Morgunblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐ IÐ Miðvikudagur 1.- sept. 1948 r S r I Út*.: H.f. Arvakur, ReykjavOc. yramkvjrtJ.: BlgfAa Jónssan. WHfeli7 Rltstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgScnu.). Frjettarltstjórl: ívar Guðmundssoa. Auglýslngar: Arnl Garðar Krtstin—rw Rltstjórn, aaglýsingar og afgreiðsla: Austurstneti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 10,00 6 mánuði, imualsnrts, f lausasölu 90 aura eintakið. 75 aura m«8 Lasbók. kr. 12,00 utaniands. Orlög tveggja kvenna BLAÐI íslenskra kommúnista finnast sögurnar um viður- eign Sovjetstjómarinnar við kennslukonuna Kasenkinu og Lydiu Makarovu í Stokkhólmi, leiðinlegar og er ergilegt yfir því að blöð hjer á Islandi skuli vera að segja íslensku fólki þær. Þetta er ekkert óeðlilegt. 1 hvert skipti, sem svipaðir at- burðir gerast og almenningur lýðræðislandanna sjer stuttan spöl inn í myrkviði hins rússneska lögregluríkis, ókyrrast málpípur Moskvavaldsins. En hvað er það, sem raunverulega hefur verið að gerast í málum þeirra Kasenkinu og Lydiu Makarovu? Það er ekkert annað en það að umboðsmenn hins komm- únistiska stórveldis hafa sagt tveimur umkomulitlum konum stríð á hendur. Styrjaldarástæðurnar eru hinar sömu í mál- um þeirra beggja. Kasenkina, sem stödd er í New York, viil ekki yfirgefa Bandaríkin og fara heim til Rússlands Hún óttast heimkomuna til lands síns og flýr á náðir ókunnugs íólks í framandi landi. Lydia Makarova vill heldur ekki yfir- gefa Svíþjóð til þess að fara heim til Rússlánds. Hún gerir ailt sem hún getur til þess að streitast á móti valdboðum og kröfum rússneska sendiráðsins í Stokkhólmi. Éinnig hún óttast heimkomuna. Það getur ekki hjá því farið að fóiki í lýðræðisríkjum finnist þessar mannaveiðar Sovjetstjórnarinnar einkennileg- ár. Hvað eiga þessar tvær konur að gera heim til Rúss- Jands? Hvers vegna ganga þessi ósköp á til þess að þröngva þeim til heimferðar? Fólk í lýðræðislöndum getur ekki skilið, hvernig hinu rússneska stórveldi getur stafað hætta áf dvöl þessara tveggja kvenna í Stokkhólmi og New York. Það getur heldur ekki skilið að þær skuli ekki mega ráða dvalarstað sínum. Yfirleitt er fólk frjálst að því að ráða dvalarstað sínum á friðartímum. Því er heimilt að flytja frá ættlöndum sínum og taka sjer bólfestu annarsstaðar. — En þannig er þessu ekki varið í Rússlandi. Sovjetstjórnin þykist geta skipað rússnesku fólki, hvar sem það er statt í veröld- inni, að koma heim. Ef það ekki hlýðir eru ræðismenn óg sendiráð Rússlands látin taka það með valdi og senda það nauðugt heim til fósturjarðarinnar. Embættismenn Sovjet- Sljórnarinnar eru ekki orðnir leiðir á hreppaflutningum. Þá varðar ekkert um vilja einstaklinganna. Hann hefur enga þýðingu. Þetta segja kommúnistar á íslandi að sanni frjálsiyndi og umburðarlýndi hins kommúnistiska skipulags og lýðræð- isyfirburði hinnar rússnesku stjórnarskrár!! y Ekkert sýnir betur, hversu gjörsamlega kommúnistar hafa tekið sjer stöðu utan við takmörk heilbrigðrar skyn- semi, en þetta mat þeirra á lýðræði og frjálslyndi. Paun- yerulega getur enginn, sem er með öllum mjalla, haldið því fram, að aðfarir Sovjetstjórnarinnar gagnvart þessum tveimur borgurum sínum, sanni það að rússneskir borgarar njóti lagavemdar gagnvart yfirgangi embættismanna sinna í skjóli frjálslyndrar stjómarskrár. Þvert á móti hlýtur það að liggja í augum uppi að þeir em gjörsamlega varnar- lausir. Stjómarvöld landa þeirra geta farið með þá eins og þau vilja. Þau hafa vald til þess að ráða dvalarstað þeirra hvenær sem þeim býður við að horfa. Eina leiðin tii þess að komast hjá að lúta boði þeirra og banni, eina ráðið ti! þess e.t.v. að bjarga lífinu, er að flýja landið og leita á náðir erlendra manna. Það er síður en svo að það sæti nokkurri furðu að Þjóð- yiljanum skuli leiðast að sjá athygli íslensks almennings beint að þessum atburðum. Svo starblindir eru kommúnistar ekki að þeir finni ekki, hvernig íslenskt fólk lítur á þessi mál. Þess vegna reyna þeir að telja því trú um að sögur þeirra Kasenkinu og Lydiu Makarovu sjeu leiðinlegar og 3/nauðaómerkilegar“. En hinar kommúnistisku mannaveið- ár hafá þegar vakið alheimsathygli. Lýðræðissinnað fólk um allan heim fyllist hryllingi yfir hinum miskunnarlausu áðferðum Sovjetembættismannanna í veiðiaðferðum þeirra. Þess vegna eru örlög tveggja umkomulitilla kvenna, sitt hvoru megin Atlantshafsins, mál, sem milljónir lýðræðis- sinnaðra manna um víða veröld láta sig nokkru skipta. íWílwerii óhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU í Langholtinu. ÞAÐ HEFIR RISIÐ upp mik- il bvgð í Langholtinu á undan- förnum árum. í fyrstu leit út eins og þarna ætti að vera ein- hver ruslakista. Þangað voru flutt heil hús, sem ekki þóttu nógu fín inni í sjálfum bænum. Gamlir Reykvíkingar, sem komu þarna inneftir könnuðust við hús af Grettisgötunnj á ein um staðnum. Ingólfsstræti á öðrum og Laugavegi á þeim þriðja o. s. frv. Það var líka heldur frum- byg.ðarlegt þarna í holtinu til að byrja með. Jafnvel götu- nöfnin vöru ankannaleg, eins og Efstasund og eitthvað fleira álika smekklegt, sem menn leggja ekki á minnið. • Vantar ýms þægindi. LANGHOLTSBÚA hefir lengi vantað ýms þægindi, sem talin eru nauðsynleg í fjöl- menni. Þar var lengi vel ekki nema einföld símaleiðsla og menn gátu ekki fengið lagða síma í hús sín. Jafnvel þótt þeir ættu númer og tæki. Nú hefir símastrengur verið lagður í jörð í holtinu, en þá vantar tækin og númerin. Háir það mörgum. Brunasími var þar ekki heldur lengi vel, en eitt- hvað hefir ræst úr. Aþótek er þar ekkert og að sumu leyti eru Langholtsbúar því ekki betur staddir en Víkur búar voru er eina apótekið var vestur á Seltjarnarnesi. Stendur til bóta. VAFALAUST stendur margt til bóta þarna innfrá. Jeg heyri að hverfisbúar sjeu all ánægðir með sitt hlutskifti þótt þeir sjeu nokkuð út úr. Þeir hafa stofn- að sitt framfarafjelag, sem er einskonar fegrunarfjelag á þeirra vísu. Og ef Langhyltingar taka sig saman, um að gera hverfi sitt fallegt og vinna einhuga að ýmsum endurbótum má full- yrða, að þarna verði í framtíð- inni eftirsóknarvert íbúðar- hverfi. Nógu er umhverfið fall- egt og fjallasýnin glæsileg. • Borgin breiðist of ört út. ANNARS HLÝTUR það að valda hugsandi mönnum nokkr um áhyggjum hve Reykjavík breiðist ört út og byggist á stóru svæði. Það gerir úthverfa búum svo erfitt fyrir. Því það er ekki hægt að ætlast tii, að í nýjum hverfum yst í borginni komi öll þægindi á einu og sama ári. Aðdrættir allir verða erfiðir og flutningar fólks á milli margskonar erfiðleikum bund- inn. Garðurinn. HJER á dögunum kom jeg í heimsókn til vinar míns, sem býr í Langholtinu, við eitt „sundið“, sem í rauninni er allra snotrasta gata og alls ekk ert sund í þeirri merkinu, sem menn hafa alment lagt í það orð. Á bak við litla húsið hans er talsverður garður. „Vikverji verður víst ekkprt hrifinn af að sjá garðinn minn“, sagði vinur minn. Jeg hefi enn ekki haft tækifæri til að gera hon- um neitt til góða og kæri mig reyndar ekki um það eins og er. Þenna blett ætla jeg að nota fyrir krakkana mín og jeg sagði nábúa mínum, sem hefir komið sjer upp fallegum skrúðgarði, að þegar hans garður væri orð- inn svo fínn, að börnin mættu ekki lengur koma inn í hann, mætti hann senda þau yfir á 'mína lóð. Þar skyldu þau fá að ver í friði, örugg fyrir umferð inni. Góð hugmynd. ÞETTA FANST MJER vel sagt og datt í hug, að það færi betur ef fleiri hugsuðu á líka leið og skildu eftir einhvern blett af lóðum við hús sín, þar sem börnin mættu koma, í stað þess að hafa svo fína skraut- garða, að þar mætti enginn vera, af ótta við að alt skrautið yrði eyðilagt. Skrautgarðar eru góðir og eiga að vera til. En mörgum myndi líða betur af að hafa færri blóm og vita af börnun- um sínum öruggum frá götunni á eigin lóð. Og svo hitt, að það getur vel- samrýmst að hafa hvorttveggja,' afdrep fyrir börnin og lagleg- an húsagarð, ef þess er'gætt, að fara ekki út í öfgar með skrautið. Borgin fyllist af börnum. OG ÞEGAR MINST er á ör- yggi og afdrep fyrir börnin, minnir það á þá staðreynd,. að borgin er að fyllast af börnum á ný. Skólarnir eru að byrja í dag og börnin eru komin úr sveitinni, brún og sælleg eftir sólríkt sumar. Götur, sem hafa verið eyði- legar og hljóðar í sumar berg- mála nú af leikjum barna. En um leið eykst hættan á götunum og ökumenn verða að gæta þess, að fara varlegar en áður svo ekki hljótist slys. Börnin eru óvön umferð eftir sveitina, þar sem landrými var nóg og ekki þurfti að líta í kringum sig við hvert spor, sem tekið var. Aðvörunarskilti hafa verið sett upp við álla skóla bæjar- ins með hvatningu um að aka varlega. Eftir þeirri aðvörun ættu allir ökumenn að fara samviskusamlega. MEÐAL ANNARA ORÐA .... iiiiiiiimiiiiiminimniiiiimimiiiiiHMimimiiiiiiiiiiiiiiinimmnmniinmimimiiiiiiiimiimiimninmii Ríki Sameinuðu þjóðanna í París Eftir WILLIAM LATIIAM, frjettaritara Reuters. 1. september, þegar utanríkis- ráðherra Frakka afhendir Trvgve Lie, aðalritara Samein- uðu þjóðanna, lykil úr gulli. táknar það, að 11 ekrur lands í vesturhluta Parísar verða ríki Sameinuðu þjóðanna, einskonar ríki í Frakklandi. Frá þeirri stundu og allt þar til allsherjárþinginu (sem hefst 21. september) er lokið, mun franska stjórnin ekkert fram- kvæmdarvald hafa yfir þessum hluta Parísarborgar. — Jafnvel Parísarlögreglan hefur ekkert vald í S.Þ.-ríkinu. Sjerstakir landamæraverðir munu hafðir á landamærunum til þess að fara inn fyrir þarf sjerstök vegabrjef. íbúatalan lík og í íslenskum kaupstað. í S. Þ.-ríkinu verða 4,200 íbúar, sem samanstanda af 1,500 fulltrúum 1,500 starfsmönnum og 1,200 blaðamönnum'. Auk þess verður hægt að taka við 800 gestum í einu. Þetta smárfki, sem verður stofnað í Chaillot höllinni á bökkum Signufljóts, á að 'hafa sína eigin lögreglu, landamæra- verði, i brunalið, loftvarnarlið, banka, pósthús, símstöð, út- varpsstöð og þrjú veitingahús, þar sem 5,000 gestir geta borð- að daglega. • • Allar heimsins sígarettutegundir Þarna verða líka ölstofur og söluturnar, þar sem allar síga- rettu tegundir frá hinum ýmsu. löndum verða seldar. Þá vant- ar ekki ferðaskrifstofu og upp- lýsingastofu. í fundarsal alls- herjarþingsins verða hlustun- artæki við hvert sæti og full- trúarnir þurfa ekki annað en að hreyfa til takka, þá geta þeir heyrt orð ræðumannsins eða túlkun þeirra á hverju hinna lögskipuðu tungumála þingsins sem er. Lögskipuð tungumál eru enska, franska, spánska, rússn- eska og kínverska. • • Mikil vinna lögð í endurbætur. 3,000 verkamenn hafa unnið dag og nótt frá því í maí s. 1. að því að standsetja 3,000 skrif stofur og fundarsali hinna ýmsu undirstofnana S. Þ. Fjórir stórir nefndarsalir verða útbúnir eins og salur alls herjarþingsins, með fullkomnu kerfi hlustunartækja, sem eru í sambandi við hraða tungu- málatúlkun. • • Fjárútlát — en samt gróði. Franska þingið veitti 836 miljón franka (25,372,000 ísl. kr.) til endurbóta á Chaillot höll. En samt er enginn vafi á að franski ríkiskassinn mun frek- ar hagnast af dvöl þeirra 4,200 manns, sem þarna verða. Satt að segja bíða Parísarbúar með eftirvæntingu komu fulltrú- anna. Og vitað er að það tákn- ar straum erlends gjaldeyris inn í landið. • • Flestir eiga náttstað anr.arsstaðar. Fæstir íbúar í ríki S. Þ. munu sofa þar, fyrir utan lögreglu- mennina og meðlimi Oryggis- liðsins. Sendimenn erlendra ríkja munu flestir búa í sendiráðum þjóðar sinnar í Parísarborg og nægilegt af 45,000 gistihúsher- bergjum borgarinnar hefur ver ið tekið frá fyrir aðra fulltrúa og fylgdarlið þeirra. Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.