Morgunblaðið - 09.12.1947, Side 5

Morgunblaðið - 09.12.1947, Side 5
Þriðjudagur 9. des. 1947 MORGUNBL4ÐIÐ 5 Joe Louis og Jersey Joe Waicotí Þessar myndir voru teknar af Joe Louis og Walcott eftir bardagann s.l. föstudag. Louis hefur ekki iiðru sinni fengið öllu verri útreið, enda sjest á myndinni að vinstra auga hans er nærri sokkið og ekki fxafa varirnar þynst. JERSEY JOE WALCOTT fær ekki breytt úrskurði dómaranna tim sigur Joe Louis í einvígi þeirra s.l. föstudag. En Waicott og jumboðsmaður hans, Joe Webster, áfrýjuðu dómnum til íþrótta- idómstólsins í New York. Hefur hann kveðið upp þann úrskurð að Louis beri sigurinn. En þótt Louis ynni, er hann^ langt frá því ánægður með þá útreið, sem hann fjekk hjá Walcott. Hann hafði ákveðið að yfirgefa hringinn eftir þennan leik, en nú hefir hann breytt þeirri ákvörðun og heldur á- fram keppni. Louis hefur varið titilinn 24 sinnum Síðan Louis vann James Braddock með rothöggi í 8. lotu 1937, hefir hann verið ósigr- iandi, og varið titil 'sinn 24 sinn- um, en svo oft hfefir engum öðr- um tekist að standast þá eld- raun. Louis hefir unnið 20 sinnum íneð rothöggi, þrisvar á stigum og einu sinni vegna þess að and stæðingur hans gerðist brotleg- ur í keppninni. Walcott er gamalreyndur hnefaleikari Jersey Joe Walcott er held- ur enginn viðvaningur í hringn um. Hann hefir verið í röð fremstu hnefaleikara síðan 1937 og er 34 ára gamall. Á þessum 11 árum hefir hann barist 37 sinnum. 28 keppnir hefir hann unnið, en tápað 9, og er þá síðasta keppni hans við Louis ekki talin með. = | I MÁLFLUTNINGS- I 1 SKRIFSTOFA | Einar B. Guðmundsson. f | Guðlaugur Þorláksson Austurstræti 7. Símar 3202, 2002 Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. I wiaiiimiiuuinniPiumiMiuBWMMiiiMwimmnniw Frjálsíþróflakeppni M Dani og sund- keppni við Norð- menn? UMRÆÐUR hafa nú hafist um milliríkjakeppni við Dani í frjálsum íþróttum n. k. sum- ar, segir í frjettum frá ÍSÍ. — Frjálsíþróttasamband Danmerk ur hefir skrifað íþróttasam- bandi íslands brjef varðandi þessa keppni, sem gert er ráð fyrir að fari fram 12. og 13. ágúsf n. k. í Kaupmannahöfn. ÍSÍ og Frjálsíþróttasamband íslands eru nú að athuga mögu- leika á þessari keppni. Einnig er í ráði að bjóða hing að norskum sundmönnum næsta sumar. íþróttasamband' íslands hefir skrifað Sundsambandi Noregs og farið þess á leit, að efnt verði til milliríkjakeppni í sundi næsta sumar. Ekki er enn víst hvort af þessair keppni getur orðið. íjiróiiasfntagin í Há- logalandi mh- EseppnaSist íÞRÓTTASÝNING sú, sem hús- stjórn íþróttabandalags Reykja- víkur gekkst fyrir í fyrrakvöld að Hálogalandi, varð mörgum, er hana sóttu, til hinna mestu von- brigða. Má þetta að sumu leyti kenna röngum frjettaflutningí sumra dagblaðárma, er t. d. skýrðu svo frá að þarna ætti að fara fram hnefaleikakeppni í öll- um þyngdarflokkum miili Ame- ríkana annarsvegar og íslenskra hnefaleikara hinsvegar, en slíkar keppnir stóðu aldrei til að færu fram í sambandi við sýningarnar. í öðru lagi varð það til að angra skap manna að Amerík- anarnir fjölmentu eigi eins og þeir höfðu ætlað, til sýningarinn- ar, svo þeim reyndist um megn að standa við þau loforð, er þeír höfðu gefið hússtjórninni, t. d. mættu' þeir aðeins með tvo menn til að annast Badmintonsýning- una í stað þess að þeir höfðu gert ráð fyrir að n.æta með minst fjóra. Til hnefaleikasýningarinn- ar mættu aðeins tveir menn í þungavigt, í stað þess að gert hafði verið ráð fyrir að hnefa- leikasýningin færi fram í þrem til fjórum þyngdarflokkum. En mestum vor.brigðum urðu sýning argestirnir fyrir, er það kom í ljós að fjölbragðaglíman varð að falla niður vegna þess að sýningav- mennirnir mættu ekki. Undirbúningur allur virtist mjög í lausu lofti og er slíkt mjög varhugavert fyrii hússtjórnina, ef hún ætlast til að sýningar þær verði sóttar, sem haldnar verða í Hálogalandi í framtíðinni. Ekki hvað sýst er þess er gætt að sýn- ingin var haldin til ágóða fyrir íþróttahúsið. Það eina sem goít var við sýn- ingu þessa var körfuhandknatt- leikurinn.- En hann vakti óskerta hrifningu áhorfenda. Liðin er komu fram til keppninnar voru svo jöfn að varla mátti milli sjá, hvort þeirra bæri sigur úr bít- um. Og lauk leik þeirra með tveggja stiga mun. Sýningarmenn þeir er komu frani í leik þessum eiga þakkir skilið fyrir góðan leik og það að haga leik sínum þann- ig að flest atriði um það hvernig leika á leikinn, kæmu fram í leik þeirra. Einnig sýndu dómarar leiksins sig alla í því að gera á- horfendum sem skiljanlegast hvernig leikurinn gengi fyrir sig. — Á. Á. Vorræna fjelagið mun gefa út úrval norrænna nútíma- bókmennta ' — ■ r 0g fejóða hingað árlega vtsinda- eSa iisiamönnum NORRÆNA fjelagið hefur ákveðið að hefja útgáfu norrænna bóka i íslenskri þýðingu. Fyrsti bókaflokkurinn mun heita ,,ÚrvaI norrænna nútímabókmenta“. Fyrsta bókin, sem kemur út í þess- um flokki, verða smásögur eftir Arnulf Överíand, en síðar munu koma út bækur eftir Jóhannes V. Jensen, Hjalmar Bergman, Joh. Falkberget, Joh. Linnankoski, Sigfrid Siwertz og fleiri merka nútímahöfunda. Guðlaugur Rosinkrans, ritari^ Norræna fjelagsins, skýrði blað inu frá þessu í gær, er það átti tal við hann. Mun bjóða hingað norrænum listamönnum árlega. — Um önnur verkefni fjelags ins, sagði Guðlaugur, má geta þess að það hefic boðið hingað norska skáldinu Arnulf Över- land til þess að halda hjer fyr- irlestra og lesa upp úr kvæð- um sínum. Hefir skáldið þeg- ið boðið og keraur hingað með vorinu. Þá hefir fjelagið í hyggju að bjóða til landsins ár- lega að minsta kosti einum Norðurlandabúa, sem skarar fram úr á sviði lista eða vís- inda, til þess að halda hjer fyr- irlestra og lesa upp úr verkum sínum. Luciuhátíð. Norræna fjelagið gengst fyr- ir Luciuhátíð í ár eins og í fyrra, en það er þjóðarsiður á Norðurlöndum, einkum í Sví- þjóð og í Finnlandi, að halda upp á Luciudaginn, sem er þann 13. des. Luciuhátíðin verður haldin um kvöldið þann 12. des. í Sjálfstæðishúsinu, og verður með svipuðu sniði og undan- farið. Hinn nýkomni sendiherra Svía, S. H. Pousette, heldur ræðu, sjö stúlkur, skrýddar hvít um kyrtlum og n*eð krans al- settan logandi kertaljösum á höfðinu svngja Luciusönginn, Lúðrasveit Reykjavíkur leikur norræn lög og loks verður dans- að. Norræn jól. ,,Norræn jól“ koma út ein- hvern næstu daga fnlleg og fjöl- breytt að vanda. I ritið skrifa meðal annarra að þessu sinni Stefán Jóh. Stefánsson, forsætis .ráðherra, formaður fjelagsins, er skrifar ávarp. Helgi Hjörvar skrifar langa og góða grein um hinn fræga norska listamann Gustav Vigeland og fylgja þeirri grein fjöldi ágætra mynda af listaverkunum. Grein er um. sænsk sveitajól, eftir Jöran Forslund rithöf. skemmtileg frásaga eftir -Albert Engström með teikningum eftir hann, smásaga er eftir Friðrik Á. Brekkan o. m. fl. Eggert Guð- mund.sson listmálari hefur teiknað forsíðumynd og mynd- ir með kvæði eftir frú Clatved- Prahl, er hún flutti á Ásólfs- stöðum í sumar á Snorrahótíð- ihhi og vakti milda hrifningu allra áheyrénda Fjelagsmenn fá ,,Norræn jól“ ókeypis en auk þess verða þau seld í bókaversl- unum. AUGLYSING ER GULLS ÍGILDI Heklubók Fjalla manna KOMIN er út bók er nefnist Heklugosið 1947. Eins og titill hennar bendir til, fjallar hún. um Heklugosið. Bók þessa hafa tekið saman þeir Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Það eru hinir kunnu ferða- langar, sem nefna sig Fjalla- menn, sem gefa þessa bók út. En Guðjón Ó. Guðjónsson bóka- útgefandi átti hugmyndina að útgáfu hennar og hefur hann sjeð um alla prentun bennar. Sá ágóði er kann að verða af sölu hennar, skal óskiptur renna til þeirra er orðið hafa fyrir mestu tjóni af völdum ösk’u- falls úr Heklu. Þessari bók er skipt í týo kafla. Annar þeirra fjallar um Heklugosin allt frá upphafi og hefur Guðmundur Kjartansson skrifað þennan kafla hennar, en hann mun að allra dómi vera fróðastur jarðfræðinga um Heklugosin og annað þeim við- komandi, hraunmyndanir og annað. Guðmundtir frá Miðdal skrifar almenna f"ásögn af gos- inu og stvðst hann við þær ellefu ferðir er hann hefur far- ið til gosstöðvanna. Guðmundur frá Miðda] bauð blaðamönnum til sín í gær og skýrði þeim frá þessu. Sagði' hann að þessi bók væri ekki tæmandi lýsing á gosinu, en það nær yfir fyrstu 6 mánuði þess. Mikill fjöldi mynda prýða bók- ina og eru þær úrval 150 Heklu mynda er bárust. Pálmi Hannes son rektor var með í ráðum um val myndanna. Aftast í bókinni er yfirlit um gosið á en?;ku en það hefur Bjarni Guðmundsson blaðafull- trúi gert. Kvikmynd. Aður en blaðamenn fóru, sýndi Guðmundur þeim kvik- mynd er Fjallamenn hafa unn- ið að síðan gosið hófst 29. mars. Þeir Osvald Knudsen, Magnús Þorgeirsson, Friðrik Þorsteins- son og Guðmundur hafa unnið að þessum kvikmyndatökum. Þeir hafa nú myndsð inn á 4000 feta filmu og eru.þær nú í hönd um sjerfróðra manna bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum, en einnig nokkur hluti hennar hjer heima. Myndin sem Guðmund- ur sýndi vakti mikla hrifningu og var það mál manna að vart myndi betri kvikmynd hafa sjest. að öðrum ólöstuðum. Þeir munu síðar í vetur sýna ein- hverja kafla úr henni á Ferða- f jelagsfundum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.