs Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi flytur ávarp sitt. Ljósm. Vignir. Stefánssonar og ræðum manna með dynjandi lófataki. Styttan afhjúpuð Er hjer var komið sögu gekk fyrrverandi ráðherra Johan Mellbye í ræðustól. Hann mælti á þá leið, að hann fæli nú Olav krónprins f. h. Snorra- nefndarinnar norsku, að af- henda ísl. þjóðinni Snorra- styttuna til eignar. Um leið þakkaði Mellbye Jónasi Jóns- syni hin hlýju orð hans í garð Norðmanna. Þá gekk krónprinsinn í ræðustól, ávarpaði forseta og almenning. Minntist konungs- efnið nú Snorra. Rakti í fám orðum ævi hans og starf, bæði bókmenntaafrek og annað. — Lýsti því hver öndvegismaður Stylta S hann var með sinni þjóð og hve miklum menningarverðmæt- um hann bjargaði frá glötun. Minnismerki það, sagði hann, sem norska þjóðin gefur Islandi er ekki til þess reist að varðveita minning þessá mikil mennis, því sjálfur hefur hann sjeð fyrir því, að reisa sjer þann óbrjótgjarnasta minnis- varða með verkum sínum. — Minnismerkið er til þess gert og þess vegna afhjúpað hjer í dag að við Norðmenn viljum lýsa á varanlegan hátt, í hve mikilli þakkarskuld við telj- um okkur vera við þenna ó- dauðlega sagnaritara. Endaði hann orð sín með því að vitna til Hávamála ,,Deyr fje deyja frændur o. s. frv.“ Gekk krónsprinsinn síðan að styttunni, renndi hjúpnum af henni, en mannfjöldinn tók undir með feikna lófataki um leið og styttan kom í ljós. Sást þá grcinilega að menn höfðu ekki getað gert sjer fulla grein fyrir henni af Ijósmyndum þeim, sem af henni hafa birst. Myndin 'er áhrifameiri, þar sem hún stendur á stalli sín- um. Á framhlið stöpulsins undir myndinni er nafn Snorra Sturlusonar. Fæðingarár hans á annari hlið, en dánarár á hinni. En aftan á stöplinum stendur „Norðmenn reistu“. Er afhjúpuninni var lokið gekk Stefán Jóh. Stefánsson í ræðustól og flutti ávarp sem birtist hjer í blaðinu. Á eftir ræðum þeirra krón- prinsins og forsætisráðherrans voru sungnir þjóðsöngvar land anna. Sá íslenski á eftir ræðu krónprinsins, og sá norski á eftir ræðu forsætisráðherrans, en karalkórarnir saman Fóst- bræður og Reykjavíkur sungu ýmist undir stjórn Jóns Hall- dórssonar eða Sigurðar Þórðar sonar. Slurlusonar Lljósm. Vignir. Nú söng karlakórinn Fóst- bræður nokkur lög og síðan Karalkór Reykjavíkur, en mannfjöldinn stóð kyrr sem fyrr og hlýddi á -sönginn. Náttúrufegurð. Allan tímann meðan á at- höfn þessari stóð hjelst blæja- logn, hið sama sem um morg- uninn. En um nón tók að Hákon Shetelig lalar í Reyk- holti. Ljósm. Vignir. greiða úr skýjablikunni yfir Reykholtsdalnum, svo sá til sólar við og við, en hlýtt var og allt umhverfið með svo kyrr látum og hlýlegum blæ, sem allur Reykholtsdalur þessa stundina væri einn hátíðasalur af skaparans hönd gerður, sem hin tignarlegasta umgerð, um þá athöfn, er tvær þjóðir mætt ust í þökk fyrir afreksverk, sem hjer voru unnin fyrir meira en 700 árum. Gróðursetning. Er mannfjöldinn tók að dreifa sjer og söngurinn var úti, gengu nokkrir fyrirmenn Norðmanna og hátíðahaldanna niður á sljettan túnflöt fyrir suðvestan skólahúsið. — Þar höfðu verið settar tólf trjá- plöntur á völlinn, og hola gerð við hverja þeirra, þar sem þær lágu. En plöntur þessar komu með Lyru, og eru gjöf frá skógræktarstöðvunum í Noregi til þess að þær yrðu gróður- settar í Reykholti þenna dag. Það var Skaaheim, ritari Snorranefndarinnar norsku sem þarna hafði forsögn fyrir Verkinu. Kallaði hann til tólf menn, bæði konur og karla, til þess að gróðursetja plönturnar, og var krónprinsinn sá er fyrst ur lagði þar hönd að verki, en síðan Mellbye, form. norsku nefndarinnar og síðan hver af öðrum. Hákon Bjarnason, skóg ræktarstjóri, tók við plöntun- um í umsjá sína. Er gróðursetn ingunni var lokið mælti Skaa- heim nokkur orð. Kvaðst vona að plöntur þessar mættu þríf- ast vel í íslenskri mold og dafna, til minningar um þenna hátíðlega dag, en Hákon, skóg- ræktarstjóri, þakkaði og kvaðst myndi sjá um, að utan um há- tíðatrje þessi skyldi verða sett öflugt skjólb'elti ísl. gróðurs. Saga staðarins. Um sama leyti og þessu fór fram, g'ekk Matthías Þórðar- son, þjóðminjavörður, til Snorralaugar. Flutti hann þar ræðu um Reykholtsstað. Mælti hann fyrst á íslensku. Mjög mikill mannfjöldi safnaðist þai» saman til þess að hlýða á hann. En því miður naut hann þar ekki gjallarhorna, svo verr heyrðist mál hans, en skyldi. Er fram leið á fyrirlsetur hans, voru það fleiri Norð- menn en Islendingar er stóðu næstir honum. Svo hann tal- aði þá á norsku, til þess að þeir hefðu fullt not af frásögn hans. Gekk hann síðan að kirkjunni og sýndi þeim Sturlungareit. Margir fóru inn í jarogöngin fornu sem liggja að lauginni, til þess að kynnast því sem best; hvernig göngunum er fyr- ir komið. Meðan Matthías þjóðminja- vörður talaði var hið glaðasta sólskin, og staðurínn svo að- laðandi að menn áttu fullt í fangi með að slíta sig þaðan, er leið að brottfarartíma. Heimferðin. Kl. 4 skvldi gengið að kaffi- borðum í skólahúsinu en lagt af stað kl. hálf sex Varð á því nokkur töf, að allir gestirnir fengju sjer sæti hver í sinni bifreið og nokkrar hindranir á veginum er farið var frá Reyk- holti. Svo' ekki var komið til Akraness fyrri en kl. 9. Var nú ekið niður hjeraðið sunnan Hvítár, en farin hafði verið nyrðri leiðin um morguninn. Á leiðinni með Esju tií Reykjavíkur um kvöldið talaði ferðafólkið um viðburði dags- ins, og hversu ágsetlega hefði til tekist um það, sem stóð í mannlegu valdi, til að gera daginn ánægjulegan, og eins hve vel hafði tekist fyrir veð- urblíðunni að auka ánægju manna. Nokkuð voru mismunandi ágiskanir manna um það hve margt' manna hefði sótt þessa hátíð. En flestir sem veitt höfðu mannfjöldanum at- hygli voru á þeirri skoðun að naumlega hafi þar verið færra fólk en um 8 þúsund manns. Margt var þarna af fólki úr fjarlægum hjeruðum. HjeraSsmót. Þegar í stað að aflokinní Snorrahátíðinni var haldiS Borgfii ðingamót að Rcykholti. 1 upphafi hafði verið ráðgert að halda mótið í leikfimissaf: skólans en þegar varð sjeS fram á það, að ekki var hægt að koma öllum mannfjöldan- um þar inn og var því ákveð-* ið að halda hana undir berum himni. Kom sjer vel að veður var stillt og gott. Eyjólfur Jóhannsson formað ur Borgfirðingafjelagsins setti: mótið klukkan 6 og stjórnaði því. Voru þau skemmtiatriði í byrjun, að Carl Billich ljek einleik á píanó. Björg Bjarna- dóttir og Ingibjörg Jónasdóttir sungu tvisöng með undirleik Carl Pillich. Baldur Georgs og Konni skemmtu með samtali. Bjarni Bjarnason og Þórður Þórðarson sungu tvísöng með undirleik Carl Billich og siðast söng Lárus Ingóifsson gaman- vísur. Aðgangur var ókeypis., og skiptu óhorfendur þúsund- um. Voru þeir mjög ánægðir með öll skemmtiatriðin og klöppuðu listamónnunuin lof | lófa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.