Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUISBLAÐIÐ Föstudagur 5. des. 1947 Útff.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Ste'ánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsi vgar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjaló kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Iðrun um seinan IÐRUN og yfirbót sekra manna er altaf góðra gjalda verð. Tíminn lætur í gær í ljós þá skoðun sína að skattar sjeu orðn ir of háir á íslandi. En hann bendir jafnhliða á það, að í stjórnartíð Framsóknarflokksins hafi Sjálfstæðismenn deilt á hinar þungu skattálögur, en hafi svo sjálfir átt sinrj þátt í að hækka skattana, er þeir tóku fjármálastjórnina í sínar hendur. I þessum ummælum Framsóknarblaðsins felast ekki nema tvær blekkingar og mun engum, sem vanur er málflutningi þess, finnast það mikið. 1 fyrsta lagi hafa Framsóknarmenn staðið fremstir í flokki, kröfumanna um sífellt hækkandi skatta. Þeir hófu fyrstir baráttuna fyrir því að útgerðin, sem á árunum fyrir stríðið var á gjaldþrotabarmi, yrði svift skattaívilnunum þeim, sem henni höfðu verið veittar til þess að geta reist sig við, þegar er rekstur hennar fór að bera sig fyrstu stríðs- árin. Löngu áður en útgeröarmönnum hafði tekist að velta af sjer skuldabyrðinni heimtaði Tíminn að á þá yrðu lagðar skattabyrðar, sem hefðu gert þeim ómögulegt að rjetta hag sinn, hvað þá heldur safna nauðsynlegum varasjóðum til endurnýjunar hinum gömlu og úreltu skipum. Ef þeim kröf- um hefði verið sinnt hefði útgerðin og þá fyrst og fremst togaraútgerðin, enga nýbyggingarsjóði eignast. Myndun ný- byggingarsjóðanna var Framsóknarmönnum beinlínis þyrnir í augum. Til viðbótar þessari framkomu gagnvart útgerðinni hafa svo Framsóknarmenn á þingi gert hverja tilraunina á fætur annari til þess að fá skatta hækkaða. Þeir hafa staðið að frumvörpum um eignaaukaskatt, íbúðaskatt o. s. frv. Þetta hefur gerst eftir það, að skattar voru hækkaðir stórlega árið 1942, en síðan hefur 90% af skattskyldum tekjum, sem eru yfir 200 þúsund krónur, verið innheimtur með sköttum. Foringjar Framsóknarmanna lýstu því þá yfir að Iengra teldu þeir ekki hægt að ganga í skattaálögum. En þrátt fyrir þessar yfirlýsingar sínar hafa þeir síðan barist með odd og egg fyrir stórhækkuðum skattálögum. Og þegar hin háu skattalög frá 1942 höfðu reynst nær óframkvæmanleg og annarhvor borgari hafði verið knúinn til skattsvika, voru það Framsóknarmenn, sem harðast börðust fyrir hinni marg ræddu eignakönnun, sem nú hefur í heilt ár lamað alla efna- 'bagsstarfsemi þjóðarinnar og skapað einstæðan glundroða i íslenskt fjármálalíf. 1 þeirri baráttu nutu þeir að vísu full- kominn stuðning hinna tveggja sósíalistaflokka. Hin blekking Tímagreinarinnar í gær er það, að Sjálf- stæðismenn hafi verið sjálfum sjer ósamkvæmir í skatta- stefnu sinni. Þegar Framsóknarmenn fóru með völd. á árunum fyrir stríð ríkti fullkomið vandræðaástand í atvinnulífi þjóðar- innar. Hvorki atvinnurekendur nje allur almenningur var þess þá umkominn að greiða þunga skatta. Engu ao síður hækkuðu valdhafarnir skattana stórlega og svo mjög að hin rangláta skattalöggjöf átti sinn þátt í að kyrkja atvinnulííið og lama framtak einstaklingsins. Þegar atvinnulífið rjetti við á stríðsárunum var hægt að þyngja skattaálögurnar nokkuð að skaðlausu. En Sjálfstæð- ismenn bentu þá á að í því mætti þó ekki ganga lengra en svo að hvöt borgaranna til þess að afla sjer tekna yrði ekki bæld að meira eða minna leyti. Þeim vamaðarorðum var eklci sinnt. Þessvegna fór svo að skattaálögin frá 1942 hafa í fjölmörgum tilfellum reynst óframkvæmanleg og skattsvik hafa stöðugt farið í vöxt. ’ Sjálfstæðismenn töldu eðlilegt að stríðsgróðinn yrði skatt- lagður ríflega. En þeir vildu gefa lömuðu atvinnulífi lands- manna og fjelausum almenningi kost á að treysta efnahag sinn. Gegn því börðust Framsóknarmenn eins lengi og þeir þorðu. Það var aðeins einn skattur, sem þeir börðust eins og ljón gegn. Það var veltuskatturinn á verslunina. En á- stæða þess var sú að hann átti að ganga jafnt yfir alla, kaupfjelögin líka. Það má.segja um iðrun Tímans nú að hún kemur of seint. \Jiluerjl áhrij^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Stuttbylgju- útvarp. ÍSLENDINGAFJELAGIÐ í Kaupmannahöfn hefir samþykt áskorun til íslenskra stjórnar- valda, um að hafið verði út- varp á stuttbylgjum frá ís- landi til þess að íslendingar, sem búsettir eru í Danmörku gæti fengið frjettir að heiman. Allir vildu Lilju kveðið hafa, stendur þar, og víst er að það mun ekki vera eitt einasta ís- lendingafjelag erlendis, sem ekki vildi taka undir þessa áskorun og fagna því af heilum hug.. að fá tækifæri til að hlusta á útvarp frá Islandi. Hjer í þessum dálkum hefir málið verið reifað nokkrum sinnum og miklar líkur benda til, að loks verði nú farið að útvarpa reglulega á stuttbylgj- um hjeðan. • Jólakveðjur. ÞAÐ HEFÐI átt að byrja á þessu stuttbylgjuútvarpi ein- mitt nú fyrir eða um jólin og útvarpa jólakveðjum til íslend inga, sem búsettir eru í fjar- lægum löndum. Slíkar jólakveðjur tíðkast víða milli landa. Við höfum sjeð hjer hve Danir leggja mik- ið uppúr að koma jólakveðj- um til vina og kunningja hjer á íslandi og í Grænlandi. • Ekki síður þörf en innanlands. JAFNVEL HJER innanlands hefir það verið siður að þylja upp í útvarpinu jólakveðjur til manna, sem búsettir eru í Hafn arfirði og öðrum stöðum, sem hafa daglegt samband við höf- uðstaðinn. Og er ólíku saman að .iafna, að senda kveðjur á öldum Ijósvakans til vina.og vandamanna handan hafsins, eða beirra sem búa t. d. í GarcT inum og á Hvalfjarðarstrond. Sje of naumur tími nú til undirbúnings ætti að athuga þetta tímanlega fyrir næsta ár. Til gagns og ánægju. STUTTBYLGJUÚTVARP hjeðan yrði til gagns og á- nægju. Það yrði að útvarpa á fleiri tungum en íslensku, því það eru fjölda margir útlend- ingar víða um heim, sem hefðu áhuga á að hlusta á vel samið útvarp hjeðan. Bæði eru það þeir fjölda mörgu útlendingar, sem voru . hjer styrjaldarárin og aðrir, sem kynst hafa landi og þjóð fyr eða síðar og loks má gera ráð fyrir ao margir myndu hlusta, sem aldrei hafa heyrt eða sjeð þjóðina og land- ið. — Með öðrum orðum: Stutt- bylgiuútvarpið gæti orðið hin ákjósanlpgasta landkynning, ef rjett væri á haldið. • Naglaskapur. BÍLEIGANÐI skrifar langt brjef um þann naglaskap, sem margir verða fyrir, en það er að fá nagla í hjólbarðana sína er þeir aka eftir gctum borg- arinnar. Fátt er eins aumt og hjól- barði, sem allur vindur er far- inn úr. Og því er ekki nema von að maðurinn kvarti. En hann minnir á lausn á þessu máli og það er að hafa bíla með sterkum segul. sem fara um göturnar og hreinsa þær af nöglum og öðru járnarusli, sem skemmir bílbarða. Það eru víst 2 ár síðan á þetta var bent hjer í dálkunum, en naglaskapurinn hefir ekki þótt svo alvarlegur, að það tæki því, að útvega þessi segultæki. 9 Ssndlírúgan og bílastæöið. EN ÞAÐ er svo margur naglaskapurinn. Fyrir nokkrum mánuoum var maður nokkur dæmdur í fjársekt fyrir að hafa lagt bíl sínum við gangstjett, þár sem bannað var að láta bíla standa lengur en 20 mín. Maðurinn borgaði möglunar- laust. Nokkrum dögum síðar tók hann eftir því að heljarmikil sandhrúga var kominn á gang- stjet+ina, þar sem harin hafði lagt bílnum sínum í óhelgi. Og þetta er sandhrúgan rjett hærri en bíllinn að hún er þar enn, eftir allar þessar vikur. Það er nefnilega ekki sama, hvort það er sandhrúga eða bíil. sem teppir umferðina, Umferðadómstóllinn er góð- ur og nauðsynlegur, en ætli það veitti af að stofna sandhrúgu- dómstól líka. • Súrar á svipinn. EF ÞIÐ sjáið mann, sem er súr á. svipinn um þesar mund- ir, þá stafar það ekki af því að maðurinn hafi drukkið edik, heldur af einhvedju öðru, nema að maðurinn sje því meiri hamstrari. Edik er sem sagt ófáanlegt í verslunum bæjarins um þessar mundir og því mun valda síld- in. Það hefir verið svo mikil eftirspurn eftir ediki vegna þess hve það krydd er talið nauðsynlegt við sildarát. Það kemur því fyrir að hús- mæðurnar sjeu súrar á svipinn þessa dagana útaf því að fá ekki edik. MEDAL ANNARÁ ÖRÐA . . .. •■■■■'■ .1 Eflir G. J. Á. —" ■■ ” ■■—-—■■—— —'■——1,1 " ■ ■♦ Yflr hverju erum við að kvartai ÞAÐ HEFUR sífellt farið í vöxt hjer að undaförnu — eða að minnsta kosti síðan skömt- unin hófst — að við íslending- ar bærum okkur upp undan skorti, rjett eins og hjer væri enginn hlutur fáanlegur. Hjá sömum gengur þetta jafnvel svo langt, að ætla mætti að þeir byggjust við því, að þurfa að eyða vetrinum klæðalitlir og ef ekki algerlega matarlaus- ir, þá að minnsta kosti sár- svangir. Þetta fólk hefði gott af því að velta örlítið fyrir sjer á- standinu úti í heimi. Það gætí að minsta kosti gert þetta, næs þegar það hallar sjer á dún- mjúkan legubekkinn sinn svellheitri íbúð og meltir mál tíð, sem sjálfsagt ■ hefur haf inni að halda jafnmargar hita einingar og felast í nokkurr; daga skamti miljóna Evrópu búa. o • STAÐREYNDÍR Ef þeir, sem mest kvarta nentu að leggja þetta á sip mundu þeir meðal annars kom ast a_ð eftirfarandi: Samtímis því sem við get- um skotist hjer út í næstu vers un og keypt okkur mánaðar birgðir af matvælum, ef við kærum okkur um, verða Þjóð- verjar að láta sjer nægja um 1500 hitaeiningar á dag — og stundum öllu minna. Hversu skemmtilegt þetía er, má með- al annars marka á því, að 2500. en ekki 1500 hitaeining- ar á dag munu teljast ssemi- legur skamtur -— og þó alls ekki of mikill. Miljónir Þjóð- veria. verða því á dsgi hverj- um að láta sjer lynda að fá helm ingi minna af matvælum en þarf til að metta meðalmann. t> ® IIÚSAKOSTUR Svp er það húsnæðið. Við 1500 hiíaeiningar á dag. hjerna heima verðum að vísu að búa við húsnæðisskort, eins og allar þjóðir aðrar, jafnvel þær efnuðustu, eins og Banda- ríkin. En hversu þúsundfalt erum við ekki betur settir en flestjr aðrir! í Ítalíu og Grikk- landý í Þýskalandi og Júgó- slavíu og Albaníu og Rússlandi, búa tugþúsundir fjölskyldna í hálfhrundum brunarústum, í loftvarnarbyrgjum og hellum og ,,’búðum“, þar sem ekkert er uppi'standandi, nema sund- urskotnir kjallarar. • • Fatnaður. NÚ MÆTTI ef til vill segja, áð kjör þessa fólks mundu ekki vera alveg eins bág, ef það gæti klætt af sjer vetrarkuldana, sem á meginlandinu eru svo miklum mun meiri en hjerna heima. Ef það gæti klæðst hlýj am jakkafötum og kjólum og iápum — jafn skjólgóðum kjól im og kápum og við notrun til að skýla nekt okkar á íslandi. Því er þó ekki að fagna. Svo ;læmt er ástandið víða í þess- im málum, að þess eru allmörg æmj, að börn hafa ekki getað ótt skóla sökum skóleysis. • • Hættum þessu. Og þannig er það þá. Við er- am betur sett en flestar þjóð- ir aðrar í heiminum —' svo Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.