Morgunblaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvjkudagur 1. okt. 1947
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.l
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsspn
Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsmgar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda.
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Verkeíni Alþingis
í DAG kemur reglulegt Alþingi ársins 1947 saman til
fundar. Fyrsta verkefni þess, eins og annara reglulegra
þinga er samning fjárlaga fyrir komand,i ár. Að þessu
sinni verður setning fjárlaga vandasamari en oftast áður.
Ástandið í fjármálum íslendinga er þess eðlis nú, að
veruleg stefnubreyting í ráðstöfun almannafjár er nauð-
synleg. Það verður ekki hjá því komist, að hverfa til
aukinnar varúðar í fjármálum ríkisins. Að sjálfsögðu
verður að reyna að halda áfram nauðsynlegustu verk-
legum framkvæmdum í þágu framleiðslunnar til sjávar
og sveita. Að öðru leyti verður óumflýjanlegc, að draga
úr útgjöldum ríkissjóðs svo sem framast má verða. Á
þeirri leið eru að vísu margvíslegir örðugleikar. Löggjaf-
inn hefur á undanförnum árum sett margvíslega löggjöf,
sem bindur ríkissjóði þunga bagga. Verulegur hluti þess-
arar löggjafar hefur að vísu miðað til framfara og eflingar
nauðsynlegum umbótum. En allt of stór þáttur hennar
hefur samt stefnt að því að yfirbyggja ríkisbáknið, fjölga
greinum opinberrar sýslu og auka kostnaðinn við rekstur
þjóðarbúsins langt fram yfir fjárhagslega getu lands-
manna.
Þessi saga hefur ekki aðeins verið að gerast síðustu
árin. Hún á rætur sínar allt aftur til ársins 1927. Fyrst
eftir fullveldisviðurkenninguna 1918 ríkti á því greini-
legur skilningur hjá fjárveitingavaldinu, að nauðsyn bæri
til þess að leggja á það allt kapp að treysta grundvöll
hins fjárhagslega fullveldis. Að því marki var unnið af
kappi af hyggnum fjármálamönnum fyrsta áratug full-
veldisins. Jafnhliða var hafist handa um ýmsar aðkall-
andi framkvæmdir.
En síðustu tvo áratugina hefur því miður ekki alltaf
verið jafn varlega haldið á fjármálum ríkisins. Fram hjá
þeirri staðreynd verður ekki komist. Þess vegna verður
aukin festa og hófsemi því nauðsynlegri nú.
En það eru ekki aðeins fjármál ríkisins, sem koma til
kasta þess Alþingis, sem í dag hefur fundi sína. Atvinnu-
vegir þjóðarinnar standa á fremstu nöf. Verðbólgan ógnar
afkomu fólksins ef ekki verður aðgert. Það má þessvegna
segja að meginverkefni þessa þings verði að fjnna leiðir
út úr ógöngunum í þeim efnum.
Mörgum, sem ræða dýrtíðarvandamál okkar nú hættir
til þess að gera þau mál miklu flóknari en þau í raun
og veru eru. Aðalatriði dýrtíðarvandamálsins er það, að
framleiðslukostnaður þeirra vara, sem þjóðin framleiðir
til útflutnings er orðinn alltof hár. Þess vegna seljast ís-
lenskar afurðir treglega og sú hætta vofir yfir, að er-
lendir keppinautar vinni íslenska markaði. Þess vegna
liggur nú meginhlutinn af fiskiskipaflota þjóðarinnar
bundinn í höfn og full vissa er fyrir því, að hann hlýtur
að gera það í allan vetur, einnig yfir hávertíðina, ef ekki
verður að gert.
Það er ekki hægt að leysa vandamál eins og þetta nema
með raunhæfum aðgerðum. Engum óbrjáluðum manni
kemur til hugar að skipaflotanum verði í vetur komið úr
höfn með.ríkisábyrgðum eða voninni í framleiðslu síldar-
lýsis næsta sumar. Sú von brást hrapalega í sumar. Þau
spor hræða. Dýrtíðinni verður heldur ekki haldið niðri
lengur með niðurgreiðslum á verði innlendra neysluvara.
En hvaða leiðir eru þá eítir?
Það er ekki nema ein leið til. lækkun framleiðslukostn-
aðar, beint eða óbeint og takmörkun hverskonar eyðslu.
Þetta er eina raunhæfa leiðin til þess að koma í veg fyrir
atvinnuleysi og stöðvun þeirra framleiðslutækja, sem
þjóðin af mikilli bjartsýni og dugnaði hefur aflað sjer
á undanförnum árum.
Þetta verður Alþingi, sem nú kemur samsn að gera
sjer ljóst. Það getur ekki lengur hikað í því að ge'ra ráð-
stafanir sínar. Að hika er sama og tapa. Og þessar ráð-
stafanir þola enga bið. Þær eru. óumflýjanlegar. Þeir,
sem snúast gegn þeim, geta ekki átt nema eitt takmark,
hrun og örbirgð yfir íslensku þjóðina.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Hver maður sinn
skamt.
UMRÆÐUEFNI DAGSINS í
dag og næstu daga verður án
efa hin nýja skömtun, sem sett
hefir verið á ýmsar nauðsynj-
ar. Menn bollaleggja um það
fram og aftur, hvort skamtur-
inn sem hverjum og einum er
ætlaður muni hrökkva til. Hús-
mæðurnar hugsa um hreinlæt-
isvörur, matvæli og vefnaðar-
vöru og bílstjórar og bílaeigend
ur um bensínskamtinn.
Margir verða vafalaust óá-
nægðir til að byrja með. en er
frá liða stundir komast þeir að
því, að það er óþarfi að æðrast
og að það er hægt að komast af
með miklu minna af þessu og
hinu, ef menn bara vilja.
Við Islendingar höfum haft
það allra þjóða best frá því að
styrjöldin hófst og frá því
henni lauk. Það er sennilega
engin þjóð í heimi, nema
Bandaríkjamenn, sem hafa bú-
ið við aðrar eins alsnægtir og
við.
•
Olin hert um stund.
OKKUR ÆTTI ÞVÍ sannar-
lega að vera vorkunarlaust að
herða ólina um stund á meðan
við eigum í erfiðleikum. Það
er ekki að vita hvað það verð-
ur lengi, en best er að vera
bjartsýnn og vona hið besta.
Annars er þessi skömtun ekki
mikil nje hörð þegar hugsað er
til hvað aðrir verða að neita
sjer um. Við höfum nógan fisk
og kjöt, kartöflur, smjör o. fl.
En í sjálfu kjötlandinu Dan-
mörku er kjötmeti skamtað.
Það væri álíka og hjer yrði
farið að skamta fisk.
•
Misjafnlega tekið.
ÞANNIG MÆTTI lengi telja
upp þjóðir, nágrannaþjóðir
okkar, sem leggja að sjer til
þess að flýta fyrir endurreisn-
inni og dettur ekki í hug að
kvarta.
Annars er það misjafnt,
hvernig einstaklingar og þjóðir
taka mótlæti og/ erfiðleikum.
Sumir eru sívælandi, en aðrir1
gera sjer það, að góðu sem að
höndum ber. 1
Kunningi minn, sem var í
Noregi um daginn sagði mjer,
að Norðmenn hreint og beint
móðguðust, ef aðkcmumenn
vorkendu þeim fyrir að hart
væri í ári og að það vantaði
ýmsar nauðsynjar. Venjulega
svarið væri:
,,Þetta er ágætt. Við vitum
að það gæti verið svo nikið
verra, að það væri synd að
kvarta“.
Þannig á að taka hlutunum.
— Ekki til þess að vera :iein
hetja, heldur til þess að mönn-
um líði betur.
•
„Alt skrifað . . .“.
MARGIR KANNAST við sög
una um kunnan Reykvíking,
sem dvaldi um hríð á Austr
fjörðum. Er hann kom suður
aftur 'spurðu kunningjarnir
hverníg hann hefði kunnað við
sig fyrir austan.
„Alveg ágætlega“, svaraði
Reykvíkingurinn. ,,Og það
besta við það alt er að bað kost
ar ekki neitt að vera til þarna
austur frá“.
Það þótti kunningjunum
skrýtið.
..Það er sko alt skrifað“. út-
skýrði sá sem verið hafði á
Austfjörðum.
•
Alt út í hönd.
EN HAFI einhverjir notað
hina austfirsku aðferð til að
lifa ódýrt með því að láta skrifa
hjá sjer, þá er sú dýrð úti með
deginum í dag.
Kaupmenn hafa auglýst að
nú skuli alt greitt út í hönd.
Það er margt sem dynur yfir
í dag, skömtun og afnám láns-
viðskifta.
•
Saga um ábyrgðar-
brjef.
MAÐUR NOKKUR kom til
mín í fyrradag með ábyrgðar-
brjef. sem hann hafði fengið í
flugpósti frá Noregi. Sam-
kvæmt stimplunum á brjefinu
var það sett í póst í Tönsberg
þann 18. september. Það kom
hingað miðvikudaginn 24. sept
ember og var stimplað hjer kl.
18 þann dag.
En það var fyrst á mánudag,
þann 29., sem *wðtakandi brjefs
ins fjekk tilkynningu um það
írá póststcfunni, að hann ætti
ábyrgðarbrjef á pósthúsinu.
Það þótti honum langt og
mu.nu ekki margir lá honum
það.
Fröken klukka er
rjett.
ÞAD ER ALVEG óhætt að
reiða sig á fröken klukku í ,hm
anum (04). Það var minst á
þetta hjer á dögunum í sam-
bandi við vitlausu klukkurnar
í bænum. í gær sá jeg skýrslur,
sem Loftskeytastöðin hefir gert
um fröken klukku og borið
hana saman við tímamerki fré
ýmsum stöðum í Evrópu. önn-
ur skýrslan nær yfir viku og
munar þá einu sinni 1 sekuntu
hvað ,,frökenin“ var of sein.
Hin skýrslan nær yfir 14 daga
og er mesti mismunur 2 sek-
untur.
Það er gott að vita af því að
hægt er að reiða sig á eitthvað
í þessu lííi.
Minjagripir í
Keflavík.
ÞAÐ mun ekki vera alveg
rjett, að það sje engin minja-
gripaverslun á Keflavíkurflug-
velli, eins og jeg sagði í gær.
Það er eitthvað dundað við
þess háttar þar á einu borði.
Hitt er rjett að aðfaranótt
sunnudagsins, er þrjár vjelar
komu þangað, var engin slík
verslun opin. Og það er nú einu
sinni svo með flugferðir, að það
er ekki hægt að haga þeim eft-
ir lokunartíma sölubúa í hverju
landi, heldur verður að hafa
verslanir, sem ætlaðar eru flug
farþegum opnar, eftir viðstöðu
vjelanna á hverjum stað.
MEÐAL ANNARA ORÐA . .
4. —-----—
Tébakimarkaður Bandaríkjanna
MINKANDI sala á amerísku
tóbaki í Evrópu er farin að
vekja bandaríska tóbaksrækt-
endur til umhugsunar. Talið er,
að útflutningur á' tóbaki frá
Bandaríkjunum verði 90 mil-
jón dollurum minni en á síð-
asta ári er hann var 351 miljón.
Mun það vera skortur á dollur-
um, sem hefir neytt þjóðirnar
til að takmarka tóbakskaup sín,
og víst er að hlutfall útílutnings
tóbaks verður mikið minna en
venjulega, eða 20%.
Var í hámarki á
á síðasta ári.
Tóbaksútflutningurinn á síð-
asta ári var hámark og tóbaks-
ræktunarmennirnir höfðu að
vísu búist við nokkurri sölu-
minkun. Nú virðist sú minkun
ætla að verða mikið alvarlegri
en þeir höfðu gert sjer í hug-
arlund. Sjer í lagi hefir Bret-
land, sem var stærsti kaupand-
inn minkað innflutning sinn
gífurlega.
Mikil innanlandssala.
Ahrifanna af þessum sölu-
breytingum mun ekki gæta
mjög harkalega á tóbaksmark-
aði Bandaríkjanna þegar í stað,
því að vaxandi innanlands-
neysla getur að nokkru bætt
hallann. En nú sjá menn fram
á það á næsta' ári eða svo, að
innanl-gnds salan minki einnig
og hvað verður þá um bænd-
urna í Suðausturríkjunum, rem
lifa eingöngu á tóbaksræktun.
Helmingi minni tóbaks
kaup Breta.
Bretland hefir þegar ákveðið
að minka tóbakskaup sín frá
fyrra ári um helming og á
fyrri helming þessa árs voru
ekki flutt nema 100 miljón
pund af tóbaki til Englands
samanborið við 200 miljón á
sama tíma í fyrra.
Breska stjórnin heldur reyk-
ingum niðri með miklum ínn-
flutningstolli, sem var settur á
í apríl á þessu ári og veldur
því, að þjóðin reykir 30%
minna en áður. Auk þess er
búíst við enn meiri skerðingú í
tóbakskaupum frá Bandaríkj-
unum og vonar breska Stjórn-
in, að hægt sje að bæta það upp
með tóbaki frá nýlendunum.
Uppskera Bandaríkjanna á
fyrsta flokks tóbaki er áætluð
muni nema nærri 1.300.000.000
pundum á þessu ári og er það
heldur minna en á síðasta ári.
Aukning innanlandsneyslunnar
mun nema 50%, en verður samt
ekki næg til að bæta upp íull-
komlega tap á útflutningi.
Verðlækkun.
Veldur það þegar nokkurri
verðlækkun á tóbaksmarkaðin-
um. Nú nýlega fjell verðið á
Georgía markaðinum úr 44
dollurum í 33 dollara á 100
p.und.
Nokkur lönd kaupa
meira en áður.
Kaup annara landa munu
ekki verða nóg til að bæta upp
minkuð kaup Breta. Raunar
munu kaup Kinverja og Ástr-
alíúmanná mikið aukast og
einnig fá Holland, Svíþjóð ;og
Danmörk heldur meira en á
síðasta ári. En öll þessi lönd
(Framhald á bls. 12)