Morgunblaðið - 17.06.1948, Side 14

Morgunblaðið - 17.06.1948, Side 14
fe M MORGXJTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. júnx 1948. KENJA KONA h Qtir féen Jk nué má 206. dagur Hann stamaði: „Okkar?‘! Og Svo rak hann upp neyðaróp: „Guð almáttugur hjálpi mjer“. „Já, auðvitað er þetta barn- ið oltlcar11, sagði hún með lágri og nístandi rödd. „Hví læturðu eins og þetta komi þjer á óvarí? Heldurðu að jeg geti ekki barn- ast eins og hver önnur kona?“ „En------hvers vegna------- hvers vegna sagðirðu ekki neitt •— — hvers* vegna leyndurðu t ___ __<< Ilún hló: „Til hvers held- urðu að lífstykki sje, Linc? I-Æanst'u það ekki að Meg sagði cinu sinni að jeg væri and- stutt? En það gerði henni dótt- m olckar ekkert til. Lena seg- ir að hún hafi aldrei sjeð efni- legra barn“. Pittridge leit á Lenu og hon um fannst hún eins og galdra- ncrn. Hvað skyldi hún hafa íekið á móti mörgum börnum • - aðeins til þess að láta þau deyia aftur? „Hvað ætlarðu að gera við barnið?“ spurði hann í örvíln- an og sneri sjer að Jenny. Jenny brosti: „Jeg ætla að skilja hana eftir hjer. Lena mun annast um hana. Þú ferð nærri um það að jeg á ekki gott með að fara heim með hana. John mun vita það að hann á ekkert í henni“. „Hjer?“ æpti hann. „Skilja hana eftir hjer í þessu húsi. f’ír væri - betra fyrir hana að henni væri fleygt í fljótið, held ur en að alast upp í þessu )iúsi“. Uann hrylti við að hugsa til þess. Þetta var þó hans barn, h id af hans holdi og blóð af he.ns blóði. Það setti að honum óstjórnlegan drykkjumanna- grát, Jenny virtist skemt að horfa á hann. „Já, hjer á hún að vera“, sagði hún. Og svo bætti hún við byrst: „Heldurðu að hús- KE-hennar Lenu Tempest sje ckki full gott fyrir hana þar sem hún á annan eins föður og Svo sneri hún sjer undan eins og henni þætti nóg kom- Íð" „Fleygðu honum út, Lena“, sagði hún. Lena greip heljarafli í mátt- lausan handlegg Pittridge. Hún dió hann fram á pallskörina og |i>eyttí" honum niður stigann. VI. Flóöíð var nú dýpra þarna í h-ásasundinu. Pittridge hálf- skreið og buslaði þarna í myrkr ►nu gegn um íshröng og vissi ckki hvert hann stendi. Engar sögur fara af honum síðan Lena íleygði honum út með harðri hendi. Það gengu að vísu sög- ur um það næsta dag að sjest hefði brjálaður maður veltast á jörðinni,- berja sjálfan sig, blta og rífa í óstjórnlegu æði. iKinhverjir höfðu ætlað að taka líunn, en þá stökk hann á fæt- ur o? sleit sig af þeim og tók á rás. Onnur saga gekk um það, að sie»t hefði til manns, sem yar að reyna að vaða yfir læk- inn, en þá skall á honum flóð- bylg.ia og sópaði honum burtu. fiðrir sögðu að ekkert væri Jiæft í þessu. Þegar flóðunuhi var iokið var hans saknað. Stór sending af bannritum kom til hans frá Neal Dow. Hún var skilin eftir á dyraþrepi hans, en enginn hirti um hana. Það var gert ráð fyrir að hann hefði farið burt úr borginni, en eng- ar eftirgrenslanir fóru fram um það, Hann var horfinn, og eng- inn saknaði hans. VII. ÞATTUR DAN EVERED I. kafli. Fyrsta bernskuminning Dan Evereds var um móður hans. Hún sat þá í stórum hæginda- stóli við glugga og skein sólin inn á hana. Þetta var í svefn- herbergi þeirra hjónanan. Rúm ið var enn óreitt svo að hann vissi að hún var nýkomið á fæt- ur. Hún var í slopp úr ein- hverju mjúku og voðfeldu efni og h.afði yfir sjer rósótt sjal. Glu^ginn var opinn og hlý gol- an streymdi þar inn og í end- urminningunni fannst honum að loftið hefði verið þrungið af rósailmi. Og í sambandi við all- ar bernskuminningar um móð. urina. var einhver góður ilmur. Þennan dag, sem hann mint- ist fyrst, höfðu þeir Will kom- ið hlaupandi inn í svefnherberg ið til hennar og Will hafði klif- ið upp í kjöltu hennar, en hún bað hann brosandi að meiða ekki litla nýja bróður sinn. Dan gekk hikandi til hennar og horfði á nýja barnið, rautt í framan, með hrukkótt nef og lokuð augu. Hún Tijelt barninu í handarkrika sínum, en Will sat á hnje hennar. Þar var ekk- ert rúm fyrir Dan og honum sárnaði það svo að hann fór út í horn. Móðir hans tók eftir þessu og kallaði blíðlega til hans: „Danny, komdu til mín“. Hann fór þá til hennar og hún faðmaði báða drengina að sjer og þrýsti þeim að brjósti sjer og hló og grjet í senn og sagði: „Ó, hvað jeg á gott að eiga þessa þrjá stóru drengi“. Dan fannst nú að hann væri ekki stór og það var auðvitað mesta fásinna að kalla ný- fædda drenginn stóran. En Meg ^rænka kom þá inn í því og fór að tala um hvað litli dreng- urinn væri stór. „Það sjer aldrei neitt á þjer, Jenny“, sagði hún, „og samt áttu svoan stór böm“. Jenny hló og skeytti ekkert um bað þótt Dan hlustaði á þær Hún hjelt víst eins og svo' margir fullorðnir, að börn tæki aldrej eftir. Hún sagði: „Já, jeg veit það. Dan vóg tuttugu og þrjár merkur, Will nærri því tuttugu og tvær og- Tommy litli tuttugu'V Mpg sagði með aðdáun: „Og þú tekur ekkert nærri þjer að fæða þá. Þú hefir ekki meira fyrir því en að spenna upp regnhlíf. Og svo ferðu á fæt- ur þegar á eftir“. „Tommy er ekki nema átta daga gamall", sagði Jenny drýg indalega. Þannig vissi Dan það, að fyrsta minning hans var frá þeim degi er Tommy var átta daga .ggmall. En hann mundi ýmislegt af því, sem gerðist næstu tvö árin. Flestar voru þær minningar skemmtilegar, allar nema ein. Venjulega var móðir hans fljót að fyrirgefa honum allar yfirsjónir, en svo var bað einn dag, er hann vissi ekki til að hann hefði gert neitt af sjer, að móðir hans kallaði á hann inn í herbergi sitt. Það var eitthvað í svip hennar þá, sem hann varð hræddur við. Hún lokaði hurðinni og læsti henni og sagði: „Dan, það hefir einhver rif- ið upp allar nellikurnar mínar. Gerðir þú það?“ Dan varð svo hræddur við hljóminn í rödd hennar að hann fór að gráta. „Nei jeg hefi ekki gert það“, sagði hann kjökrandi. „Hún Ruth tók nokkrar og fór með þær inn, en ieg sleit enga upp“. „Sleistu ekki upp eina?“ sagði hún. Það var nú verra, því að hann hafði einmitt slitið eina upp. Hann vissi að það mátti ekki, því að móður hans var mjög ant um garðinn. En þessi eina nellika hafði verið svo dæma- laust falleg að hann gat ekki staðist freistinguna. Og hann hafði geymt hana í vasa sínum þangað til hún var fölnuð. Nú óx honum þessi yfirsjón mjög í augum og stóð þarna eins og dæmdur. Þá sagði hún í þess- um áherslulausa tón sínum, sem _gat verið svo nístandi: „Jeg sá til þín út um glugg- ann. Jeg verð að venja þig af því, Dan, að skrökva“. Svo skipaði hún honum að leysa ofan um sig, og hýddi hann á bert bakið með hrís- vendi. Hún barði hann fast og sýndist þó róleg og það gerði hann. enn hræddari, svo að hann hjóðaði eins mikið af hræðslu eins og af sársauka. Og þá heyrði hann að Will tók undir og hrein utan við læstar dyrnar. Allt í einu fleygði móð- ir hans vendinum, tók hann í faðm sjer og bar hann út að glugganum. Þar settist hún með hann í stól og faðmaði hann og kyssti ofsalega. Hún hafði þungan ekka og skalf og nötr- aði eins og hún væri fest upp á þráð. Og hún hvíslaði í ang- ist hvað eftir annað: „Æ, hvers vegna gat jeg gert þetta? Ó, guð minn, hvernig stendur á því að jeg geri þetta?“ Og að lokum fór svo að það var hann, sem varð að hugga hana, með því að klappa henni og kyssa hana og biðja hana að taka þetta ekki svona nærri sjer. II. ■ Dan þótti jafn vænt um föð- ur sinn og móður sína en það var á annan hátt. Einn morgun vaknaði hann við bað að hann heyrði skræki og hljóð í móður sinni. Hann varð ógurleffa hræddur, stökk upp úr rúminu og æddi inn í svefnherbergi foreldra sinna. Þau stóðu þar út við glugg- ánn í morgunsólinni, og voru að tuskast. Þau voru bæði í náttfötunum. Móðir hans lamdi föður hans í framan hvað eftir annað, en hann hló og reyndi að ná tökum á höndum henn- ar. Hún hvæsti eins og kött- ur, en þegar hún sá Dan, þá hvíslaði hún undir eins: „Hættu John. Dan er kom- inn“ GÆFAN 4. En Jakob gat ekki gleymt, þessari undarlegu konu. Sjer- staklega gat hann ekki gleymt hvemig augvi hennar tindr- uðu og þeim mun meira, sem hann hugsaði um þetta, þeim mun sannfærari varð hann um það, að þessi ókunnuga kona hefði einmitt verið gæfan. Hann sagði Frits bróðir sínum þetta, en hann hló bara og sagði: „Og þó að þetta hafi nú verið gæfan þá höfum við móðgað hana, en hvað þýðir að fárast um það. Hinsvegar, ef þú vilt reyna að ná henni, þá skal jeg bíða eftir þjer hjerna. Jeg get sest niður undir eikartrjeð þarna og hvílt mig meðan þú reynir að finna hana. Jakob ljet ekki segja sjer þetta tvisvar cn skundaði til baka sömu leið og hann hafði komið. Og þarna va rhún enn, konan. — Beið á miðjum veginum og honum fannst hún bíða eftir sjer. Og enn hljóp hann hraðara, því að hann óttaðist, að hún myndi hverfa. En hún stóð kyr. Þegar hann hafði náð henni tók hún til máls á þessa leið: „Jeg veit, hvað þú ætlar að segja. Þú ert að leita að gæfunni o gheldur að þú hafir fundið hana í mjer. En jeg er ekki gæfan, þó jeg viti, hvar hana er að finna. — Og jeg gets agt, hvar þú átt ao leita hennar". Hún lyfti öðrum handleggnum og benti á lítið þorp, sem lá þar skammt fyrir vestan. Þetta var fallegur bær með hvítum, snotrum húsum, fögi’um ávaxtatrjám og marglitum blómum. Einu tók Jakob sjerstaklega eftir. Það var þorps- kirkjan, gömul kirkja, en ákaflega sjerkennileg útlits. Það var eins og turninn hafi átt að vera mikið hærri, en verið hætt við verkið í miðju kafi, svo að nú var stóru turnspír- unni algjörlega ofaukið. Það var líkast því, þegar barn sjer hatt af fullorðnum manni á höfði sjer. Gyðja gæfunnar sagði: „Sjerðu þorpið þarna? Þangað skaltu halda, beint yfir brúna og síðan skaltu ganga stöðugt í sömu átt og breyta aldrei um stefnu. Þú mátt hvorki víkja til hægri nje vinstri, og þegar þú hefur þannig farið 3500 mílur þá hefur þú komið á þann stað, þar sem hamingja þín nú býr. En fyrst skaltu hugsa um orð mín“. Jakob hafði þegar snúið sjer í áttina að þorpinu og ætlaði að byrja ferð sína. En gyðja gæfunnar stöðvaði hann, horfði alvarlega á hann og endurtók: „Áður en þú leggur af stað skaltu hugsa þig vel um, hvað þú ert að gera“. ■ - ■ 'oJ — Hann er kominn í lag, pabbi. ★ Hertoginn af Marlborough tók eftir hermanni, sem hall- aði sjer mjög dapur fram á byssu sína eftir orustuna við Blénheim. „Af hverju ertu svona dap- ur, eftir þennan glæsilega sig- ur?“. spurði hertoginn. „Það getur verið að þetta sje glæsilegur sigur“, sagði hermaðurinn, „en fyrir alla þessa menn, sem jeg hefi drep ið í dag. hefi jeg aðeins unnið mjer inn 4 penny“. Hann bað um frí til þess að plæPÍa garðinn sinn. Fram- kvæmdastjórinn ýgldi sig og sagði: „Ekki hjelt jeg að þjer ættuð garð“. „Nú“. svaraði skrifstofumað urinn, „það er skrítið, þá hlýt- ur einhver að hafa tekið hann úr gluggakistunni“. ★ Gauji heldur að hann sje mjög merkilegur maður. Hann syngur meira að segja tvísöng. ★ Ríkur maður fór eitt sinn í skemmtiferðalag til Suður- Afríku og líftryggði sig fyrir 10 þús. krónur áður en hann fór í ferðalagið. Það var til- kynnt að skipið hefði farist með manni og mús, en stuttu seinna fiekk bróðir ríka manns ins skeyti, sem var á þessa leið: „Bjargaðist. Segðu konunni minni það varfærnislega“. ★ Sumir menn fá það sem þeir eiga skilið, aðrir eru pipar- sveinar áfram. ★ — Hvað er mesta gagnið af refaskinni? — Að halda hita á refnum. ★ — Jeg hefi heyrt að þú haf- ir með. naumindum bjargast úr brunanum í gær. Er það satt? — Nei, hvaða vitleysa, jeg var í náttfötunum 'SSTi£

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.