Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. des. 1947 MORGUISBL4ÐIÐ 5 " X- - Olafur J. Hvanndal: Erfiðleikar við pientmyndag erð ÞAÐ er á hvers manns vör- um, að gjaldeyrismálin sjeu í hinu mesta öngþveiti, eingöngu fyrir það, að þeim hafi verið misbeitt herfilega á undanförn- um árum. Og varla hittir svo maður mann að máli, hvort held ur er í húsum inni eða úti, að ekki sje þar á oddi umtalið um gjaldeyrisöngþveitið, kvíðinn fyrir stöðvun atvinnufyrirtækja og þar af leiðandi atvinnuleysi. Jeg ætla mjer ekki að hefja hjer langt mál um ástandið, sem £ þessum efnum er komið fram almennt nú þegar. Jeg skal að- eins nefna í fáum orðum það, sem mig snertir, og nefni í því sambandi dæmi. um misrjettið og gjaldeyrisúthlutunina, aðal- lega í sambandi við eitt land. 1. Árið 1937 sótti jeg um gjald ©yrisleyfi, kr. 8 þús. íslenskar, foreytt í danskar, til kaupa á nauðsynlegum viðbótarvjelum fyrir prentmyndagerð mína. Svar við þessari beiðni fjekk jeg aldrei, enda þótt ítrekað væri. 2. Seinna sótti jeg um gjald- eyrisleyfi fyrir því sama og áð- ur, en þá einnig árangurslaust. Að vísu var stríðið þá skollið á. ■— En á umræddu tímabili og til ársins 1944 fengu menn Innflutningsleyfi fyrir vjelum til þriggja prentmyndagerða, sem reknar eru a\f mönnum, er jeg hafði kennt iðn þessa og yoru útskrifaðir af mjer sem mcistarar. Hvers átti jeg og fyrirtæki mitt að gjalda, að mjer skyldi vera synjað um smáupphæð er hinir fyrnefndu fengu að flytja Inn fyrir hundru.ð þúsunda króna til sömu iðngreinar? Er það þakklæti fyrir það að jjeg hafði þá, árið 1937, starfað í 18 ár sem brautryðjandi hjer iá landi í þessari iðngrein við mjög erfiðar aðstæður og harða baráttu við erlenda keppi- nauta? Eða átti af ráðandi mönn urn að setja fyrir mig fótinn og: víkja mjer algerlega út af þtarfssviðinu? 3. Eftir að Nýbyggingarráð var sett á laggirnar sótti jeg um innflutning og þá um sænsk an gjaldeyri, kr. 10 þús. íslensk- ar, fyrir samskonar vjelar og jeg hafði sótt um áður, sem fyr greinir. Loks, eftir marga mán- uði, fjekk jeg áheyrn og gat þá á endanum fengið hinar márg- umsóttu viðbótarvjelar, sem eru hinar fullkomnustu af þeirri gerð. Geta má þess, að á tímabili því, sem áður greinir, hef jeg getað fengið keyptar vjelar og áhöld frá kaupmönnum, sem augsýnilega hafa fengið hindr- unarlaust innflutningsleyfi fyr- ir allskonar vjelum. En vitan- lega urðu þær mjer miklu dýr- ari vegna milliliðanna. Ekki er öll sagan sögð enn. Fyrir tveim ár.um pantaði jeg dýrmætt áhald til prentmynda- gerðar minnar, sem tekur miög langap tíma að smíða. Er áhald þetta var að verða tilbúið er- lendis, sótti jeg um gjaldeyri, ísl. kr. 10 þús., breytt í dar.sk ar krónur. Mig gat ekki grunað að mjer yrði synjað um þetta lítilræði, þar sem á allra vit- orði var að gjaldeyrisveitingar til Danmerkur væru býsna ör- ar, þá sem fyr. Samt sem áður var mjer synjað. Nokkru síðar fæ jeg brjéf frá verksmðijunni, þar sem hún æskir þess að jeg tryggi mjer gjaldeyri. Sendi jeg þá umsókn á ný og læt brjef , verksmiðjunnar fylgja sem sönn unargagn. Fjekk jeg ennþá synjun. Þetta var síðastliðinn vetur. Jeg vjefengdi mína eigin vit- und og senai umsókn í þriðja sinn, Ijet sem áður brjefið fylgja og skýrði nauðsyn mína á því að fá þennan hlut. Alt kpm fyrir ekki — ennþá var mjer synjað. Jeg gafst upp. Auðvitað var jeg stimplaður vanskilamaður hjá verksmiðj- unni. Er þctta ekki að setja fót- inn fyrir mig og fyrirtæki mitt? Hvers vegna hefir danskt fólk og fleiri útlendingar und- anfa,rin. ár fengið yfirfærslu á kaupi sínu eftir eigin geðþótta, sem mun hafa skipt tugum miljóna? Eru nokkrar stað- reyndir fyrir því, að þurft hafi að senda þennan gjaldeyri út? Er nokkur furða þó að ís- lendingar spyrji, hvers vegna 30 ára brautryðjanda-fyrirtæki mínu sje samtímis synjað um nauðsynlegan innflutning fyrir einar 10 þúsund krónur íslensk- ar? Síðast er Alþingi var háð, var þingmönnum boðið_ að líta á og kýnna sjer iðnfyrirtæki hjer í bænum og þótti þingmönnum mikils um vert framkvæmdir ýmissa þeirra. Tel jeg að þetta hafi verið gert með það fyrir augum, að þingmenn fengi gleggri grein á, hvað iðnaðin- um hentaði. En, er það, sem hjer að framan getur í megin- atriðum, að styðja íslenskan iðn að? Eftir Benedikt Gíslason. Heigafell. ÞETTA er fjarska viðkunnan- leg jólabók, þótt því fari fjarri, að kvæðin sjeu öll góð. En flest eru þau hress og karlmannleg og þau bestu beina huganum til eins af öndvegisskáldum okkar, Gríms Thomsen, Það er ekki laust við, að Benedikt Gíslason minni á Grím og líkist honum nokkuð einkum í kvæðunum um tilgreind ar þersónur: „Veðra-Grímur“, „Hallgrímur harðkjaftur", „Jón Snædal“ og mörgum öðrum. Og þau kvæðin eru best. Hvar sem Grímur um hauður fór, hrausta minnti ’ann á sagna- kempu, skaraklipptur og kampastór, klæddur í síða vetrarhempu. Skúfhúfa höfði skýia vann, skórnir verptir úr leðri af naut- um. Þannig búinn og þögull hann þrammaði á sinnar aldavbraut- um. Þetta er lýsingin á Veðra- Grími. Og ekki er Hallgrímur harðkjaftur heldur neitt linju- menni. Hann kemur kalinn af Frh. á bls. 12. Stór afkastamikil síld- arverksmiðja í Reykjavík er brýn nauðsyn NÚ ,er fagurt um að litast og björgulegt við Revkjavíkurhöfn. Sólin varpar geislum sínum á spegilsljettan sjávarflötinn, en við allar bryggjur er mai’gföld röð af hlöðnum síldarskipum. Jeg taldi í rnorgun 71 herpinótaskip með síldarfarm í höfninni, flest með fulifermi, en um 20 við los- un. „True Knot“ (36000 mála skip), er aðalmóttakan. Fimm skúffum, sem hver inniheldur um tvær smálestir af síld er lyft samtímis. Hægt en örugglega svífa þær af hafnarbakkanum inn fyrir öldustokka skipsins og steypa innihaldinu í lestar þess. Fermingin á „True Knot’’ er vel þess verð, að hún sje kvikmynd- uð. Tímabil smámálalöndunar- innar er nú loks að telja út. — Hefði það mátt vera fyrr og sakn ar þess víst enginn. Veiðiskipin sem tæmast, fara jafnóðum upp í Hvalfjörð til veiða, en koma jafnharðan aftur með fullfermi, líkt og þau hefðu skroppið út að gá til veðurs. — Síldina í Hvalfirði virðist ekkert mun um áð fylla í skörðin jafn- óðum og losað er hjer. Reykjavík er orðin' að síldarbæ éins og Siglufjörður, þegar best lætur. — Nýtt tímabil í atvinnusögu ís- lands er hafið — tímabil vetrar- síldveiðanna. Með innreið hins nýja tímabils koma fram aðkallandi vandamál við móttöku aflans og verkun, sem taka verður strax föstum tökum. Er okkur nú mikilsvert að hafa í fersku minni þróunar- sögu sumarsíldveiðanna, svo víti hennar megi okkur nú að vern- aði verða. Litið um öxl. Þegar ríkið hóf rekstur síld- arverksmiðju á Siglufirði sum- arið 1928, kom óðara fram ótt- inn við það, að verksmiðjurnar yrðu of stcrvirkar og of margar svo að þær fengju ekki næga síld til vinnslu. Lög voru sett til verndar, sem bönnuðu aukningu verksmiðjanna og fast haldið á þeim lögum, svo fáir sluppu í gegn og þurfti harðfylgi til sam- anber átökin um byggingu Hjalt- eyrarverksmiðjunnar. Þetta var á þeim tíma, þegar löndunarbið skipanna komst upp í 8 daga, sem stundum endaði með því að kasta varð aflanum aftur í sjóinn, þeg- ar hann var orðinn óvinsluhæf- ur í skipunum. Síðar kom svo „veiðibannið“ til viðbótar. Þessi lög voru sett og þeim framfylgt á þeim tíma, sem sannanlegt var að skipin hefðu getað tvöfaldað eða þre- faldað veiði sína, ef löndun hefði fengist. A þeim tíma voru afköst síldarverksmiðj anna alls í land- inu ekki -nema um 20 þúsund mál á sólarhring eða innan við þriðj- ung þess, sem nú er. Svo litla trú höfðu menn þá á sumarsíldveiðinni. Ekkert slíkt má nú endurtaka sig. Við skulum því taka á móti vetrarsíldinni með meiri tiltrú. —0— Af veirarsíldveiðinni er lítil reynsla fengin ennþá, en byggt á þeirri stuttu reynslu, sem feng- in er, virðist vetrarsíldin lofa mjög góðu. Hún heldur sig meira innni á fjörðum, er í þjettari torf um og virðist auðveiddari. Magn- ið er mjög mikið alveg eins og með sumarsíldina. Sá ómetanlegi kostur fylgir vetrarsíldinni, að erlend skip ná ekki til hennar. Um 100 skip tejast nú stunda veiðina, en um 280 stunduðu veið- ina í sumar. Um 40% af kaupverði sídar- innar fer nú í flutning hennar til Norðurlands. Allir eru því sammála um það, að byggja þurfi verksmiðjur hjer við veiðisvæð- ið. En “hvar og hversu stórar eiga verksmiðjurnar að vera. Það er spurningin. Fiskiþingið vill fá 5000 mála verksmiðju. Hvers- vegna þá stærð? Hvaða rök liggja til þess, að ekki er talið vanta nema 5000 mála verk- smiðju? Lítum á ástandið hjer í dag: 100 skip eru sögð stunda veið- ina. 70 biða eftir löndun. Sárafá eru úti að sækja síldina, hin eru inni með bilaðar nætur. — Væri nótaútbúnaðurinn ekki á frum- stigi, þá mundi láta nærri að þessi 100 veiðiskip gætu náð sjer í fullfermi annan daginn, en los- að hinn daginn. Eða með öðrum orðum: í dag þurfa 100 veiðiskip 50000 mála verksmiðju-afköst til þess að geta vcitt tafarlaust. — Hvað verður þá, þegar allur flot inn um 300 skip, eru búin að fá nætur á næstu árum. Ef 280 skip stunda sumarveiðina, þá munu enn þá fleiri stunda vetrarveið- ina söltum þess, að hún virðist ætla að verða tryggari. Finnst mönnum nú í alvöru, að mikið gagn mundi að 5000 mála viðbót fyrir allSm íslenska síld- veiðiflotanr.? Menn geta ekki frið að sig með því að segja að svona veiði sje ekki nema í bestu hrot- unum. Svo sje lítið á milli. Ef jeg vil framleiða afl úr vatns- falli, þá miða jeg ekki vjelastærð við ána, þar sem hún liðast straumlaus eftir lárjettum daln- um, heldur fer jeg fram í dal- bptninn og sníð vjelarnar eftir fossinum, þar sem hann steypist með kyngikrafti niður af berg- inu — og þar fæ jeg mikið afl — á sama hátt þarf að virkja síld- ina. Það þýðir lítið að miða virkjun síldarinnar við þá tíma, sem hún veiðist lítt eðá ekki, heldur við sjálfar síldveiðihroturnar. Annað hvort við þær eða ekki neitt, því ekki þýðir að miða við þá tíma sem ekki veiðist. Ef bygð væri 10 þúsund mála verksmiðja hjer í Reykjavík og 5000 mála á Akranesi, báðar fyr- ir næsta haust, ef hægt er, þá mUndu þær, bygt á reynslunni í ár, geta unnið úr afla 30 skipa af meðal stærð þann tíma sem stanslaus veiði hjeldist. Allar lík ur eru til þess að 200 bátar verði búnir að fá nót næsta haust og taki þátt í veiðinm. Gætu hinar nýju verksmiðjur þá tekið á móti 15% af góðum, stanslausum afla þeirra skipa. Sjest af þessu, að 15 þúsund mála aukning fyrir næsta haust, getur aldrei tekið á móti meiru en litlum hluta af veiði jreirra skipa sem við munu bætast til næsta árs, ef svipuð veiði verður. Sjest af þessu hve mikils þarf hjer við. Annars er erfitt að áætla um þessa hluti, en mjer virðist að nmð 15.000 mála aukningu, væri mjög í hóf stillt. Reksturskostnaður verksmiðj- ahna. Arið 1935 fengu bátarnir 4 kr. fyrir málið af síld og verksmiðj- urnar tilsvarandi upphæð fýrir vinnsluna. Þó verðið ialli ekki aftur neðar en í 10 kr. málið, þeg ar jafnvægi kemst aftur á í heim inum, er ljóst hverja þýðingu það hefur að verksmiðjurnar sjeu haganlega bygðar og ódýrar, í rekstri. Það munar vafalaust miklu hvað 10,000 mála verk- smiðja vinnur ódýrar en 1 þús. mála verksmiðja. Nú erum við svo heppnir, að Vjelsmiðjan Héðinn h.f. er komin upp á lag með að smíða stórvirkar verk- smiðjuvjelar fyrio síldarverk- smiðjur — pressurnar þær af- kastamestu í heimi. Aðstoð þeirra gæti því væntanlega greitt fyrir slíkri verksmiðjubyggingu í tæka tíð. Það er ekki mikið sein legra að byggja stóra verksmiðju en litla. Einn farmur af nústarfandi veiðiflota, 100,000 mál, gefur 8 milj. kr. útflutningsverðmæti. —• Næsta ár verða skipin væntán- lega 200. Þá myndi hver tapaður farmur af öllum ílotanum hafa af landsmönnum 16 milj. kr. út- flutningsverðmæti að óbreyttu af urðaverði, eða mikinn hluta þess - sem 10,000 mála verksmiðja mundi kosta. Af þessu er Ijóst, að þrennt er mikilsverðast í þessu máli: 1) Að verksmiðjan sje byggð svo stór, að eitthvað muni um hana. 2) Að hún komist fljótt upp áð- ur en afurðaverð fellur. 3) Að vinsluvjelar og fyrirkomu- lag allt sje svo, að hún geti unnið vel og ódýrt. Það er , dýrt og erfitt að breyta verk- smiðjunum síðar, þegar af- urðaverðið fellur. Hitt skiftir aftur minna máli hvort verksmiðjan kostar nú 1— 2 milj. meira eða minna. Staffsetning verksmiðjunnar. Síldarverksmiðjur framtíðar- innar hugsa jeg mjer þannig fyr- : irkomið, að í sambandi við þær | geti farið fram flokkun síldarinn- ar til útflutnings í ís til söltunar eða annarar vinnslu, en úrgangurinn fari sjálfkrafa til síldarþrónna. Slík Vinsla í stórum stíl út- heimtir ' allmikið landrými vifl verksmiðjuna, en þó fyrst og fremst greiðan og fyrirvaralaus- an aðgang að nógu verkafólki. Þess vegna er haganlegt, að síld- arverksmiðjur sjeu reistar í bæj- um eða rjett við þá. Allir sjá muninn á því að ná til verka- fólks hjer í Reykjavík og á Akra- nesi eða á eyðistöðum. — Þar mundi beinlinis þurfa að reisa vetrarsetubæ fyrir allt fólkið. — Ólík aðstaða er það líka ef um mikinn útflutning á ísaðri síld yrði að ræða og hverskonar af- greiðslu skipa, að styðjast við Reykjavíkurhöfn, sem flest hefir að bjóða til slíkra hluta. í sambandi við staðsetningu verksmiðjanna ætti einnig vel að athuga hvort frárensli frá stór- um verksmiðjum mundi elíki fæía síldina frá t. d. úr hinum ágæta Hvalfirði ef verksmiðja’ yrði byggð þar. Reynsla Norð- manna í þessu efni gæti væntan- : lega svarað þeirri spurningu. Samkvæmt ofanrituðu tel jeg’ rjett og mjög í hóf stillt að. unn- ið sje að því að koma upp 10 þús. mála verksmiðju hjer i Reykjavík, eða við Reykjavík fyrir næsta haust, 'Sem þannig væri fyrir komið að auðvelt væri síðar að auka afköstin upp í 20 þús. mál. Smáskamtalækningar borga sig ekki þegar síldin er annars Veg- ar. Rvík, 1. des. 1947. Jón J. Fannberg. BMWWiniwiilMiiinnimnu»Miim>iwimMwii>.i.úi>iW 5Qöv£>'x\v athugið! að ísafold og Vörður er vinsælasta og fjölbreytt- asta blaðið í sveitum lands ins. Kemur út einu sinni í viku — 10 síður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.