Morgunblaðið - 07.10.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.10.1947, Blaðsíða 14
14 -~-w’Tr*ss MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. okt. 1947 ÁNADALUR ^Láidia^a ej'tir JJach cJionclon 22. dagur Þegar klukkan var eitt sneri Billy út af veginum og ók inn í skógarrjóður nokkurt, „Hjer skulum við snæða morgunmat“, sagði hann. „Mjer fannst skemtilegra að hafa nesti rneð sjer heldur en að setjast inn í einhverja knæpu. Og nú ætla jeg að leysa hestana frá vagninum, svo að við þurfum ekki að hugsa um þá. Við höf- um nógan tíma. Þjer skuluð taka nestiskörfuna þarna og framreiða matinn á vagndúkn- um“. Þegar Saxon leit ofan í körf una varð hún hálfskelkuð út af bruðlunarseminni í hon- um. Þarna voru stórir böglar af smurðu brauði með fleski og hænsnasteik, krabbamauk, soðin egg, niðursoðnar grísa- tær, sveizerostur, saltaðar möndlur, appelsínur, ananas, oliven, pikkles og margar flöskur af öli. Henni blöskraði ekki eins hvað þetta var mik- ið eins og hitt hvað nestið var fjölbreytt. Henni fannst næst- um eins og hann hefði keypt alt sem til var í einhverri mat- vörubúð. „Það var óþarfi að kaupa svona mikið“, sagði hún þeg- ar hann kom og settist hjá henni. „Þetta er nóg handa tíu múrurum“. „En er þetta ekki góður mat- ur?“ spurði hann. „Jú, en það er alt of mikið“, sagði hún. „Þá er alt í lagi“, sagði hann hlæjandi. „Jeg kann altaf best við að hafa nóg af öllu. Nú skulum við byrja á því að fá okkur öl og skola rykið úr háls inum. En við skulum fara var- lega með glerin, jeg lofaði að skila þeim aftur“. Þegar máltíðinni var lokið, lagðist hann aftur á bak og reykti vindling. Og svo fór hann að spyrja hana um for- tíð hennar. Hún sagði honum að hún ætti heima hjó bróður sínum og borgaði þar fjóra og hálfan dollar á viku fyrir fæði og húsnæði. Hún sagði honum frá því að hún hefði tekið gagn fræðapróf þegar hún var fimtán ára, og svo hefði hún farið að vinna í verksmiðju og fengið þar fjóra dollara á viku í kaup, en af þeim hefði hún borgað Söru 'þrjá dollara. „En hvað segið þjer mjer um þennan gestgjafa?“ spurði hann. „Hvernig stóð á því að hann tók yður í fóstur?“ Hún ypti öxlum. „Jeg veit það ekki — en líklega hefir það verið gert í gustukaskyni vegna þess að ættingjar mín- ir höfðu ekki nema rjett til hnífs og skeiðar. Auk þess hafði Cady —- fóstri minn — verið i herdeild föður míns, og honum fannst enginn jafnast á við Kit, eins og hann var vanur að kalla föður minn. Pabbi hafði komið í veg fyrir það að lækn- arnir tæki af honum fótinn; og því gleymdi Cady aldrei. Hann græddi allvel á veitinga- húsinu og seinna komst jeg að því að hann hafði borgað lækn isreikninga og útfararkostnað móour minnar. Annars átti jeg að fara til Will móðurbróður 'míns -— mamma vildi það. En þó voru einhverjar róstur uppi í Ventura-fjöllunum, þar sem hann hafði nautabú sitt, og nokkrir menn höfðu verið drepn ir þar. Það var víst út af landa þrætu og beitingum, en hvernig sem á því stóð þá lenti hann í fangelsi og sat þar lengi. Og þegar hann losnaði höfðu lög- fræðingarnir lagt hald á bú hans og land. Þá var hann gam all maður og konan hans var | heilsulaus, svo að hann gerð- | ist næturvörður og fjekk fyrir 1 það fjörtíu dollara á mánuði. í Hann gat því ekkert fyrir mig I gert, og svo tók Cady mig að I sjer. Cady var góður maður, ’ þótt hann hefði knæpu. Kona I hans var stór og fönguleg og falleg, en hún var ekki eins og hún átti að vera — það frjetti jeg seinna. En hún var góð við mig. Þegar hann dó fór hún í hundana og þá lenti jeg á munaðarlausra hæli. Þar var ill vist, en jeg var þar í þrjú ár. Þá var Tom giftur og hafði fengið atvinnu og þá tók hann mig til sín og síðan hefi jeg verið hjá honum. Og síðan hefi jeg orðið að vinna fyrir mjer“. ! Hún horfði út yfir dalinn, en hann virti hana fyrir sjer um stund og varð svo að orði: „Veslings munaðarleysinginn“. Slðan tók hann mjúklega um I handlegg hennar. Hún leit á ( mig og þá brosti hann íbygg- inn. „En hvað yður er kalt á handleggnum. Mjer er altaf heitt. Þreifið á höndinni á mjer“. j Hún gerði það. Höndin var ' hlý og þvöl og þegar Saxon leit framan í hann tók hún eftir því að smáir sveitadropar voru á enni hans og höku. j „Jeg get ekkert að því gert“, sagði hann alvarlega. „Þær um það. Og ef jeg vil ekki sjá þær, j þá jeg um það. Þjer trúið því ekki, Saxon, hvaða freistingum hnefaleikari mætir. Stundum hefir mjer fundist að konur ( hefði enga sómatilfinningu. Jeg var ekki hræddur við þær, þjer me^ið ekki halda það, en jeg kærði mig ekkert um þær. Það er meiri asninn, sem lætur kon ur vjela sig“. I „Þjer eruð máske fæddur með þeim ósköpum að geta ekki elskað?“ sagði hún. j „Þetta getur vel verið“, svar aði hann einarðlega. „Að minsta kosti get jeg ekki orðið ást- j hrifinn af stúlku, sem eltir mig á röndum. Það getur verið að einhverjum veimiltítum falli slíkt í geð, en slíkt er ekki fyrir | karlmenn. Sá, sem er regluleg- ur karlmaður, kærir sig ekki um að hafa stúlkur á hælun- um“. „Mamma sagði margssinnis að ástin væri sterkasta aflið í heiminum“, sagði Saxon. „Hún orkti líka Ijóð um það. Sum þeirra voru birt í San José Mercury". ,,En hvað haldið þjer um það?“ j „Jeg veit það ekki“, sagði hún og brosti ofurlítið. „Jeg veit ekki neitt nema það hvað ■ dásamlegt er að hafa lifað slík an dag sem þennan“. ,,Já, það er gaman að aka í góðu veðri —- það er alveg rjett hjá yður“, sagði hann. „Nú, þjer eruð kófsveittur“, sagði hún. Hún tók fram vasaklútinn sinn og þerraði svitann af and- liti hans og síðan úr lófunum. „Jeg held að jeg andi í gegn um húðina“, sagði hann. „Og æfingameistararnir segja að það sje hraustleikamerki. En nú svitna jeg samt fremur venju. Það er skrítið“. Svo þreifaði hann aftur á handlegg hennar og sagði: „Það er undarlegt hvað yður er kalt á handleggnum. Og þó er húðin eins fín og mjúk eins og silki. Hún er alveg eins og silki“. Hann strauk handlegg henn- ar mjúklega frá olnboga fram á úlflið og upp á olnboga, aft- ur. Hún naut þessa og hún naut sólskinsins og þess að vera þreytt. Hún lokaði augunum og ljet sig dreyma um það að hjer væri sá maður, sem hún gæti elskað af öllu hjarta. „Nú hefi jeg vermt þennan handlegg“, sagði hann glettnis- lega, „og nú er best að jeg vermi hinn“. Hann strauk blíðlega hinn handlegginn á henni. Hún horfði dreymandi á hann og var að hugsa um það hvað sjer hefði orðið einkennilega við br hún sá hann í fyrsta skifti. „En segið þjer eitthvað“, sagði hann eftir nokkra stund. „Mjer þykir svo gaman að horfa á varirnar á yður þegar þjer tal- ið. Það er nærri því eins og þjer kyssið hvert orð“. Hana langaði ekkert til að tala en samt sagði hún: „Það er ekki víst að yður geðjist að því sem jeg kann að segja“. „Vepið þjer alveg óhr£ödd“, sagði hann. „Mjer geðjast að öllu sem þjer segið“. „Jæja, þá skal jeg sleppa yð ur“, sagði hann og hló. „En varir yðar kysstu tuttugu og fimm sinnum á meðan þjer vor uð að tala. Jeg taldi það. Syng ið þjer nú fyrir mig „Svífur að hausti“ og svo skulum við leggja á stað“. Hún söng og horfði í augu hans. En hann horfði á varir hennar. Að söngnum loknum losaði hún sig og stóð á fætur. Iiún rjetti honum jakkann hans. Og svo sótti hann hest- ana. Það var komið fram undir sólarlag er þau komu aftur á veginn hjá Contra Costa. Þá fór að halla undan fæti. Fram undan þeim blasti hafið við, grænir akrar og' þorp, svo sem Elmhurst, San Leandro og May wards. Reykjamökkurinn upp af Oakland lá eins og þoku- bakki í vestri, en lengra nið- ur með flóanum sást San Francisko. Það tók að skyggja og Billy var þögull. Seinasta hálftím- ann hafði hann ekki sagt neitt og ef hann hefði ekki við og við hagrætt ábreiðunni til þess að skýla henni fyrir kvöldkul- inu, hefði hún mátt ætla að hann hefði alveg gleymt sjer. Hvað eftir annað var það- kom ið fram á varirnar á henni: „Um hvað eruð þjer að hugsa?“ En hún hætti jafnharðan við að segja það. Þau sátu þjett sam- an og hún fann yl af honum. Henni leið óviðjafnanlega vel. ItfST AÐ AUGLtSA l MOilGLXULAÐINU " iMi! .IwimstMíúbá í GULLNI SPORINN 105. Sá gamli þagði um stund og sagði svo skyndilega: „Viljið þjer ekki fá eitthvaá að borða og glas af góðu öli?“ „Því hefi jeg ekkert á móti,“ sagði jeg, „en fyrst verð jeg að koma hestinum í hús.“ Gamli maðurinn gekk á undan mjer inn í hesthúsið, en er jeg hafði komið reiðskjóta mínum vel fyrir, geng- um við saman inn í stórt eldhús, þar sem hann bar. fram brauð, ost og öl. Ölið var þó síður en svo ríflega útilátið. „Gætið yðar, ungi maður.“ sagði hann, og það skríkti i honum, „því öl er altaf örvandi drykkur.“ „Svei, það er gallsúrt,“ sagði jeg og leit á hann. Brauð- ið og osturinn var ekki betra, svo jeg ljet mjer nægja tvo eða þrjá bita. Gamli maðurinn settist andspænis mjer og horfði lengi á mig. Svo sagði hann: „Herra minn, jeg er hræddur um. að þjer komið hjer með ófriði, þar sem þjer berið sverð við hlið og handleikið byssu yðar eins og væri hún leikfang.“ . „Ja, jeg skal að minnsta kosti láta ófriðlega,“ svaraði jeg, „ef þjer látið mig ekki strax ná tali af Tingcomb.“ Hann stóð í flýti á fætur og rölti út úr eldhúsinu inn í langan gang. Jeg fylgdi honum eftir. en sá gamli tautaði og muldraði. Að lokum nam hann staðar við dyr við enda gangsins, opnaði hurðina og þaut svo í burtu. „Kom inn,“ sagði rödd, sem mjer fannst jeg kannast við. Enda þótt enn væri hábjartur dagur, var hálfrökkur í herberginu. Gluggahlerar voru fyrir gluggunum, en á borði stóðu sex logandi kerti. A bak við kertin sat maður sá, sem jeg hafði sjeð í vagninum á markaðsgötunni, en nú var hann klæddur svörtum fötum og las í stórri bók, sem lá fvrir framan hann á borðinu. Jeg gerði ráð fyrir. að þetta væri biblían, en tók eftir, að kertunum var þanning komið fyrir að bjarminn frá þeim fjell ekki á bókina, heldur á dyrnar, sem jeg stóð í. — Jeg var ekki mjög gamall, þegar jeg var tatoveraður. ★ Skoti nokkur gekk inn á hótel til að borða, en fann hár- nál í súpunni. — Þetta er einmitt það, sem jeg þarf að nota til að hreinsa pípuna mína, sagði hann á- nægður. ★ _ Ungur stúdent heimsótti ríka frænda sinn í Aberdeen. — Kæri frændi, sagði hann, jeg hefi verið svo óheppinn að gleyma veskinu mínu heima. Geturðu ekki nánað mjer 10 shillinga? — .Nei, sagði frændinn, en hjer eru tvö pence handa þjer, svo að þú getur farið heim í sporvagninum og sótt veskið þitt. Þegar drengur nokkur kom í skóla í Aberdeen, sagði kenn- arinn við hann. — Þú mátt ekki koma í skól ann, drengur minn, þegar bróð- ir þinn er með mislingana, því að þú getur smitast af honum og smitað svo aðra. — Nei, kennari, sagði dreng- urinn. það er engin hætta, því hann gefur aldréi neitt frá sjer. Verslunarmaður (sem hafði gengið vel á verslunarbraut- inni): — Þegar jeg kom í fyrsta sinn til New York, átti jeg að- eins einn dollar í vasa mínum til að. setja á stofn verslun. Frjettaritarinn: — Til hvers notuðuð þjer þennan dollar? Verslunarmaðurinn: — Jeg notaði hann til að senda skeyti heim eftir meiri peningum. ★ — Hvað segir þú, sagði Skot- inn við vin sinn, þú veist hver hefir stolið bílnum þínum, en þó læturðu ekki refsa honum. — Fyrst læt jeg hann mála og gera við hann, og síðan geri jeg lögreglunni aðvart, sagði hinn Skotinn. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. Sími 1710.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.