Morgunblaðið - 17.07.1948, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.07.1948, Qupperneq 14
BSORGUNBLA&UÐ i4 tumeammmmm KENJA KONA £ftir &» -J, m*é iluamá 130. dagur Á þessum síðasta degi her- göngunnar, fundu hermennirn- ir, að nú voru þeir að nálgast markið. 6. herdeidin kom fyrst yfir landamærin til Pennsyl- vaníu. Við Emittsburg söfnuð- ust. háskólanemendurnir saman til að fagna herdeidinni og gengu með þeim dálítinn spotta. Fóðuröflunarflokkar Suður- ríkjahersins dreifðust þegar her Norðurríkjanna nálgaðist, og um nóttina safnaðist hópur forvit.inna bænda utan um her- búðirnar og fögnuðu hermönn- unum sem frelsurum. Dan og Will gáfu sig á tal við einn bóndann. Hann var feitur og vingjarnlegur í fasi og reið litl- um hesti, sem virtist vera al- veg að sligast undan honum. „Það var sannarlega kominn tími til að þið kæmuð“, sagði hann* „Fólkið hjerna var orðið dauðhrætt. Harrer liðsforingi kom hingað um daginn og hjelt yfir okkur ræðu og sagði að við ættum að verja heimili okk «r og það var reynt að setja á fót riddaraliðssveit í hjerað- inu. Þeir vildu fá hestinn minn, jyi jeg sagðist ekki mega missa íhann. Jeg þurfti að hafa hann að flýja á honum, þegar Lee ik'æmi. Þeir hafa verið að elt- ast við smáhópa af Suðurríkja- mönnum, en þeir hafa nú ekki altaf farið vel út úr því. Suð- urríkjamennirnir voru aðallega að sækjast eftir hestum, svo jeg helt mjer í hæfilegri fjar- •íægð“. „Hefur orðið nokkuð vart við Suðurríkjamenn hjerna, fyrir iftan þessa, sem sendir eru á undan til að stela“, spurði Dan. „Nei, en stór hópur þeirra Itom til Hagerstown og hjelt áfram þaðan til Chambers- burg. Harrer liðsforingi gerði út lið til Chambersburg fyrir þrem eða fjórum dögum síð- an, og þeir lentu í illindum við Suðurríkjamenn og voru reknir undan til Harrisburg. Sama dag riðu nokkrir Suð- urríkjamenn inn í Gettisburg, hleyptu af byssunum út í loft- sð og góluðu eins og Indíánar. Á eftir þeim komu hermenn, á að gisku um fimm þúsund tnanns. Jeg hefi aldrei á ævi tninni sjeð tötralegri, óhreinni og þreyttari hóp manna en þá. Það segi jeg satt að jeg sár- kenndi- í brjósti- um þá. Þeir voru um kyrrt í Gettisburg um nóttina. Þeir heimtuðu af okk- tir einhvern lifandis býsn í »eiðu fje. Fimm þúsund dali, held - jeg; Bæjarstjórinn sagði, að við ættum varla bót fyrir rass okkar, hvað þá fimm þús- und dali. Svo þeir hjeldu á- fram til York. Jeg hefi heyrt að York hafi látið þá fá 28 þús_ undir til að losna við þá“. „Þetta hafa verið erfiðir fírn ar fyrir ykkur hjerna“, sagð'i Wilí. „já, vissulega hefur gengið á ýmsu“, sagði bóndinn. „Þeir lóku það, sem þá vantaði og Ijetu okkur hafa bráðabirgða- filutabrjef í staðinn. Þeir sögðu að þau myndu verða meira virði en peningarnir okkar eft ir stuttan tíma. En svo fór þeim að verða ómótt og þeir fóru. í fyrradag kom hþpur riddara- liðsmánna úr okkar her. Þeir fóru hjeðan vestur úr bæn- um. En jeg er fegin að þið er- uð komnir. Maður, sem hefur hest undir sjer, getur altaf lagt á flótta, hvert á land, sem hann vill, en þið aumingjarnir, fót- gangandi. Þið verðið að vera þar sem þið eruð niður komnir og taka því sem að höndum ber. Mjer sýnist þið vera hraustir og hugaðir. Og það er líka eins gott. Það er allt fullt af Suðurríkjamönnum hjer í kring. Lee er á leiðinni með aðalherinn gegnum Gash- town Garp.“ „Jeg sje ykkur aftur á morg- un“, sagði hann að skilnaði. „Og takið þið nú duglega á móti þeim“. Þegar hann var farinn, sagði Dan: „Allur aðalherinn, sagði maðurinn. Will veistu, að þá getum við búist við að berj- ast við hundrað þúsund manna her?“ „Hvers vegna lætur Meade okkur ekki bíða hjerna, þang- að til allur okkar her er kom- inn?“ Dan brosti: „Maður fær ekki altaf sínum vilja framgengt í stríði, Will. Ekki einu sinni þó að maður sje yfirhershöfðingi. Meade vill auðvitað ekki láta okkur berjast við ofurefli. En ef til vill er ekki annars úr- kosta. En við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því“. Dan hló og klappaði á öxl Wills. ,,Þú átt aldrei að hafa á- hyggjur, þegar þú ert í hern- um, Will. Þú átt að gera £að, sem þjer er sagt“. IV. Um nóttina fyrir 13. júlí var kyrrt veður. Það var hætt að rigna og himininn var að verða heiðskír. En Dan varð ekki svefnsamt. Hann langaði ekki til að sofa. Hann var að hugsa um morgundaginn. Eftir tveggja klukkustunda göngu mundu þeir koma til Gettys- burg. Að öllum líkindum var einhver hluta Suðurríkjahers- ins ekki lengra undan en það. Honum var að detta í hug, að ef hann færi upp á einhverja af hæðunum, sem hann hafði sjeð í kring um náttstaðinn, áð ur en dimmdi, þá mundi hann ef til vill sjá varðeldana í b búðum Suðurríkjamanna. Hann minntist ýmsra Suðurríkja- manna, sem hann hafði kynnst í stríðinu. Hann hafði bæði kynnst stríðsföngum og útvörð- um Suðurrikjahersíns, sem voru reiðubúnir til þess spjalla um stríðið við hvaða Norðurríkjamenn sem var. Það var einkennilegt fyrirtæki, þetta stríð, hugsaði Dan. Mað- ur hittir annan mann sólskins- fagran sumarmorgun við læk, sem rennur milli herbúða óvin- anna. Báðir hafa farið úr til að baða sig í læknum. Bún- ingurinn, sem annar maðurinn fer úr er grár, en hinn fer úr bláum. Þegar þeir eru komnir úr öllum fötimum, eru þeir mjög álíka, annar ef til vill svolítið grennri, en hinn og mál far annars ofurlítið öðruvísi en hins. Þeir spjalla saman ur daginn og veginn, eins og vin- ur við vin. Ef svo einhver liðsforingi segði öðrum manninum að berj ast næsta dag og annar liðs- foringi ségði hinum manninum að berjast líka, mundu þeir báð ir gera það. Annar gæti ráðist á hinn með gapandi gin og æp- and_i eins og vitskertur morð- ingi. Þeir mundu berjast upp á líf og dauða með byssum og byssustingjum og hvaða öðru morðvopni, sem til næðist. — Undir öðrum kringumstæðum hefðu þessir sömu menn getað orðið mestu mátar. En þeir eru reiðubúnir til að drepa hvorn annan, ef einhver annar segir þeim að gera það. Dan velti því fyrir sjer, hvern ig gat á þessu staðið. Líklega var það vegna þess að annar maðurinn trúði á málstað, sem hinn áleit rangan. Ef til vill gat hvorugum manninum aldrei dottið í hug af sjálfum sjer, að fará að berjast þess vegna. En menn, sem að öllum líkindum voru vitrari og ábyggilega á- kaflyndari en báðir þessir menn, höfðu ákveðið að þeir ættu að berjast, og þeir gerðu það ónauðugir. Þegar maður byrjar að berjast, þá heldur hann áfram, þangað til hann hefur unnið eða er sigraður, ef þá nokkur maður er til í hon- um. Nema einhver liðsforingi kæmi og segði, að nú ættu all- ir að hætta að berjast, friður væri kominn á, þá mundu Suð urríkjamenn og Norðurríkja- menn vera jafn miklir vinir eft ir sem áður. Þetta vandamál var bæði leiðinlegt og ruglandi, fannst Dan. Samt fannst honum það vera furðu rólegt starf að vera hermaður. Við og við þurftu menn að berjast, en þá voru hermennirnir ekkert annað en peð á taflborði. Um að gera að drepa sem flesta, þeim mun fyrr var sigurinn vís. Maður vand- ist bví a ðsjá blóðstrauma og innyfli og afhöggna handleggi og fætur fyrir utan læknatjöld- in eftir orusturnar. Það hætti að verka á mann sem hræðileg- ur vitnisburður um eyðilegg- ingar á mannlegum verum eins og manni sjálfum. Hermaður á vígvellinum eða hermaður á milli orustu þyrfti aldrei að taka neinar ákvarðanir. Að- eins gera það sem honum var sagt. Á vígvellinum var eins og til- finningalíf manna slokknaði. Auðvitað voru allir hræddir, með þvalar hendur og skrauf- þurrar varir. En það var eins og allir væru áhorfendur, allir sáu vel hvað fram fór og ein- staka athafnir voru greyptar óafmáanlega í huga manns. Það var eins og allir væru rólegir innanbrjósts, enda þótt þeir gæfu frá sjer villidýrsöskur og berðust af lífs og sálar kröft- um. En þegar orustan var um garð gengin, varð mörgum ó- mótt og þá var hægt að sofa að bví er virtist alveg óendan- lega. Dan datt í hug, hvort Will mundi geta sofið þessa nótt. Will mundi vera önnum kaf- inn á morgun í einhverju lækna tialdinu, eða^í einhveriu húsi eða hlöðu. Önnum kafinn við' að höegva dautt og skemmt bold af mönnum, rjett eins og bppar börkurinn var flettur af trián>im og greinarnar skorn- ar af. Honum datt aftur í hug. hvort Mat og Tom mundu vera í herdeildinni, sem 6. herdeild- in mundi berjast við á morgun. Svör^jg hvít Austurlenskt ævintýri. 8. vellinum. Hann tók myndina fram úr barmi sínum og nefndi nafn fallegu stúlkunnar, en letrið var jafn kalt og líflaust,. Síðan nefndi hann nafn negrastúlkunnar og þegar í stað biossaði letrið upp í rauðri glóð og hesturinn lagði af stað alveg eins og ókunn hönd stýrði honum. Fírus skildi, að í þessa átt skyldi hann stefna svo að hann hjelt förinni stöð- ugt áfram, nam samt við og við staðar til að sjá letrið, sem iýstist upp í hvert skipti, sem hann nefndi nafn negrastúlk- unnar. Hann ferðaðist í marga daga. Það var engin bvggð í kringum hann, og hann svaf úti á nætumar. Þegar hann varð hungraður, borðaði hann ávexti af trjánum, og þegar hann varð þyrstur drakk hann kalt uppsprettuvatnið í lind- iinum. Inn milli kletta og fjalla hjelt hesturinn förinni áfram, aðeins á einum stað stýrði Fírus honum til hliðar. Það var við mikið klungur og gil, sem hesturinn virtist vilja fara yfir. Þetta er algjörlega ófært hugsaði Fírus og sneri hestinum inn á góðan stíg, sem lá upp með gilinu. Þarna hjelt hann áfram nokkurn tíma, en cjatt svo í hug að líta á verndar- gripinn. En letrið hafði dofnað og blosSaði ekki upp, þegar hann nefndi nafn negrastúlkunnar. Jæja, hann hefði þá átt að velja leiðina yfir gljúfrið, þó hún væri hættuleg. Hann sneri því við og reið niður klungr- ið. En hesturinn hrasaði, svo að Fírus varð að stíga af baki og teyma hestinn niður einstigið. Það var mjög erfitt, en prinsinn sagði samt við sjálfan sig: Jeg verð að hafa það áfram, og þetta er rjetta leiðin. Og þegar hann hafði farið í kringum stóran klett, sem næstum því lokaði gljúfrinu birtist honum sljettur stígur, sem lá upp á fjallstindinn. Uppi á fjallinu mætti hann kaupmannalest, sem hann slóst í för með. Þeir voru oft nærri orðnir fyrir miklum óhöpp- um, en það var verndargripur Fírusar, sem jafnan bjargaði þeim. Einu sinni ætluðu ræningjar að ráðast á þá, en þegar hann nefndi nafn Fagurrósar yfir ki’ystallsplötunni kom hvirfilvindur skyndilega yfir þá, sem þyrlaði sandinum upp í þykk rykský. Þegar hvirfilvindurinn var liðinn hjá, voru Hann hefir verið kúreki alla sína æfi. ★ Ekkja ein fór á miðilsfund til þess að hafa samband við eiginmann sinn sáluga. „Pjetur“, sagði ekkjan, „ertu hamingjusamur núna?“ < „Já, jeg er mjög hamingju- samur“ svaraði andinn. „Ertu hamingjusamari, en þegar þú varst á jörðinni hjá mjer?“ „Já, stórum mxm“. „Heyrðu, segðu mjer, hvern- ig er þetta eiginlega þarna á himnum?“ — Konan mín kyssir mig á hverju kvöldi, þegar jeg kem heim. •— Er það svona mikil ást? — Nei, það er rannsókn. ★ — Hvað, þú segir að þú hafir ekki verið við giftingu dóttur þinnar. Hvar varstu þá? — Jeg var að leita að vinnu handa tengdasyni mínum. •k Pjetur: — Konan mín skilur mig ekki, en þín? Páll: — Jeg veit það ekki, jeg hef aldrei heyrt hana minnast einu orði á þig. ★ Vinnukonan: — Frúin er bú- in að fá sjer nýjan eiginmann. Matreiðslumaðurinn: — Held urðu að hann verði lengi í vist- inni? „A himnum“, svaraði Pjetur, „jeg er alls ekki á himnum". ★ Bill: — Jeg vil giftast stúlku, sem getur eldað góðan mat og sjeð vel um heimilið, en ekki, sem ekkert getur gert annað en spilað bridge. Bob: —• Ágætt, þá skal jeg kynna þig fyrir vinnukonunni okkar. ★ Hún: — Hvað heldurðu að jeg sje gömul? Hann: 21 árs. Hún: — Hvernig fórstu að geta upp á því rjetta? Hann: — Það var enginn vandi, jeg taldi bara baugana fyrir neðan augun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.