Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUfllBLAÐlÐ Föstudagur 5. des. 1947 T Kommúnistar viðurkenna að þeir bera óbyrgð á töfum við Varo- stöðina Hafa jafnvel rekið pipu- lagningamenn frá vinnta % við stöðina l — i Frá bæjarsijómarfundi í gær Á FUNDI bæjarstjórnar í gær bar borgarstjóri fram svohlióð- andi tillögu, er samþykt var með 8 atkvæðum gegn 4. Vegna fullyrðinga og blaðaskrifa um afstöðu bæjarstjórnar til járnsmiðaverkfallsins í sambandi við eimtúrbínustöðina við Elliða- ár, samþykkir bæjarstjórn að fela borgarstjóra að spyrjast fyrir um Jjað hjá deiluaðilum, hvort þeir heimili bænum að láta starfsmenn bæjarins vinna að uppsetningu stöðvarinnar með eigin fagmönnum, án þess að taka nokkra afstöðu til deilumálanna. Ekki er ástæða til að hjer frá byrjun viðskifti bæjar- stjórnar við aðila í járnsmiða- deilunni, sagði borgarstjóri því J)að mál er svo kunnugt. Jeg verð að sjálfsögðu að vísa alger- lega á bug, þeim fjarstæðum, sem komið hafa fram hjer í einu blaði bæjarins, að bað sje meiri- hluta bæjarstjórnarinnar að henna, að vinna hafi stöðvast við að fullgera stöðina. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykt að fela borgar- stjóra að hann hjeldi áfram til- raunum til þess að fá undanþágu hjá Járnsmiðafjelaginu um það að þeir ynnu við stöðina. Fyrir mánuði síðan fór jeg iram á þetta við báða aðila, bæði smiðjurnar og járnsmiðina, að fá slíka undanþágu, á þeim grundvelli að járnsmiðirnir sem ynnu vlð stöðina fengju það kaup, sem um semst þegar samn ingar komast á. Járnsmiðirnir neituðu að verða við þessari ósk bæjarstjórnar. En fjelag járnsmíðameistara setti þá skilyrði, sem ekki voru aðgengileg fyrir bæjarstjórn. Síðan kom tilboð frá Meistara íjelaginu, þar sem þeir buðust til. að verkið við stöðina yrði unnið, án álagningar frá þeirra hendi. Þetta mun hafa verið þ. 22. nóv. Þegar jeg átti tal um þetta við járnsmiðina neituðu þeir enn að vinna við stöðina, nema með Jjví móti, að Rafveitan gengi að ©llum kröfum járnsmiðanna í deilunni. Samþyktu þeir að vinna ef þessum skilyrðum væri íullnægt. Að þeir fengju það kaup, sem þeir hafa farið fram á, kr. 170 í grunn á viku. Að smiðir þeir sem ráðnir yrðu, til verksins, yrðu ráðnir í samráði við stjórn járnsmiðafjelagsins og að bæj- arstjórnin gengist fyrir því að það sem járnsmiðirnir kalla „svartan lista“ vinnuveitenda- íjela"sins hyrfi úr Sögunni. Gerði jeg tilraun til mála- miðlunar. En við það var ekki komandi að járnsmiðirnir veittu neina undanþágu til vinnu við varastöðina, nema að gengið yrði að öllum þessum skilyrðum. Hinsvegar er það auðsætt, að meðan deila stendur milli þess- ara tveggja aðila, Meistarafje- lagsins og Járnsmiðafjelagsins, þá getur bæjarstjórnin ekki tek ið afstöðu í þeirri deilu, með því að fallast að öllu leyti á kröfur annars aðilans. Rafmagnsstjóri hefir hinsveg ar sagt það í greinargerð, sem hann hefir sent bæjarráði, að Rafveitan hefði nu fengið öll nauðsynleg tæki sem þarf til þess að verkið sje unnið og geti unnið það með sínum starfs- mönnum. Og því ber jeg nú fram, sagði boryarstjóri, tillögu þess efnis, að málið fáist leyst á þennan hátt. „Með sínu lagi“. Sigfús Sigurhjartarson eyddi löngum tíma í að ræða þetta mál. Kom hann að hinum marg endurtekna söng kommúnista, að heimta það að bæjaryfir- v.öldin skerist í leikinn og gangi að kröfum járniðnaðar- manna. Næst talaði hann um þá möguleika að bærinn lfeti vjel- stjóra sína vinna að því að full- gera stöðina. í ræðu sinni sagði Sigfús, að rafmagnsstjóri hefði gerst sek- ur um verkfallsbrot með því að láta menn vinna járnsmiðavinnu í Varastöðinni. Bærinn ekki deiluaðili. Jón Axel Pjetursson sagði að það væri með öllu óhugsandi að bærinn fari að semja við annan aðilann en ekki hinn. Sagði hann að það væri hins- vegar hlutverk borgarstjóra að eiga hlut að því að takast mætti að koma á vinnufriði. í þessu sambandi benti hanh á þátt þann er borgarstjórar Reykjavíkur hafa átt í að leysa vinnudeilur. Við þessar umræður spurði Jón Axel fulltrúa komma, hvort þeir hefðu umboð verkalýðsins til þess að snúast svo í þessari deilu járnsmiða, sem þeir gerðu. Varð kommum þá svara fátt. Jón sagði ermfremur, að hvort heldur menn færu til land anna í vestri, Bandaríkjanna eða til Rússlands þá myndi það ekki þekkjast að bæjarjúirvöld in í þessum löndum myndu semja við einn deiluaðila en ekki báða. Tillögum þessum var vísað til bæjarráðs. Þeir Jón Axel og Sigfús báru fram svohljóðandi tillögu, er vísað var til bæjarráðs: Frh. á bls. 12. Verðið á vatninu frá Reykjum TILLÖGUR þær er forstjóri Hitaveitunnar hefur sent bæjar ráði um verðhækkun á heita- vatninu frá Reykjum voru rædd ar í bæjarstjórn í gær. Skýrt hefur verið frá þessum tillögum hitaveitustjóra hjer í blaðinu. í þeim felst það m. a. að með hækkuðu verði á heita- vatninu verði fengið samræmi á því og nú gildandi kolaverði, sem er nú kr. 260 á hvert kola- tonn. Bæjarstjórnin tók enga á- kvörðun í málinu. í sambandi við þetta sagði Jón Axel Pjetursson að nú þegar ætti að hefja undirbúning að því að veita vatninu frá Reykja hlíð að Reykjum og láta einskis ófreistað til þess að hraða öll- um framkvæmdum. Jóhann Hafstein svaraði Jóni Axel, og sagði að ekkert sam- ræmi væri í því að nokkur hluti bæjarbúa yrði að hita hús sín með kolum er kosta 260 kr. en bærinn útvegaði öðrum hús- hitun við verði er samsvarar að kolatonnið kosti 180 krónur. Þá er nær að jöfnuður komist á og þær viðbótartekjur er Hitaveit- an fær á þennan hátt fari til þess að flýta fyrir því að þeir bæjar- búar, sem nú njóta ekki Hita- veitunnar geti fengið þessi þæg- indi. Einmitt það sem Jón hafi minst á leggi hitaveitustjóri til í brjefi sínu. Þar segir m. a. að með þeirri tekjuaukningu er Hitaveitunni áskotnast með hækkuðu verði á heita vatninu, fari til þess að byggja dælu- stöð við Reykjahlíð, rafmagns- stöð hjá Reykjum, til að tryggja öruggan rekstur Hitaveitunnar, auknar boranir og aðrar frarn- kvæmdir er miða að því að sem flestir bæjarbúar megi verða að- njótandi heitavatnsins sem fyrst Sagði Jóhann að nú myndu fást milli 30 og og 40 seklít. úr bor- holunum við Reykjahlíð. Jón Axel bar fram tillögu í þessu máli, en þar er lögð á- hersla á að hraða framkvæmd- um öllum við Reykjahlíð. Var samþykt með öllum greiddum atkvæðum að vísa henni til bæjarráðs. „Feður og synir" - „Feður og synir“ Eftir Ivan Túrgenjev. Vil- mundur Jónsson þýddi. Bókasafn Helgafells. FYRIR þá, sem unna góðum „gamaldags" skáldsögum, er þessi bók hinn besti fengur. Hún er vel gerð og áhrifarík. Margar af persónum hennar eru lifandi í besta lagi, svo sem eins og bræðurnir Kirsanof, Arkadi Kirsanof, nihilistinn Basarof, stúlkan Fenitsjka og systurnar Katja og Anna Serge jevna. — öll er bókin skemti- leg aflestrar og reynir lítið á taugar lesendans. Hið góða fær sín laun, hitt fer til skollans! Kristmann Gu'Smundsson. Rætt um reksturtogarans Ingólfs Arnarsonar LANGAR umræður urðu á bæjarstjórnarfund: í gær útaf ‘bráðabirgðareikni ogsyfirliti um rekstur togarans Ingólfs Arnar- sonar, einsog reksturinn var þ. 15. okt. s. 1 En semkvæmt því yfirliti sem að sjájfsögðu getur tekið breytingum, begar reikn- ingarnir verða endanlega gerð- ir upp frá árinu, var reksturs- halli á togaranum frá því hann hóf veiðar og fram til þessa tíma kr. 152 þúsund. Sigfús Sigurhjortarson eyddi löngu máli í að fnra vfir alla liði þessa yfirlits, og gera sínar mismunandi gáfulegu athuga- semdir við þá. I,agði hann í ræðu sinni áherslu á, að hjer væri verið að sverta útgerð tog- arans og gera með því bæjar- útgerð tortryggilega. En alt er þetta .eintcmur heilaspuni úr þessum bæjarfulltrúa, einsog margt annað. Vildi Sigfús fá að vita hvort ekki væri eitt og annað á rekstr ar reikningi, sem mátt- hefði setja á stofnkostnað, bæði stórt og smátt. Jón A. Pjetursson varð fyrir svörum, en hann hef- ir sem kunnugt er haft með hendi útgerðarstjórn togarans, ásamt Sveini Benediktssyni. Sagði hann í upphafi málð síns, eftir að Sigfús hafði lokið sparnaðartíningi sínum að ef Sigfús ætlaði að telja sig meðal vina bæjarútgerðar, þá mætti bæjarútgerðin segja: Guð forði rnjer frá vinum mín- um. Lýsti Jón því síðan, hvernig það hefði orðið nokkur kostn- aður við rekstur togarans, að spil hans reyndist ekki nægi- lega traust. En það hefði komið þeim togurum að gagni sem seinna voru á ferðinni, að þessi reynsla fjekkst, áður en þeir voru fullgerðir. Ekki gat Jón neitt um það sagt, hvort sá aukakostnaður fengist endur- greiddur frá skipasmíðastöðinni sem af þessu leiddi. Sigfús hafði fundið að því, að stjórnarkostnaður hefði orð- ið of hár. En Jón A. Pjetursson hrakti það alt fyrir Sigfúsi, og sýndi honum fram á, að hann teldi þar liði, sem ekki kæmi stjórnarkostnaði við. En þeir menn, sem hafa haft stjórn tog- arans á hendi hafa ekki tekið nein sjerstök laun fyrir það. Enda eF sú tilhögun til bráða- birgða. Bandarískrar Dakotaflug- vjelar saknað í viku ... en skeylasamband náðis! víð hana í dag Wiesbaden í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TILKYNT var hjer í kvöld, að loftskeytasamband hefði náðst klukkan tvö í dag eftir breskum tíma við bandarísku Dakota- flugvjelina, sem týndist með 20 manns innanborðs s.l. föstudag. Flugvjelin var á leiðinni frá Ítalíu til Frankfurt og er talin vera einhversstaðar á fransk-þýsku landamærunum. Æfinifrabók Siein gríms Ihorsieins sonar komin úi ^FIugufregnir. Flugufregnir bárust af því I dag, að líklegt væri, að flug- vjelin væri í þröngu kletta- gljúfri nálægt bænum Kusel, sem er um 32 km. fyrir norð- vestan Kaisersalutern. Var leit- að þarna til myrkurs, en ár- angurslaust. ÆFINTÝRABÓK Steingríms Thorsteinssonar er komin út í nýrri útgáfu prýdd fjölda teikn inga eftir Barböru Árnason. Æfintýrin, sem í bókinni eru, eru alls 30: — Mánuðirnir tólf, Þumalingur litli, Stjörnudalirn- ir, Skrímslissagan, Forvitna konan, Tepotturinn, Maðurinn frá Hringaríki og kerlingarnar þrjár, Latland, Rauðhetta litla, Meistara þjófurinn, Betrunin, Bardielló, Þyrnirósa, Fiskimað- urinn og kona hans, Bókhveitið, Þverlynda skassið, Sagan af Trölla-Elínu, Litli Hans og litla Manga, Borgarsöngvararnir í Brimum, Doktor Alvís, Glens- bróðir og Sankti-Pjetur, Maríu barnið, Fyrir austan sól og vest an mána, Ríki maðurinn og fá- tæki maðurinn, Sagan af Þrasta skeggja konungi, Stúlkan halda lausa, Bláskeggur, Litli bróðir og litla systir, Firnm baunir úr sama belgnum og Sagan af prins inum Kalif og keisaradótturinni kínversku. Mun þessi æfintýrabók Stein- gríms áreiðanlega vera kær- kominn gestur 1000 hermenn leita. Meir en 1 þús. bandarískir hermenn hafa síðan í gær tekið þátt í leitinni að Dakotavjel- inni og munu halda áfram á morgun (föstudag). Þá hafa og 22 svissneskar flugvjelar leitað vjelarinnar yfir vestur og norð- urhlíðum Alpafjalla. Þrjár barnabækur S. N. Holck: ,.Drengirnir í Mafeking“. J. M. Barrie: „Pjetur Pan og Vanda“. Ethel S. Turner: „Systkinin í Glaumbæ“. VALIÐ á þessum barnabókura hefur tékist vel. Þær eru spenn- andi og skemtilegar, — jafnvel fyrir eldri lescndur, eins og góðar barnabækur eiga að vera. Best þykir mjer drengjabókin: „Drengirnir í Mafeking“, enda er málið skárst á henni. Annars er því ekki að leyna, að bestu barnabækur heimsbókmentanna eru flestar óþýddar á íslensku enn. T. d. barnabækur norsku skáldkonunnar Barböru Ring og enska skáldsins Mille. Kristmann Guðmundsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.