Morgunblaðið - 07.10.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.10.1947, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. okt.> 1947 MORGUlSBLAÐlb 7 VIÐ ELDANA ÓTINU HEITT kvöldhúnúð legst yfir litlu íslensku tjaldbyggðina í Moisson. Sólin glóir enn yfir Moskunum í Alsír-hliðinu, hún er rauðgul í rykfullu loftinu og trjen eru svört að sjá, þar sem þau bera við gulgrænann him- íninn. Eftir skamma stund er myrktrið skollið á. Það kemur allt í einu, heitt og svart, allt öðruvísi en haustmyrkrið heima sem kemur svo undur hægt i öllum tilbrygðum blámans. Myrkrið heima er bjartara en hjer. í kvöld kveikjum við fyrsta varðeldinn á franskri grund. í litlu rjóðri bak við tjald- bú'ðina, þar er varðeldasvæðið. Há trje umlykja það á alla vegu svo aðeins sjer upp í grá- bláann himininn. Hjer eru eng- ir klettar, ekki steinn til að styðja að bakinu, engar hraun- myndir, sem lifna við bjarma eldsins. Hjer er enginn mjúkur hraunmosi og ekkert útsýni til blárra fjalla. Þetta umhverfi er samt heillandi, það er ef til vill hin rjettasta umgjörð um varðeldinn, um varðeld frum- mannsins, sem kyntur var af þörf — til þess að bægja á burtu hættum skógarins og næturinn ar og til þess að orna hinum þreyttu börnum náttúrunnar. Við skátar kyntum líka varð- eldinn af þörf — innri þörf — til þess að kóróna heitann ham- ingjudag í skauti náttúrunnar og allar þær dásemdir, sem glað ur dagur í góðum hópi getur veitt þeim er þrá útilíf, sumar og sól. Aður en rökkrið fjell á, var safnað nægum kalviði til elds- ins. Til og frá í kringum okk- ur fór að lýsa af varðeldum, því þetta kvöld voru heima- varðeldar, það er að segja engir sameiginlegir eldar í hjeraðs- búðum eða á aðalsvæðinu, held ur hafði hver þjóð eða hver tjaldbúð sinn eigin eld. Þegar full er rokkið, taka skát arnir að tínast í rjóðrið, sveip- aðir teppum sínum þræddu þeir skógarstígana, eins og gráal’ vof ur, masandi og hlæjandi, því kvöldið var þægilega svalt, eft- ír ofsahita dagsins. Við setjumst hljóðlega kringum bálköstinn, hver við annars hlið. Nú er ekk ert skipað í sveitir eða flokká, því við eldinn eru allir eitt. Þegar þetta litla þjóðai’brot er þarna allt samansafnað á franskri grund, þá finnum við betur en ella þá ábyrgð, sem við höfum tekist á hendur með því að vera ísland á þessum al- þjóðavetvangi. Orstutt þögn og íhugun á stöðu okkar og starfi, stælir viljann og gefur nýjann þrótt. Nú er eldurinn kveiktur í þurru laufu og blossarnir læsa sig grein af grein, og lýsa upp sólbrend andlitin, sem brosa á móti bjarmanum. Guítar stjórnandans gefur tóninn — og allir eitt — „í kvöld við skátar kyndum bál“. Hver söngurinn rekur annann. Inn á milli eru sögur og"gaman- semi. Bræðurnir fra Bakka taka lagið og Nilli fer í bíltúr. Tríó- ið syngur nokkur lög og Skoski skraddarinn saumar röt — skríllur og skoplegheit dagsins koma í aukinni og endurbættri útgáfu. Þáttur frá aiheimsmóti skáta , í Frakklandi 1947 Eftir Helga Tíminn líður undarlega fljótt og áður en varir er komið að kyrrð. Við rísum á fætur og foringi okkar gengur framúr hringnum. Hann segir okkur frá því sem ábótavant var í störf- um dagsins og því sem gera eigi á morgun. Með fáum orðum minnir hann okkur á skvldurn- ar við skátahreyfmguna og við fánann sem við allir berum á brjóstinu. — Við tengjumst höndum að skátasið og svngjum bræðralagssönginn. Við kveðj- umst með kjörorði skáta „Avalt viðbúnir“, og svo er snúið heim að tjöldum. Nokkrir standa eft- ir og horfa í kulnandi glæður bálsins, það er fararstjórnin og sveitaforingjarnir, þeir þurfa eitthvað að rabba samán um byrjun næsta dags. Næsii varðeldur er í Alsír- hjeraðsbúðunúm. Varðelda svæðið er skammt frá Islandi í stórri skál sem gerð er af mannahöndum, við aðra hlið skálarinnar er upphækkað leik svið, með austurler.skum skreyt ingum að baki. Til beggja hliða standa tvö Pálmatrje gerð af stórum þurkuðum Afríkönskum pálmablöðum. Meira en 3000 skátar eru safnaðir saman í skálina fyrir framan leikSviðið þegar varðeldastjórinn kemur hlaupandi, í hvitri flaxandi skikkju, gegnum bogagluggan hvíta, sem var að baki, hann er með logandi kyndil og kveik- ir með honum í báðum nálma- trjánum og um leið lýstur upp Jamboi'ee-hrópinu og varðeld- urinn er hafinn. Síðan rekur hvert atriðið annað með mikl- um hraða, hróp eru kend, nýjir söngvar sungnir og hinar ýmsu þjóðir sem búa i Alsír-hjeraðs- búðum sýna atriði. bæði gaman söm og þjóðleg. Við sitjum utarlega í hringn- um, því ísland á að sýna þarna á eftir. Það er karlakórinn okk- ar, 40 talsins, sem á að syngja og 12 glímumenn eiga að sýna glímu. Við tökum vel eftir hvernig hinum ýmsu atriðum annara er fagnað til þess að geta dregið þar af nokkra álykt un hvernig okkar frammistaða falli í geð. Varðeldastjórinn og glímustjórinn okkar bíða bak- við sviðið til að hafa samband við okkar menn í tæka tíð. Svo kemur kallið. Kórinn á að syngja fyrst. Di'engirnir standa hljóðlega á fætur og læðast út úr röðinni til að trufla ekki, það sem fram er að fara. Hvíta skikkjan kemur eins og hvirfil- vindur fram á sviðið og til- kynnir að ísland ætli að syngja. Við hinir laglausu, vorum satt að segja orðnir hálf leiðir á kórnum, eftir allt sem á undan var gengið hjer heima. allar æfingarnar, allt frá radd- og upp í aðalæfingar — en núna S. Jónsson vorum við stoltir af kórnum. Hiklaust, og glaðlegir á svip gengu þeir fram á sviðið, stiltu sjer vafningslaust upp hver á sinn stað og söngstjórinn lyftir sprotanum og — „Þú álfu vorr- ar yngsta land — þrátt fvrir allt þú skalt, þú skalt samt fram“ — Dynjandi fagnaðarón kvað við — Bravo Islande! og Frakk- arnir gögguðu af ánægju Kór- inn söng sex íslensk lög og það var bætt á eldana þeim til heið- urs, er þeir kvöddu og gengu út af sviðinu. Við lagleysingj- arnir í áhoi-fendahópnum byrgð um tilíinningar okkar inni sem best við gátum og ljetum það nægja að muldra í barminn: „Þetta var bara gott hjá strák- unum.“ Nú komu aðrar þjóðir inn á milli með sýningar, söng og dansa. Svo kom hvíta skikkjan aftur og í fylgd með honum einn úr okkar hópi, sem tilkvnti á ensku að nú yrðu sýnd nokkur brögð úr íslenskri glímu og síð an stutt kappgiíma, en varð- eldastjórinn franski snjeri skýr ingunum á sitt mál. — Þá komu glímumennirnir í hvítum bún- ingum, spengilegir eins og vera ber. Þeir, lúta ágætri stjói'n og sýna fyrst nokkur brögð og varnir og síðan er glímd stutr kappglima. — Þögn og spem - ingur ríkti meðal áhorfenda meðan glímt var, og var glím- unni fylgt með mikilli athvgli. Að loknum varðeldinum ltomu margir rnenn til að spyrja um glímuna. Við vorura svo heppn- ir að geta látið nokkrum þeirra í tje skýringar og sögu glím- unnar, á enskri tungu, flestir urðu að láta sjer nægja viðtöl og frásagnir, því prentaðar upp lýsingar voru svo mjög af skorn um skammti. Hollendingar og Tjekkar báðu um að fá að kvik- mynda glímuna og var ákveðið að gera það morguninn eftir. Strax morguninn eftir nárust beiðnir um glímuna og sönginn. en því miður var ekki hægt að sinna þéim öllum bví of marg- ar voru á sama tíma. Nú var langt liðið á kvöldið og fá atriði eftir. Varðeldinum í Álsír-búðum lauk með því að allir sungu Jamboree sönginn og síðan hjelt hver til sinna heima. Hekla og Geysir glóðu í myrkrinu og vísuðu okkur veg inn heim. Vökumennirnir skör- uðu í hlóðunum og dunduðu við pottaþvott og önnur eldhússtörf Við vorum þreyttir og ánægðir og því fljótir að ganga til náða og þegar lúðurinn bljes -kyrð, voru flestir komnir til drauma- landsins, nema fararstjórnin og aðrir foringjar, sem undir- bjuggu dagskrá morgundagsins. Varðeldur á „CIairbois“. — Það er ef til vill ekki rjett að nefna það varðeld, því nllt var þar svo miklu stórkostlegra en við eigum að venjast. Vi5 þenn- an eld voru allir þátttakendur mótsins og gestir samankcmn- ir, og getum við gert okkur í hugarlund hve fjarri það cr okkar litlu útileguvarðeldum, ef allir Reykvíkingar væru komnir á einn stað — sætu í kringum sama eldinn. „Clair- bois“ var aðal varðeldasvæði mótsins. Það var á sljettum flötum inn á mótssvæðmu, að baki þess og til annarar hiiðar voru hávaxin trje en á tvo veg- ina voru tvær af oðal umferða- götum mótsins. Leiksviðið var eins og tvær risavaxnar tröpp- ur og til vinstri á ?fri upphækk uninni þar vTar eldurinn í trján um og á staurum allt í kring var komið fyrir hátölurum og steikum ljóskösturum, svo allt líktist þetta xneira risavöxnu útileilísviói, en varðeld Löngu aður en sy.iingar áttu að hefjast tóku -kátarnir að streyma til „Clairbois4* og sett- ust þeir skipulega á áatirnar fyrir framan og inn á miili trjánna. Hvergi sást útyfir mannfjöldann, því myrkrið huldi þá fjærstu, en talið var að milli 40 til 50 þúsundir hafi að jafnaði verið þar saman- komnar. Svo er eldur kveiktur. Sex skátar í eldrauðum nær- skornum búningum, með kyndla og langar þríálma kvísl ar, koma hoppandx og dansandi upp baktröppurnar og yfir svið ið að dalstæðinu. Þeir dansa hraðar og hraðar i kringum bál köstinn og kveikja í honum með kyndlunum og bæta á eld- inn með kvislunum, eldtung- urnar teigja sig hærra og hærra og rauður bjarminn litar andlit in kring og allt umhverfið. Stjórnandinn, með flaxandi hvita slá á herðunum. kemur þjótandi fram á sviðið að hljóð- nemanum hægramegin á svxð- inu, en eldurinn var á upp- hækkun vinstramegin, svo kem ur franskur orðastraumur frá öllum hátölurunum og síðan hefst söngurinn — Jamboree söngurinn —- allir taka undir fullum hálsi. Lagið stígur og hnýgur, það byltist áfram bor- ið uppi af þúsundum ungra radda. — Svo hefjast sýning- ai’nar. Ljóskastararnir kvikna og slokpa eftir því sem við á, og stjórnandinn kynnir hvert atriði og þjóðina sem sýnir það um leið og það kemur fram. Stundum fyllast báðar hæðir leiksviðsins af svngjandi og dansandi fólki — það eru Skot- ar, Svisslendingar, Hollending- ar og Ungverjar, hver í sínum þjóðbúningum, þeii dansa og syngja eins og þeir gera á há- tíðisdögum í sínum heimalönd- um. Svo koma skrautsýning- ar og að baki þeirra eru brend allavega lit skrautljós, stund- um græn, stundum rauð eða blá. Allt er þetta stórkostlegt og heillandi fagurt, svo við gleym- um um stund tjaldborginni sem er í myrkrinu allt í kring. Öðru hvoru brýst fjöldasöngur inn ‘út og stundum er aðeins einn á sviðinu, hann sýnir þá einhverjar kúnstir, eða segir eitthvað skemmtilegt, eins og Canadamaðurinn sem sagði og sýndi alla sögu leiklistarinnar frá upphafi með éinni og sömu setningunni — það var vel gert. Við erum dreyfðir til og frá um svæðið, en allir bíðum við eftir besta atriðinu — glímu- mennirnir okkar eiga að sýna þarna í kvöld. Víkivakarnir okk ar voru taldir of fámennir til að sýna þá þarna, og voru þeir því aðeins sýndir við hjeraðs- eldana. Belgía er að ljúka við að sýna afar skraullegan Kongó dans, grænu ljósin dvína að baki og ljóskastararnir slokna. Eldsveinarnir dansa með kvíslar sínar kringum eldmn og sýna ótrúlegustu kúnstir, þeir hefja hvern annan upp. stökkva á kvíslunum og langt til að sjá virðaSt þeir hlaupa gegnum eld inn. -— Hátalararnir tilkynna að nú komi Islande — Iceland — Island — næst. Á frönsku, ensku og norsku er tilkynt, að ísland sýni glímu —- þjóðaríþrótt. íslendinga —. Ljósin kvikna og í bjarmanum birtist íslenski fáninn, svo bjart ur og blár, á eftir fylgja glímu mennirnir okkar í hvítum bún- ingum. Eins og áður sýna þeir fyrst nokkur brögð og síðan kappglímu. Þeir glíma vel og liðlega, sá minsti fellir þann stæðsta og er því vel fagnað. — Þarna sjest hve glíman er snjöll. Skamt frá mjer heyri jeg sagt: „Heldur fanst mjer hann detta varlega“. En hvað um það. Glíman vekur athygli og fögnuð. Ennþá einu sinni hefir íslenski fáninn verið bor- inn með sóma frammi fyrir þús undunum. Ljósin deyja, nýtt skraut, nýr söngur, ný hróp og eldsveinarnir dansa milli atrið- anna. Alt tekur enda. Jamboree söngurinn hljómar aftur sterk- ari og þróttmeiri en áður. Ljós- in dvína og áhorfendurnir halda heim. Ilin mörgu tungu- mál og málískur renna saman í þungan nið. Þjóðirnar eru að tala um hið bjarta og marglita æfintýrraland, sem við höfðum fyrir augum meira en tvær stundir. Áhorfendasvæðiið tæm ist á undra skömmum tíma, en bakvið leiksviðið er nóg að gera, þar er hver þjóð að safna saman sínum búningum og flytja þá heim — einn er að skamma annan fyrir einhver mistök, sem enginn veit um nema þeir. Sumir fá sjer stutta göngu í kvöldsvalanum, svn verðirnir heima þurftu að skrifa nokkra upp, sem komu of seint heim. Þó að eldarnir á Friðar Jam- boree sjeu nú sloknaðir, þá lifa þeir enn í hugum okkar, sem við þá sátum. Þeir hafa hver sinn svip. sínar sjerstæðu minu ingar. Við lokum augunum og látum myndirnar líða fyrir. Neistaflugið frá litla eldinum heima —r- gaman og alvara þeirra stunda er óafmáanlega brend í hug okkar. Við minn- umst bogagluggana frá Alsír, og brakandi eldsins. Hið marg- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.