Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐ1B Föstudagur 5. des. 1947 «h- U R S)báídóa'ýa eftir J}ach rrHondo n 73. dagur Þau sneri sjer og reyndu að liggja á hlið, en rúmið var jafn hart fyrir því, og þau fengu þreytumerki í alla limi. Allt í einu hrökk Saxon við að nýju. Hún hafði heyrt svo- lítið tíst rjett hjá sjer. Þegar hún gætti að var þarna kom- in lítill íugl, stóð rjeft hjá henni og tísti. Hún horfði á hann um stund. „Hver skrattinn er þetta?“ sagði Billy. „Heldurðu að það sje eitur- slanga?“ spurði hún. ,,Já, jeg held það“, svaraði hann. „Jeg sá einu sinni tvær eitur slöngur hjá Bowman“, sagði hún. „Þær hafa hola tönn, Billy og þegar þær bíta, þá streymir eitrið niður úr hol- unni“. „Iss“, sagði Billy og það fór kaldur hrollur um hann. „Það er bráður bani hvers, sem fyr- ir því verður, nema Bosco. Manstu eftir Bosco?“ „Hann etur þær lifandi. Hann etur þær lifandi. Bosco. Bosco“, kallaði Saxon eins og hún væri kallari á sýningu. „Samt sem áður voru eitur- tennurnar drengar úr öllum slöngum Boscos. Það getur ekki annað verið. Undarlegt að mað ur skuli ekki geta sofnað. Hvers vegna getur þetta kvikindi ekki haldið sjer saman? Skyldi það vera eiturslanga?11 „Nei, það getur ekki verið“, sagði Saxon. „Allar ^iturslöng ur eru útdauðár hjer fyrir löngu“. „Nú, hvaðan fjekk Bosco þá sínar eiturslöngur?“ sagði Billy. „Og hvers vegna ferðu ekki að sofa?“ „Jeg get ekki sofnað vegna viðbrigðanna“, sagði hún. „Jeg hefi aldrei á ævi minni sofið undir beru lofti“. „Ekki jeg heldur og jeg hjelt að þetta væri gaman“, sagði hann, bylti sjer og síundi. „En það getur vel verið að maður venjist þessu. Fjöldi manna sefur undir beru lofti og hví skyldum við þá ekki líka geta gert það? Og það hlýtur að vera afbragð, því að þá er mað- ur eins frjáls og fuglinn í loft- inu, sinn eigin herra og þarf ekki að borga húsaleigu------“ Hann þagnaði skyndilega því að nú heyrðist eitthvert þrusk í runnunum þar rjett hjá. Þau hleruðu bæði og reyndu að gera sjer grein fyrir þvi hvaðan þetfa kæmi, en þá hætti það. Svo fóru þau að tala saman aftur, en þá hófst þruskið að nýju en hætti aftur þegar þau fóru að hlera eftir því. Þannig gekk þetta nokkra stund. „Það er alveg eins og ein- hver sje að læðast að okkur“, sagði Saxon og færði sig nær Billv. „Ekki eru það Inaíánar. Það vitum við“, sagði hann. Svo geisnaði hann. „Svei því öllu samp.n. Ekki þurfum við að vera hrædd við þetta. Hugsaðu um það hverjar hættur landnem- unum voru búnar“. Rjett á eftir fann Saxon að herðar hans titruðu, og hún vissi að hann var að hlæja með sjálfum sjer. “,jVljer c^att ,í. J^ug .sag^, sem pabbi sagði oft“, sagði hann. „Það er sagan um hana Sus- önnu gömlu Kleghorn, sem var ein af frumbyggjunum í Oregon,- Þeir kölluðu hana glas eygu Susönnu, en hún var þó betri skytta én margur karl- maður. Einu sinni þegar þau voru á leið yfir sljetturnar rjeð ust Indíánar á lestina. Land- nemarnir gerðu vagnborg í skyndi og stóðu þar með byss- ur sínar. Þeim tókst að reka Indíána á flótta og varð mik- ið mannfall í liði þeirra. Þá sáu Indíánar að þeir gátu ekki unnið vagnborgina og fundu upp á að kvelja tvær hvítar stúlkur, sem þeir höfðu náð úr öðrum landnemahópi. Þeir gættu þess að vera ekki í skot- færi, en þó svo nærri að þeir í vagnborginni heyrðu vel hljóð in í stúlkunum. A þennan hátt ætluðu Indíánar að teygja þá út á bersvæði, því að þeir þótt- ust Vita *að hvítu mennirnir mundu vilja bjarga stúlkunum. En landnemarnir vissu að það var bráður bani að yfirgefa vagnborgina og voru kyrrir. Þá var það að Susanna gamla brá á sitt ráð. Hún þreif gamlan Kentucky riffil með löngu hlaupi og hlóð hann með þre- falt meira púðri en vant var. Svo jniðaði hún á stóran Indí- ána, sem var að kvelja stúlk- urnar og hleypti af. Riffillinn sló hana svo hastarlega að hún hentist aftur á bak og var hand lama lengi á eftir. En stóra Indíánann hæfði hún. og hann fjell og gat ekki kvalið stúlk- urnar framar. Jæja, það var nú ekki þessi saga, sem jeg ætlaði að segja. Susanna gamla var ólm í visky og drakk sig út úr í hvert skifti sem hún gat náð í það. Mað- urinn hennar bg börnin urðu að gæta þess vandlega að hafai aldrei viský á glámbekk. Einu! sinni — þau voru þá komin| fram h.já Oregon til þess stað- ar, sem heitir Bodega — og; þá átti að fara í einhverja að- dráttarferð. Susanna garola var þá s.vo veik af gigt að hún treysti sjer alls ekki að stíga í fæturnar og varð því .að skilja hana eftir. En nú var viský- kútur til þarna og þeir þorðu ekki að skilja hann eftir og ekki vildu þeir heldur rogast með hann. Var það því tekið til hyagðs að einn af sonarson- um hennar var látinn klífa rneð kútinn upp í hátt trje og þar var dúnkurinn bundinn, sextíu fet frá jörðu. En þegar fólkið kom heim um kvöldið, lá Sus- anna gamla dauðadrukkin á eldhjásgólfinu“. „Hún hefir þá klifið upp í trjeð?“ sagði Saxon. „Onei, ekki gerði hún það“, sagði Billy og hló. „Ilún dró þvoitabala að trjenu og svo skaut hún gat á kútinn og drykk urin" rann niður í balann henn ar. Hún þurfti ekki að hafa fyrir öðru en lepja hann upp úr balanum“. Saxcn var í þann veginn að sofna, en þá heyrðist þruskið aftur og nú nær en áður. Það fór ískrandi hrollur um hana því að henni fannst endilega að þarna væri eitthvert rán- dýr að læðast að þeim. _ ^ „Billy“, hvíslaði hún. , Já — jpg heyri þetta. líka“,. ' ! ■ í i ^ svaraði hann og var glaðvak- andi. „Heldurðu að það sje ekki puma —- eða villiköttur?“ hvísl aði hún. „Það getur ekki átt sjer stað. Ollum slíkum dýrum hefir ver- ið útrýmt hjer fyrir langa löngu. Veistu það ekki að við erum hjer á ræktuðu landi?“ Ofurlítil vindkviða fór í gegn um trjálimið svo að þaut í. Samtímis hætti fuglinn að tísta. Saxon skalf af ótta. Svo heyrð ist þruskið að nýju og síðan eins og smádynkir og þá stukku þau bæði á fætur. Þegar þetta þagnaði fóru þau aftur í bælið og hreiðruðu um sig, en þeim var ekki rótt. „Æ, nú veit jeg hvað þetta hefir verið“, sagði Billy allt í einu. „Það hefir verið kanína. Jeg hefi oft heyrt svona dynki þegar tamdar kanínur stappa niður afturfótunum“. Saxon reyndi að sofna en tókst það ekki. Það var eins og hvílubotninn yrði harðari og harðari eftir því sem á leið, og henni fannst hún öll vera hel- marin. Hún var líka hrædd, enda þótt hún reyndi að telja sjer trú um að engin hætta gæti verið á ferðum. Þá heyrðust ný læti. Það var hvorki þrusk nje dynkir, en það var engu líkara en að ein- hver væri að troða sjer í gegn um kjarrið. Þau heyrðu braka í greinum og kvisti brotna. „Ef puma hefir verið hjer á ferðinni áðan, þá er þetta fífl“, sagði Billy með uppgerðar gletni. „Þetta er eitthvert fer- líki. Hlustaðu. Það kemur nær“, Þa3 var rjett. Þetta færðist nær. Billy settist upp óg hjelt ann ari höndinni um Saxon, sem líka hafði sest upp. „Jeg hefi alls ekki blundað11, sagði hann gremjulega. „Hana, þarna kemur þetta aftur. Jeg vildi að maður gæti sjeð eitt- hvað“. „Getur það ekki verið grá- björn?“ sagði Saxon og skalf bæði af hræðslu og kulda. „Það er að minsta kosti ekki fiðrildi“, sagði Billy. Hann ætlaði að standa á fæt- ur en Saxon hjelt dauðahaldi í hann. „Hvað ætlarðu að gera?“ stundi hún. „Jeg er ekki hræddur“, sagði hann, ,,en þetta er svo óvið- feldið að mjer er nóg um. Jeg held að jeg verði vitlaus ef jeg geng ekki úr skugga um hvað það er. Jeg ætla aðeins að svipast um. Jeg skal ekki fara beint í ginið á því“. Nóttin var niðdimm og um leið og Saxon sleppti honum var.hann horfinn. Hún heyrði nú ekkert nema fótatak Billy og brak í kvistum, sem brotn- uðu undir fótum hans. Eftir litla stund kom hann aftur og skreið undir værðarvoðina. „Jeg hugsa að jeg hafi fælt það burtu“, sagði hann. „Það heyrir sjálfsagt betur en við og þegar það hefir heyrt þrusk ið í mier hefir það flúið, og þó fór jeg eins hægt og jeg gat. Hvað er nú? Þarna kemur það aftur“. Það heyrðist hár brestur í spreki rjett hjá þeim og þau hrukku bæði í kút af hræðslu. GULLNI SPORINN 147 Tuttugastí Jcafli. Ævintýrið i bjarginu. Jeg lamdi hestana áfram eins og vitstola maður. Vagninn valt eins og smákæna í stcrsjó, og oft munaði minnstu að við Matt dyttum af honum. En við bitum saman tönnunum og hjengum á honum eins og best við gátum. Þegar við nálguðumst, sáum við strax hvernig komið var. Himinn var eldrauður, og ein álma haHarinnar -— þar sem við höfðum búið — var svo að segja alelda. Og bjarm- inn af bálinu fjell út á hafið, svo að greinilega mátti sjá skip Potterys, skipstjóra. Er við vorum næstum komnir að höllinni, rákumst við á hóp manna, sem hlupu í áttina til hennar. Þetta var það af skipshöfninni, sem orðið hafði eftir um borð, en nú var komin til að hjálpa. Þeir sneru sjer undrandi við, um leið og vagn okkar þaut framhjá þeim, en hlupu svo eins og af tók á eftir okkur. Portið var opið, og jeg keyrði í gegnum það, um leið og jeg hrópaði nafn Delíu hvað eftir annað. Mjer til óumræðilegrar gleði, bar þetta árangur, því allt i einu var mjer svarað og Delía kom hlaupandi á móti mjer. „Jeg er alveg ómeidd, Jack! En hvað . . .?“ Hún horfði undrandi á okkur og líkvagninn. „Guði sje lof! En hvernig kveiknaci eiginlega í?“ „Þetta er íkveikja, að því er best verður sjeð Það eina, sem jeg veit, er að jeg vaknaði við það að bariQ, var ú hurð- ina hjá mjer. Jeg hijóp á fætur og flýði út úr herberginu, en það var þá orðið fullt af reyk. Mennirnir segja mjer, að herbergin á neðri hæðinni hafi verið full af hálmi, og hálmi hafi líka verið hlaðið upp með útveggjunum. Ben Halliday fann tvö stór olíuker fyrir utan“. „Er búið að bjarga hestunum?" „Jeg veit það ekki, Jack, jeg var alveg búin að gleyma þeim“. Jeg hljóp að hesthúsinu. Eldurinn hafði þegar læst sig í þak þess. Jeg hljóp þó inn og brátt hafði jeg bjargað bæði Jón gamli heyrnalausi á þa5 til að tala við sjáifan sig. ★ Eftir fyrsta þáít í nýju leik- sig, en það var annálað, hve fámáll liann var. Eitt sinn var hún í boði þar sem forsetinn var einnig og hugði nú gott til glóðarinnar. „Q, herra forseti“, sagði hún, „jeg veðjaði um, að jeg skyldi fá yður til þess að segja að minsta kosti þrjú orð“. „Þjer tapið“, svaraði Cool- idge, án þess að láta sjer bregða. ic Mozart, sem var nemandi Hay^n’s, veðjaði eitt sinn við meistarann um að hann gæti samið lag, sem Haydn getTekki leikið. Innan fimm mínútna kom Mozart með handritið til Haydn og bað hann að leika lagið. ,Hvað er þetta“, hrópaði riti eftir Bernard Shaw, sem hann eftir að hafa leikið nokkr- verið var að frumsýna, spurði ar nótur, „hjerna er nóta, sem Shaw nokkra, er safnast höfðu styðja á á, á miðju lyklaborð- í kringum hann: — Jæja, hvernig finnst ykk- ur þetta? Aður en mönnum gafst tími til að hefja lofsöng sinn gall við í einum í hópnum: -— Hræðilegt. Shaw brosti þá sínu blíðasta. „Vinur minn“, sagði hann og klanpaði vingjarnlega á öxlina á þeim framhleypna. „Jeg er yður hjartanlega sammála. En,“ bætti hann við, „hvað megnum við tveir gegn öllUm þessum fjölda?“ ★ Kona ein í Washington hjet því að hún skyldi fá Coolidge inu. þegar maður hefir báðar' hendur uppteknar annarsstaðar. Það getur enginn leikið slíkt? Brosandi settist Mozart við píaróið, og þegar hann kom að annarlegu nótunni, beygði hann sig niður og studdi á hana með nefinu. .< ir Viðskiptavinurinn: — Viljið þjer ekki líta á, hvað þjer haf- ið rert við það, sem jeg sendi yður um daginn? Þvottahúseigandinn: — Jeg get ekki betur sjeð en þetta sje, í fyllsta lagi. Þessi vasa- klútur lítur ágætlega úr. Viðskiptavinurinn: — Vasa- forsetá'til. þess að ræðá viðklútur? Þetta var lák.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.