Morgunblaðið - 17.07.1948, Side 8

Morgunblaðið - 17.07.1948, Side 8
8 W OR GTJNBLAÐI& Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Framkv stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. kr. 12,00 utanlands. Nýtt sjónarmið í áburð- arverksmiðjumálin u Á LANDSFUNDI Sjálfstæðisflokksins var samþykkt svo- hljóðandi tillaga um áburðarverksmiðjumálið: „Landsfundurinn lýsir ánægju sinni yfir að vinna tókst bug á þeim pólitíska áróðri, sem ætlaður var til að knýja fram byggingu áburðarverksmiðju á meðan það mál var ekki full athugað, enda er nú komið á daginn, að áróðurs fyrirætlanir þessar voru til þess lagaðar að stofna málinu í bráðan voða, en baka bændastjettinni og ríkinu mikið tjón. Treystir fundurinn því að nú sje tryggt að þannig verði á málinu haldið, að til gagns megi verða og verksmiðjan reist, þegar og þar, sem rök sýna, að best henti fyrir framgang málsins." 1 sambandi við meðferð þessa máls, sem Sjálfstæðisflokk- urinn og forystumenn hans hafa frá upphafi haft mikinn áhuga fyrir kom fram nýtt sjónarmið á Landsfundinum. Þeirri skoðun var þar varpað fram, að enda þótt við Is- lendingar hefðum ótakmarkaða orku og mikla þörf fyrir að geta framleitt tilbúinn áburð fyrir okkur sjálfa, þá kynni að vera veruleg hætta á því að ekkert yrði úr framkvæmd- um vegna þess að sú verksmiðja, sem rætt hefði verið um að reisa hjer væri alltof lítil til þess að geta borið sig. Sú hugsun, sem skaut upp á Landsfundinum var því sú, hvort ekki myndi kleift að byggja hjer miklu stærri áburðarverk- smiðju en hingað til hefði verið rætt um að byggja hjer. En til þess að mögulegt reyndist að ráðast í slíka stór- framkvæmd yrðu tvö skilyrði að vera fyrir hendi. 1 fyrsta lagi yrði að afla mikils fjármagns til framkvæmd- arinnar og í öðru lagi yrði að vera fyrir hendi líkur fyrir sölumöguleikum framleiðslunnar. Það er áreiðanlega ekki að ófyrirsynju að þeirri skoðun var hreyft á Landsfundi Sjálfstæðismanna að hætta kynni að vera á því að framkvæmdir í þessu mikla nauðsynjamáli landbúnaðarins kynnu að tefjast ef áætlanir um byggingu hennar yrðu áfram miðaðar við að byggja hjer 5000 tonna verksmiðju, sem aðeins fullnægði þörfum okkar. Margt bendir til þess að svo lítil verksmiðja gæti trauðla framleitt áburð á samkeppnishæfu verði. Það er þessvegna áreiðanlega tímabært hjá Landsfundi Sjálfstæðisflokksins að benda ríkisstjórninni á það að taka áburðarverksmiðjumálið upp frá þessu nýja sjónarmiði. Það er vitað að geysilegur skortur er á tilbúnum áburði í heiminum. Mun láta nærri eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja að Evrópulöndin skorti um það bil eina miljón tonna af áburði á ári. Hinsvegar eru í byggingu áburðar- verksmiðjur, sem framleiða eitt hundrað þúsund tonn af áburði á ári. Það er því auðsætt að mikið skortir á að þörfinni muni á næstu árum verða fullnægt í þessum efnum. Með aukinni ræktun fer áburðarþörf heimsins þar að auki vaxandi. Um það ríkir áreiðanlega ekki ágreiningur að miklu meiri líkur eru til þess að áburðarverksmiðja, sem hjer yrði byggð og framleiddi t. d. 100 þúsund tonn á ári hefði margfalt meiri möguleika til þess að bera sig fjárhagslega og vera samkeppnishæf en 5000 mála verksmiðja sú, sem hjer hefur verið ráðgert að byggja. Hjer er að vísu um stórt mál og þýðingarmikið að ræða. En hversvegna má ekki láta sjer koma til hugar að við Islendingar, sem höfum hæga orku til þess að byggja risa- vaxin iðnaðarfyrirtæki til framleiðslu nauðsynjavara, sem viðreisn þjóðanna veltur mjög á, verðum studdir til þess að ráðast í slíkar framkvæmdir? Við Islendingar verðum sjálfir að vita um þá miklu mögu- leika, sem land okkar býr yfir til stórframleiðslu nytsam- legra vara. Ef við ekki höfum djörfung eða manndóm ti þess a. m. k. að gera tilraun til þess að hagnýta þá, okkur sjálfum.og öðrum til gagns, þá er ekki við því að búast að aðrir taki það ómak af okkur. En hið nýja sjónarmið, sem Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins benti á í áburðarverksmiðjumálinu er þess virði að það sje tekið til athugunar. Laugardagur 17. júlí 1948- UR DAGLEGA LIFINU Ströng tollskoðun í Höfn. TVÆR ISLENSKAR konur, sem nýlega eru komnar úr ferða lagi til Kaupmannahafnar segja frá æfintýri, sem þær lentu í við tollskoðun á Kastrup-flug- velli í Kaupmannahöfn, er þær komu frá Islandi. Móttökurnar voru þær hjá hinum dönsku tollvörðum, að frúnum var skip að inn í klefa og látnar berhátta sig undir eftirliti kvenmanns, en síðan var leitað í fötum þeirra. Þetta þótti konunum, sem von er ill meðferð. Þær höfðu enga tollskylda vöru meðferðis, ekki svo mikið sem sígarettupakka. Er þær fóru heim aftur um sama flugvöll, var ekki einu sinni litið í farangur þeirra. Ætli Dönum þætti ekki hart, ef þannig væri farið með ferða- fólk frá Danmörku, sem hingað kemur? Það hlýtur að vera hægt að gera tolleftirlit án þess að grípa til svo róttækra ráð- stafana, sem konurnar urðu fyrir. Við þessu rná búast. EN VIÐ OÞÆGINDUM, eins pg hinar íslensku konur urðu fyrir í Kastrup, geta ferðamenn búist við að verða fyrir, sem ferðast um í Evrópu um þessar mundir. Tolleftirlit hefir alls- staðar verið hert mjög, vegna sífeldra smygltilrauna og svartamarkaðsverslunar. Flest lönd banna innflutning á pen- ingum í seðlum, og það eru eink um peningar, sem fólk reynir að komast með framhjá tollvörð- um. Öruggasta ráðið fyrir ferða- menn er að kynna sjer hvað flytja má tollfrjálst milli landa og fara eftir því, það er aldrei að vita hvenær tollverðir taka sig til og gera nákvæma leit. Nánasar-háttur. ÞEGAR „ESJA“ var hjef á dögunum með erlenda ferða- menn, fekkst undanþága hjá viðkomandi yfirvöldum fyrir því, að veita mætti erlendum |farþegum skipsins áfengi. á á- kveðnum tímum dags. Ferðamenn eru vanir því um borð í skipum, sem fara í skemti ferðir, að geta átt aðgang að glasi af vína frjálst og óþving- að. Laumudrykkja og klósetta- fyllirí þekkist ekki yfirleitt á skemtiferðaskipum. Til þess að fyrirbyggja alla misnotkun, var settur tollvörður 1 veitingasal skipsins. Það hefði nú mátt ætlast til, að enginn óviðkomandi færi að skifta sjer af þessu sjálfsagða fyrirkomulagi. En gamli nánasa hátturinn ríkir enn og munu á- kveðnir menn ætla að setja himinn og haf í hreyfingu til að þessum veitingum verði hætt. • Það væri eftir öðru! ÞAÐ VÆRI svo sem eftir öðru, að farið yrði eftir ein- hverjum sjervitringum í þessu máli. Landslög hafa ekki verið brotin á ein eða annan hátt. — Yfirvöldin geta veitt leyfi til vínveitinga í samkomuhúsum í landi, þegar svo stendur á, að ástæða þykir til og sama er vit- anlega leyfilegt, þegar um skip er að ræða — þar að auki er skipið heimili farþega. Það kom ekki fyrir að hinir erlendu farþegar Esjunnar mis- notuðu sjer þessa vínveitinga- undanþágu, hvorki með því, að bera áfengi í land, eða með því að drekka sig ölvaða. Nei, það á ekki að ansa neinni vitleysu í þessu máli, og engar æsingar ættu að koma til greina. • Þarfara verkefni. ÞEIR MENN, SEM telja það einhverja köllun hjá sjer í þessu lífi, að skifta sjer af áfengis- málunum, hafa vissulega þarf- ari verkefni að vinna, en að hnýsast í það, þótt áfengi sje veitt um borð í ferðamanna- skipi, eins og tíðkast allsstaðar í heiminum. Einhver þeirra hefði getað komið til aðstoðar, er erlendi ferðamaðurinn ætlaði að taka kvikmyndir af miðbænum hjá Arnarhóli hjer á dögunum, en fekk ekki frið til þess fyrir ölvuð um róna, sem snerist í kringum hann með fíflalátum. Það eru slíkir menn, sem áfengispostul- arnir ættu að hjálpa til að „frelsa“, ef hin mikla köllun þeirra heldur fyrir þeim vöku. • Þegar bannað var að skera hval. FREGNIR AF HVALVEIÐ* UNUM, sem hafnar voru hjer í vor frá hvalveiðastöðinni í Hvalfirðinum, benda til þess, að hjer sje á ferðinni álitlegur atvinnuvegur, sem kunni að gefa nokkurn erlendan gjald- eyri í aðra hönd. En hvalveiðar og hvalskurð- ur hefir ekki ávalt verið jafn- vel sjeður hjer á landi. Gísli J. Johnsen, framkvæmdamaður mikill, sem kunnugt er, fór einu sinni fram á leyfi til að veiða og vinna úr hvalafurðum í Vestmannaeyjum. Nefnd var sett í málið, sem skilaði því áliti, að ekki væri ráðlegt, að leyfa þenna atvinnurekstur í Eyjum vegna óþrifa, sem af því myndu stafa fyrir þorpið! Það hefir löngum vilfað við brenna, að við Islendingar kynn um ekki að notfæra okkur auð- æfin við strendur landsins og verið seinir til að taka upp nýj- ungar. « ■llliri ■ ll l ■ www - -wtíSISMWMi | MEÐAL ANNARA ORÐA . ítalir lesa enn um hrun fasisfa-veldisfns. Eftir Henry Buckley, frjetta- ritara ííeuters í Róm. ÍTALIR hafa enn áhuga á því að lesa um ástæðurnar fyr- ir hruni ítalska ríkisins í síð- ustu heimsstyrjöld. Að minnsta kosti þrjú af að- aldagblöðum Rómaborgar birta einskonar „framhalds-sögur“, frásagnir af því, þegar Musso- lini var steypt af stóli, og er það ljóst dæmi um það, hve mikinn áhuga almenningur hef ir á efninu. í, ,11 Momento" er nú verið að birta hina nýrri dagbók Cia- nos, í „II Tempo“, bók Rachel Mussolini, „Líf mitt með Ben- ito‘‘ í „II Messagero" eru birt- ir útdrættir úr bókinni „Tvö ár úr sögunni 1943—1945“, þar sem velþekktur rithöfundur, Attilo Tamaro segir frá atburð um bessara tveggja ára, og styðst hann þar við skjöl og bækur, sem áður hafa komið út, og einnig nýjar sannanir, sem fram hafa komið í málinu. • • FRIÐUR VIÐ RÚSSA Tamaro segir frá því, þeg- ar Mussolini ræddi við jap- anska sendiherrann í Róm 25. júlí 1943 — sama daginn og hann var rekinn frá völdum — og sa.gði hann þá, að eina lausn in yæri friður við Rússland. í brjefi, sem Viktor Emmanu el, konungur, ritaði Mussolini nokkru áður en hann hröklað- ist frá völdum, drap hann á, að ítalir semdu sjerfrið við bandamenn. í bókinni er einn- ig sagt frá hiki konungsins við það að fyrirskipa handtöku Mussolinis og reiði drottningar- inar yfir því, að hinu konung- lega heimili skyldi sýnd sví- virðing með handtöku einræð- isherrans. • • UMMÆLI KONUNGS Tamaro birti brjef, er hann segir að konungurinn hafi skrif að Mussolini 15. maí 1943. Þar lætyr Emmanuel konungur í ljós miklar áhyggjur og þung- ar yfir gangi stríðsins. Skrifar hann m. a.: „Þetta er nú fimta árið, jem Þýskaland á í styrj- öld og þjóðin er þreytt og her- ir hennar ekki eins öflugir og herir Rússa. Ef nú sókn á hend ur Rússum fer út um þúfur, getur svo farið að hrun verði í Þýskalandi sjálfu“. „Það getur vel verið, að bandamenn sjeu að ráðgera inn rás í Suður-Frakkland. Olík- legt er að þeir geri innrús á ítölsku eyjarnar. •— Það ætti að gera allt, sem unnt er, til þess að sameina þjóð vora á þessari stundu og forðast ætti allar fas- ista-ræður. „Það er nauðsynlegt að vera í nánu sambandi við Ungverja- land, Rúmeníu og Búlgaríu, sem bera litla ást til Þýskalands. Það er mikilvægt að vera við því búinn, að nauðsynlegt reyn ist að skilja örlög Ítalíu frá ör- lögum Þýskalands, en innan- landshrun getúr orðið þar þeg- ar minnst varir — eins og ár- ið 1918“. • m 25. JÚLÍ Attilo Tamaro leggur á- herslu á það, að konungurinn hafi tekið ákvörðun um að steyna Mussolini af stóli löngu áður en hinn frægi fundur æðstaráðs fasista var haldinn 24. iúlí. Hann vitnar í brjef, sem hann segir að konungurinn hafi skrifað vini sínum: „í janúar- lok 1943 tók jeg þá ákvörðun, að binda endi á stjórn fasista og losna við Mussolini“. Tamaro segir, að konungur- inn hafi trúað hertoganum af Accyiarone fyrir þessu, fyrstum manna, og lýsir hann hertog- anum þannig. að hann sje „greindur vel, stjórnsamur, sam viskulaus" og gefinn fyrir að nota „leynileg vopn“. Auk þess var þremur hers- höfðingjum skýrt frá þessari ákvörðun konungs. Ákveðið Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.