Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.1947, Blaðsíða 12
12 MORGVTSBLAÐIÐ Föstudagur 5. des. 1947 Sigurdís Jónsdóttir í DAG er til moldar borin hjer í Reykjavík frú Sigurdís Jónsdótt- ir Bjarkargötu 10. Hún ljest 26. f. m. að heimili sínu, eftir langvar- andi vanheilsu. Frú Sigríður sál. var fædd að Þaravöllum á Akranesi þann 1. okt. 1885. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Ólafsson og Sesselja Þórðardóttir, sem seinna bjuggu í Galtavík í Skilmannahreppi. Sigurdís sál. ólst upp í foreldra húsum til fermingaraldurs. Þá Ijest móðir hennar eftir langa legu. Fjell það að mestu á herð- ar Sigurdísar sál. að stunda móð- ur sína í tveggja ára legu hennar, og jafnframt»að annast heimilis- stjórn ásamt systur sinni, sem var rúmu ári eldri en Sigurdís. Eftir að Sigurdís sál. misti móð ur sína brá faðir hennar búi og fluttist hún þá til Reykjavíkur. Hinn 17. okt. 1908 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Ingi- bergi Þorkelssyni byggingameist- ara. Bjuggu þau fyrst í Reykja- vík, síðan í Höfnum, í Hvalfirði, og síðustu tuttugu árin í Reykja- vík. Eignuðust þau fimm börn, sem öll eru á lífi og búsett hjer í borginni. Eru þau Þorkell bygg- ingameistari, Svanfríður, gift Hafliða Jóhannssyni bygginga- meistara, Sigríður gift Skúla Sveinssyni lögregluþjóni, Matt- hías lyfjafræðingur giftur Kötlu Magnúsdóttur Björnssonar heit. náttúrufræðings og Sigurjón trje smiður, giftur Ólöfu Sigurðardótt ur Sæmundssonar. Auk þess ólu þau upp bróður- son Sigurdísar Stefán, son Gísla og Guðbjargar, sem bjuggu í Galtavík, stundar hann nú flug- nám í Ameríku. Eftirlifandi syst- kini Sigurdísar sál. eru þessi: Frú Sigríður að Gerði á Akra- nesi, Einar J. Ólafsson fyrv. kaupm. í Reykjavík, Ólafur J. Hvanndal prentmyndameistari í Rvík, frú Þórey, búsett í Ame- ríku og frú Jónína búsett í Hafn- arfirði. Frú Sigurdís sál. var ein þess- ara yfirlætislausu, ástríku hús- mæðra. Helgaði hún krafta sína óskipta húsmóður og móðurstarf- inu og var manni sínum örugg stoð í baráttu hfsins, enda var henni endurgoldið með umönnun og ástríki af manni sínum, sem er þekktur dugnaðar og atorku- maður í hvívetna. Var heimili þeirra hjóna til fyrirmyndar fyrir sjerstaka háttprýði og hlýju, sem andaði að hverjum manni, sem bar að garði. Er frú Sigurdísar sárt saknað af öllum, sem þektu hana. Blessuð sje minning hennar. Samferðamaður. ★ NÚ er frú Sigurdís Jónsdóttir dá- in. Lík hennar verður flutt til grafar í dag. En minningin um líf hennar lifir. Hún er hvorki háð gröf nje dauða. Sigurdís var kona Ingibergs Þorkelssonar húsameistara Bjark argötu 10, og móðir fimm barna þeirra sem öll eru fullvaxin og gift hjer í Reykjavík. Jeg legg ekki út í það að lýsa starfsatriðum þeirrar merku konu, enda munu aðrir gjöra það Þær fáu línur er jeg skrifa hjer, eru aðeins tjáning minna eigin tilfinninga, þakklætisvottur fyrir heitu, máttvana höndina sem hún rjetti mjer og skýring þeirra dygða er jeg sá í hug hennar. Fyrir mörgum árum bjó jeg nærri Sigurdísi, kynntist henni nokkuð og sá hversu hún hlúði rösklega að heimili sínu á allan hátt. Sjerstaklega helgaði hún stóra hugtakið „móðir“. Sigurdís var móðir „af guðs náð“. Ekki að- eins sinna eigin barna, heldur og allra þeirra er hún náði til, og sá þarfnast umhyggju. Og aftur varð þessi sama kor.a á lífsleið minni, hafði snögglega orðið veik, meðal annars núst sjón og mál. En hugarfar liern- lar stóð óbreytt. Svefnstofan henn ar var ekki venjuleg íbúð heltíur heilög jörð í vnyuni skilnmgi. Þar fundu allir yl, sem ekki gat verið af þessum heimi. Við rúm ið hennar lærði jeg mikið. og hugsaði oft „svona er þá hinn fullkomni kærleikur". Þessi ?ár þjáða kona atti þrátt fyrir alt, þá saélu sem engin orð geta lýst. Svo kom endurgjaldslögmálið til sögunnar. Vinir hennar og vandamenn þráðu það eitt að geta hjálpað henni. Þeir gáfu alta sína umhyggju, svo langt sem mannlegur máttur nær, meira var ekki hægt. Sigurdís skildi þetta alt. Giaddist og þakkaði. Hún elskaði fjölskyldu sína mik- ið og fól hana þeini mætti er hafði stjórnað allri hamingju þeirra og velferð — og i>aö \ ar hann sjálfur konungur himnanna sem tók sjúkiinginn Sigurdísi að sjei og gaf henni sinri frið. Þess vegna utðu brosin herinar svona mild og ástúðleg. Nú kveð jeg þig, Sigurdis v:n- kona mín. Með þökk fyrir kvnni þín og fyrirmynd. Þú gafst mier minningu um konu, sem tók erf iða stríðinu /el, skilii mennina og treysti Guðr. Kristín Sigurðatdóíiir frá Syðri-Völlum. - Heðal annara orða Frh. af bls. 8. langsamlega margfalt betur klædd og fædd en miljónatug- ir Evrópu og Asíubúa. — Eig- um við þess vegna ekki að hætta að kvarta, og þakka held ur fyrir allsnægtirnar hjer uppi á Islandi? - Launakjör hmtars Frli. af bls. 9. vinnu af hendi en einn þriðji og fá þó sama kaup.“ N Við þetta bætist svo að próf eru nú flest orðin skrifleg, svo ekki kemur til mála að ’nægt sje að fækka skriflegum verkefnum, nema til stórbaga fyrir nemend- ur. Þvert á móti verður nú að æfa börnin í því að svara skrif- Iega í þeim greinum, sem áður voru eingöngu munnlegar s. s. náttúrufræði, landafræði, sögu o. f 1., en þessi verkefni eru aldrei eins tíð eins og stílar tungumála- kennaranna og leiðrjettingarnar taka miklu skemmri tíma. Rangs leitnin verður enn meiri þegar tekið er tillit til þess að í sum- um skóluro eru til bekkir með aðeins 10 nemendur. Jeg geri ráð fyrir því að það láti nærri að t. d. enskulcennari, sem kennir 24 stundir vikulega hafi álíka mikið að gera eins og landa- fræðikennari sem kennir 36 klst. en landafræðikennarinn á nú að fá einum fjórða meira í laun. Hjer er því ekki um það að ræða að lækka laun kennara- stjettarinnar í heild og þar eð t. d. undirritaður er svo heppinn að hafa enga túngumálakennslu á hendi myndu þessi ákvæði aðeins snerta mig að litlu leyti, en jég spyr eirís og allir aðrir kennar- ar, sem jeg hef rætt þessi mál við: „Þekkir menntamálastjórn virkilega svona lítið til kennslu- starfa í framhaldsskólum, og vill hún alls ekki reyna að kynna sjer þau? Ef aðrar, mjer ókunnar ástæð- ur eru lyrir hendi, væri mjer og mörgum öðrum kennuruín þökk á að fá að heyra þær. Við beygj- um okkur án efa, ef hægt er að sanna okkur að þetta sje sann- gjarnt. Guðmundur Þorláksson. Varastöðin Frh. af bls. 2. Bæjarstjórn felur borgar- stjó.ra að beita sjer fyrir því að samningaumleitanir fari fram milli járniðnaðarmanna og at- vinnurekenda og ef nauðsyn krefur að fá skipaða sáttanefnd í málið, þar sem vinnustöðv- unin er til mikils tjóns fyrir innlendan iðnað og aðila sem að henni standa. Við eigum að halda áfram að vinna að því að járnsmiðadellan megi leysast, sagði Jón. — Það stefnir óðum að því að sú vinna er járnsmiðir höfðu með hönd- um áður en verkfallið skall á flytjist til útlanda. Að lokum sagði Jón Axel að beinir samningar við atvinnu- rekendur eða verkamenn mættu alls ekki eiga sjer stað. Borgarritari svarar. Borgarstjóri varð að víkja af fundi meðan á þessum umræð- um stóð. Tók borgarritari því sæti hans á fundinum. Upplýsti nú borgarritari, að Rafmagnsveitan ætlaði fyrir nokkru að láta vinna að pípu- lögn í Varastöðinni og voru til þess fengnir pípulagningamenn. Þegar menn þessir voru byrj- aðir að vinna komu járnsmiðir á vettvang og hindruðu að menn þessir fengu að vinna að pípulögninni. Þetta kallar Sigfús Sigur- hjartarson verkfallsbrot Raf- magnsveitunnar. En hjer er um að ræða hreint ofbeldisverk frá hendi járnsmiða. Kommar bera ábyrgðina. Hannes Stephensen kommún isti_sagði að í hvaða mynd sem bærinn myndi láta starfsmenn sína vinna að Varastöðinni, væri um að ræða verkfallsbrot. Með þessum orðum sínum stað festi Stephensen að kommúnist ar bera einir alla ábyrgð á því að ekki er unnið við Varastöð- ina. Þorsteinn Arnason svaraði Hannesi. Benti Þorsteinn hon- um á, að verkstjórar, sem vinna myndu að því að fullgera stöð- ina, gætu ekki talist verkfalls- brjótar lögum samkvæmt, með- an þeir ynnu verk sitt með þeim tækjum er smiðjurnar leggja ekki til. Sigfús tók svo aftur til máls og bar þá speki fram að þó að bærihn myndi semja við járn- smiðina eina, þá gæti það ekki talist að bærinn væri að grípa inn í vinnudeilur. Jóhann Hafstein tók þá til máls og sagði að bærinn myndi ekki hefja vinnu við Varastöð- ina nema samþykki beggja að- ila kæmi til. Tvö óskyld mál. Steinþór Guðmundsson sagði að Varastöðin og vinnudeilan væru tvö alveg óskyld mál. Sigfús sagði enn að þó svo að bærinn gengi að kröfum járn- smiða, þá væru samningarnir I þeim ekki í hag. Það þótti mönn- um einkennilega til orða komist. Frh. af bls. 5. 1 fjalli og gestgjafi hans vill sækja lækni. En Hallgrímur harðnaði á brán- um, tók hnífinn og risti og stakk: Þú færð það nú fyrst að mjer dáríum, að fara til læknisins, takk! Svo henti hann helvítis tánum í hundana frammi í kránum, og koms síðan fljótlega á flakk. „Jón Snædal" er gott kvæði. Hið sama er „Sigurður smali.“ — Sigurður er dauður og kemur til hallar konungs í Himnaríki, en þar er honum tekið stórmann- ega: Stendur upp drottinn stórlim- aður, steinþögn er í himinsalnum, segir: Það er sómamaður, Sigurður smali af Jökuldalnum. Þurkið út hans mannlífsmæðu, meðan jeg held skálaræðu. Er ræðan hin áheyriegasta, svo sem vænta má af slíkum ræðu- manni, — og Benedikt tekst Víða vel „referatið-" „Lífið fljettar“, er hugleiðing- ar í kirkjugarði um nokkra sem í moldinni hvíla. Dágott. — Um konu eina segir svo: Og systir hennar, hún Engil- Anna, hún elsk-aði hann Hrein í Meiða- dal. Og ótæpt Ijet hún hann alltaf kanna þá elda, sem hún í brjóti fal. En lánið er sjaldan lengi á gangi og lífið myndar sjer tinda og skörð. Hún hlúði blóðugu barni í fangi, er borin var hún i þessa jörð. Dágóð eru líka kvæðin: „Krist- ján hreppstjóri“, . Hófa-Jón“, og „Eiríkur á Skjöldólfsstöðum". I því síðastnefnda er þessi vísa: Svo við litla lága kofann lokið hefur hann sinni ferð. Brugðið hefur hann böggum ofan búið um af fyrstu gerð. Þar, sem hann heims má hörmum skýla hefur hann lagst, til þess að . hvíla“. Að lokum er hjer erindi úr kvæðinu „Ölafur í Kílakoti“: Einstæðingun utan pr stormi köldum, öruggt fundið hefur bróðurskjól. Meinblæðingur heims af harma- völdum hefur öðlast lífsins gróðursól. Seinræðingur utan af háum öld- um, er nú kominn heim í móðurból. Kristmann Giiðmundsson. f 1-9 EfSfr Roberf Slorm • 4l/71lORElS'S>££ MUST V HOW D0 \ B£ B£Al)Tl FUL TODAT — / VOU KEEP N /\ GbAAtOROUB PlCTUfíE / TA05>B LONö ON TME JACKET HAC- LASHEí- OUT 40LD /MANV A BOOK! OPTHEt ^------- ___-A TVPcVJRlTEP \ KEV£? / 7 A LEAD-PIPE CINCH! OUR MAN te- A , 6ÚCKEZ FOK BL0NDEE-...N0W HERE'5- THE GKETCH-------- I PUT THEM UP |N CURLER5- BUT — BUT P0 vou think i’ll DO? Copr. 1047, Kmg Fca«urcs Syndirafc, Inc., World righls rcscrv. .AÍEANWHILE, As PHIL READ5 THE LETTER FROM LlNDA, Hl5 FORMER FIANCEÉ,., f Maðurinn: Og þjer eruð rithöfundur, þó þjer hafið svona fallega fætur. Wilda: Jeg skrifa ekki með fótunum, Stúlkur, sem eru rithöfundar, verða að vera laglegar þessa dagana, því að falleg mynd á kápunni selur margar bækur. En fæ jeg stöðuna?, Maðurinn: Jeg er nú hræddur um það?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.