Morgunblaðið - 09.12.1947, Síða 14
14
MORGIJTSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. des. 1947
MÁNADALUR
dSháldóac^a eptir J}ach c-Londo
n
I-
76. dagur
„Voru það ekki blómin, sem
þjer veittuð fyrst eftirtekt,
góða mín?“ sagði frú Mortim
er. ,,Það voru blómin, sem
freistuðu yðar til að fara inn
í garðinn og tala við mig? Það
er einmitt þess vegna að blóm
in eru ræktuð meðfram beðun-
um — til að vekja athygli. Þjer
getið ekki ímyndað yður hve
margir hafa veitt þeim athygli
og hve marga þau hafa dreg-
ið inn í garðinn til mín, eins
og vður. Hjer er ágætur vegur
og fjöldi fólks frá borginni fer
hjer um á skemtiferðum. Jeg á
ekki við bílana. Þeir þyrla upp
svo miklu ryki að ekkert sjest.
En .begar jeg byrjaði hjer þá
óku.?llir í hestvögnum. Og þá
var sífeldur straumur eftir veg
inum. Flestir veittu blómunum
mínum athygli og einnig hús-
inu mínu, og þá báðu þeir öku
mann að nema staðar. Og þá
gætti jeg þess jafnan að vera
í gayðinum og dunda við eitt-
hvað svo að þeir gæti náð tali
af mjer. Jeg bauð þeim inn í
garðinnn til að skoða blómin
mín og auðvitað skoðuðu þeir
graenmetið þá um leið. Hjer var
allt snyrtilegt og það fjell þeim
í geð. Og nú er það hverju orði
sannara, sem sagt er, a,ð mag-
inn sjer með augunum. Þeim
fannst það aðdáanlegt að sjá
blóm og grænrneti hvað innan
um annað. Og árangurinn varð
sá að þeir keyptu af mjer græn
meti. Þeir máttu blátt áfram
til með það.. Jeg seldi þeim alt
sem þeir vildu fá með helm-
ingi hærra verði en jeg gat
fengið fyrir það á torginu, og
þeir voru mjög ánægðir með
að borga það. Þeir töpuðu held
ur engu á því, þeir fengu eins
gott grænmeti og frekást er
kostur á og jafnvel betra held
ur en á' torginu. Það varð því
föst venja að þeir keyptu hjá
mjer. Og svo þóttust þeir gera
góðverk með þessu. Það var
eigi aðeins að þeir fengu á-
gætt grænmeti, heldur höfðu
þeir jafnframt þá ánægju að
hjálpa ekkju, sem var að brjót
ast áfram. Og brátt fóru þeir
að hrósa sjer af því að þeir
keyptu alt sitt grænmeti hjá
frú Mortimer. Svo er ekki meira
á atriði, sem henni sjálfri hafði.
ekki komið til hugar.
„Jeg var aðeins að hugsa um
það að þetta er brella“, sagði
hann.
„Já, en það er brella, sem
hefir borgað sig“, sagði frú
Mortimer og það var eins og
augu hennar glóðu af gletni á
bak við gleraugun.
„Það er nú eins og á það er
litið“, sagði Billy með sinni.
veniulegu hægð. „Ef hver ein-|
asti bóndi tæki upp á því að
rækta sáman blóm og grænmeti,
þá væri ekki um neitt tvöfalt
markaðsverð að ræða, þá
mundu allir selja fyrir sama
verð“.
„Þetta stangast við stað-
reyndir“, sagði frú Mortimer.
„Það er staðreynd að ekki
rækta allir bændur blóm og
grænmeti saman. Það er stað-
reynd að jeg fæ tvöfalt mark-
aðsverð fyrir mitt grænmeti.
Þjer komist ekki í kring um
það“.
Billy var ekki sannfræður,
þótt hann gæti ekki borið á
móti þessu.
„Jó, en jeg skil þetta ekki“,
sagði hann með hægðinni og
hristi höfuðið. „Það er eitthvað
bogið við þetta frá okkar sjón-
armiði — það er að segja frá
sjónarmiði mínu og konunnar
minnar. En máske verður hægt
að koma mjer í skilning um
þetta“.
„Eigum við nú ekki heldur
að skoða okkur um hjerna?“
sagði frú Mortimer. „Mjer er
ánægja að því að sýna ykkur
alt og segja ykkur frá því
hvernig jeg fæ búskapinn til
þess að bera sig. Og svo skal
jeg segja ykkur frá því hvernig
hann gekk í byrjun. Það er auð
velt að komast af í sveit ef mað
ur fer skynsamlega að ráði
sínu. Jeg var jafn fákunnandi
og bið þegar jeg byrjaði, og þá
hafði jeg ekki heldur stóran og
duglegan karlmann til að
hjálpa mjer, eins og þjer haf-
ið“. Hún beindi þessu til Saxon.
„Jeg var alein. Jeg skal segja
ykkur frá þessu á eftir“.
Heila klukkustund gengu
þau á milli blómarunna, græn-
metisbeða og ávaxtatrjáa, og
Saxon læ.rði ótal margt og lagði
það á minnið. Billy fylgdist
líka með af áhuga, en hann ljet
aðsverð er, en það er af því að
mín egg eru aldrei nema dags-
gömul“.
Hf.nni varð litið á Billy og
hún sá að hann var enn að
hugsa um hið sama og áður.
„Kallið þjer þetta líka brell-
ur?“ spurði hún.
„Já“, sagði hann. „Ef allir
bændur tæki upp á þeim sið
að selja aðeins dagsgömul egg,
þá mundi enginn borga tíu cent
um meira fyrir þau. Og þá væri
þeir engu betur staddir en
áður“.
„Þier megið ekki gleyma því
að öll eggin yrði þá að vera
dagsgömul, og alls ekki meira“,
sagðí hún.
„Já, en það er ekkert gagn í
þessu fyrir konuna mína og
mig“, sagði hann. „Jeg var að
hugsa um hvað við gætum haft
gott af þessu, og jeg er engu
nær. Við eigum engin egg, eng-
in hæns og ekkert land, svo
hvaða gagn er okkur þá í tíu
centa hærra verði en markaðs-
verði?“
Síðan sýndi frú Mortiemer
þeim kettina sína, hundana,
svínin og fjósið. Hún sagðist
graeða vel á þessu öllu saman
og útskýrði fyrir þeim hvernig
hún færi að því. Þau urðu al-
veg undrandi, er hún sagði
þeim frá því hvílíkt geipiverð
væri hægt að fá fyrir pers-
ne.ska ketti af hreinu kyni/fyr-
ir Chester svín og Jersey-kýr
af hreinu kyni. Hún hafði líka
sjerstaka kaUpendur að mjólk-
inni úr kúnum sínum, og fjekk
fimm centum meira fyrir hvern
pott heldur en besta mjólkur-
bús mjólk kostaði.
Billy sá þegar að mikill mun-
ur var á ávaxtagarði hennar og
garðinum, sem þau skoðuðu
daginn áður og frú Mortimer
benti honum á ýmislegt, sem
hann hafði ekki tekið eftir.
Svo sagði hún þeim frá enn
einni, tekjulind. Hún seldi á-
vaxtamauk fyrir margfalt verð
móts við markaðsverð. Hún
skýrði þeim frá því hvernig
hún hafði fundið upp að blanda
ávextina þannig að maukið
varð svo eftirsótt vara- að nú
seldi hún alt, sem hún gat fram
leitt til besta veitingahússins
og besta klúbbsins í San José.
Og bau seldu nú matinn miklu
dýrar, þegar þetta mauk var á
um það. En garðurinn minn og
húsið mitt var orðinn vinsæll
áfangastaður fyrir alla þá, sem
fóru út að skemta sjer. Svo
grófu þeir það upp hver mað-
urinn minn hafði verið og hver
jeg hafði verið. Og þá kom það
upp úr kafinu að margar ríkis-
konur í borginni höfðu þekt
mig. meðan jeg var ung, og það
varð til þess að auka viðskift-
in. Svo fór jeg að veita þeim
te. Og viðskiftamenn mínir
urðu gestir mínir, og þeir komu
með vini sína og jeg tók líka á
móti þeim. Á þessu getið þjer
sjeð að blómin hafa átt sinn
drjúga þátt í því hvað mjer hef
ir gengið vel“.
Saxon varð stórhrifin af að
hlusta á þessa frásögn. Svo
varð henni litið á Billy og hún
sá þe_gar að hann var ekki jafn
hrifinn. Hann var ylgdur á brá.
„Hvað er að þjer?“ spurði
hún. „Um hvað ertu að hugsa?“
Það kom henni á óvart að
hann svaraði hiklaust og benti
Saxon um að spyrja. Að húsa- j
baki var alt jafn snyrtilegt og'
í forgarðinum og þar var
hænsahús. Þarna voru mörg
hundruð af hvítum hænsum í
mismunandi stíum. i
„Þetta eru ítölsk hæns“, sagði
frú Mortimer. „Það er alveg ó-
trúlegt hvað jeg hefi grætt á
þeim. En jeg gæti þess líka að
láta hænurnar aldrei verða
gamlar“. :
„Heyrirðu það, Saxon?“ sagði
Billy. „Þetta er alveg eins og
um hestana, sem jeg var að
segja þjer frá“.
„Jeg gæti þess líka altaf að
láta þær unga út á rjettum
tíma“, sagði frú Mortimer enn.
„Það er ekki tíundi hver bóndi,
sem hugsar um það. En fyrir
vikið verpa hænurnar mínar á
veturna, þegar hænurnar hjá
hinum hætta að verpa og þá eru
eggin altaf dýrust. Og svo eru
það vissir menn, sem kaupa öll
eggin af mjer, og þeir borga
mjer tíu centum meira fyrir
tylftina heldur en hæsta mark-
borðum.
Billy hlustaði á alt þetta hálf
önugur á svip.
„En nú verðið þjer að byrja
á byrjuninni“, sagði Saxon.
Frú Mortimer kvaðst ekki
mundu gera það nema þau lof-
uðu að borða hjá sjer kvöld-
verð. Saxon gaf þá Billy að-
varandi augnaráð og þakkaði
frúnni fyrir beggja þeirra
,hönd.
„Jæja, í byrjuninni vissi jeg
ekki neitt“, sagði frú Mortimer.
„Jey var fædd og upp alin í
bory. Þá vissi jeg ekki annað
um sveitina en að menn fóru
þangað í sumarleyfi, og jeg
hafði farið til heilsulinda og
baðstaða. Jeg hafði alist upp
við bækur. Jeg var bókavörður
í heilt ár í Doncaster bókasafn-
inu. Svo giftist jeg Mortimer
prófessor við háskólann í San
Miguel. Og hann var bókormur
eins og jeg. Nokkru seinna
veiktist hann og lá lengi, og
þegar hann dó átti hann ekkert
til. Líftryggingin hans var
GULLNI SPORINN
150
Meðan á öllu þessu stóð, hafði jeg stöðugt velt því fyrír
mjer, hvar Tingcomb væri eiginlega að finna þarna niðri.
Eftir nokkurt hik lagði jeg þó af stað eftir syllunni, til að
leita hans. Jeg fór mjög hægt og varlega, því töluvert var
þarna af lausagrjóti.
Jeg gerði ráð fyrir, að það hafi tekið mig um fimm mínút-
ur að komast tuttugu skref. Loks kom jeg á staðinn þar sem
sylluna þraut, en þar rakst jeg á endann á járnstiga, sem lá
niður með klettavegnum. Fast við var stór hellir í veggn-
um. Mjer þótti líklegt, að stiginn lægi niður á einhverja
aðra syllu.
Jeg var að velta því fyrir rnjer, hvað jeg ætti að gera
næst, þegar fyrstu geislar sólarinnar gægðust upp yfir sjón-
deildarhringinn. Þetta var svo fögur sjón, að jeg gat andar-
tak ekki haft augun af henni.
Þá heyrði jeg fótatak og sneri mjer örsnart við.
Fyrir framan mig, í minna en sex skrefa fjarlægð, stóð
Hannibal Tingcomb.
Hann kom út úr hellinum með poka á bakinu og ætlaði
að fara að klöngrast niður stigánn, þegar hann leit við —•
og sá mig.
Hvorugur mælti orð af vörum. Hann varð hvítur sem
nár og sneri sjer hægt að mjer, þar til við stóðum þarná
og störðum beint í augu hvers annars. Það var hryllilegt
^ hvað hann starði — starði, líkt og augun væru að ganga
I út úr höfðinu á honum, en æðarnar þrútnuðu í enni hans.
Hann byrjaði að hreyfa varirnar, eins og hann ætlaði að
segja eitthvað, en ekkert orð heyrðist, aðeins einkennilegt
hryglukennt hljóð.
Um leið sleppti hann pokanum, lyfti höndunum, hljóp tvö
til þrjú skref í áttina til mín og steyptist svo á grúfu í ægi-
legu flogakasti. Vinstri öxl hans hjekk út yfir syllubrúnina,
en í næsta krampakastinu fjellu fætur hans einnig fram
af brúninni, svo hann hjekk á höndunum einum saman. —
Andlitið á honum var afskræmt af hræðslu og grænleit
froða fjell út um munninn. Jeg steig fram til að bjarga
honum, en stökk svo afturábak og þrýsti mjer upp að
klettinum.
aðeins líkt eftir tali manna,
heldur einnig útliti .
★
Kennarinn (reiður); — Ungi
maður, eruð þjer kennari hjer,
j eða hvað?
Nemandinn: — Nei, herra
kennari.
Kennarinn: — Nú, en hvers-
' vegna gasprið þjer þá eins og
iidíót?
★
— Þjer segið-'að sú hreinsun,
sem fer fram á vatninu hjer í
veitingahúsinu sje ekki örugg?
— Já.
— Þjer ættuð þó best að vita
hið gagnstæða, þar sem þjer
hafið fylgst með meðferð þess.
— Jú, jeg veit að fyrst renn-
ur bað í gegnum filter.
— Já, rjett.
— Svo er það soðið.
— Já.
— Svo er það blandað sótt-
hreinsandi efnum.
— Já.
— Og svo drekka viðskifta-
vinirnir bjór.
★
— Eruð þjer listamaður?
— Nei, jeg hefi bara ekki
látið klippa mig eða raka í
heilt ár.
★
„Fín frú“ fór eitt sinn að
skamma dr. Johnson fyrir að
hafa klúryrði með í orðabók
sinni.
,,Frú“, sagði Johnson glettn-
isle^a, „þjer hafið þá verið að
leita að þeim“.
★
Ríkur bankastjóri hafði látið
listamann einn gera af sjer mál
verk, sem hann síðan hengdi
upp á áberandi stað, og var
mjög hreykinn af. Hafði hann
það fyrir vana að sýna gestum
sínum það, og hældu því allir.
Ein undantekning var þó. Það
var gamall bóndi.
„Þetta er ekkert líkt banka-
stjóranum“, ságði hann, „sjáið
þið ekki til dæmis, að hann
hefir hendurnar í vösunum — í
sínum eigin vösum“.
Onnumst kaup og ifllu I
EASTEIGNA
Málflutningsskrifstofa
Garðars Þorsteínssonar og |
^agns E. Jnnssonar
Oddfellowhúsinu
Sfmar 4400 3442 «147
..........................