Morgunblaðið - 01.10.1947, Side 6
6
MORGUNBL4ÐIÐ
Miðvikudagur í. okt. 1947
LÁTIÐ ÚR HÖFN
Josephine Baker giftir sig enn
ALLT tekur enda og svo fór
einnig um hina löngu bið eTtir
skipi í Antwerpen í sumar. En
þegar skipið loksins kom, var
landvistarleyfið mitt að verða
útrunnið og jeg varð þessvegna
.að flytja um borð tveimur dög-
um áður en skipið fór, því væri
jeg farþegi um borð á erlendu
skipi, þurfti jeg ekki á landvist-
arleyfi að halda. Jeg ók þess^
vegna niður að höfninni með
allt mitt dót á vörubíl og
hneykslaði Belgi, sem álitu það
ósæmilegt að damá aki í vöru-
bíl -— ekki veit jeg Vegnu hvers.
Svo kom jeg mjer fyrir í bestu
káetunni á ,,Lub'.in“ og varp-
aði öndinni af feginleik yfir að
vera nú loksins komin um borð
í hið langþráða skip.
Á ánni Schelde. _ •
Við lágum á ánni Schelde, en
hún liggur í sveig i tan um borg
ina og er hið besta skipalægi.
Ailsstaðar voru skip og bátar og
alisstaðar var unnið og bjástr-
að. Það var veri i að skipa út
í ,,Lublin“. §tórir kassar með
áletruninni ,,Reykjavík“ stóðu
á hafnarbakkanum og biðu eftir
að röðin kæmi að þeim. Það
var auðsjeð að þetta voru bif-
reiðar. Jeg stóð uppi á efsta
þilfarinu og horfði é ,,kranann“,
sem lyfti þessum þungu kössum
eins og ekkert væri, og hlust-
aði á hróp mannanna, sem
stýrðu honum og hinna, sem
tóku á móti niðri í lestinni.
Þessi sömu hróp og kÖil hjeldu
áfram allan daginn og yfir-
gnæfðu marrið í ,,krananum“.
Ekki veit jeg á hvaða máli þau
voru, því jeg gat aldrei greint
orðaskil, en einbvernveginn
skildu mennirnir þó hver ann-
annr þó að þeir sem í lestinni
voru væru Pólverjar en hafn-
arverkamennirnir fiestir Flæm-
ingjar, svo ef til vill hafa þeir
talað eitthvert alþjóðlegt sjó-
mannamál.
Það var óþarfi að láta sjer
leiðast þennan dag. Það var
svo margt að sjá og heyra. Höfn
in var nýr heimur, ólíkur öll-
um öðrum höfnum, sem jeg
hafði sjeð. Þessi lygna á, sem er
lífæð Belgíu, rann að ósi svo
hægt að varla var gerlegt að
sjá hreyfingu vatnsins. Jeg
hafði reyndar sjeð ána fyrr einn
sunnudag í steikjandi hita, en
þá var allt kyrrt og rólegt við
höfnina, enda var þá verkfall.
Fiskimennirnir, sem sátu á
bakkanum með veiðistengurnar
sínar, þögulir og þolinmóðir;
þurrkuðu af sjer svitann með
skyrtuerminni sinni og spýttu
út í vatnið'annars hugar. Gömul
Kongóför lágu fyrir akkerum
og biðu. Svört andlit gægðust
yfir borðstokkana og litu for-
vitnislega á hvítu mennina og
húsin þeirra og vagnana. Ein-
hversstaðar var verið að spila
á harmóniku og öðru hvoru
heyrðust skærar drengjaraddir
hrópa, að fiskur nefði bitið á.
Þá gekk jeg í hægðum mínum
í sólarhitanum og hugsaði um
Kiþling, Kaptein Marryat og
Mark Tvain, eins og hver ann-
ar bókaormur. En nú átti jeg
heima á höfninni á hinu góða
skipi ,,Lublin“ undir pólskum
fána með krýndum erni hins
forna konungsríkis. I horni
1*3
Eftir Guðrúnu Jónsdóttur
frá Prestsbakka
borðsalsins var mynd heilagrar
Guðsmóður frá Czestochow og
pólski örninn breiddi úr vængj-
um sínum yfir ^geiinu mínu við
borðið, svo það var ekki von
til annars en að mjer liði ,vel.
Farið í land.
Þjónninn var gðmall vinur
minn, því hann hafði verið á
„Lech“ þegar jeg fór með bví
frá íslandi til Frakklands og
hafði setið við að kenna mjer
pólsku þegar hann átti ein-
hverja stund aflögu. Nú sýndj
hann rnjer það vmarbragð að
útvega mjer leiðsögumann, svo
jeg gæti farið í lánd um kveldið
og sjeð Antwerpen að kveld-
lagi.
Þegar kveldið k;emur, smá-
hljóðnar skarkálinri við höfn-
ina. Þó er haldið áfram að
vinna langt fram á nótt við
einstöku skip. Leiðsögumaður
minn var 17 ára gamall dreng-
ur frá Gdynia, sem kunni dá-
lítið í ensku og þýsku, svo við
töluðum einhverr\ hrærígraut
úr þremur málurn okkur til
mikiilar skemmtunar. Annars
er ekki ráðlegt að tala þýsku
í Belgíu, því þá ólíta Belgir
að maður sje nasisti og vilja
ekki ansa ef á þá er yrt á því
máli.
Við gengum yfir brú eina,
háa og fagra og komum yfir
að skógarlundum og þorpi með
hvítum húsum. Þar beið strætis
vagninn, sem við ætluðum með
upp til borgarinnar. Það var
tekið að rökkva og öll götuljós
loguðu inni í borgmni. Allsstað-
ar voru bíóauglýsingar uppljóm
aðar með ljósum og skrauti.
Hvergi hefi jeg sieð eins mörg
kvikmyndahús og í Antwerpen.
Þau liggja þrjú og þrjú í hverri
götu 1 kring um aðalbrautar-
stöðina.
Veitingahúsin voru söm við
sig — öll full af íólki. Harmo-
nikuspil hafnarkrónna smá dó
út eftir því sem við nálguðumst
miðbæinn. Járnbrautarstöðin
var uppljómuð og full af fólki,
sem kom og fór. Ljósaauglýs-
ingarnar leiftruð'i á hverju
götuhorni og einhversstaðar
heyrðist hljómsveit spila lag,
sem hljómaði angurblítt og
töfrandi.
En drengurinn vildi fara í
bíó, svo við keyptum okkur að-
göngumiða að amerískri gaman
mynd og sáum haiia fyrst frá
miðju og afturúr og síðan frá
byrjun til enda, því þetta var
„Non-stop“ bíó, þar sem maður
getur setið allt kveldið,' ef mað-
ur vill. Við skemmtum okkur
vel, þó ekkert vit væri í mynd-
inni, og það var orðið áliðið þeg
ar við loksins fórum út aftur.
Ilmandi appelsíniir.
Veður var kyrt og hlýtt. Lauf
ið á trjánum við „Les avenues“
bærðist vai'la. Öðru hvoru mætt
um við fólki, sem talaði
flæmsku, eða við 'ueyrðum hlát
ur og tilsvör á frönsku einhvers
staðar frá. En við náðum okkur
í bíl og ókum niður að s'kipi
eins og góð börn og þökkuðum
hvort öðru fyrir skemmtunina.
Næsta dag hjelt jeg kyrru
fyrir á skipinu. Snemma morg-
uns fór jeg upp á þilfar til þess
að skoða mig um. E Ijótsbátarn-
ir lágu fyrir akkerum allt í
kring um okkur og fólkið var
að þrífa þá og ræsta. Koná í
ljósum kjól þvoði þilfarið á
bátnum sínum vei og vandlega.
Hún hefir að öllum líkindum
átt heima á bátnum. „Kranarn-
ir“ ískruðu og vældu í sífellu.
og lestin á ,,Lublin“'smáfyllt-
ist. Hfnandi appelsínu kössum
var hlaðið í afturrúmið og apþel
sínuilmurinn yfirgnæfði snöggv
ast allar aðrar tegundir af ilmi
og lykt, sem rugla skilningar-
vit þess sem er óvanur höfn-
inni. Sólin skein é ána og á
ótal blaktandi bána frsmandi
þjóða — bláa, rauða, græna,
gula, hvíta og svarta — en ís-
lenski fáninn var ekki á meðal
þeirra. Hundarnir loftskeyta-
mannsins á „Lu'blin" ærsluðust
og ólmuðust um þilfarið og
svartur köttur, sem einn kynd-
arinn átti, lá í sólskininu og
naut lífsins. Svona leið dagur-
inn í önnum fyrir suma og iðju-
leysi fyrir okkur hin, og að
kveldi áttum við að skifta um
legu. Þá var aftur orðið d.immt.
Himininn var þakinn stjörnum,
sem spegluðust í vatninu og
ljósadýrðin á skipunum stafaði
löngum r'ákum yfir ána.
Látið úr höfn.
Jeg stóð uppi á þilfari og
horfði og hlustaöi. Við liðum
áfram milli skipa og báta.
„Kranarnir“ báru við himinn,
kolsvartir og bögulir og mintu
á vindmillurnar hans Don Qui-
jotes. Lágt skvamp í vatninu og
dimmt hljóð í skipsskrúfunni
var eins og undirspil við köll
mannanna. Kvöldiö var þrungið
töfrum, rnjúkum og seiðandi,
eins og lag sem vekur klökkva
og minnir á löngu liðnar stund-
ir. Otal söngvar og sögur, löngu
liðin, lesin og dáð, virtust vera
tengd þessu kveldi eins og for-
tíð er tengd nútíð í huga
manns. Kipling, Jack London
og Mark Twain, Einar Bene-
diktsson, Davíð Stefánsson og
Örn Arnar áttu allir sinn þátt
í þessu kveldi. Og þegar skipið
sigldi undir stjörnunum, byggðu
ljósin brú yfir vatnið til strand
arinnar, sem var að hverfa.
Daginn eftir var siglt af stað
niður ána og Belgía kvödd fyrir
fullt og allt.’ Við sigldum í
gegn um Holland og út í Norð-
ursjóinn og stefndum til Eng-
lands. Meginlandið lá að baki
okkar baðað í sól og skógar þess
teygðu limið upp mót bláum
himni. Og fuglar fJugu á hvít-
um vængjum út til hafs og inn
til lands — eins og þeir væru
að bera boð og kveðjur með
þökk fyrir sumarið.
Reykjavík 25. scpt. 1947.
Guðrún Jónsdóttir,
frá Prestsbakka.
1 JOSEPHIÍNE BAKEK, Iiin kunna franska rcvýu-leikkona tók
upp á þvr aö gifta sig á dögumira og vakti það að vonum
athygli. A3 þcssu sinni var það Mjómsveitarstjóri.
josmy n
unaoar
s ý n i n g u
DÓMNEFND Ljósmyndasýn-
ingar Ferðaíjelags Islands hef-
ur nú skilað áliti og verðlaún-
að þær myndir, sem hún taldi
verðlaunahæfar. Alls voru veitt
10 fyrstu verð'laun til 5 ein-
staklinga, 18 önnur verðlaun
til 11 einsta.klinga og tvenn
þriðju verðlaun tiL tveggja ein-
staklinga (fyrir ’njeraðalýsing-
ar). Loks var xjórum bátttak-
| endum veitt flokksverðlaun og
1 sjö myndir hlutu viðurkenn-
ingu, án verðlauna.
Páll Jónsson hlaut fjögur
fyrstu verðlaun og- ein þriðju
verðlaun.
Þorsteinn Jcsepsson hlaut
þrenn fyrstu verðlaun og ein
j önnur verðlaun, ei:n þriðju verð
1 laun og ein flokksverðlaun.
j Kjartan O. Ejarnason hlaut
ein fyrstu verðlaun. þrenn önn-
ur verðlaun og ein flokksverð-
laun.
! Gísli Gestsson hlaut þrenn
önnur verðlaun.
j Leifur Kaldal hleut ein fyrstu
verðlaun og tvenn önnur verð-
1 laun.
Guðbjartur Ásgeirsson hlaut
ein fyrstu verðlaun, ein önnur
verðlaun og ein flokksverðlaun.
Steinar Guðmundsson hlaut
tvenn önnur verðlaun.
Ólafur Magnússon hlaut
tvenn önnur verðlaun.
Páll Sigurðsson, Valdimar
Jónsson, Herdís Guðmunds-
dóttir og Guðbjörg Benedikts-
dóttir hlutu ein önnur verð-
laun hvert.
Sigurður Þorvarðarson hlaut
flokksverðlaun.
Viðurkenningu án verðlauna’
hlutu Hallgrímur Sigurðsson,
Ólafur Magnússon, Sigrún Jóns
dóttir, Stefán Nikulásson, Gunn
ar Ólafsson, Anna Þói'halls-
dóttir og Gunnar Ásgeirsson.
Við úthlutun verðlauna á
einstakar mýndir tók dóm-
neíndin jafnframt tillit til
myndaheilda hvers þátttak-
anda.
Dómnefndina skipuðu þeir
Vigfús Sigurgeirsson ljósmynd-
ari, Halldór E. Arnórsson Ijós-
myndari og Pálim Hannesson
rektop.
Allar þær myndn', sem verð-
laun hlutu, eru auðkenndar á
sýningunni.
Sýningin verður aðeins opin
í dag og. á morgun.
öaræSgr um bresk
anðarisKa
II
ams
London í gærkvöldi.
BRESK sendinefnd mun leggja
af stað til Washington n.k. laug-
ardag til viðræðna við stjórn-
arvöldin þar. Munu umræður
þessar snúast um ýms vanda-
mál í sambandi við sameiningu
hernámssvæða Breta og Banda-
ríkjamanna.
Þess er vænst, að meðal ann-
ars verði rætt um það, á hvern
hátt sje hægt að ljetta byrði þá,
sem breskir skattgreiðendur nú
mega bera vegna hernámskostn-
aðarins í Þýskalandi. — Reuter.