Morgunblaðið - 07.10.1947, Page 8

Morgunblaðið - 07.10.1947, Page 8
 MORGUNBL4ÐIÐ Þriðjudagur 7. ,okt. 1947 6 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefinsson (ábyrgBarm.l Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftárgjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Með mynd á brjóstinu FYRIR einu ári síðan gerðu íslendingar samning við Bandaríkm um brottflutning alls herafla þeirra burt af íslandi. Jafnframt heimiluðu íslendingar Bandaríkja- mönnum viðkomu á flugvellinum í Keflavík á leið þeirra til hernámssvæða þeirra á meginlandi Evrópu. Slík viðkomurjettindi höfðu Bandaríkin áður hlotið hjá mörgum öðrum Evrópuþjóðum, sem barist höfðu við nasismann. í Frakklandi höfðu þeir t. d. fengið annan aðalflug- völl Parísarborgar til algerra afnota. í Ítalíu og Austur- ríki fengu þeir svipaða aðstöðu til þess að halda uppí sambandinu við Þýskaland. En það voru ekki aðeins Bandaríkin, sem þurfti á slíkum lendingarrjettindum að halda. Rússar þurftu einnig að halda sambandi við hernámssvæði sitt í Þýska- landi og bó land þeirra lægi ólíkt nær Þýskalandi en Bandaríkin tryggðu þeir sjer aðstöðu í nágrannaríkjum sínum í Mið- og Austur-Evrópu til þess að lenda þar flug- vjelum sínum. Jr Þjóðviljinn gerir flugvallarsamninginn að umtalsefni s. 1. sunnudag og endurtekuv landráðabrigsl um þá, sem að þeirri samningagerð stóðu. Kommúnistar skilja bersýni- lega ekki að með því að hefja umræður um það mál eru þeir að nefna snöru í hengds manns húsi. Aldrei hefur það orðið ljósara en um þetta leyti í fýrrahaust að ís- lenska kommúnista varðar minna um hagsmuni íslands en fyrirskipanir rússneska kommúnistaklokksins. Rússar voru mótfallnir því að bandamenn þeirra Bandaríkjamenn mættu í sex ár koma við á Keflavíkurflugvellinum á leið sinni til Þýskalands. Sjálíir höfðu þeir skapað sjer shka aðstöðu í öllum löndum Austur-Evrópu. íslensku komm- unistarnir jörmuðu Volgusönginn úr Prawda. Þeim var ekkert áhugamál að samkomulag næðist um brottflutn- ing ameríska herliðsins, sem dvalið hafði hjer á stríðs- árunum. Aðrir íslendingar vildu herverndarsamninginn frá 1941 niðurfelldan og herliðið flutt burtu. Því tak- marki var náð. íslenski málstaðurinn sigraði. ★ En kommúnistar höfðu dæmt sjálfa sig úr leik í ís- lenskum stjórnmálum. Árásir þeirra á æðstu menn þjóð- arinnar, skipulögð skríluppþot og hundflatur skriðdýrs- háttur fyrir stefnu Rússa, skipaði þeim á bekk með mann- tegund, sem gengur með lagvopn í erminni. Síðan hafa leiðtogar þeirra reikað um í fullkomnu um- komuleysi. Við slíka menn vill enginn semja, við þá getur enginn samið. Þeirri staðreynd getur ekki sunnudagsof- stæki Þjóðviljans breytt. ★ Um þá staðhæfingu kommúnistamálgagnsins að vel flest ákvæði flugvallarsamningsins hafi verið brotin af Bandaríkjamönnum er það að segja, að samkvæmt upp- lýsingum flugvallanefndarinnar, sem Þjóðviljinn minnist á. er það eintóm lygi, sem blaðið hefur eftir nefndinni. Mun því atriði verða gerð skil síðar Það sýnir óskaplega fyrirlitningu á dómgreind íslensks almennings er kommúnistar telja sig eina hafa staðið vörð um sóma íslands og sjálfstæði. Aðeins örfá ár eru liðin síðan að leiðtogar þeirra höfðu það að skemmti- atriðum á fundum sínum að rífa íslenska fánann í tætlur og traðka síðan á slitrum hans. Þeir menn, sem á þennan hátt sýndu íslandi hollustu sína ganga nú margir með mynd af Jóni Sigurðssyni í barminum. En innræti þeirra hefur ekki breyst þrátt fyrir mynd- ina af hinum ástsæla frelsisfrömuði á brjósti þeirra. Hún er þar „illa rætt og annarlega sett“. Og hvorki þessi mynd nje sunnudagsboðskapur Þjóðviljans fá dulið það sem þar býr inni fyrir. tJíLverji ólripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU ,,Fiðlarar“. Á DÖGUNUM var ungur mað ur fyrir rjetti í London. Dóm- arinn spurði hann um atvinnu. „Jeg fiðla“, svaraði maður- inn ungi. „Eigið þjer við að þjer sjeuð fiðluleikari?“ spurði dómarinn. „Nei, jeg bara fiðla, hjálpa fólki svona með ýmislegt srmi- vegis og jeg þarf ekki að borgh neina skatta“. „Og hvað gerð- uð þjer áður en þjer tókuð upp fiðlið?“, spurði dómarinn. ,„Jeg var múrari“. Þessi litla saga um „fiðlar- an“ í London er ekki grín, held ur er um mikið vandamál fyrir bresku þjóðina að ræða, þar sem hinir svonefndu fiðlarar eru á ferðinni. • Spiv. BRETÁR hafa valið þessum mönnum nafn og kalla þá „spiv“. Það eru þeir, sem halda uppi svarta markaðnum í Eng- landi og fáir menn eru ver liðn ir af almenningi. Þeir gera ekki ærlegt handtak, og fátt er Bretum eins illa við nú og menn, sem ekki vinna að fram- leiðslunni, eða gera eitthvað gegn fyrir þjóðarheildina. En því aðeins er minst á þessa „Spiv“ og „fiðlara“ hjer, að það getur verið ástæða til að vara við þeim, ef sú tíska skyldi flytjast til þessa lands, að menn tækju upp á því að gera sjer það að atvinnu að „fiðla“ framyfir það, sem tíðk ast hjá bíómiðaokrurum og sprúttsölum. Ábyrgðarbrjefið frá Tönsberg. SIGURÐUR BALDVINSSON, póstmeistari, hefir sent mjer eftirfarandi brjef í tilefni af smáklausu, sem birtist hjer á dögunum. Er ekki nema sjálf- sagt að birta brjef hans og skýringar. „Ut af frásögn Víkverja í Morgunblaðinu 1. þ. m. um að manni nokkrum hafi ekki bor- ist tilkynning um ábyrgðar-! brjef í flugpósti frá Noregi fyrr J en á 5. degi eftir komu pósts- ( ins, skal þetta upplýst: Ábyrgðarbrjef nr. 594 frá Tönsberg í Noregi,~viðtakandi Ingólfur Kristjánsson, Hring-1 braut 148, barst hingað í flug- pósti 24. sept. Tilkynningar um öll ábyrgðarbrjefin voru, þegar eftir innfærslu í póstkvittana- bók, gefnar út. Tilkynningin um ábyrgðarbrjef Ingólfs er stimpluð samdægurs, þ. e. 24. , IX — 47 kl. 18 og kom því til útburðar að morgni 25. sept. Hinn 29. sept. kemur svo Ing- ólfur með tilkynninguna í póst húsið og kvittar fyrir brjef- inu“. Hvar var tilkynningin? „UM PÓSTSKIL til Ingólfs skal þetta upplýst: Ilann býr á efri hæð húss- ins nr. 148 við Hringbraut. Brjefberinn kveðst stundum l fara með póst upp til Ingólfs, en stundum skilja hann eftir á ofni í forstofunni niðri ' sam- kvæmt samkomulagi við Ingólf. í viðtali við Gísla V. Sigurðs- son, umsjónarmann póstútburð arins, viðurkennir Ingólfur1 þetta rjett vera. Hafi hann tek ið tilkyrminguna á ofninum 29. f. m., farið með liana í póst húsið. framvísað henni í af- gi’eiðslunni og fengið brjefið af hent. Hvar tilkynningin hefir verið frá 25.—29. sept. virðist ekki unnt að upplýsa. Brjefber inn fullyrðir að hún hafi ekki taíist hjá sjer og Ingólfur að hann hafi ekki sjeð hana fyrr en 29. Ekki telur Ingólfur sig hafa orðið fyrir vanskilum á pósti fram að þessu“. • Vandræðaástand. ÞAÐ er sannast sagna hið mesta vandræðaástand sem rík ir í póstmálunum og er ekki nærri altaf póstinum að kenna, eins og margoft hefir verið bent á hjer í dálkunum. Menn. fást ekki til að setja póstkassa við hús sín og meira að segja er það svo í mörgum stórbyggingum, þar sem tugir íbúða eru eða skrifstofur, að þar er enginn staður fyrir póst- inn. Brjefberinn verður annað hvort að fara í hverja einustu íbúð með brjefin, eða biðja ein- hvern í húsinu fyrir þau, eða skilja þau eftir á miðstöðvar- ofni, eða í glugga. Hefir það komið fyrir, að brjef hafa fall- ið bak við ofna og vitað er um eitt brjef, sem mikil rekistefna varð úr, sem fanst loksins eftir þrjá mánuði á bak við miðstöðv arofn. . Póstkassarnir, sem fóru á tombólu. FYRIR MÖRGUM árum tók þáverandi póstmeistari hjer í Reykjavík, Sigurður Briem, sig til og pantaði frá útlöndum talsvert af póstkössum. Bauð hann húseigendum kassana fyr-‘ ir 2 kr. stykkið, en fáir vildu kaupa. Endaði þetta með því að póst kassarnir voru gefnir á hiuta- veltu og komust þannig út um bæinn. I Bandaríkjunum og víðar er það skylda að hafa póstkassa við hús og helst við hliðin heim að húsunum. Gerir þetta öll póstskil miklu auðveldari. Breyting á heimilis- föngum. ANNAÐ, það sem almenning ur vanrækir mjög hjer er að tilkynna breytingu á heimilis- fangi. Það er hrein undantekn- ing, ef póststofan fær slíkar til- kynningar. Þannig er það hverju orði sannara, að þótt oft megi ým- islegt að póstþjónustunni finna, þá er það svo, að almenningur á sína sök á því hve oft tekst illa með að koma brjefum og öðrum pósti til skila fljótt og vel. -+• ? ! MEÐAL ANNARA ORÐA JEG veit um eitt land, sem á gnægtir alls auðs. Það er gríð arlegt flæmi og frjósamar sljettur þess eru svo víðar og miklar að þær eru eins og út- haf og þar má ragkta allar korn tegundir, hveiti, rúg, bygg, hafra, maís cg aðrar nytja- plöntur svo að tugum skipti, alla ávexti tempruðu beltanna en auk þess ýmsar nýtjajurtir, sem þurfa heitara loftslag, svo sem gulaldin, baðmull, hamp og anað sem getur skapað mönn- unum gott líf. Og þegar á norðlægari svið er farið, finnast innan endi- marka þessa. mikla lands stærstu og bestu skógar verald ar, sem geta orðið nær óþrjót- andi uppspretta þjóðarauðs. Þar að auki má finna í þessum skógum mestu mergð ýmissa loðdýra, sem gefa af sjer dýr- mæt loðskinn. , Svo má fara í iður jarðar og hvað er þar? 1) Mestu olíu- svæði veraldar. 2 Stórkostleg | kolalög, sem eru svo mikil, að i þau gætu nægt fyrir allt mann , kynið í þúsundir ára. 3 Óþrjót andi járn sem mætti breyta í fylkingar dráttarvjela, sem gætu gert landið að dýrðlegum óendanlegum kornakri. 4) Al- uminium í geysilegu magni. 5) Gull. 6—100) Allir aðrir málm ar og öll þau efni, sem mann- inum eru nauðsynleg til að auka velmegun sína. Um landið kvíslast vatnsmikl ar skipgengar ár, sem mynda öruggar samgönguæðar, svo að flytja má varning úr einum landshluta í annan og koma á rjettlátri dreifingu. Auk þess eru engar hindranir í vegi ul þess að járnbrautarnet megi tengja fólkið, sem þarna lifir, í eina heild, sem starfi saman til bættra lífskjara. í hafinu bæði fyrir austan og vestan eru mikil auðævi falin, því að þar eru ríkustu fiskimið og auk þess er veiði í öllum fljótum og stöðuvötnuum. Ef eitthvað er ótalið, þá er bað af gleymsku en ekki af því að þetta mikla allsnægta land vanti það. Til þess að lesendur sjeu ekki lengur dregnir á því, hvaða land þetta er, skál sagt að það er Rússland. Og nú fara menn að ímynda sjer, að mikið sje sú þjóð hamingjusöm, sem þarna búi. Mikið hlýtur hún að vera rík og ekkert þarf hana að skorta. Þar þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af næsta degi. Þar getur engin fátækt verið til, ekkert hungur og ekkert skjólleysi. Þarna er allt til, sem fólkið þarf sjer til lífsviðurvær- is. Þar getur ekki verið að nein höft á mannlegu lífi sjeu til. Lífið þar hlýtur að vera eins og í aldingarðinum Eden, gnægtir alls. En svo skulum við líta á veruleikann. Þjóðin er ekki hamingjusöm og hún er ekki rík. Það er þveröfugt, því að hvergi finnast slík fátæþra- hverfi og í borgum Rússlands. Hvergi er mannslífið eins lítils virði. Lágstjettirnar kúra í hreysum sínum rjettlausar, brauðlausar og alls lausar. Allt í kring ljúka frjósamar sljett- urnar um fólkið, en það fær hvorki tækifæri nje leyfi til að rækta þær. í jörðinni eru dýr- mætir málmar en það er ekki hægt að grafa þá úr jörðu. (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.