Morgunblaðið - 17.07.1948, Blaðsíða 16
VEÐURUTLITIÐ: Faxaflóí.
Suð-austan eða austan goia.
— Skýjað með köflum en úr-
komuíaust.
GLUB PASHA lýsir skoð-
unum sínum á Pa'lestínuvanda-
---- ■*
málinu. — Sjá grein á bls. 9.
167. tbl. — Laugardagur 17. júlí 1948.
Vonir til að Norður-
landssíÍdin sje að
koma á miðin
I -----------
’ Siglufirði, föstudag.
i Frá frjettaritara Morgunblaðsins.
SJÖMENN eru nú vongóðir um, að norðanlandssíldin, sem
beðið hefir verið eftir með óþreyju — sje nú loksins að koma
á miðin. I fyrrinótt sá síldarleitarflugrjelin margar síldartorfur
út af og við Langanes, en það er skoðun margra, að einmitt
þar'komi norðansíldin fyrst upp að landinu og þar hefir síld
ekki sjest fyr en nú á þessu sumri.
Náð í Oiympíueldinn fil Olympfu.
Nýr ijekkneskur
HINN NÝJI SENÐIHERRA
iTjekkósIóvakíu, dr. Theodor
Kuska, sem jafnframt er sendi-
herra í Oslo og búsettur þar,
kom hingað til Islands í gær
og tók skrifstofustjóri utanrík-
isráðuneytisins, Agnar K1
‘Jónsson, á móti honum. Sendi
herrannn mun afhenda forset
anum embættisskilríki sín ein-
hverja næstu daga.
Dr. Kuska er maður á sex-
tugs aldri og hefir lengi verið
í utanríkisþjónustu lands síns.
Hanxi varð doktor árið 1918 og
menntaskólakennari næstu ár,
en hefir síðan 1921 verið starfs
maður utanríkisráðuneytisins
tjekkneska- Árið 1922—-24 var
hann sendiráðsritari í Kaup-
mannahöfu, síðan um tíma
ræðismaður í Cleveland í
Bandaríkjunum og 1936—39
,við sendiráðið i Róm. Ettir
stríðið liefir hann verið í uj'p-
lýsingaráðuneytinu í Prag og
nú síðast forstjóri þess. (Frjett
frá utanríkisráðuneytinu).
Þjéðláfíðin í Eyjwn
Vestmannaeyjum, föstud.
Frá frjettaritara vorum.
ÞJÓÐHÁTÍÐ Vestmannaeyja,
hefir verið ákveðið að halda 6.
—7. ágúst næstkomandi.
Fyrirkomulag hátíðarinnar
verður með svipuðu sniði og
undanfarin ár Iþróttafjelagið
Þór, sjer að þessu sinni um und
irbúning og framkvæmd hátíð-
arinnar.
^SíIdin stygg og
torfur þunnar.
Þegar síldarfregnirnar bár-
ust frá Langanesi, hjelt síld-
veiðiflotinn, sem var dreifður
fyrir Norðurlandi, strax austur
á bóginn. Eru allmörg skip þeg
ar í dag kominn austur og hafa
sjómenn verið í bátum beggja
vegna nessins í dag. Ekki hefir
þó borist nein frjett um góð-
an árangur hjá síldveiðimönn-
um. Síldin hefir reynst stygg
og erfið viðureignar og torfurn
ar frekar þunnar. Vitað er um
eitt skip, Sleipni frá Norðfirði,
er fengið hafði 600 mála kast,
,sem bætti við sig 200 málum
við Langanes og var hann á
leið til Raufarhafnar með afla
sinn í dag.
Gott veður.
Ágætis veður var á miðun-
um fyrir Norðurlandi og slcygni
gott. en blíðuveður við Langa-
nes. Fáein skip eru eftir á
Skagagrunni, en flotinn að
mestu á austurleið.
— Guðjón.
ÓLYIY1PÍUELDUR1NN er tendraður í Ólymíu í Grikklandi og fluttur þaðan til London,
Hjer sjest leiðin, sem farin verður rneð hann. Frá Curfu til Bari á ítalíu verður hann
fluttur á breskum tundurspilli, en þaðan verour blaupið með hann yfir Italíu, Sviss,
Frakkland, Luxemljurg og Belgíu til Calais. Yfir sundir til Dover verður hann fluttuií
með tundurspilli, en síðan hlaupið með hann til Wembley, þar sem hann verður tendr*
aður kl. 3,45 29. júlí. Þegar kappsgilingarnar hefjast í Torquay verður einnig hlaupiði
með hann þangað.
(slendingar befri
knattspymomenn
en
Slór málleysingja-
Washington í gær.
í WICHITA í Kansas er verið að
reisa stærsta málleysingjaskóla
í Bandaríkjunum. Skóli þessi er
gerður sem hei’.t hverfi, 41 bygg
ing á 40 ekrum lands. Búist er
við, að byggingarnar' verði til
um mitt ár 1349. Skóli þessi
mun á hverju ári taka til
kennslu um 400 margskonar
málhölt og’ hljóðvilt börn. —
Þarna verða gerðar fullkomnar
rannsóknir og tilraunir, sem
geta oroið til mikils gagns við
að lækna einhverja af þeim fjór
um miljónum í Bandaríkjunum,
sem eru að einhverju málhaltir.
Kaupmannahöfn í gær.
FARARSTJÓRI sænska knatt-
spyrnufjelagsins „Djurgárden“,
Sandberg, segir í samtali við
Dagens Nyheter eftir heim-
komuna, að íslensku knatt-
spyrnumennirnir hafi verið
hættulegri mótstöðumenn en
þeir Amerísku. Þeir hefðu veitt
,,Djurgárden“ mikið meira við-
nám.
Hann sagði ennfremur, að ís-
lendingar myndu áreiðanlega
vinna ameríska knattspyrnulið-
ið, sem keppir á Ólympíuleik-
unum. — Páll.
‘yrstu
i arsms
slenskar afurðir fyrir
200 miljónir króna
ALDREI fyr hefur útflutningsverslun íslendinga verið stórkost-
legri, en fyrstu sex mánuði þessa árs — sagði Halldór Jónasson
hiá Hagstofunni í viðtali við Mbl. í gær. — Frá áramótum til
júníloka, nemur verðmæti útfluttrar vöru 200 miljónum króna,
en inníiuttrar 200,8 miljónum króna.
Fánabók gefin ú)
Lake Success í gær.
FÁNANEFND Sameinuðu Þjóð
anna gaf nýlega út bók, sem
hefur inni að balda myndir og
hlutföll allra alþjóðafána heims
ins. Auk þess fylgja góðar og
nákvæmar greinar, sem skýra
tilkomu og uppruna fánanna.
Fyrst og fremst er þarna ná-
kvæm skilgreinmg á fána Sam-
einuðu Þjóðanna, einnig heið-
ursfánanum, sem lítið hefur ver
ið notaður hingað til, en ætlun-
in er að hafa hann við hún við
iill hátíðleg tækifærl. ^
Nýsköpunarskip '
fyrir 43 milj. kr.
Þess ber þó að gæta, í sam-
bandi við innílutninginn, að í
honum eru innifalin allmörg ný
skip, á nýsköpunarreikningi og
koma ekki til frádráttar á gjald-
eyristekjur þessa árs. Á tíma-
bilinu janúar—mars, nam verð-
mæti nýsköpunarskipa 24 milj.
og mánuðina apríl—júní 19 inilj.
kr. Þessi skipakaup nema alls
43 milj. kr., og ættu að koma til
frádráttar við vöruskiptareikn-
inginn, .og þá ætti verðmæti inn-
fluttrar vöru, f> rstu sex mánuði
þessa árs, því að vera 165 milj.
kr. og hinn eiginlegi vöruskipta-
jöfnuður að vera hagstæður um
34,5 milj. kr.
HeJmingi hærn upphæð
Fyrri árshelmíng í fyrra, jan.
—júní, nam verðmæti inníluttr-
ar vöru 231 milj. kr. Þar er einn-
ig innifalin kaup á nýsköpun-
arskipum. En verðmæti útfluttr-
ar vöru nam aðeins 100 milj. kr.
Júní
í júnímánuði nemur verðmæti
innfluttrar vöru 52,2 milj. kr.,
en útflutningsins 43,7 milj. kr.
Júnímánuður hefur því verið ó-
hagstæður um 8,5 milj. kr. Þess
skal getið að við útreikning
vöruskipta í júní, eru í innflutn-
ingnUm nýsköpunarskip fvrir
19 milj. kr, — Stærst þessara
skipa er m. s. Tröllafoss, er
kpstaði 4,7 miij. kr.
Stærstu viðskiptalöndin
Eins og fyrr segir nam verð-
mæti innfluttrar vöru 43,7 milj.
kr. Stærsta viðskiptalandið í
júní var Bretland. Þangað fóru
afurðir fyrir 19 milj. kr.
Næst kemur Þýskaland með
11 milj. kr., þá Holland með 3,6
milj. og Danir keyptu hjer vör-
ur fyrir 3,4 mxlj. kr.
y’saiE
Stærstu liðir útflutningsins
í júnímánuði var stærsti lið-
ur útflutningsverslunarinnar
síldarolía fyrir hvorki meira nje
minna, en 17,6 milj. kr. Til
Bretlands fór olía fyrir 10 milj.
kr., til Hollands fyrir 3 milj. og
til Þýskalands fyrir 3,7. Mest
af þessari síldarolíu var unnið
úr Hvalfjarðarsíldinni. Alls
voru síldarafurðir seldar fyrir
21 milj. kr. ísvarinn fiskur var
seldur fyrir 9,6 milj. kr. Þar af
fór til ÞýskalanJs fyrir 7,7 milj.
en til Bretlands fyrir aðeins 1,9
milj. Til Bretlands var seldur
freðfiskur fyrir 5,7 milj. Lýsi
var selt fyrir 3,4 milj. og fór
það hjerumbil allt til Banda-
ríkjanna. Danir Keyptu af okkur
mikið af síldarmjöli og Tjekkar
nokkuð, en síldarmjöl var selt
fyrir 3,3 milj. kr. Saltfiskur var
fluttur út fyrir 1,3 milj. Fór
mest af honum til Biætiands, en
einnig nokkuð til Cuba. Á veg-
um Barnahjálpar Sameinuðu
Þjóðanna, var flutt út niður-
suðuvara fyrir 1,3 milj. Fóru
vörur þessar til Ungverjalands,
Austurríkis, Júgóslavíu og
Tjekkóslóvakíu.
Rússandr fengu
ebki að fara í land
á Siglufirði
Siglufirði í gær.
Frá frjettaritara Morgbl,
RÚSSNESKT SÍLDVEIÐISKIF
— móðurskip — um 3000 smá-
lestir að stærð, kom hingað til
Siglufjarðar í gærkvöldi, og fór
aftur um hádegisbilið í dag.
í skipinu voru bæði karlar
og konur, en enginn af áhöfn-
inni fekk að stíga fæti sínum
á land hjer og enginn að fara
um borð í skipið frá landi, nema
Þeir, sem nauðsynlega þurftu,
vegna viðskifta skipsins við ís-
lendinga. Skipið mun hafa tek-
ið vatnsbirgðir.
Allmargt Siglfirðinga fór nið-
ur á bryggju tíl að skoða skipið,
en ekkert samband var unnt að
hafa ’við skipið.
—-----