Morgunblaðið - 07.10.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.1947, Blaðsíða 12
12 MORGUHBLAÐltt Þriðjudagur 7. okt. 1947 FJARSKIPTI fimm mínútna krossgáian SKÝRINGAR Lárjett: — 1 duglega — 6 eldstæði — 8 kennari — 10 hús — 11 spyrnir — 12 leit — 13 eisn — 14 for — 16 litar. Lóðrjett:---2 þvarg — 3 geðveik — 4 skáld — 5 rödd — 7 slasaða — 9 segja fyrir — 10 nútíma þægindi — 14 orð- flokkur — 15 guð. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 fagra — 6 gró — 8ær — 10 ak — 11 frændur — 12 ar — 13 ma — 14 bar — 16 húrra. Lóðrjett: — 2 ag — 3 grund- ar — 4 ró — 5 kæfan — V skráð •— 9 rrr — 10 aum — 14 bú -— 15 rr. — Meðal annara orða Framh. af bls. 8 Járnið og kolin eru til, en það er ekki hægt að breyta þeim í vinnuvjelar. Óþrjótandi fiskimið eru bæði í Norður íshafinu fyrir norð- vestan Rússland og í Okotska hafinu fyrir austan Rússland, en fólkið hefur ekki skip til þess að veiða. Og skógurinn fær að standa að mestu óhreyfð tir vegna þess að það eru ekki til tæki til að höggva hann. Eitthvað hlýtur að vera rangt í þessu öllu. Það getur ekki ver ið rjett, xið þjóðin, sem býr í auðugasta landi veraldarinnar, sje fátækasta og aumasta þjóð- in. Það getur ekki verið rjett, að landið eigi að liggja í órækt á meðan fólkið kallar á brauð. Það getur ekki heldur verið rjett að járnið eigi að líggja óhreyft í jörðu, meðan fólkið vantar verkfæri og vjelar. Eitthvað er rangt við þetta allt og einhvers staðar hlýtur að vera að leita missmíðar í lífi þjóðarinnar. Og missmíðin er sjálft þjóðskipulag þeirra. Það er orðið rotið og ónýtt og hag- kerfið, sem þeir hafa ætlað að fylgja hefur reynst blekking ein. Það gat ekki leitt til ann- ars en ógæfu. Framh. af bls. 10 Sje ekkert af þessu ádráttur um niðurskurð 1947, þá er ekk- ert til, sem hægt er að nefna því nafni. Fimta ástæðan um sölu- tregðu og verðlækkun afurða í haust vegna of mikils fram- boðs er fundin upp af forvígis- manni karakúlpestanna og tek- in upp af nefndinni. Hún gæti haft við rök að styðjast, ef nú væri of mikill matur til í heiminum og örð- ugt væri um sölu matvæla. Því er nú ekki til að dreifa, því víða um lönd er yfirvofandi hung- ursneyð og jafnvel aldrei lík- legri söluhorfur úr landi. En sauðfjársjúkdómanefnd gerir svo viturlega áætlun, að nú í haust megi ómögulega drepa vegna fjárskifta nema 26 þúsund fjár, en hitt sje sjálf- sagt, að farga í sama skyni 83 þúsund 1948. Þetta á því að þýða það eftir rökum nefnd- arinnar, að það verði svo miklu betri markaður fyrir kjöt og aðrar afurðir 1948 en nú, að þá sje öllu óhætt. Aðrir menn telja heldur skynsamlegra að jafna þetta og taka núna 48 þúsund, svo ekki þurfi að farg^ nema 61 þús. 1948, af þessum sökum. Flestir aðrir en nefndin munu líta svo á, að nú sje álit- legri markaður fyrir afurðir en verða muni 1948. Þessi rök nefndarinnar eru þá öfug við það rjetta, nema því aðeins, að ætlunin sje sú, að hætta að mestu við fjárskifti 1948 og nota áætlunina um niðurskurð á 83 þúsund fjár, til þess eins að blekkja fjáreigendur. Alt ber því að einum brunni í þessu máli. Hann er sá, að bændurnir á umræddu svæði hafa siðferðilegan og hagsmuná legan rjett til röggsamlegra að- gerða. Það er þegar búið að sýna þeim órjett. Þeir geta búist við því eftir framkomu og afskiftum sauð- fjársjúkdómanefndar, að hún ætli að ofurselja svæðið frá Hjeraðsvötnum að Miðfirði garnaveikis faraldrinum í við- bót við mæðiveikina. Þeir eru varnaraðilar fyrir sjálfa sig og aðra í þessu máli og þeir hafa þegar hafið samtök, sem eru þeim til heiðurs, en mundi vera til mikillar vanvirðu að hopa frá. Ef Alþingi gerir rjett þessara manna minni en annara, þá skil- ur það ekki sinn vítjunartíma og vonandi kemur aldrei til þess. 21. 9. 1947. J. P. Framh. af bls. 1 skipta heiminum í tvo andstæða hluta. Sýnir það Ijóslega, að kommúnistaflokkar um heim allan eru aðeins verkfæri í hönd um herranna í Moskva. Veikir aðstöðu kommúnista Almennt er álitið, að þessi yf- irlýsing um alþjóðasamtök kommúnista veiki heldur að- stöðu kommúnistaílokka Frakk lands og ítalíu einmitt nú þeg- ar búast hefði mátt við, að þeir færðust í aukana er kuldar og matarleysi vetrarins eru að fær- ast yfir. Pólitísk skyssa Bandarísk blöð eru flest sam- mála um, að það hafi verið lítið herbragð hjá kommúnistum að lýsa yfir stofnun alþjóðabanda- lagsins, því að kommúnistaflokk ar alls heimsins hafi hvort sem er verið stjórnað frá Rússlandi, en nú sje það aðeins orðið aug- ljósara en áður og kommúnist- um þýði ekki að bera það af sjer. Tómar blekkingar Það hefur verið mikill grunur á undanfarið, að Komintern hafi ekki verið uppleyst í raun og veru. Ifjeðan í frá ætti ekki að leika nokkur vafi um það, að yf- irlýsingar Rússa 1941 um upp- lausn þess hafa verið tómar blekkingar. Hvað Marshall áætluninni við víkur er talið, að þessir atburð- ir verði til þess, að bandaríska þingið hraði hið mesta sam- þyktum um lánveitingar til Ev- rópuþjóðanna, því að flestum þingmönnum þar mun verða augljóst, hve kommúnistahætt- an yfir Evrópu er orðin mikil. EINRÆÐI ÓGNAR FRIÐNUM WASHINGTON: — Sen Brewster hefur látið svo um mælt, að á meðan einræðis- stjórn sje í Rússlandi sje hætta á ófrið. Minnlngarorð — Frú Guðrún Guðmundsdóttír Fædd 4. júlí 1893. Dáin 26. september 1947. I DAG verður til moldar bor in sú kona, sem búin var þeim fegurstu kostum, er íslenska konu má prýða. Frú Guðrún Guðmundsdótt- ir var fædd 4. júlí 1893 að Urriðafossi í Flóa. Foreldrar hemaar voru Kristín Andrjes- dóttir og Guðmundur Ásmunds son. Þau hjón fluttust til Reykjavíkur, ásamt börnum sínmn, árið 1901. Var heimili þeirra eitt myndarlegasta og gestkvæmasta heimili bæjarins og fyrnist seint í huga eldri Reykvikinga. Það breiddi faðm inn á móti þreyttum langferða mönnum, í búsýsluerindum til höfuðstaðarins, löngu áður en nútímatæknin leiddi hestinn af þjóðvegum landsins. Á þessu is lenska heimili, Laugavegi 70, fundu allir þann yl og hlýju, sem endurnærði og veitti þreytt um hvíld. Umvafin ástúð for- eldra sinna og systkina, eftir- læti allra er henni kyntust, ólst Guðrún upp á þessu svipmikla heimili. Þar mótaðist hún því göfuga og íslenska yfirbragði, sem einkendi hana lil hinnstu stundar. Árið 1919, 8. nóvember, gift ist Guðrún eftirlifandi manni sinum, Ágústi Markússyni vegg fóðrarameistara. Um 14 ára skeið var heimili þeirra á Frakkastíg 9. Það var auðugt af ástúð og innileika, og glað- legt viðmót brosti við öllum er þangað komu. Þau hjónin eign uðugst fjögur börn, Hörð er nú stundar listmálaranám í Frakk landi, Guðmundu Kristínu, Jó- hann og Erlu, er dvelja í heima húsum. Þessum yndislega barn hópi, manni sinum og heimili, fórnaði Guðrún öllum kröftum sínum til hins síðasta. Þau voru hennar yndi, sú lífshamingja, sem hún mat mest. Fáar mæður liafa fundið það betur en.Guðrún, að hið óeigin gjarna starf hennar var metið og þakkað af börnum liennar og eiginmanni. Taldi hún sig því hafa hlotið mikla gæfu í þessu lifi. Það er hlutskipti allra, að stíga spor feðra sinna og mæðra til hinstu hvíldar. Og degi var farið að halla, enda áfangi Guð rúnar orðinn ærið drjúgur. Og að kvöldi dags er gott að hvil ast. Ber því að sætta sig við það sem orðið er, en geyma minningu hennar í þvi trúar- trausti á hið eilífa ljós lifsins, sem aldrei hvarf henni af auga. Innilegasta hjartans þakk- læsti, fyrir margra ára viðkynn ingu, færi jeg þessari tígulegu konu, sem ávallt bar með sjer birtu kærleikans og móðurlegr ar umhyggju. Albert J. Finnbogason. Framh. af bls. 7 lita skraut og misliti mannfjöld inn á „Clairbois“ gleymist ekki. Yfir öllum þessum eldum svif- ur andi skátahreyfingarinnar — þetta „eitthvað“ sem tengir okkur saman og knýr skátana til að koma frá fjarægustu hornum veraldar til þess að sitja við eldana, til þess að tengja þar hönd við hönd og horfa í glæðurnar og verma þar vaxandi þrá eftir frið og bræðralagi. Helgi S. , —--------- Fyrsti sendlherra Banda- ríkjanna í Pakssfan Washington. PAUL H. ALLING, ráðu- nautur Bandaríkjanna við Sam- einuöu þjóðirnar, hefur verið skipaður fyrsti sendiherra Bandaríkjanna í Pakistan. — ^ Eflir Roberl Slorm * tlVER-LIP5 HA5 ELUDEO CAPTURE...ONLV TO STÖMBLS INTO A STEEL-T007HED BEAR TRAP- .cjn 1 ý-16, Kirg .Fcaturcs Syndicatc, lnc., World rights ftscfvca' ' NOW, NUMBED BY PAIN ANDA FALLINö TEA1PERATURE, Ml$ INERT FORM |$ ENVELOPED BY A EWIRLINÓ 6N0W570m AlEANWHILE, PHIL CQHF&IZ V/lTH 5TATE MAV 1 HAVE Y 5HEIN CRlTICAL A WORD WlTN SHAPE ... PLEfifif FRALE , J BE BRiCF! J’LL r DOCTOR? 7 00 IN WHH r- vou Js TR00PER5 KEEP IN TOUCri! X'LL BE AT THE H05PITAL! rwe HAVE ALL COUNTY ' R0AD£ BOKED IW(BUT r POUBT 1F UV£R-LIP£ WILL FIND \\\9 WAV 0UT . OF THl£ É-TORMj Kalli hefur komist undan lögreglunni, en orðið fastur í bjarnargildru. En þjáningarnar og kuldinn við lögregluna. Einn lögreglumannanna segiíi; Það eru verðir við alla vegi, en jeg efast um að' Kalli hússins og spyr, hvort hann geti fengið að tala við Frale. — Læknirinn: Hún er hættulega meidd. — hafa gert það, að liðið hefur yfir hann í snjónum. Meðan þannig er komið fyrir bófanum ræðir Phil rati í þessu veðri. Bing: Hafið þið samband við mig. Jeg verð á sjúkrahúsinu. — Hann ekur til sjúkra- Þjer megið ekki staldra við lengi. Jeg skal koma inn með yður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.