Morgunblaðið - 09.12.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1947, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. des. 1947 Aróðurstilraun kommún- ista vegna örðugleikana við síWarlöndunina mistókst hrapalega f ------ HIN ÓSMEKKLEGA tilraun koramúnista til að gera vanda- málin við síldarlosunina að á- róðursmáli heíur algjörlega far- ið út um þúfur. Eins og. kunnugt er bar Áki Jakobsson fram yfirskynstillögu s.l. föstudag um ,,viðstöðulausa“ löndun síldar í Reykjavík, enda Jjótt öllum væri kunnugt um að stjórn S. R. hafði þegar gert all- ar þær ráðstafanir, sem tillagan fór fram á. ALÞINGI Jóhann Þ. Jósefs ; ÍÐ A : son upplýsti fjár málaráðherra á Alþingi í gær að Áki Jakobsson ....hefði á föstu- dagsmorguninn átt viðtal við Jakob Hafstein, framkvæmda- Stjóra L. í. Ú., þar sem Jakob skýrði honum frá þeirri ákvörð- un S. R. að taka hjer síld á land. Eftir hádegið hleypur svo Áki riiður í þing, les upp tillögu um sama efni og hann fjekk að vita hjá Jakobi um morguninn, og lætur svo „Þjóðviljann" segja að stjórn S. R. hafi tekið ákvarðan- ir um síldarlöndun hjer vegna tillögu sinnar. Þetta kvað ráðherra vera þá íurðulegustu og óþinglegustu að Jerð, sem hann hefði nokkurn tíma vitað. Máli sínu til sönnunar las ráð- herra upp brjef frá stjórn S. R. til L. í. Ú., dagsett des. (Áki kom með sína tillögu 5. des.(!>, }>ar sem ákveðið er að taka síld- ina hjer á land og verðið ákveð- í umræðunum í gær var Áki á hröðu undanhaldi og mun hann rm vera búinn aö gefa upp alla von um að „slá sjer upp“ á vandkvæðunum við síldarlosun- ina. Byrjaði hann með því að þakka ráðherra fyrir fram- kvæmdirnar við síldarlosunina, en ráðherra frábað sjer alt þakk læti frá honum. Þá játaði Áki að mikil áhætta væri að geyma síldina hjer og æskilegast að Já hana undir þak. Hefur hann því breytt um skoðun frá því á Jöstudag, því að þá heimtaði hann að síldinni yrði allri skip- að upp á Ægisgarð. Þöroddur farinn í frí! Jóhann Þ. Jósefsson flutti síð- an ýtarlega ræðu og skýrði frá gangi þessara mála frá byrjun. Upplýsti ráðherra að þau um- xnæli Þóroddar, „Hvað varðar okkur um þjóðarhag”, sem hann viðhafði er rætt var um að fá skip til síldarflutninganna hefðu verið skrifuð í gerðabók fund- arins. Þýðir því ekkert fyrir Þórodd að neita þessu í Þjóðviljanum. Annars er áhugi þessa full- trúa kommúnista í stjórn S. R. slíkur að hann hefur nú tekið sjer frí frá störfum og er farinn horður I land. Meðan aðrir með- Jirhir stjórnarinnar eru að vinna að vandamálunurti, þá má hann ekki vera vasast í slíku, en tekur sjer bara frí! Ekki legið á liði sínu Ráðherra sýndi því næst fram á að ríkisstjórnin og stjórn S. R. (nema Þóroddur) hefðu gert alt sem hugsanlegt væri til að leysa vandamálin. Til flutninga héfði verið út- vegaður skipastóll, sem ber yfir 100 þús. mál. Nokkuð væri síðan hafinn var undirbúningur að löndun að Hvítanesi og athugun hefði farið fram á Kveldúlfsportinu o. fl. stöðum til síldargeymslu. Væri undravert, hversu miklu magni hefði verið unt að taka á móti við slíkar aðstæður og hjer væru. Þá ræddi ráðherra nokkuð um verðið á síidinni, sem skipað er hjer á land og las upp skýrslu frá stjórn S. R., þar sem færð eru rök fyrir því að sökum flutningskostnaðar og rýrnunar verði að draga kr. 8,50 af verði hvers máls. En er þessi tilraun til að bjarga verðmætum fór út um þúfur var ákveðið að ríkis- sjóður tæki á sig hallann (3 kr.) og var því verðið ákveðið kr. 25.00 fyrir málið. Áki varpaði allri ábyrgðinni af sjer. Til að sýna, hve ósanngjarnar árásir Áka á sig væru, þá rifj- aði ráðherra upp framkomu Áka er hann var ráðherra í fyrra, er Kollafjarðarsíldveiðin stóð sem hæst. Þá skrifaði Áki brjef til stjórn ar S. R., þar sem hann ákveður verð síldarinnar. En skilyrði þess að það verð yrði greitt var að nægilega mörg skip fengjust til síldarflutninganna. Þá heimtaði hann, að ef verð- ið ætti að haldast, yrði að vera trygging fyrir því að síldin yrði flutt strax nórður, en yrði ekki skipað hjer á land. Ennfremur gerði hann þann fyrirvara, að ef flutningskostnaður hækkaði yrði dregið af síldarverðinu. — Loks fyrirskipar hann stjórn S. R. að útvega allan skipakost til flutninganna, og varpaði allri ábyrgð af sjer. Þannig var af- staða Áka þá, og'jeg held, sagði ráðherra, þótt jeg vilji ekki fara í neinn mannjöfnuð við þennan fyrrverandi ráðherra, að jeg hafi gert meira en að afgreiða eitt brjef til S. R. og fela henni allan vandann. ★ Ráðherra ræddi og nokkuð þá kenningu kommúnista að setja alla áhættu á ríkissjóð. En hvað væri ríkissjóður annað en vasar borgaranna, og sjer fynd- ist ríkissjóður hafa alveg nóg á sinni könnu sem stendur. Væri og hætt við að ábyrgðartilfinn- ing og sjálfsbjargarviðleitni ein- staklinganna sljóvgaðist ef allri áhættu væri altaf varpað á rík- issjóðinn. Ráðherra skýrði og frá þvi að mönnum yrði bætt upp síldar- verðið ef kostnaðurinn við lönd- un og flutninga reyndist minni en áætlað er. BEST AÐ AVGLTSA t MORGVmiAÐmV „Krókafda”. Ný skáldsaga eftir Vilhjálm S. VII- hjálmsson ,,KRÓKALDA“ heitir ný skáldsaga eftir Vilhjálm S. VilhVlmsson ritstjóra, sem komin er í bókaverslanir. Er þetta önnur skáldsaga Vil- hjálms, en fyrsta bók hans, „Brimar við bölklett“ kom út í fyrra fyrir jólin og hlaut þá einróma góða dóma í öllum blöðum, sem skrifuðu um bók- ina. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson er löngu þjóðkunnur fyrir blaða mensku sína og útvarpsfyrir- lestra. I fyrstu skáldsögunni þótti koma fram hjá honum látlaus og eðlilegur stíll og hæfileikar til að lýsa persónum og umhverfi á ljettan og skemti legan hátt. Þeir, sem þekkja daglegan erií blaðamennskunnar vita, að það er þrekvirki. þegar starfandi blaðamaður skrifar bók, hvað þá tvær skáldsögur á tveimur árum og gerir það þannig að vel þykir. í hinni nýju skáldsögu sinni tekur Vilhjálmur sjer fyrir að lýsa almúgafólki, sem berst harðri baráttu fyrir tilverunni og segir frá sigrum þess og ó- sigrum, en lesandinn mun einn ig komast að því, að höfund- urinn er að lýsa ákveðnu tíma- bili í sögu þjóðarinnar og á- kveðnum stefnum, ,,ismum“, og menn munu kartnast við persónur hans úr daglega lífinu. Bankaþjcfw sýnir métþróa AÐFARANÓTT sunnudags- ins var brotist inn í útbú Lands bankans við Klapparstíg,, en lögreglumönnum tókst að hand sama þjófinn. Lögreglumennirnir voru þeir Kristinn Finnbogason og Ás- mundur Matthíasson. Voru þeir á verði á Laugarveginum kl. 3.30 um nóttina. Þegar þeir voru komnir rjett niður fyrir Klappastíg heyrðu þeir brot- hljóð mikið. Þeir komust skjót lega að því hvað gerst hafði. Sáu þeir að brotin hafði verið rúða í hurð Landsbanka útbús- ins. Kristinn snaraði sjer þeg- ar gegnum gatið á rúðunni með vasaljós sitt og Ásmu.ndur á eft ir. Þegar þeir komu inn sáu þeir hvar maður hnipraði sig saman að innanverðu við af- greiðsluborðið. Þegar innbrots- þjófurinn var þess var að nú hefðu lögreglumennirnir kom- ið auga á sig spratt hann upp og hafði í hendi sinni stóra blekflösku, ætlaði hann að slá Kristinn í höfuðið með henni, en Kristinn sá við honum og tókst að ná henni af honum. Rjeðist nú innbrotsþófurinn að Kristni og tókust þeir nokkuð á en Ásmundur skarst brátt í leikinn. Járnuðu þeir mann þennan og hringdu á lögreglu- bíl. — Innbrotsþjófurinn heitir Sig- urður Árnason, Stórholti 35. —■ Hann var undir áhrifum áfeng- is er hann gerði þetta. Þess skal getið hjer að ekkert fjemætt er að hafa í útibúi þessu. Kauphöllin <ít miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. Sími 1710. „12 miljónir Breta verða að hverfa” vegna aðgerða j verkamannaflokks- Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. London í gær. „TÓLF MILJÓNIR Breta verða að hverfa, á einn eða annan hátt, ef stjórnin heldur áfram þessu öngþveiti og ráðaleysi," sagði Winston Churchill fyrverandi forsætisráðherra Englands, í ein- hverri heiftarlegustu árás sinni á bresku stjórnina. Churchill hjelt ræðu sína*í Manchester, en þúsundir verkamanna' úr iðnaðarhjer- uðum, höfðu safnast þar saman til þess að hlusta á hann og hylla liann. Hann kvaðst vera alveg viss um, að sósíalismi þ. e. a. s. þjóðnýting í stað einstaklingsframtaks gerði 48 miljónum ófært að lifa í Englandi og yrðu 12 miljónir að hverfa. stjóraarinnar True Krsol aS rjefla við VÖRUFLUTNINGASKIPIÐ True Knot, sem hlekktist á er það var á leið til Siglufjarðar og varð að leita inn á Patreks- fjörð, liggur þar nú skammt fyr ir utan höfnina. Milli 10 og 20 verkamenn frá Patreksfirði vinna nú við að rjetta skipið við. Hafa þeir unnið með krönum og öðrum tækjum við að moka síldinni til í lestum skipsins, en það verk er bæði erfitt og seinlegt. Nokk uð hefur þeim þó unnist á og skipið lítilsháttar rjett við. Nú stendur til að dæla sjó inn í hin loftþjettu rúm í lest skips- ins, ef með því mætti rjetta það við. Dælan kom í gær. Patreksfirðinar gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hraða verkinu og hafa lánað ýms verkfæri. r Frá frjettaritara vor- um á Seyðisfirði, mánudag. HINN nýji togari Seyðfirð- inga, ísólfur NS 14, lagðist aÍ3 bryggju hjer í morgun kl. 10. Fjöldi bæjarbúa tók á móti skipinu, en af hálfu bæjarins fór fram móttökuhátíð. Við það tækifæri hjeldu ræður Gunn- laugur Jónasson formaður bæj arstjórnar, Árni Vilhjálmsson flutti áranðaróskir frá Fiskifjel. íslands, Björn Jónsson kenna# flutti frumorkt kvæði, en Karla kórinn Bragi söng móttökuljóð, eftir Jóhannes Arngrímsson og að síðustu ávarpaði skipstjóri, Ólafur Magnússon frá Borgar- nesi bæjarbúa og sjerstaklega skipshöfnina, með snjallri ræðu. Isólfur er bygður í sömu skipasmíðastöð og Ingólfur Arnarson. Hann gengur fyrir olíukyntri gufuviel og gekk 13,2 mílur í reynsluför. Skipið er búið öllum nýtísku siglinga tækjum, auk þess sem það hef- ur Radar. Stýrimaður er Erlingur Kle mentsson, fyrsti vjélstjóri Á- gúst Benediktsson og loftskeyta maður Kristján Sveinlaugsson frá Seyðisfirði. í kvöld cr haldin . fjölmenn samkoma í sölum barnaskólans. 1111111111111111llillllililllilfllii*ilillllilllliiiliiiiHiiilliiiiii | Almenna fastcignasalan f \ Bankastræti 7, sími 7324 | | er fv='tpirfnskmina ? Drepur framfara- viðleitni. Hann sagði að með stöðvun einstaklingsframtaksins, myndi stjórninni takast að drepa „all- an sparnað, framleiðslu, hug- vitssemi og framfaraviðleitni bresku þjóðarinnar og breyta iðnaðinum úr gróðafyrirtæki í lakasta tapfyrirtæki. Lána og gefa % ameríska lánsins. Churchill sagði einnig að Be vin utanríkismálaráðherra hefði gefið þá yfirlýsingu í þinginu nýlega að stjórnin hefði lán- að eða gefið öðrum þjóðum 740,000,000 pund af ameríska láninu, sem Bretar þurftu nauð synlega á að halda. Kvað hann það hina furðulegustu ósvífni af stjórninni að fara þannig með hvorki meira nje minna en % hluta lánsins. Steypið síjórninni. I ræðu sinni, sem stóð í meira en klukkutíma, kvatti Chur- chill kjósendur að sameinast og steypa stjórninni úr sessi og lýsti um leið stefnu þeirri sem flokkur hans myndi fylgja. Stefna íhaldsflokksins Ræddi hann aðallega um að minka þjóðarútgjöldin og að veria miklum hluta þjóðartekn anna til þess að efla og styrkja alla framleiðslu. Verkamönn- um verður að sjá fyrir mjög bættum aðbúnaði og lífsviður- væri og þeim gefið tækifæri til aukinnar velmegunar á allan hátt. Vinátta við U. S. A. „Við munum gera okkar besta til þess að halda og auka vináttu vora við Bandaríkin og svo innan breska heimsveldis- ins, bví með því er öryggi og velmegun okkar best tryggð. Hann bætti við að vegna ófor- sjáfni og manndómsleysis stjórn arinnar væri breska heimsveld is „komið í slík vandræði, sem jeg hefi elcki þekkt fyrr.“ CHURCHILL lýsti því ný- lega yfir í breska þinginu að töfin. sem orðið hefur við að sleppa yfirráðum Palestínu hafi kostað Breta um 200 milj. pund. Minnti hann þingið á það að fyrir 18 mánuðum hefði hann mælt með því að S. Þ. tækju við yfirráðum Palestínu. „Þetta er nú stjórnin loks að gera eftir að hafa þrákelknis- lea stutt stefnu sem hún loks varð að hætta við“, bætti hann við. AIIIII<II<I<IIIIIIIIIIIIIIII lllll••ll«lll■lMll•l•llllllll•■llllllU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.