Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. des. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 Bóka- og myiMÍasýmng Helgafellsútgáfnnnar opnuð í Listamanna- skálanum í dag Einnig sýndir lisfmunir frá nýrri leir brennslugerð HELGAFELLSÚTGÁFAN opnar í dag bóka-, mynda- og list- munasýningu í Listamannaskálanum. Sýningin hefst klukkan 4 með því að Þorbergur Þórðarson rithöfundur les upp kafla um fyrstu kynni sín af Erlendi Guðmundssyni, sem kenndur var við Unuhús. Var Erlendur kunnur gáfumaður og mikill vinur lista og listamanna. Unuhús hefur í’ tugi ára verið skjól ungra ís- lenskra listamanna í tvöfaldri merkingu þess orðs. Þar er Helga- fellsútgáfan nú til húsa og vilja forstöðumenn hennar stuðla að því að hús þetta verði áfram athvarf listamanna. Nýr íþróttaleikur: Körfu handknattleikur Erlendur átti hugmyndina. Það var Erlendur í Unuhúsi, sem átti hugmyndina að því að halda hjer bókasýningar. Nína Tryggvadóttir listmálari hefur gert málverk af honum, sem mun vekja mikla athygli sýningar- gesta. Þá eru þarna málverk af mörgum kunnustu listamönnum þjóðarinnar, eftir ýmsa listmál- ara, en Helgafell hefur látið gera þessar myndir og á þær. Þá eru þarna teikningar úr bókum, sem forlagið hefur gefið út, eða ætl- ar að gefa út á næstunni. Um 50 bækur í útgáfu Helgafells Málverk og höggmyndir af rit- höfundum eru allar gerðar sjer- staklega fyrir Helgafell til prent unar síðar með væntanlegum út- gáfum. Nokkrar teikningar verða seldar. Myndskreytt verk, sem eru í undirbúningi eru meðal ann ars: Maður og kona, Piltur og stúlka, Sæmundar Edda, Hrauna- bræður, 'Upp við fossa, Dýrasög- ur Gjallanda, Gullna hliðið, Við sundin blá, Kvæðakver Laxness o. fl. Aðaljólabækur forlagsins í ár eru: — „íslands þúsund ár“, Kvæðasafn frá landnámstíð til lýðveldisstofnunarinnar 1944, alís um 1800 bls., Sagnakver Skúla Gíslasonar og Jón Gerreksson eftir Jón Björnsson. Á forlaginu koma á þessu ári rúmar 50 bæk- ur eða sem svarar ein bók á viku, og eru nærri % hlutar eftir ís- lenska höfunda. • Höfundar Helgafells Til jóla er von á verkum eftir þessa höfunda íslenska: Þórbergur Þórðarson, V. S. Vil- hjálmsson, Jón Björnsson, Krist- mann Guðmundsson, Þórunn Magnúsdóttir, Ólafur Jóhann, auk þess Unga ísland með grein- um og ritgerðum eftir flesta kunnustu höfunda okþar, en við ritstjórn þess hefur nú tekið frú Katrín Mixa. Forlagið hefur tryggt sjer einka útgáfurjett á ýmsum frægustu rithöfundum erlendis, má þar nefna Ernst Hemingway, John Steinbeck, Ivar-Lo Johansen, Arn ulf Överland, en eftir hann kem- ur út fyrsta bókin, er hann kem- ur hjer í sumar, Nordal Grieg, Johannes V. Jensen og marga fl. Þá eru á sýningunni íslenskir listmunir úr brendum leir, sem gerðir eru í leirbrenslugerð Bene dikts Guðmundssonar. — Munir þessir vekja án efa athygli sýn- ingargesta, enda eru þeir margir mjög vel gerðir. Eru þeir dllir gerðir úr ísl. leir, allir handmálaðir og hver ein- stakur hlutur, að undanteknum eftirlíkingum af fuglum og dýr- um og nokkrum smáhlutum, mál- aður og gerður sjerstaklega og engir tveir eins. Á sýningunni eru um 500 leir- munir, og verða þeir allir selair þar. Er verð þeirra frá kr. 20.00 og upp í nærri 2000 00. Nokkrir veggdiskar eru sýndir með íslensku landslagi, og verða slíkir diskar gerðir •fyrir þá, sem þess óska, eftir lýsingu éða mynd um, og teksti „Kveðja frá ís- Iandi“ eða annað, sem óskað er, brent á þá. Ennfremur eru tvö testell á sýn ingunni, eitt 12 manna, 66 stykki, og eitt 6 manna. Verða gerð eftir pöntun slík stell, hvert með sjer- stakri skreytingu. Verslunin Bækur og ritföng, Austurstræti 1 verður aðalútsölu staður fyrir Leirbrenslu Bene- dikts Guðmundsson-ar, og eru all- ir munirnir á sýningunni eign verslunarinnar og tekið'á móti pöntunum þar eftir að sýningunni er lokið. Sýningin stendur aðeins í 10 daga. Ásgeir Júlíusson, teiknari Helga fells, hefur sett upp sýninguna. í fyrra sóttu 7000 manns bóka- sýningu Helgafells; „Sigiýsmál" Eftir Pjetur Jakobsson. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. EITT hefur Pjetur Jakobsson fram yfir marga af ljóðasmiðum þessa lands: hann er alveg fram- úrskarandi hagyrtur! Hann er snillingur í rímnaháttum, og þótt ei geti hann talist skáld að sama skapi, sem hann er bragsmiður, þá er alltaf gaman að líta í vísna bækur hans rímsins vegna. Þess utan er hann hress í anda, víl- laus og setur ekki ljós sitt undir mæliker, — svo sem sjá má af eftirfarandi vísum: „Upp með ljóðalagið nýtt, leysis hljóð úr fornum dvala. Jeg vil bjóða ykkur nýtt andans flóð, sem hjörtum svala. Hjer mun skarta háleitt mál himinbjart um andans geima. Jeg af hjarta enn og sál út læt margt í ljóði streyma“. Og enn kveður hann: „Dýrra braga þrýtur þögn, því að sagan færir gögn, efni lagar, eykur sögn, eins og haga vhja rögn. Málið góða lífmagn ljer laufa-rjóðum hvar sem fer. Andans gróður geðj'ast mjer guðmóð sem í sjar ber. Dýrra hátta h.örpuslátt hef jeg þrátt við andans métt, brosi dótt við bragarhótt, býð nú sáttur góða nátt“. Kristmann Guðmundsson. EF DÆMA ætti eftir þeim vin- sældum sem handknattleikurinn nýtur hjer á landi og ekki hvað síst bjer í Reykjavík og Hafn- arfirði, má búast við að sýning körfuhandknattleiksins muni vekja mikla og óskerta athygli, þar sem þessar tvær íþrótagrein- ar eru mjög skyldar. Auk þess sem vitað er að áhugi fyrir iðk- un þessarar íþrótagreinar fer ört vaxandi hjer á landi og virð- ist vera tímaspurrmál um það hvenær verði stofnaður fjelags- skapur, er hefir þessa íþróta- grein, sem aðalíþrótt á stefnu- skrá sinni. Uppruni körfuhandknattleiksins. Körfuhandknattleikurinn er ein þeirra fáu íþróttagreina, sem er algerlega amerískt framlag til aukinnar líkamsræktar og iðkun ar íþrótta. Faðir körfuhandknatt leiksins Dr. James A. Naismith var íþróttakennari við Spring- field College, Springfield, Massa chusetts (þá þektur undir nafn- inu Aþjóðaíþróttaskóli K.F.U.M.) Dr. Naismith gerði sjer það ljóst að þær íþróttagreinar, sem iðkaðar voru í Bandaríkjunum innanhúss yfir vetrartímann voru þess eðlis að þær náðu ekki full- komnum tökum á nemendum skólanna. Hann ákvað því að stofna til nýrrar iþróttagreinar, sem sjerstaklega væri ætluð þess um tíma órs, og væri þess eðlis að allir bæði menn og konur gætu fengið áhuga fyrir henni. Dr. Naismith kynti sjer hand- knattleiksreglur er leikið var eft ir í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakk landi, síðan sameir.aði hann regl- ur þessar, bætti við og feldi burt atriði, og bjó þannig til hmn nýja leik, er hann nefndi körfuhand- knattleik. Þennan nýja leik kynti Dr. Naismith fyrst í skóla sín- um í desember 1891. Síðan hefir hylli körfuhandknattleiksins far-: ið ört vaxandi og er nú í dag með vinsælustu iþróttagreinum heimsins. Ilelstu atriði körfuhandknatt- leiksins. Körfuhandknattleikslið er skip að 5 leikmönnum. Leikmenniinir leika ekki vissar stöður eins og í handknattleik, heldur byggist leikur liðsins á því að allir leika bæði í sókn og vörn og sjerhver leikmaður gætir eins manns. — í stað marka handknattleiksins er i körfuhandknattleiknum notað- ar tvær körfur er settar eru fyr- ir miðjum endamörkum vállar- ins og eru körfur þessar í 10 feta hæð frá gólfi. Vinningur leiksins byggist svo á því hve oft leik- mönnum tekst að setja knöttinn gegnum körfurnar, en fyrir það fá þeir tvö stig, nema að knött- urinn sje settur í körfuna úr víta kesti, þá er gefið eitt stig. Leiknum er skift i tvo helm- inga og í hálfleik er hvíldartími. En liðin skifta auk þess um mark einu sinni í hvorum hálfleik, en þá er engin hvild veitt. Leikurinn hefst með því að dómarinn kíistar knettinum upp hjá miðju vallarins. Tveir leik- menn standa við hlið hans og só er nær knettinum hefir leikinn. Ef leikmaður getur eigi hand- samað knöttinn í byrjunarkastinu er honum leyfilegt að slá hann til einhvers í sínu liði. Ekki má leikmaður fara nema eitt eða tvö skerf, án þess að stinga knett- inum niður. En með því að við- hafa niðurköst (dibbling) er leik manni leyfilegt að f ara með knött inn um allan völlinn ef hann Fyrir tilstilli íþróttabanda- lags Beykjavíkur munu í kvöld fara fram í íþrótta- húsinu á Hálogalandi, sýn- ingar á ýmsum íþrótta- greinum. Sýningar þessar annast Ameríkumenn er dvelja á Keflavíkurflug- vellinum. íþróttagreinarn- ar, sem sýndar verða eru: Hnefaleikar, Fjölbragðai glíma, Badminton og Bask- etball (Körfuhandknattleik ur_). Íþróttasíðunni þykir rjett að vekja athygli íþrótta- manna og áhugamanna í- þrótta á þessari sýningu, þar sem t. d. koma þarna fram íþróttagreinar, sem lítið eru þektar hjer á landi svo sem fjölbragðaglíman og körfuhandknattleikur- inn. lystir. Leikurinn hefst á miðju vallarins, aðeins tvisvar yfir leik tímann. Þegar leikurinn hefst og einnig er síðari hálfl. byrjar. Er mark hefur verið gert hefst leik urinn á ný með innkasti frá hlið arlínu. Leyfilegt er leikmanni að taka knöttinn af mótherja, þó hann haldi knettinum með báðum höndum. Ef átök verða um knött inn stöðvar dómarinn leikinn og kastar knettinum upp. Skifta má um leikmenn eftir vild, en skifting leikmanna má ekki fara fram, nema þegar leik- urinn hefur verið stöðvaður og dómara tilkynt skiftingin. Fríköst og vítakastið. 1 handknattleik þeim, er hjer tíðkast, eru fríköstin tekin á þeim stað, er brotið hefur verið fram- kvæmt. En í körfuhandknatt- leiknum eru fríköstin útfærð á þann hátt sð leikmaður fer með knöttinn að hliðarlínunni, sem nær er þeim stað er brotið var framkævmt á, og framkvæmir kastið líkt og innkast í handknatt leik, en þó að því leyti öðruvísi, að leikmanninum er leyfilegt að kasta hvernig sem er inn. Vítaköst eru dæmd í þessum leik sem flestum öðrum, ef um meirháttar brot er að ræða. En þau eru frábrugðin vítaköstum annara leika að því leyti, að þau eru tvennskonar, þannig: að fyrir meiri hóttar brot fær leikmaður tvö köst á markið (körfuna) en þó ekki nema eitt stig fyrir hvert mark. Lið getur þannig unnið sjer tvö stig fyrir vítakast. — Möguleiki er þó á þvi, að hægt sje að ná þremur stigum fyrir meiriháttar vítakast, með því að leikmanni er í sjólfsvald sett hvort hann kastar siðara kast- inu á mark eða hann færir það út fyrir hliðarmörk og kastar knettinum inn. Með því að sett verið mark í fyrra kastinu og leikmaður færir sig út fyrir hliðarlínu og kastar knettinum inn til samherja síns sem heppn- ast að setja knöttinn í körfuna fær liðið tvö stig fyrir síðara markið. Þessa aðferð má nota við öll vítaköst sem dæmd eru fyrir minniháttar brot. Annar möguleiki á því að fá einu stigi meira fyrir vítakast, heldur en það í raun og veru gefur, er sá, að leikmaður fram- kvæmir þannig kastið að knött- urinn fer ekki gegnum körfuna heldur aftur í leikinn, þannig að hann lendir hjá meðleikmanni hans, sem setur Iiann 'gegnum körfuna. Ekki má leikmaður brjóta af sjer oftar en þrisvar sinnum, ef hann brýtur oftar en þrisvar, þá „ er honum visað úr leik. Gefinn tími til skipulagningar. Ef fyrirliða í körfuhandknatt- leiksliði finst eitthvað athugavert við leikaðfcrðir liðs síns, og hann hygst koma því í lag, er honum leyfilegt að biðja dómarann „um tíma“. Dómarinn stöðvar þá leik- inn í eina mínútu. Þessa eina mín útu hefir svo fyrirliðinn til þess að stappa stálinu í meðleikmenn sína eða skipuleggja leik þeirra. Þessar- tímabeiðnir má dómar- inn gefa fyrirliða þrisvar sinnum í hvorúm hálfleik eða sex sinn- um í öllum leiknuni. Ef fyrirliði vill fá „tímann“ oftar, kostar það hann, að minniháttar vítakast er tekið á lið hans, fyrir hverja beiðni sem hann biður umfram yfir hinar 6 leyfilegu. Marka- og stigateljari. Við köríuhandknattleik hefir sjerstakur maður það starf, að teja mörkin sem sett eru í leikn- um, sömuleiðis hver setur þau, og hvernig, hvort þau gefa 1 eða 2 stig. Einnig merkir hann við, er menn brjóta oftar en þrisvar sinnum. Um leið og nýr leik- maður ætlar inn á völlinn, verð- ur hann fyrst að tilkynna merkj- aranum það og einnig fyrir hvern hann fer inn á. Ef leikmenn ein- hverra hluta vegri j orsaka töf á leiknum við skiftingar, er dæmd minniháttar vítakast á lið þeirra. Góð knattarmeðferð er aðalatriðið Styrkleiki körfuliandknattleiks liðs byggist á tækni leikmann- anna í meðferð með knöttinn. Að köst, grip, sneiðing og hlaup með knöttinn sjeli rjettilega fram kvæmd, er oftast nær aðalgrund völlur til sigurs í körfuhand- knattleik. Eitt helsta og þýðing- armesta boðorð leiksins er því: „Lærðu að hafa augun ávallt á knettinum'1. Á. Á. „Hershöfðinginn hennar" Eftir Daphne dn Maurier. Dranpnisútgáfan. SOGUR Daphne du Maurier hafa hlotið mikla útbreiðslu, — einnig hjer á landi. Frægust þeirra og best er „Rebekka", en allar eru þær fremur góðar og einkar skemtilegar aflestrar. — „Hershöfðinginn hennar“ er eng- in undantekning. Bók þessi kom út á frummálinu fyrir tveimur árum og hefur selst mjög vel. Sagan gerist á seytjándu öld, en þá voru óeirðir miklar í Éng- landi og borgarastyrjöla. Aðal- söguhetjunni, Sir Richard Gren- vile hershöfðingjj, er prýðilega lýst, sömuleiðis ástmey hans, en margar af aukapersónunum eru einnig góðar. Efnið er ákaflega yfirgripsmikið og fjölþætt og með það farið af mikilli leikni og kunnáttu. Þetta er ósvikin skemti saga, en hefur þó allmikið bök- mentalegt gildi. Kristmann Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.