Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 9
Föstudngur 5. des. 1947 MORGUTSBLAÐIÐ 9 EGYPTALAND OG ARABABANDALAGIÐ LÖNDIN við austanvert Mið- jarðarhaf, þar sem álfurnar þrjár, Evrópa, Asía og Afríka mætast, hafa einatt haft hina mestu þýðingu. Frá elstu tím- tim hafa stöðugir þjóðflutning- ar gengið yfir þessar slóðir og máttug menningarríki og heims veldi risið og fallið. Á 15. og 16. öld fóru Tyrkir sigri hrós- andi og lögðu undir sig Balkan- skagann, Vestur-Asíu og Norð- ur-Afríku alla leið til Atlants- hafs. Hin utbreidda' kenning Múhameðs, boðuð af Aröbt og viðtekin af Tyrkjum, teng þetta víðlenda svæði sterku menningarböndum. En varla hafði Sóliman hin mikilláti fyr rekið smiðshöggi' á hið víðlenda heimsveldi sií en því tók að hnigna bæði vegn innri meinsemda og utanaðkom anai árása. Hnignunin hjelt á- fram um fjórar aldir, uns, í lok: fyrri heimsstyrjaldar, Balkan- þjóðirnar og Arabaríkin höfðu þá þegar eða því sem næst Öðl- ast fullkomið sjálfstæði. Tyrk- land, sem ettir það var orðið tiltölulega lítið ríki en altyrkn- eskt að þjóðerni, tókst þó aftur að safna kröftum og tileinka sjer vestræna menningu undir forustu Mústafa Kemals. Baráítan um Miðjarðarhafið. Síðari heimsstyrjöldin sýndi enn áþreifanlegra efnalegt og hernaðarlegt mikilvægi land- anna við austanvert Miðjarð- arhaf. Hitler og Mússolini reyndu með geigvænlegri tang- arsókn, að norðan frá Balkan- skaga og Rússlandi og að vest- an frá Afríku, að leggja undir sig Arabaríkin, sölsa undir sig Súesskurðinn og klófesta þannig auðugustu olíulindir veraldarinnar. Tilramr sú mis- tókst. Fyrir tilstyrk Montgom- erys hershöfðingja, amerísku láns- og leigusamninganna og bresk-bandaríska forðabúrsins þar austur frá lánaðist Banda- mönnum að halda í þessi þýð- ingarmiklu landssvæði. Þegar stríðinu lauk, varð stórveldun- um og Arabaríkjunum hvorum tveggja jefnvel enn Ijósari hin vaxandi þýðing þcssara vega- móta framtíðarinnar. Veldi Egypta. Egyptaland, fjölmennasta og framfp1ramesta Araibaríkið, varð fyrst til afj slíta af sjer viðjar tyrkneskrar yfirdrottn- unar. Frægasti stjórnandi þess, Mehemet AIi, fæddur 1769 (sama árið og Napóleon og her- toginn af Wellington) kom sjer upp voldugum her og flota. Hann lagði 1 undir sig alla Arabíu, gersigraði tyrkneska heri og stofnaði yfirráðum Tyrkja í Gyðingalandi, Sýrlandi og jafnvel Konstantinópel í hættu, þangað. til stórveldin skárust í leikinn og vörðu hið veika Tyrkjaveldi falli. Mehemet Ali cndurbætti jarðeigna- og skattatilhögun Egyptalands, rjeði til sín evr- ópska verkfræðinga og kunn- átturnenn og kom nútímasniði á höfuðborgina, Kairo. Hann sá sig í anda leiðtoga allra Araba. Tyrknesk yfirráð í Egyptalandi voru eigi lengur nema nafnið tómt. En eftirmenn hans, khedív Verða Bretar að flytja her sinn frá Zues? rssa protessor Fyrri grein Arabar hafa sýnt það á síðari árum, að þeir ætla að hafa sam- vinnu milli landa sinna. Hjer sjást arabiskir hermenn á úlf- öldum við hersýningu. arnir, reyndust ónýtir eyðslu- seggir. Þeir fjellust á gröft Súesskurðarins, sem 1869 olli stórbyltingu á sviði úthafssigl- inga með því að stytta til mikilla muna sjóleiðina til Ind- lands og Austur-Asíulanda. Disraeli, forsætisráðherra Eng- lendinga, keypti árið 1876 svo marga hluti í skurðfjelaginu af hinum gjaldþrota khedív Egypta, að Bretland hafði eftir það töglin og hagldirnar. Bret- land skipaði fjármálaráðunaut með aðsetri í Kaijo. Umbætur hans og persónuleg áhrif færði Bretum brátt raunveruleg yfir- ráð vfir Egyptalandi. Nokkru seinna aðstoðuðu breskar her- sveitir egypska herinn við að bæla niður uppreisn ofstækis- íullra sjertrúarmanná meðfram Efri-Níl. Hið víðlenda Súdan varð með þeim atburðum sam- eiginleg bresk-egypsk eign. Var því svo komið þegar fyrir fyrri heimsstyrjöld, að Bretland var komið í stað Tyrklands sem hið erlenda veldi, er eiginleg yfir- ráð hafði í Egyptalandi. ) Undir b'reskri vernd. í desember 1914, eftir að Tyrkland hafði gengið í lið með Þjóðverjum, afsettu Bretar gamla khedívann, sem að nafn- inu til var epn undirsáti Tyrkja soldáns, og lýstu' því yfir, að Egyptaiand væri undir breskri vernd. Að stríðinu loknu hófst í Egyptalandi öflug þjóðernis- hreyfing undir forustu hins þrautreynda sjálfstæðisleiðtoga Zaghlul Pasha. Blóðugar óeirðir áttu sjer stað, og breskir em- bættismenn voru myrtir. Af þeim ástæðum lýstu Bretar Egyptaland sjálfstætt riki. 1922. En sú yfirlýsing var vissum skilyrðum bundin. Bretland á- skildi sjer rjett til þess að hafa hersveitir í landinu til varnar Súesskurðinum og öryggis Egyptalandi, að útlendingar væru undanþegnir egypskum lögum og Bretar hefðu eftir sem áður íhlutun um stjórn bresk-egypska Súdans. Sett var upp stjórnarskrá, sem gerði ráð fyrir ráðuneyti og þingræðis- stjórn. Hinn nýi khedív tók sjer með samþykki Breta titilinn Fuad I. Breytingar þessar nægðu þó ekki hinum eldheitu egypsku þjóoernissinnum. Þeir hjeldu áfram andstöðu sinni með end- úrteknum óeirðum og tilræð- um við breska embættismenn. Árið 1936, er Fuad I. andaðist og til ríkis kom Farouk I., sem þá var enn ómyndugur, gerðu Bretar samning við hann og lofuðu áð hverfa á brott rneð her sinn smámsaman nema frá Suesskurðinum eða ef til ófrið- ar drægi. Egyptalandi var siðan veitt innganga í Þjóðabandalag ið sem frjálsu og fullvalda ríki. Svo voru gerðar stjórnarskrár- breytingar, sem skertu vald hirð klíkunnar og hinna ríku egypsku landeigenda. Eftirgjöf þessi náði til allrar hamingju að koma á vinsam- legri samvinnu með Bretum og Egyptum. í síðustu heimsstyrj- öld fóru tilraunir Möndulveld- anna til að vegja þjóðernisbylt- ingu gegn Bretum gersamlega út um þúfur. Egypíaland varð miðstöð íorðabúrs Bandamanna við austanvert Miðfjarðarhaf, sem tryggði óskipt fylgi allra Araba við málstað þeina. Payneflugvöllurinn í nágrenni Kairos varð hin mikla miðstöð fyrir flugsamgöngur frá Ame- ríku um Mið-Afríku til Rúss- lands, Indlands og Austur-Asíu. Breska lífæðin um Súesskurð- inn var örugglega varin. Áróður gegn Bretuin. Eigi að síður sjeldu hinir rót- tækari þjóðernissinnar, einkum á meðal stúdenta, áfram stöðug um áróðri gegn Bretum. Hinir síðarnefndu buðu þess vegna 9. maí 1946 til umræðna um endurskoðun samningsins frá 1936. Samingaumleitanirnar snerust einkum um tvö atriði: brottflutning breskra liðsveita og framtíð Súdans. Meðan á því stóð tóku Bretar að flytja her- sveitir sínar frá Alexandríu og Kairo til nýrra varnarstöðva á Súesskurðsvæðinu. Til þess að flýta fyrir samn- ingunum fór hinn hægfara Sidky Pasha, sem varð forsætis ráðherra 12. september, til Lundúna til ráðstefnu við Ern- est Bevin, utanríkisráðherra. Hinn 26. október undirrituðu þeir leynilegt samningsuppkast, sem virtist hafa útkljáð þessi tvö atriði. En þegar Sidky Pasha kom til Kairo og lýsti því þar yfir, að sjer hefði tekist að tryggja algeran brottflutning breskra hersveita innan þriggja ára og ,koma til leiðar samein- ingu Egyptalands og Súdan und ir egypsku krúnuna“, tilkynnti Attlee forsætisráðherra í neðri deild breska þingsins, að yfir- lýsing Sidky Pashas væri ,,hlut dræg og villandi“: Að engin breyting á högum Súdans væri fyrirhuguð nje „nokkur tilraun til að svipta Súdanbúa rjetti til að ráða sjálfir framtíð sinni, þegar tími væri til kominn“. Súdan. Súdan er Egyptum afar mikil- vægt. Þar eru uppsprettur Níl- arfljótsins og þveráa þess, sem bómullar- og kornrækt lands- ins byggist á. Það er einnig þýðingarmikið í augum Breta, sem hafa fest geysimiklar fjár- upphæðir í flóðstíflum, járn- brautum og öðrum mannvirkj- u m, auk þess sem þeim virðist landið hafa mikla hernaðarlega þýðingu fyrir bresk yfirráð í Norðaustur-Afríku og varnir Rauðahafssjóleiðarinnar til Súesslíurðsins. Egvptar krefjast að Súdan verði þegar í stað sameinað Egypt'alandi undir egypskri stjórn. Bretar, sem að mestu leyti hafa fengið lands- stjórnina í hendur þarlendum embættismönnum, vilja, að Súdan njóti sjálfsákvörðunar- rjettar, láti kosningar fram ganga, setji'sjálfsstjórn á lagg- irnar og ákveði síðan sjálfir, hvort það skuli verða sjálfstætt eða sameinast Egyptalandi. Á- hrifamikill hluti Súdanbúa, hinn svonefndi Umma-flokkur, er hlyntur bresku hugmyndinni og algeru fullveldi. En það er aðalástæðan fyrir því, að Egypt ar eru mótsnúnir þéim flokki. Sidky Pasha sagði af sjer 8. desember, og samningaumleit- unum við Breta var haldið á- fram af hinum nýja forsætis- ráðherra Mahmoud Fahmy Nokrashy Pasha, en árangurs- laust. Loks slitnaði upp úr þeim í janúarlok 1947 Bretar og Egyptar komust ekki að neinu samkomulagi í Súdanmálinu. Arababandalagið ákvað að standa með Egyptalandi. En hinu umdeilda landi var eigi að síður áfrarn stjórnað af bresk um og súdönskum embættis- mönnum. Andúðin í garð Breta hefir að verulegu leyti bitnað á öðr- um útlendingum. Þetta öfga- fulla útlendingahatur birtist í meinlegum reglugerðum um Vegabrjef, áritanir og ökurjett- indi, í því ákvæði, að foringj- ar í egypska hernum megi ekki kvænast erlendum konum og í frumvörpum, sem miða að þvi að útiloka erlenda menn frá því að stunda þar lækningar og ýms önnur störf. Útlendingurn er gefið það skýlaust 1 skyn, að þeir sjeu ekki velkomnir. Þarna kennir skammsýni hjá Egyptum, því að ferðamanna- straumurinn gæti með lagi orð- ið önnur mesta tekjulind þeirra, næst bómullinni. skéla óánægðir með iaunakjör sín VINNUDEILUR og verkföll gerast nú alltíð, bæði innanlands og utan. Blöð og útvarp hafa skýrt frá því, að opinberir starfs menn, baéði í Finnlandi og Frakk landi hafi gert verkföll og má ganga út frá því sem gefnu, að stjettum þessum hafi þótt kosti sínum þröngt allmikið áður en gripið var til svo róttækra ráð- stafana. Hierlendis höfum við hingað til verið lausir við verk- föll opinberra starfsmanna, en nú virðist svo sem í harðbakka muni slá milli framhaldsskólakennara og ríkisvaldsins og liggja til þess eftirtaldar ástæður Það hefur verið venja, að minnsta kosti síðan um aldamót, að greiða kennurum aukaþókn- un fyrir stílaleiðrjettingar og aðra fasta heimavinnu. Hafa greiðslur þessar verið miðaðar við nemendaíjölda : bekkjunum, eins og sanngjarnast virðist, og verið allt að því þriðjungur af mánaðartekjum sumra kennara í Reykjavík. Þessar „stílagreiðsl- ur“ virðast alveg sjálfsagðar en eigi að síður hefir ríkisvaldið nú ákveðið að þær skuli niður falla. Jeg vil hjer reyna að útskýra fyrir almenningi og ríkisvaldi, hvað það er, sem hjer er verið ao gera, þvi slíkar ráðstafanir sem þessar, hljóta að vera af vanþekkingu sprottnar. Nemendafjöldi í bekkjum gagn fræðaskólarma hjer í Reykjavík mun oftast vera 30 til 40. Tungu- málakennarar munu yfirleitt hafa einn stil vikulega og í 40 manna bekk tekur það að minsta kosti 4 klst. að leiðrjetta stílana. Ef gert er ráð fyrir 30 klst. ltennslu vikulega verða það 24 heimavinnu tímar. Dæmið ver.ð- ur best skýrú með því, sem ís- lenskukennari ánn sagði við mig um daginn. „Hugsum okkur að skrifstofustjórar finndu upp á því, að skipa tveim þriðju hlut- um starfsfólks síns að taka skjala pakka með heim að afloknu dags verki, og skila honum tilbúnum næsta dag endurgjaldslaust, enda þótt það tæki aðeins 4 klst. . Sennilega rnyndu þessir tveir þriðju hlutar spyrja, hvers vegna þeir ættu að inna miklu meiri Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.